Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1987, Qupperneq 5
22
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1987.
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1987.
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi sunnudaginn 15. mars
1987
Árbæjarprestakall. Barnasamkoma í
Foldaskóla í Grafarvogshverfi laug-
ardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma
i safnaðarheimili Árbæjarsóknar
sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðs-
þjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14.
Organisti Jón Mýrdal. Sr. Guðmund-
ur Þorsteinsson.
Áskirkja. Kirkjudagur safnaðarfé-
lags Ásprestakalls. Barnaguðsþjón-
usta kl. 14. Ingibjörg Marteinsdóttir
söngkona syngur einsöng. Þórhallur
Birgisson leikur á fiðlu og Ragna
Gunnarsdóttir á selló. Veislukaffi í
safnaðarheimili Áskirkju eftir
messu. Föstumessa í Áskirkju mið-
vikudagskvöld kl. 20.30. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtsprestakall. Barnaguðs-
þjónusta í Breiðholtsskóla kl. II.
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daní-
el Jónasson. Sr. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl.
11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín
Anna Antonsdóttir. Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Æskulýðsstarf þriðju-
dagskvöld. Félagsstarf aldraða
miðvikudagssíðdegi. Föstumessa á
miðvikudagskvöld í Hajlgrímskirkju
kl. 20.30. Kristniboðssamkoma
fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Ólafur
Skúlason.
Digranesprestakall. Barnasamkoma
í safnaðarheimilinu við Bjarnhóla-
stíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 11. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
Dómkirkjan. Laugardagur: Barna-
samkoma kl. 10.30. Egill og Ólafía.
Sunnudagur: Messa kl. 11. Dómorg-
anistinn leikur á orgel kirkjunnar í
20 mín. fvrir messuna. Sr. Þórir Step-
hensen. Messa kl. 14. Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir. formaður starfs-
mannafélagsins Sóknar. prédikar.
Elín Sigurvinsdóttir óperusöngkona
syngur einsöng. Sr. Hjalti Guð-
mundsson. Eftir messuna verður
kaffisala KKD á Hótel Loftleiðum.
Þriðjudagur 17. mars kl. 20.30. helgi-
stund á föstu. Sr. Þórir Stephensen.
Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl.
14. Ólöf Ólafsdóttir guðfræðinemi
prédikar. Sr. Bjarni Sigurðsson þjón-
ar fyrir altari. Félag fyrrverandi
sóknarpresta. Föstudagsguðsþjón-
usta miðvikudag kl. 18.10. Sr. Krist-
ján Björnsson guðfr.
Fella- og Hólakirkja. Laugardagur:
Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla
kl. 14. Sunnudagur: Barnasamkoma
- Kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður
Sverrisdóttir djákni. Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Guðný Margrét
Magnúsdóttir. Fundur í æskulýðs-
félaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Sr.
Hreinn Hjartarson.
Fríkirkjan í Reykjavík. Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Þorsteinn Björnsson,
fyrrv. Fríkirkjuprestur, prédikar.
Safnaðarprestur þjónar fyrir altari.
Félagsvist í Oddfellowhúsinu sunnu-
dagskvöld 15. mars kl. 20.00 á vegum
kvenfélags Fríkirkjunnar. Allir vel-
komnir. Föstudag 20. mars kl. 13.30
verður Iagt af stað í samveru ferm-
ingarbárna í Skálholti. Bænastundir
á föstu eru í kirkjunni þriðjud., mið-
vikud., fimmtud. og föstudag kl. 18.
Sr. Gunnar Björnsson.
Grensáskirkja. Barnasamkoma kl.
11. Barnakór Álftamýrarskóla kem-
ur í heimsókn. Stjórnandi Hannes
Baldursson. Messa kl. 14. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Fimmtudagur:
Almenn samkoma kl. 20.30. Sr.
Halldór S. Gröndal.
Hallgrímskirkja. Barnasamkoma og
messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lár-
usson. Þriðjudagur: Fyrirbænamessa
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Mið-
vikudagur: Föstumessa kl. 20.30.
