Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Side 19
LAUGARDAGUR 7. MARS 1987.
61
Vinsælii
vandræðagemlingar
Beastie Boys, nafnið segir alla
söguna, þrír hortugir götustrákar
frá New York sem gefa dauða og
djöful í allar siðareglur. Þeir eru
fulltrúar tónlistarstefnu sem á ræt-
ur sínar í götumenningu New York
borgar, rappsins svokallaða. En
Beastie Boys eru ekki bara rappar-
ar. Þeir eru þungarokks rapparar.
Orðaflaumur
Tríóið Run D.M.C. rauf upphaf-
lega landamæri rapptónlistarinn-
ar. „Run“ (Joe Simmons), „D.M.C.“
(Daryll McDaniels) og „Jam-Mast-
er Jay“ (Jason Mizell) slógu í gegn
1983 með laginu Sucker M.C’s.
Lagið var algerlega frábrugðið
þeirri rapptónlist sem þá réð ríkj-
um. Um eiginlegt lag var varla að
ræða. Sami takturinn var notaður
undir endalausum orðaflaumi þar
sem vandamál daglega lífsins voru
rædd á opinskáan hátt. Run D.M.C.
eiga nú að baki þrjár plötur. Sú
síðasta, Racing Hell, hefur vakið
mikla athygli og lög eins og Walk
This Way og You Be Illin hafa
komist á vinsældalista víða um
heim.
Símaat í ísbúð
Beastie Boys ganga enn lengra
en Run D.M.C. á flestum sviðum.
Tónlistarlega eru þeir til dæmis
mun rokkaðri. Á stundum liggur
við að manni fmnist Zeppelin vera
afturgengnir eða AC/DC séu
komnir á kreik. Frumraun þeirra,
platan Licensed To 111, er ein sú
kostulegasta sem kom út á seinasta
ári. Er þá Racing Hell tekin með í
reikninginn.
Beastie Boys eru um tvítugt. Eins
og sönnum rapptónlistarmönnum
sæmir ganga þeir undir gælunöfn-
um, Boy MCA (Adam Yauch),
Mike D (Michael Dimond) og King
Ad-Rock (Adam Horovitz). Hann
er sonur rithöfundarins Israel
Horovitz. Fyrstu afskipti piltanna
af tónlist voru 1983. Þá tóku þeir
upp lagið Cookie Puss sem í raun
var símaat í afgreiðslustúlku i ís-
búð. Árið eftir hittu þeir svo
upptökustjórann Rick Ruben sem
nýlega hafði stofnað útgáfufyrir-
tækið Def Jam. Ruben starfaði þá
einmitt með Run D.M.C. og honum
þótti Beastie drengir ekki standa
þeim langt að baki. Ruben kynnti
tónlist drengjanna umboðsmanni
D.M.C. og sá varð yfír sig hrifinn.
Columbia nöldrar
Eftir það fóru hjólin að snúast.
Beastie Boys hituðu upp fyrir Ma-
donnu og Run D.M.C. á hljómleik-
um og sendu svo frá sér Licensed
To 111 plötuna í október síðastliðin-
um. Lagið Youv’e Got To Figth For
Your Rigth (To Party) er fyrsta
lagið af henni sem kemst til met-
orða á vinsældalistum.
Beastie Boys virðast staðráðnir í
að standa undir nafni. Þeir þykja
með afbrigðum viðskotaillir í
blaðaviðtölum og hafa margsinnis
gengið fram af forráðamönnum
Columbia plötufyrirtækisins, sem
sér um dreifingu fyrir Def Jam út-
gáfufyrirtækið. Columbia neituðu
til dæmis alfarið að samþykkja
upprunalegt heiti Licensed To 111
plötunnar, sem var Don’t Be a Fa-
got. Eins gerði fyrirtækið athuga-
semdir við texta hljómsveitarinnar
sem þóttu með afbrigðum opinskáir
og ruddalegir. Flestallir textarnir
voru þannig fínpússaðir þó enn
þyki sumum nóg um.
Götustrákarnir Mike 0, King Ad-Rock og MCA.
Vinsælli en Loverboy
„Þeir eru alltaf að nöldra í okk-
ur“ segir Mike D. „Ekki gera þetta,
ekki gera hitt. Svo hóta þeir að
hætta að dreifa plötunni okkar og
segjast vera ánægðir með að græða
áfram á Journey og Loverboy plöt-
um. Við leyfum þeim bara að blaðra
því við vitum að platan okkar er
metsöluplata."
íhaldsjálkarnir hjá Columbia
sitja þannig uppi með þrjá vand-
ræðagripi sem þeir geta ómögulega
séð af. Plata Beastie Boys seldist í
720.000 eintökum á fyrstu sex vik-
unum sem er met hjá fyrirtækinu.
Jafnvel Journev og Loverbov geta
ekki státað af slíku.
Beastie Boys eru sannarlega þeir
sjálfir þótt gæfuhjólið hafi snúist
þeim í vil. Hitt er annað mál hvort
frumskógarlögmál götunnar dugar
þegar efst á frægðartindinn er
komið ef þeir komast þá svo langt.
