Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1987, Blaðsíða 2
20
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1987.
Ef þú vilt út
að borða
VEITINGAHUS
- MEÐ VÍNI
A. Hansen.,
Vesturgötu 4, Hf„ sími 651693
Alex.,
Laugavegi 126, sími 24631.
Arnarhóll,
Hverfisgötu 8-10, sími 18833.
Bakki
Lækjargötu 8, sími 10340
Bangkok,
Síðumúla 3-5, sími 35708.
Broadway,
Álfabakka 8, sími 77500.
Duus hús,
v/Fischersund, sími 14446.
El Sombrero,
Laugavegi 73, sími 23433.
Eldvagninn,
Laugavegi 73, sími 622631
Evrópa,
Borgartúni 32, sími 35355.
Fjaran,
Strandgötu 55, sími 651890.
Fógetinn,
Aðalstræti 10, sími 16323.
Gaukur á Stöng,
Tryggvagötu 22, sími 11556.
Glæsibær/Ölver,
v/Álfheima, sími 685660.
Greifinn af Monte Christo,
Laugavegi 11, sími 24630.
Hótel Saga,
Grillið, s. 25033.
Súlnasalur, s. 20221.
Gullni haninn,
Laugavegi 178, sími 34780.
Hallargarðurinn,
Húsi verslunarinnar, sími 30400.
Haukur í horni,
Hagamel 67, sími 26070.
Hollywood,
Ármúla 5, sími 81585.
Hornið,
Hafnarstræti 15, sími 13340.
Hótel Borg,
Pósthússtræti 11, sími 11440.
Hótel Esja/Esjuberg,
Suðurlandsbraut 2, sími 82200.
Hótel Holt,
Bergstaðastræti 37, sími 25700.
Hótel Loftleiðir,
Reykjavíkurflugvelli, sími 22322.
Hótel Óðinsvé (Brauðbær),
v/Óðinstorg, sími 25224.
Hótel Saga,
v/Hagatorg, sími 29900.
Hrafninn,
Skipholti 37, sími 685670.
í Kvosinni,
Austurstræti 22, sími 11340.
Kaffivagninn,
Grandagarði, sími 15932.
Kínahúsið,
Nýbýlavegi 20, sími 44003.
Kópurinn,
Auðbrekku 12, sími 46244.
Krákan,
Laugavegi 22, sími 13628.
Kreml,
v/Austurvöll, sími 11630.
Leikhúskjallarinn,
Hverfisgötu, sími 19636.
Lækjarbrekka,
Bankastræti 2, sími 14430.
Mandaríninn,
Tryggvagötu 26, sími 23950.
Naustið,
Vesturgötu 6-8, sími 17759.
Ríta,
Nýbýlavegi 26, sími 42541.
Sjanghæ,
Laugavegi 28, sími 16513.
Sælkerinn,
Austurstræti 22, sími 11633.
Torfan,
Amtmannsstíg 1, sími 13303.
„Upp & niður“
Laugavegi 116, sími 10312.
Við Sjávarsíðuna,
Hamarshúsinu v/Tryggvagötu,
sími 15520.
Við Tjörnina,
Templarasundi 3, sími 18666.
Ypsilon,
Smiðjuvegi 14d, sími 72177.
Þórscafé,
Brautarholti 20, sími 23333.
Þrír Frakkar,
Baldursgötu 14, sími 23939.
Réttur helgariimar:
Steikt önd Kanton
m/sojasósu
Singaporemaður að nafni Cheng Theng Pong, mat-
reiðslumaður, gefur okkirn uppskrift að önd, matreiddri á
austurlenska vísu. Hann hefhr starfað undanfarið ár í
Kínahúsinu í Kópavogi en áður var hann einn af eigend-
um Shanghai og vann þar. En 16 árin þar á undan bjó
hann í Danmörku þar sem hann starfaði einnig við matar-
gerðarlist.