Kvöldbænir með lestri Passíusálma
alla virka daga kl. 18 nema laugar-
daga. Kirkjan opin kl. 10-18 alla
daga nema mánudaga.
Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Jón
Bjarman.
Kjarvalsstaðir:
Guðrún og Hansína sýna
Þær Guðrún Tryggvadóttir og
Hansína Jensdóttir opna báðar
sýningu að Kjarvalsstöðum á
morgun, laugardag.
Guðrún hefur numið hér heima,
í París og í Múnchen þar sem hún
vann til æðstu verðlauna skólans
fyrir lokaverkefni sitt árið 1983.
En síðastliðin tvö ár hefur hún
verið á Islandi. Árið 1965 hlaut hún
starfslaun ríkisins í eitt ár. Þakkar
hún fyrir sig með þessari sýningu
sem er 6. einkasýning hennar og
sú stærsta til þessa. Verkin á sýn-
ingunni eru unnin á undanförnum
fjórum árum.
Hansína Jensdóttir sýnir skúlpt-
úr að Kjarvalsstöðum. Hún er
gullsmiður að mennt og starfar hjá
Jens Guðjónssyni gullsmið.
Hansína nam við Myndlista- og
handíðaskóla Islands og við Mynd-
listaskólann í Reykjavík. Hún var
einnig við skúlptúrdeild SAIT í
Galgary í Kanada. Hansína hefur
tekið þátt í fjölda samsýninga.
Sýning þeirra er opin daglega til
29. mars frá klukkan 14.00 til 22.00.
Guðrún Tryggvadóttir vill þakka fyrir starfslaun rikisins, er hún hlaut 1965, með þessari sýningu sinni á Kjarv-
alsstöðum en þar sýnir hún ásamt Hansínu Jensdóttur.
Sjávar-
landslag og
sænskar
bókmenntir
í Norræna
húsinu
Opnuð verður sýning í Norræna
húsinu á sunnudaginn kl 15.00 og
ber hún yfirskriftina ..Sjávarlands-
lag".
Hér eru á ferðinni málverk eftir
tvo norska málara. Olav Stromme.
sem er viðurkenndur brautn'ðjandi
nútímamálaralistar þar í landi. og
Bjöm Tufta. einn af yngn kynslóð
málaranna. og skúlptiir eftir íslend-
inginn Sigurð Guðmundsson sem
óþarft er að kvnna mörgimi orðum.
Hann er einn fárra manna sem gert
hefur garðinn frægan úti í hinum
stóra heimi.
Auk þessa verða í Norræna húsinu
kl. 17 á laugardag kynntar sænskar
bókmenntir sem gefnar voru út á
síðasta ári. Dagskráin hefst með því
að sænski sendikennarinn Hakan
Jansson ræðir imi bækur sem komu
út á síðastliðnu ári í Sviþjóð en því
næst les Kristin Ekman rithöfundur
úr verkum sínum.
Þáttakendur í Gaman leikhúsinu eru 20 talsins og er þetta þeirra þriðja
uppfærsla.
Gaman leikhúsið, Hafnarstræti:
Brauðsteikin og tertan
..Gaman leikhúsið”. sem nú er á öðru starfsári. er að setja upp 4. verk
sitt. Það heitir ..Brauðsteikin og tertan" og er eftir Hughi Chesterman.
Leikritið gerist fyrir framan bakarí Gaulters á 15. öld í París. Við fylgj-
umst með flækingunum Pierre og Jean og hvernig þeir stela brauðsteik
með ýmsum ótrúlegum brögðum. Gaulter bakari verður ævareiður og
reynir hvað hann getur að ná flækingunum og honum tekst það iú að
lokum. En Pierre er svo klókur að hann nær að liúga Gaulter fullan.
Gaulter launar flækingunum ríkmannlega fyrir það sem þeir hafa í raun-
inni aldrei gert fyrir hann. Þetta leikrit er fyndið. fjörugt og bráðskemmti-
legt og er fyrir alla fjölskylduna.