U2 snýr aftur. Ný plata kemur út á mánudaginn.
Upprisa U2
írska rokksveitin U2 rís úr dvala
á mánudaginn með nýja plötu í far-
teskinu. Platan hefur hlotið nafnið
The Joshua Tree og er sjötta breið-
skífa hennar.
Helgaipopp
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Lítið sem ekkert hefur spurst til
fjórmenninganna frá því platan The
Unforgetable Fire kom út 1984. í
kjölfar hennar fór sveitin í langa
hljómleikaferð. Eftir það ákváðu
liðsmennirnir að taka sér frí. I þessu
tveggja ára fríi vann gítarleikarinn
The Edge tónlist við myndina Cap-
tive upp á eigin spýtur. Söngvarinn
Bono starfaði með löndum sínum í
Clannad.
Hljómsveitin kom saman aftur í
ágúst á síðasta ári og hófust upptök-
ur í kjölfar þess. Alls voru 11 lög
hljóðrituð undir stjórn Brian Eno og
Daniel Lanois, sem einnig aðstoðuðu
U2 á siðustu plötu þeirra. Þess rná
og geta að Steve Lillvwhite. sem
starfaði með hljómsveitinni á fyrstu
plötum hennar. endurhljóðblandaði
fjögur þeirra.
Sögusagnir
Fyrsta lagið af plötunni sem gefið
verður út á smáskífu heitir With Or
WithoutYou. Það kemur út 16. mars.
I kjölfar plötunnar hefur U2 skipu-
lagt langa tónleikaferð um heiminn
sem hefst í Bandaríkjunum í apríl.
Nýju plötunnar hefur verið beðið
með mikilli eftirvæntingu urn allan
heim. Ymsar sögusagnir hafa gengið
um innihaldið sem ekki verða hafðar
eftir hér. Staðfestingin fæst eftir
helgi.
Eitt er víst. Útgáfufyrirtæki hljóm-
sveitarinnar, Island, hugsar sér
vafalaust gott til glóðarinnar enda
ekki ofsögum sagt af vinsældum
Irsku piltanna í poppheiminum. Plat-
an kemur líka einmitt út á 25 ára
starfsafmæli fvrirtækisins. Engin til-
viljun það.
Karlar og kona
leiðir sönginn. Piltarnir heita Tony
James og Derwood, eins og hann
kýs að kalla síg. Hann lék í eina
tíð á gítar með nýbylgjurokkaran-
um Billy Idol.
Westworld kom á dögunum fram
í þættinum The Tube á rás númer
Qögur í breska sjónvarpinu. Rásin
sú státar af að kynna fyrst allra
nýjar og athyglisverðar hljóm-
sveitir sem eiga frægðina yfir höfði
sér. Þetta var í fyrsta skipti sem
Westworld kom fram í sjónvarpi
þannig að slagorð stöðvarinnar
virðist hafa staðist í þeirra tilviki.
Burtséð frá samanburðinum við
Sigue Sigue hefur lagið Sonic Bo-
om Boy fallið í góðan jarðveg.
sjónvarpsáhorfenda jafnt sem út-
varpshlustenda.
Útsýnishæð
Soul tríóið View From The Hill
hefur ekki vakið minni athygli í
Bretlandi en Westworld þó sjón-
varpsstöðvar hafi ekki sýnt þeim
sérstakan áhuga enn sem komið
er. Sveitin sendi á síðasta ári frá
sér lagið No Conversation og ný-
lega sendu hún frá sér nýtt lag, I’m
No Rebel. Stewart Levine. upp-
tökustjóri Simply Red, stjórnaði
upptökum á því lagi.
Tríóið er skipað konu og tveim
körlum, Angelu Wynter, Trevor
White og Patrick Patterson. Eftir
að tónlistarmenn eins og Sade,
Simply Red og fleiri hafa rutt soul-
tónlistinni braut í dægurpoppinu
er það spá gleggstu manna að View
From The Hill eigi framtíðina fyrir
sér. Lagið I’m No Rebel gefur í það
minnsta fyrirheit um það. Nýtt lag
er svo væntanlegt frá sveitinni á
næstu vikum og stór plata með
vorinu.
Við fylgjumst með af áhuga.
„Ja, hérna, Sigue, Sigue Sputnik
snúin aftur?“ voru fyrstu viðbrögð
við frumraun hljómsveitarinnar
Westworld sem klífur nú breska
vinsældalistann. Lagið heitir Sonic
Boom Boy (nafnið meira að segja
ákaflega SSSlegt) og er nú ein-
hvers staðar miðja vegu milli 1 og
10 hjá engilsaxneskum.
Westworld er þó um margt ólík
áðurnefndri furðusveit, S S S , til
dæmis i klæðaburði. Þetta er tríó,
skipað tveim piltum og stúlku. El-
isabeth Westwood heitir hún og
Westworld. Karl, kona, karl.
View From The Hill. Karl, kona, karl.