Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1987, Qupperneq 20
Ég var á dögunum að skoða bækur hjá einum göfugum fornbóksala í Reykjavík. Auk afgreiðslumannsins var ekki önnur sála þar inni en ég og heyrðist ekki stuna, aðeins draugalegt garnagaul stöku sinnum og skrjáfið sem verður þegar blöðum er flett í gömlum bókum. Ég færði mig hægt meðfram bóka- röðum og las mér til skemmtunar eitt og annað gullkornið, fór í mak- indum milli ljóðabóka og leikrita, sagnfræði og almennra leiðbeininga um jarðrækt og útrýmingu fíla- pensla. Þá var það að ég skynja það eins og út undan mér að ég var ekki einn. Ég hætti að lesa, hætti að fletta, stóð kyrr með pésa nokkurn og svip- aðist um án þess þó að snúa höfðinu. í svo sem tveggja metra fjarlægð sat köttur. Ég skynja návist dýrsins ákaflega sterkt, eins og jafnan er raunin þegar kettir nálgast mig. Mér er í rauninni meinilla við þessi dýr, finnst að þau eigi hvergi að vera nærri manna- byggð og væri nær að ala þá í búrum og flá síðan eins og refi. En kötturinn í bókabúðinni var að MILLI LÍNA Gunnar Gunnarsson því leytinu skárri en aðrir kettir að hann hélt kyrru fyrir, hreyfði hvorki legg né lið. Og brátt tók ég eftir því mér til hugarhægðar að hann var uppstoppaður. Góður kisi, hugsaði ég og velti því stundarkorn fyrir mér hvers vegna kaupmaðurinn væri með kattaróféti í sínum húsum fremur en uppstopp- aðan hest, svokallaðan lestrarhest. En kötturinn hefur níu líf og ég þótt- ist skynja það gegnum þögnina að enn ætti það uppstoppaða gerpi svo sem eins og eitt líf til góða og gæti ráðist á mig þá og þegar. Ég lagði því frá mér bókina og ekkert varð úr bókakaupum þann daginn. Þegar heim kom minntist ég þess að í fórum mínum átti ég einhvers staðar bréf frá dönskum kunningja mínum, en sá maður hefur lagt sig eftir því að skoða líf katta í borgum heimsins. Hann á þegar í handriti rit um ketti Parísarborgar (og ég er viss um að það er hryllilegri lesning en Undir- heimar Parísarborgar sem einhvem tíma var bestsellerinn í Reykjavík) og er með í takinu bók um kettina í Reykjavík, hvorki meira né minna. Ég vona að þessi uppstoppaði hjá fornbókasalanum fái að vera með í því riti. Þessi danski kattasérfræðingur (ég tek það fram að hann er enginn sér- stakur kattavinur, honum finnst þeir bara forvitnilegt rannsóknarefni eins og veðurfræðingum fellibyljir) dvaldi einu sinni sumarlangt í Reykjavík og vann fyrir sér hjá stóru fyrirtæki. Ég minnist margs forvitni- legs sem hann hafði um Reykjavík og Reykvíkinga að segja. Eitt var það sem honum fannst sérlega athyglis- vert og það var sú aðferð sem starfs- bræður hans hjá fyrirtækinu höfðu við að afla sér hærri launa. Hann var sjálfur vanur því að laun hans frá Danmörku og Frakklandi væru svo há að hann þyrfti ekki að hafa sérstakar áhyggjur af lítilvægum fjárskuldbindingu'm sínum. Hér á landi voru sérfræðingar á borð við hann hins vegar á svo lágum launum að þeir þurftu að finna upp leynilegt kerfi varðandi stimpilklukkur og eft- irvinnu til að fá til hnífs og skeiðar. Grunnkaupið var í rauninni aðeins þóknun, engin upphæð sem nokkrum manni kom til hugar að hægt væri að lifa af, skrifaði kunningi minn seinna. Og svo lýsti hann því hvern- ig starfsmenn, háir sem lágir, létu einhvern einn af hverri deild fara undir miðnættið í vinnuna til að stimpla alla kippuna út. En það voru kettirnir sem sérstaka athygli vöktu. (Hann segir að vísu á einum stað í bréfinu að hinir útsmognu starfs- bræður hans hjá þessu fyrirtæki, sem ég lofaði að nefna aldrei, hefðu verið bévítans kettir, sleikt sólina í leti liðlangt sumarið og eiginlega ekki gert neitt