Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Qupperneq 18
60 LAUGARDAGUR 7. MARS 1987. Kvikmyndir Bette Midler. eftir úr krabbameini. Faðir minn lést í maí síðastliðnum úr hjartabil- un. Það var mjög slæmt, bara mjög slæmt.“ Að brjótast áfram Bette'Midler kom til New York á miðjum sjöunda áratugnum stað- ráðin í að verða söngkona. Hún hitti strax Tom Eyven, þekkt leik- ritaskáld á þeim tíma, og hóf strax að vinna fyrir hann í söngleikjum. Á kvöldin vann hún í Fiðlaranum á þakinu, sem elsta dóttirin. Eftir sýningar söng hún í hvaða klúbbi sem vildi fá hana, á daginn var hún með allar klær úti í lausavinnu við að syngja bakraddir en upp úr þessu skapaði hún ákveðna per- sónu kom fram í fjólubláum flau- elskjól, með hárið greitt aftur og vaxbornar augabrýr syngjandi lög frá fjórða áratugnum. Bette Midler varð The Divine Bette Midler. Á einum staðnum sem hún kom fram var ætlast til að hún færi einnig með gamanmál og þróaðist sýning hennar upp frá því meira yfir í grín og ýmiskonar brandara. Á þessum tíma hafði hún undir- leikara á píanó sem síðar varð Myndir Bette Midler: The Rose. Jinxed. Ruthless People. W ' Down and Out in Beverly Hills. 3ette Midler siær í gegn - í kvikmyndum á vegum Walt Disney fyrirtækisins þekktur söngvari og lagahöfundur en það var Barry Manilow. Fyrstu æfingar þeirra voru ...„ekkert sér- stakar, næstum leiðinlegar," minnist Manilow. „Ég lék og hún söng. En síðan gerðum við þetta fyrir framan áhorfendur. Hún kom niður stiga með túrban á höfðinu, klædd einhverju sem hefði getað komið úr klæðaskáp ömmu minnar. Hún var hvirfilbylur af hæfileikum og orku. Ég var sex fet í burtu en þessi sýn var einn af þrumufleyg- unum í lífi mínu.“ Stjama á Broadway Sá er einna mest áhrif hafði á feril Bette Midler var Aaron Russo sem gerðist framkvæmdastjóri hennar 1971. Þau urðu elskendur um tíma og samband þeirra sem varaði í átta ár var bæði uppbyggj- andi og eyðileggjandi. Aaron byrjaði að bóka Midler í hin og þessi leikhús þar sem hún sló í gegn og brátt var hún orðin stjarna á Broadway. Aaron þóttist einnig sjá að hæfi- leikar Midler gætu notið sín á hvíta tjaldinu og leiddu þær pæl- ingar til kvikmyndarinnar The Rose. „Ég skemmti mér konunglega. Ég gat varla beðið eftir upptökun- um. Ég tel þessa mynd mitt besta verk,“ segir Midler er hún minnist The Rose. Hljómleikaför um Evrópu fylgdi í kjölfar The Rose og plötu þeirrar sem gefin var út í framhaldi af myndinni. Á þessari ferð rifust þau Russo heiftarlega og slitnaði upp úr samstarfi þeirra í kjölfarið. Síð- an hefur Midler staðið á eigin fótum og þrátt fyrir brösótt gengi í kvikmyndum hefur hún nú slegið í gegn. Walt Disney fyrirtækið hef- ur gert við hana þriggja mynda samning og framtíðin virðist nokk- uð trygg. -FRI Ferill gamanleikarans Bette Midler hefur gengið upp og ofan síðan hún ákvað að fara af sviðinu og í kvikmyndir en nú hefur hún loksins slegið í gegn í Hollywood og það í myndum á vegum Walt Disney fyrirtækisins. Raunar segja forráðamenn Walt Disney að hnát- an sé heitasta kvenstjarna þeirra síðan Minny mús kom fram á sjón- arsviðið. Bette Midler hefur aldrei átt í erfiðleikum með að vinna til verð- launa, hún hlaut Grammy verð- launin sem besti nýi listamaðurinn árið 1973, árið 1979 náði lp-plata hennar The Rose platínusölu og hún hefur jafnvel náð inn á met- sölulista bóka með barnabókinni The Saga of Baby Divine. En eitt vafðist lengi fyrir henni og það var að ná stöðunni