Öndin er hreinsuð
2 tsk. pipar
2 msk. salt
3 msk. soja
1 tsk. engiferduft
1 tsk. laukduft
1 msk. sykur
2 stk. star anise (má sleppa)
Öllu er blandað saman og sett innan í öndina og utan á
er sett sojasósa. Öndin er steikt í ofni í 15 mínútur og
síðan snúið við og steikt í aðrar 15 mínútur við 200 gráða
hita. Þegar öndin er steikt eru beinin tekin úr og hún
skorin í ræmur.
Sósa
2 bollar soð af öndinni
'A paprika, fi'nt skorin
20 g bambusspíi-ur. fínt skomar
1 stk. soðin gulrót. fínt skorin
20 g soðinn kjúklingur, fínt skorinn
2 msk. soja
2 tsk sykur
2 tsk. salt
1 tsk. hvítlaukur, hakkaður
1 tsk. edik
2 msk. salatolía
1 msk. sém'
Cheng Theng Pong matreiðslumaður.
Allt er sett saman á pönnu og þegar suðan kemur upp
er kartöflumjöli bætt í. Sósan er sett yfir öndina.
Veitingahús vikunnar:
Tælandi tískufyrirbrigði
Bangkok í Síðumúla 3-5 er veit-
ingastaður að thailenskri fyrir-
mynd sem undanfarin ár hefur
mikið verið að ryðja sér til rúms í
gervallri Evrópu og í Bandaríkjun-
um. Haft er eftir kunnugum manni,
sem hefur stundað nám í Banda-
ríkjunum undanfarin fimm ár, að
fyrir fimm árum hafi þar verið einn
thailenskur veitingastaður en í dag
séu þeir komnir vel yfir hundrað.
Ör þróun þar. Thailenskur matur
eða Thai, eins og hann er kallaður
í daglegu tali er að mörgu leyti lík-
ur kínverskum mat, þar er þó ekki
eins mikið um súrsætan mat heldur
meira lagt upp úr kryddi er nefnist
kæ-praw og horablha en það er
ákveðin blanda sem gengið hefur í
erfðir kynslóð eftir kynslóð en er
ekki seld í búðum.
Bangkok var opnað fyrir einu og
hálfu ári og er þessa dagana í fullu
fjöri og nóg er að gera að sögn
Stefaníu sem er annar eigandinn.
Einnig segir hún marga hafa haft
á orði að þeir héldu að ekki væri
hægt að fá svo góðan mat í Síðu-
múlanum. Því það vill brenna við
að fólk heldur að almennilegan mat
sé aðeins hægt að fá í miðborginni.
Á matseðlinum eru alls 18 aðal-
réttir samansettir úr svínakjöti,
nautakjöti, kjúklingum, grænmeti
og fiski og mundi verðið teljast í
lægri kantinum eða frá 360 upp í
590 krónur. Með öllum mat eru
borin fram hrísgrjón og salat. Auk
þess súpur sem allar eru tærar soð-
súpur, fisk-, kjöt- og grænmetissúp-
ur. Meðalverð þeirra er um 250
krónur. I hádeginu eru tveir til
þrír réttir boðnir af matseðlinum
þeim sem eru að flýta sér og eru
þeir ekki dýrir. Létt vín er hægt
að fá með mat. Fólk sem áhuga
hefur á að fá einhverja sérrétti, sem
ekki eru á matseðlinum, getur
hringt á undan sér og fengið þá
lagaða fyrir sig og má þar benda á
einn rétt sem margir hafa verið að
undrast á að ekki væri til hér á
landi en það er pekingönd. Hægt
er að panta hana með tveggja til
þriggja daga fyrirvara því til þess
að fá hana eins og hún á að vera
verður hún að hanga uppi í 3 sólar-
hringa.
Draumur þeirra beggja, þ.e. eig-
endanna, Stefaníu Björnsdóttur og
Marit Soifa, frá Thailandi, er að
búa veitingastaðinn lágum borðum
þar sem fólk situr á gólfinu og að
hafa þjónustufólk íklætt silkibún-
ingum, ekta thailenskt, en það
verður að vera draumur enn um
sinn.
