Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 7. MARS 1987.
verk í Trúboðsstöðinni. Faðir
Gabríel nær sambandi við Guar-
ani-indíánana í gegnum tónlist og
einstæðir tónlistarhæfileikar indí-
ánanna eru hans sterkasta rök-
semd fyrir því að þeir hafi sál.
í byrjun „réttarhaldanna" syngur
lítill indíánadrengur sálm og Evr-
ópumennirnir hlusta, greinilega
hugfangnir, sumir mót vilja sínum.
Faðir Gabríel heldur því fram að
hver sá sem syngur eins og Guar-
ani-drengurinn hljóti að vera
mennskur og hafa sál en spænski
landstjórinn fullyrðir að hér sé ein-
ungis um páfagaukalærdóm að
ræða.
The Mission hefur hlotið tilnefn-
ingu til óskarsverðlauna fyrir
tónlistina sem er mjög góð. Sama
gildir um kvikmyndatökuna sem
er hreint frábær. Að auki hefur
myndin verið tilnefnd til verðlauna
fyrir bestu listræna leikstjóm,
besta leikstjórann, bestu búning-
ana, bestu klippingu og síðasta en
ekki síst hefur The Mission verið
tilnefnd sem besta kvikmynd ársins
1987.
Leikur þeirra Jeromy Irons og
Robert De Niro er stórgóður, þó
ekki hafi þeir verið tilnefndir til
verðlauna. Því hefur verið haldið
fram að hlutverk Mendoza hljóti
að hafa verið eitt það erfiðasta sem
De Niro hefur fengist við um dag-
ana. En hann stendur svo sannar-
lega undir því og hæst rís leikur
hans þegar hann brotnar saman og
þiggur sína syndaaflausn úr hendi
þess fólks sem hann áður þrælkaði.
-VAJ
Faðir Gabriel (Jeremy Irons) ákveður að standa með indiánunum gegn
páfanum en á sinn eigin friðsamlega hátt.
Ágóðim af fnunsýninguniii
í baráttu gegn fíkniefnum
virða Mendoza. Hann er stoltur og
hrokafullur maður og í hjarta hans
rúmast lítill kærleikur. Eina fólkið,
sem honum þykir vænt um, er y ngri
bróðir hans, Felipe, og Charlotta,
ung og fögur ekkja sem Mendoza
lítur á sem sína eign.
Þegar Charlotta segir Mendoza
að hún elski Filipe bróður hans og
vilji giftast honum, umtumast
hann af bræði. Þeir bræður berjast
og Mendoza drepur Felipe. Yfir-
kominn af sektarkennd og örvingl-
aður af sorg lokar Mendoza sig
inni á hæli fyrir hina ólæknandi
og þar hittir faðir Gabriel hann
öðm sinni.
Jesúítapresturinn býður
Mendoza að gera yfirbót með því
að fara með honum upp fyrir foss-
ana og reisa trúboðsstöð meðal
fólksins sem hann áður veiddi og
seldi mansali. Málaliðinn eygirþá
von að sú ferð geti linað þjáningar
hans og fellst á tilboð föður Gabrí-
els.
Réttarhöldin
Robert Bolt byggir The Mission
að nokkru leyti upp eins og réttar-
höld. Og það er trúboðsstöð jesúít-
anna í landi Guarani-indíánanna
sem stendur frammi fyrir dómaran-
um sem birtist þeim í líki sendi-
manns páfa og berst fyrir eigin
tilvemrétti.
Spánverjum og Portúgölum stóð
ógn afvaldi jesúítanna. Þeir
ágimtust land þeirra og vildu þá
burt. En jesúítareglan heyrði und-
ir páfa og framtíð trúboðsstöðvar-
innar var í hans höndum. í orði
kveðnu var sendimanni páfa ætlað
það verkefni að kynna sér starfsemi
trúboðanna og ákveða í framhaldi
af því örlög stöðvarinnar. En í
rauninni var þegar búið að ákveða
í Evrópu að Spánverjum og Portú-
gölum skyldi afhent þetta svæði og
Guarani-indíánarnir ofurseldir
frumskóginum og þrælaveiðurun-
um.
Eins og í flestum öðmm verkum
Roberts Bolt em samviskuspurn-
ingar grundvallaratriði í mynd-
inni. Guarani-indíánamir ákveða
að skera upp herör og berjast gegn
hvíta manninum sem þeim finnst
hafa svikið sig. Jesúítamir standa
því frammi fyrir erííðu vali. Eiga
þeir að hlýða yfirboðara sínum,
páfanum, og yfirgefa indíánana eða
eiga þeir að standa með þessum
sóknarbömum sínum sem skilja
ekki hvers vegna guð hefur yfirgef-
ið þau.
Faðir Gabríel og Mendoza bregð-
ast ólíkt við en þegar upp er staðið
reyndi hvor fyrir sig að að verja
indíánana með sínum hætti.
Stórmynd
Tónlistin skipar mjög stórt hlut-
„Allur ágóðinn af frumsýning-
unni rennur í baráttusjóð gegn
fíkniefnum," sagði Kristlaug
Gunnlaugsdóttir, blaðafulltrúi
Lionessuklúbbsins EIR í Reykavík,
en þær standa fyrir frumsýningu
myndarinnar The Mission í Há-
skólabíói.
Lionessuklúbburinn EIR var
stofnaður fyrir réttum þremur
árum og hefur helgað krafta sína
baráttunni gegn fíkniefnum.
Á síðastliðnu ári stóðu EIR-
konur fyrir frumsýningu á kvik-
myndinni Carmen og að sögn
Kristlaugar var stuðningur al-
mennings með ólíkindum þá.
„Forráðamenn Háskólabíós voru
svo ánægðir með hvemig tókst til
með frumsýningu Carmenar í fyrra
að þeir buðu okkur að endurtaka
þetta núna og við vonum að undir-
tektir almennings verði jafngóðar
núna. Við erum forráðamönnum
bíósins afar þakklátar fyrir þetta
tækifæri því frumsýningamar eru
stærsta staka ijáröflunarverkefni
okkar,“ sagði Kristlaug.
Ágóðanum af frumsýningu
Carmenar var varið til kaupa á
fimm tækjum til myndbandsgerðar
sem afhent vom Fíkniefnadeild
lögreglunnar í ágúst á síðasta ári
og í ár rennur féð í svokallaðan
„Baráttusjóð gegn ávana- og fíkni-
efnum“. Konurnar í EIR afla einig
fjár með ýmsum vinnuverkefnum
og fer hagnaðurinn af þeim til
ýmissa líknarmála, auk baráttunn-
ar gegn fíkniefnabölinu.
-VAJ
Ágóðanum af frumsýningu kvikmyndarinnar Carmen var varið til kaupa
á tækjum handa fíkniefnalögreglunni. Hér sjást lionessurathenda William
Th. Möller og Arnari Jensen tækin.
E
Þú boigar alltaf sama gjaldið,
hvort sem þú ert einn eða með fleirum
í bílnum!
Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur
Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíi.
Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig
með hressilegri símhringingu, óskir þú þess.
\ UREVnii-/
68 55 22