kvik- myndastjarna. Fyrsta mynd hennar, The Rose, sem byggði m.a. á lífi Janis Joplin aflaði henni frá- bærra dóma sem leikkonu og útnefningar til óskarsverðlauna en nákvæmlega engra annarra tilboða um leik i kvikmyndum. Næsta mynd hennar, Jinxed gerð 1982, var „flopp" og hið eina sem Midler hlaut úr þeirri mvnd var taugaá- fall. Það liðu þrjú ár þar til Bette Midler ákvað að leika aftur og þá í myndinni Down and Out in Be- verly Hills sem síðan varð tíunda söluhæsta myndin árið 1986. Sú næsta sem hún lék í var Ruthless People sem náði áttunda sætinu og sú nýjasta er Outrageous Fort- une sem hefur nú halað inn 25 milljónir dollara á fyrstu 25 sýning- ardögunum. Þessar þrjár myndir eru allar gerðar af Walt Disney fyrirtækinu og hafa þær breytt því í einn af hinum stóru í Hollywood. Þvi er ekki að furða að forráðamenn Disney líki Midler við Minny mús. Á sviði Bette Midler er mun þekktari í Bandaríkjunum sem söngkona og gamanleikari á sviði heldur en í kvikmyndum og hún hefur oft tek- ið þar upp á ýmsu sem fáa aðra hefur dreymt um, hvað þá dottið í hug að gera. Á gamlárskvöld 1972 var hún borin inn á sviðið í Linc- oln Center í lokrekkju, með annan fótinn fyrir utan tjaldið. Á mið- nætti sneri hún aftur inn á sviðið, í bleyju, sem barn ársins 1973. Hún hefur stigið upp úr risaskel í póli- nesísku bikini, komið fram í hnjásíðum pylsukjól með sinneps- rönd niður hann að framan og þotið fram og aftur um sviðið í vélknún- um hjólastól klædd sem hafmey með sporð og tilheyrandi svo dæmi séu tekin. En það er einkum notkun Midler á líkama sínum í gamanatriðum sem gert hafa hana fræga. Hún snýr honum, vindur upp á hann, teygir hann og togar og á það til að „flassa" framan í virðulega áhorfendur við öll tækifæri. Það er einkum hinn viðamikli barmur Bette sem fær notið sín best í þess- um uppákomum. Þótt hann sé kannski ekki alveg af sömu stærð- argráðu og hjá Dolly Parton lét hún hafa það eftir sér á plötunni Mud Will Be Flung Tonight að hún hefði eitt sinn útvegað sér póstvigt til að athuga nákvæmlega hve þung brjóstin á sér væru... „Ég segi vkkur ekki hve þung þau voru en það hefði kostað mig 87,50 dollara að senda þau til Brasilíu, með skipapósti." Upprunnin á Honolulu Bette Midler er fædd á Honolulu, faðir hennar Fred Midler var mál- ari fyrir sjóherinn en hann og kona hans Ruth fluttu til Honolulu á fjórða áratugnum. Bette var sú þriðja í röðinni af íjórum krökkum þeirra og skirði Ruth hana í höfuð- ið á Bette Davis. „Móðir min var glæsileg," segir Bette, „og vann mikið. Hún saum- aði fallega og bjó til öll föt okkar þar til foreldrar mínir uppgötvuðu Hjálpræðisherinn. Við vorum mjög fátæk. Við áttum ekki sjónvarp eða síma fyrr en seint á sjötta áratugn- um. Við bjuggum í leiguhúsnæði á miðjum sykurreysakri, flestar fjöl- skyldurnar í kring voru frá Samóaeyjum, Japan, Hawai eða Kína. Við vorum eina hvíta fjöl- skyldan." Er Bette minnist æsku sinnar í þessu umhverfi kemur fram að fað- irinn var harðstjóri sem skolaði snyrtivörum dætranna niður um klósettið og lokaði þær eldri inni ef þær komu of seint heim á kvöld- in. „Faðir minn áleit mig alltaf skrýtna. Hann sá mig aldrei á sviði nema i þætti Johnny Carson. Hann sagði að ég liti út eins og lauslætis- drós. Móðir mín aftur á móti taldi að ég gæti ekkert rangt gert. Eitt kvöldið læddist hún út úr húsinu til að sjá myndina The Rose og fannst hún frábær. Hún lést árið Outrageous Fortune.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.