Frumsýning verður laugardaginn 14. mars. önnur sýning 15. mars og
þriðja og fjórða sýning verða 21. og 22. mars. Aðalhlutverkin fjögur eru
leikin af Magnúsi Geir Þórðarsyni. Tryggva Birni Davíðssyni. Hallgrími
Sævarssyni og Ingu Freyju Arnardóttur. Þátttakendur eru um 20 tals-
ins. Magnús Geir Þórðarson er leikstjóri verksins.
Leikritið verður sýnt í Galdraloftinu. Hafnarstræti 9. Miðaverð er 100
kr. með leikskrá. Eftir sýninguna verður farið í skemmtilega leiki með
áhorfendunt. Miðasala er við innganginn. Nánari upplýsingar eru i sírna
24650 milli kl. 15 og 19.
Mermingarstofnun Bandaríkjanna
Undraveröld J.E. Sydow
Nýlega var opnuð sýning í húsi Menningarstofnunar Bandaríkjanna
að Neshaga 16, Reykjavík, á verkum eftir J.E. Sydow og stendur hún til
20. mars næstkomandi.
Sydow er bandarfskur listamaður í stuttri heimsókn hér á landi. Hann
er einn popplistarmannanna og sækir sterklega í seinni tíma verk Andy
Warhol.
Hann vinnur verk sín úr plastfrauði og skapar brosleg viðfangsefni.
Sýningin er opin um helgina frá klukkan 14.00 til 22.00 en virka daga
frá klukkan 8.30 til klukkan 17.30. Sýningin er öllum opin.
Leiklistarklubbur MÍ
Hassiö herrnar mömmu
í Hlaðvarpanum
Gamanleikurinn Hassið hennar
mömmu eftir Dario Fo verður sýnd-
ur í Hlaðvarpanum á sunnudag og
mánudag kl. 20.30.
Það er Leiklistarklúbbur
Menntaskólans á Isafirði sem
stendur að þessari sýningu og leik-
stjóri er hinn landsþekkti leikrita-
höfundur Oddur Björnsson.
Þetta er fyrsta verk Leikklúbbs
MÍ. Nú þegar hefur það verið sýnt
víða um land við fádæma undir-
tektir. Því var ákveðið að bjóða
höfuðborgarbúum upp á að sjá
þennan frábæra gamanleik. Þess
má geta að leikrit þetta er hið sama
og var sýnt hjá Leikfélagi Reykja-
víkur fyrir 5-6 árum við gífurlegar
vinsældir. En sem fyrr segir verða
sýningar kl. 20.30 í Hlaðvarpanum
á sunnudag og mánudag.
Hassið hennar mömmu sem Leikklúbbur MÍ sýnir i Hlaðvarpanum um
helgina er ærslafullur í meira lagi.
Árleg samsýning FÍM
á Kjarvalsstöðum
Samsýning Félags íslenskra myndlistarmanna verður hald-
in í austursal Kjarvalsstaða dagana 14.-29. mars 1987 og
verður opin daglega frá kl. 14-22. Opnun er laugardaginn 14.
mars kl. 14.
Sú nýbreytni hefur átt sér stað á sýningahaldi FlM að nú
er sýning að vorlagi í stað hinna árlegu haustsýninga og
hyggst félagið gera það annað hvert ár. Hefur sýningin hlot-
ið nafnið Tvíæringur FÍM og mun væntanlega ganga undir
þessu heiti í náinni framtíð.
I Félagi íslenskra myndlistarmanna eru liðlega eitt hundr-
að listamenn úr flestum greinum myndlistar. Félagið hefur
eflst mikið á undanförnum árum og bætast stöðugt nýir og
efnilegir í hópinn.
Samsýning Félags islenskra myndlistarmanna hefur nú hlotið nafnið Tvíæringur og mun væntanlega ganga undir því nafni
í framtíðinni.
Aríur úr óperum
á Kjarvalsstööum
Robert W. Becker barítónsöngv-
ari og David Knowles píanóleikari
halda tónleika í vestursal Kjar-
valsstaða á morgun. laugardag.