annað en stimpla sig út og inn, vegna þess, sögðu þeir, hve lágt kaupið væri að engum almenni- legum manni dytti í hug að vinna fyrir svoleiðis skitirí. (Nóg um það.) Kettirnir í Reykjavík eru öðrum köttum feitari og furða að þeir skuli ekki drepast meira úr kransæðastíflu en raun mun. Þegar maður gengur um hverfin beggja vegna Tjarnarinn- ar og Kvosarinnar verða tíðum á vegi manns akfeitir kettir, orðnir svo makráðir og latir og þeim dettur ekki i hug að drattast úr sporunum og það jafnvel þótt maður sparki í þá. Þeir húka daglangt á gangstétt- um eða í skotum við húsin, undir bílum ellegar uppi á volgum vélar- húsum þeirra og skáblina í leti sinni gulum glyrnum á vegfarendur sem þeim augsýnilega finnst ekki mikið til um. Þessir kettir eru löngu hættir að veiða mýs, rottur og dúfur eins og kettir eiga að gera, þeir lifa eins og milljónamæringar sem sestir eru í helgan stein, líta ekki við öðru en laxi, smjöri, rjóma og heilagfiski. Þeir minna helst á makráða ríkis- bubba eða pólitíkusa sem tekist hefur að koma sér vel fyrir, skrifar þessi danski kattasérfræðingur. Kötturinn Hafreki reyndist hafa fleiri en eitt líf. I París ku kattaöldin önnur. Þar eru kettir mjó- ir sem refir eða jafnvel mjórri og þeir hendast með ógnarhraða eftir sambyggðum húsþökum borgarinn- ar, drepa þar uppi fugla, smjúga niður um lofttúður og stromprör, góma rottur og mýs, fá í hæsta lagi fiskbein að narta í eða þurrmeti úr dós hjá eiganda sínum, eigi þeir eig- anda sem man eftir þeim, en það gera fæstir. Til eru þeir kettir í París sem fæðast uppi á húsþaki og ala þar allan sinn aldur. Og komist þeir í eigu einhvers er það tíðum einhver íbúi risíbúðar sem opnar þakljóra sinn og leyfir kvikindi að smjúga inn í hlýjuna stundarkorn og gefur því að éta við eldamaskínuna. Væri hægt að lýsa fyrir þannig þakketti tilveru hinna reykvísku holdklumpa er eins víst að þeir tækju sér far út hingað, kæmu í hópum i leiguflugi og fengju leigt hjá Granda hf. Þar er heilag- fiskið. Kötturinn Hafreki bjó í Færeyjum. Þar mun uppi svipuð pólitík í kattamálum og hér á landi, nema ekki er vitað hvort Færeyingar stoppa sína ketti upp og gefa þeim eilíft líf í bókaverslunum. Ég heyrði eitt sinn eftirfarandi sögu af ketti í Þórshöfn og eiganda hans. Reyndar þarf að segja þessa sögu á færeysku en þar eð mér hefur enn ekki tekist að ná á því máli tökum verður laus- leg þýðing að duga: Það var einu sinni kaupmaður í Höfninni sem var ákaflega ríkur. Og vegna þess hve hann var ríkur þá var hann jafnan einn og yfirgefinn. Og vegna þess hve einn hann var og yfirgefinn þá tók hann sér kött. Köttur þessi reyndist óskaplega matfrekur. Hann át og át allt sem tönn á festi í kaupmannsbúðinni þangað til kaupmaður fór að óttast það mest að hann yrði fallítt. Þess vegna tók hann köttinn, bát sinn og árar og reri alla leið út í hafsauga. Þar steypti hann kettinum fyrir borð og reri síðan sem mest hann mátti til lands. Þegar hann kom upp í fjöruna var kötturinn það fyrsta sem hann sá. - Þú skalt heita Hafreki, sagði kaupmaðurinn við köttinn og tók hann aftur inn til sín í búðina. Þar kom að kötturinn hafði étið allt ætt í búðinni og var þar ekkert til nema kassi einn þar sem geymdir voru smokkar. Hafreki hafði að vísu ráðist með kjafti og klóm á smokkakassann en orðið frá að hverfa i bili. Kaupmaðurinn setti nú upp aug- lýsingu utan við búðina þar sem sagði: Kötturinn minn Hafreki hefur étið upp allt hér innanstokks, nema kassa einn þar sem eru smokkar. Nú bjóðast smokkar á útsölu - tuttugu stykki fyrir eina krónu! - en engin ábyrgð veitt. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.