Bangkok tekur 34 í mat í einu
og er opinn alla daga vikunnar frá
12 til 2 á daginn nema á mánudög-
um en á kvöldin frá 6 til 9 og lengur
um helgar og jafnvel virka daga á
meðan straumur fólksins liggur
þangað.
Að lokum má benda á að Ste-
fanía og Marit eru með matreiðsl-
unámskeið einu sinni i viku í fjórar
vikur í senn þar sem fólki eru
kenndir leyndardómar thailenskr-
ar matargerðarlistar.
Eini thailenski veitingastaðurinn á íslandi er í eigu þeirra Stefaniu og Manit í Síðumúlanum.
Ef þú vilt út
að borða
Ölkeldan,
Laugavegi 22, sími 621036.
AKUREYRI:
Bautinn,
Hafnarstræti 92, sími 21818.
Crown Chicken,
Skipagötu 12, sími 21464.
Fiðlarinn,
Skipagötu 14, sími 21216
H 100,
Hafnarstræti 100, sími 25500.
Hótel KEA,
Hafnarstræti 87-89, sími 22200.
Laxdalshús,
Aðalstræti 11, sími 26680
Sjallinn,
Geislagötu 14, sími 22970.
Smiðjan,
Kaupvangsstræti 3, sími 21818.
Restaurant Laut/Hótel Akureyri
Hafnarstræti 98, sími 22525.
VESTMANNAEYJAR:
Hallarlundur/Mylluhóll
v/Vestmannabraut, sími 2233.
Skansinn/Gestgjafinn,
Heiðarvegi 1, sími 2577.
Skútinn,
Kirkjuvegi 21, sími 1420.
KEFLAVÍK:
Glóðin,
Hafnargötu 62, sími 4777.
Glaumberg/Siávargull,
Vesturbraut 17, sími 4Ó40.
AKRANES:
Hótel Akranes/Báran,
Bárugötu, sími 2020.
Stillholt,
Stiliholti 2, sími 2778.
SUÐURLAND:
Gjáin,
Austurvegi 2, Selfossi, sími 2555.
Hótel Örk, Nóagrill
Breiðumörk 1, Hverag. s. 4700.
Inghóll,
Austurvegi 46, Self., sími 1356.
Skiðaskálinn, Hveradölum
v/Suðurlandsveg, sími 99-4414.
VEITINGAHÚS
- ÁN VÍNS
American Style,
Skipholti 70, sími 686838.
Askur,
Suðuríandsbraut 14, sími 81344.
Árberg,
Ármúla 21, sími 686022.
Bleiki pardusinn,
Gnoðavogi 44, sími 32005.
Gafl-inn,
Dalshrauni 13, sími 51857.
Hér-lnn,
Laugavegi 72, sími 19144.
Hressingarskálinn,
Austurstræti 18, sími 15292.
Kabarett,
Austurstræti 4, sími 10292.
Kentucky Fried Chicken
Hjallahrauni 15,sími 50828
Lauga-ás,
Laugarársvegi 1, sími 31620.
Matargatið,
Dalshrauni 11, sími 651577.
Matstofa NLFÍ,
Laugavegi 26, sími 28410.
Múlakaffi,
v/Hallarmúla, sími 37737.
Næturgrillið,
heimsendingarþj., sími 25200.
Pizzahúsið,
Grensásvegi 10, sími 39933.
Potturinn og pannan,
Brautarholti 22, sími 11690.
Selbitinn,
Eiðstorgi 13-15, sími 611070
Smiðjukaffi,
Smiðjuvegi 14d, sími 72177.
Sólarkaffi,
Skólavörðust. 13a, sími 621739.
Sprengisandur,
Bústaðarveg 153, sími 33679
Sundakaffi,
Sundahöfn, sími 36320.
Svarta pannan,
Hafnarstræti 17, sími 16480.
Trillan,
Ármúla 34, sími 31381.
Úlfar og Ljón,
Grensásvegi 7, sími 688311.
Veitingahöllin,
Húsi verslunarinnar, sími 30400.
Western Fried, Mosfellssveit
v/Vesturlandsveg, sími 667373.
Winny’s,
Laugavegi 116, sími 25171.