Tónleikarnir eru haldnir í tilefni
opnun sýningar Guðrúnar
Tryggvadóttur en sýningin verður
opnuð kl. 14. Tónleikarnir hefjast
kl. 15.30.
Fyrst á dagskrá eru ..Ástir
skáldsins" eftir Robert Schumann
við texta Heinrichs Heine. Eftir hlé
syngur Robert aríur úr óperum eft-
ir Richard Wagner. Róbert er
búsettur hér á landi og hefur sung-
ið m.a. með Sinfóníuhljómsveit
íslands og í Þjóðleikhúsinu. nú síð-
ast sem Scarpia í Tosca. David
Knowles býr einnig á íslandi og er
þekktur sem undirleikari. auk þess
að vera organisti í Kristskirkju.
§ *
4 % ' k \ -
Robert W. Becker og David Knowl-
es halda tonleika á morgun í tilefni
opnunar sýningar Guðrúnar
Tryggvadóttur.
Allir eru velkomnir á tónleikana
og sýninguna. Aðgangur er ókeyp-
is.
Jóhanna
Wathne sýnir
í Hveragerði
Jóhanna Wathne myndlistarmað- þau samtímis nám í Ríkisháskólan-
ur sýnir þessa dagana á Heilsuhæl-
inu í Hveragerði 14 oh'umyndir á
striga og mun sýningin standa fram
yfir næstu helgi.
Jóhanna stundaði nám í myndlist
í Reykjavík um 8 ára bil og í tvö ár
í Kanada og Norður-Dakota í sex ár.
Hún giftist íslenskum manni, Oswald
Wathne, sem nú er látinn. Stunduðu
um í Dakota en hann var enskufræð-
ingur og stjórnunarfræðingur.
Jóhanna hefur haldið fjórar mál-
verkasýningar auk þess sem hún
hefur fengist við skriftir og skrifað
sögur fyrir tímaritið Æskuna. Einnig
hafa sögur hennar verið lesnar upp
i útvarpi.
Háteigskirkja. Messa kl. 10. Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arngrímur
Jónsson. Messa kl. 14. Sr. Tómas
Sveinsson. Föstuguðsþjónusta mið-
vikudagskvöld kl. 20.30.
Borgarspítalinn. Guðsþjónusta kl.
10.30. Sr. Tómas Sveinsson.
Kársnesprestakall. Barnasamkoma í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 ár-
degis. Guðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands
biskups. Óskastund barnanna kl. 11.
Söngur - sögur - myndir. Sr. Sig.
Haukur Guðjónsson og Jón Stefáns-
son sjá um stundina. Guðsþjónusta
kl. 14. Prestur sr. Sig. Haukur Guð-
jónsson. Organisti Jón Stefánsson.
Fermingarböm og foreldrar þeirra
hvött til að mæta. Sóknarnefndin.
Laugarneskirkja. Laugardagur 14.
mars: Guðsþjónusta í Hátúni 10B kl.
11. Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Mánu-
dagur: Æskulýðsstarf kl. 18. Þriðju-
dagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18.
Orgeltónlist frá kl. 17.50. Píslarsagan
- Passíusálmar - altarisganga og fyr-
irbænir. Sóknarprestur.
Neskirkja. Laugardagur: Samveru-
stund aldraða kl. 15. Sýndar verða
litskyggnur frá Skotlandsferð sl.
sumar. Sr. Frank M. Halldórsson.
Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11.
Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta
kl. 11. Ath. breyttan tíma. Sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson. Mánudag-
ur: Æskulýðsstarfið kl. 19.30.
Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið
hús fyrir aldraða kl. 13-17. Fimmtu-
dagur: Föstuguðsþjónusta kl. 20. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Seljasókn. Barnaguðsþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguðs-
þjónusta í Seljaskóla kl. 10.30.
Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14.
Þriðjudagur: Fundur í æskulýðsfé-
laginu Sela, Tindaseli 3, kl. 20.00.
Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Ólafur Jóhannsson prédikar
og þjónar fyrir altari. Organisti Sig-
hvatur Jónasson. Opið hús fyrir
unglingana mánudagskvöld kl. 20.30.
Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag
kl. 17.30. Föstuguðsþjónusta fimmtu-
dagskvöld kl. 20.30. Sóknarprestur.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barnasam-
koma kl. 11. Sr. Einar Eyjólfsson.
Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga.
Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Sr.
Einar Eyjólfsson.
Kirkja óháða safnaðarins. Messa
verður í kirkjunni kl. 14 eftir gagn-
gerðar endurbætur. Fermingarbörn
lesa ritningalestra. Barnastarf í
Kirkjubæ meðan á messu stendur.
Aðalfundur safnaðarins verður hald-
inn í Kirkjubæ eftir messuna og er
safnaðarfólk hvatt til þátttöku. Sr.
Þórsteinn Ragnarsson.
Keflavíkurkirkja
Sunnudagaskóii kl. 11. Muniðskólabílinn.
Guðsþjónusta kl. 14. Hljóðritun fyrir út-
varp til útsendingar á pálmasunnudag.
Sóknarprestur.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 15. mars:
1. kl. 13. Vífilsfell og nágrenni gönguferð.
2. kl. 13. Skíðaganga á Bláíjallasvæðinu.
Ekið verður um Bláíjallaveg eystri fram-
hjá Rauðuhnúkum, þar sem göngufólkið
fer úr bílunum, skíðahópurinn heldur
áfram að Þjónustumiðstöðinni í Bláíjöll-
um. Verð kr. 400. Brottför frá Umferðar-
miðstöðinni, austanmegin. Earmiðar við
bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Ath. Skíðagangan kl. 10.30 fellur niður
vegna snjóleysis.
Vetrarfagnaður Ferðafélagsins
Ferðafélagið efnir til vetrarfagnaðar í Ris-
inu, Hverfísgötu 105, föstudaginn 20. mars.
Fordrykkur verður borinn fram kl. 19.30.
Borðhald hefst kl. 20. Til skemmtunar
verður glens og grín sem félagsmenn sjá
um. Hljómsveit leikur fyrir dansi. Að-
göngumiðar eru um leið happdrættismið-
ar. Veislustjóri verður Árni Björnsson
þjóðháttafræðingur. Miðar seldir á skrif-
stofu félagsins, Oldugötu 3. Verð 1.500.
Útivistarferðir
Góuferð í Þórsmörk 13.-15. mars.
Frábær EÍstiaðstaða í gistiskálum Utivist-
ar í Básum. Gönpuferðir við allra hæfi.
verð kr. 2.500 fyrir utanfélapsmenn op kr.
2.250 fyrir félaga (innifalið í verði er pist-
ing, ferðir, fararstjórn or fl.) Kvöldvaka.
Kynnist Þórsmörk að vetri og fapniö sól-
komu í Bása, Uppl. or farmiðar ó skrifstof-
unni, Grófmni l, símar 14606 og 23732.
Sjáumst.
Utivistarferðir
Sunnudagur 15. mars.
Kl. 13. Botnsdalur - Glymur. Glymur.
hæsti foss landsins. skoðaður að vetri.
Gengið um Glvmsbrekkur og litið á
áhugaverð gil. Verð 600 kr.. frítt f. börn
m. fullorðnum. Gott að vera á stígvélum.
Engin skíðaferð vegna snjólevsis. Pantið
tímanlega á árshátíð Útivistar í Fóst-
bræðraheimilinu þann 4. apríl. Ferðaáætl-
un Útivistar 1987 er komin út. Öskjur fyrir
ársritin fást á skrifstofunni.
Mánudagur 16. mars.
kl. 20 Tunglskinsganga á Helgafell v/
Kaldársel. Gott útsýni yfír ljósadýrð
höfuðborgarsvæöisins. Verö 350 kr. Brott-
för í ferðirnar frá BSI. bensínsölu.
Tilkyimingar
Tvímenningsmeistaramót í
pilukasti
Islenska pílukaslfélapiö efnir ti! Bósó -
tvímenningsmeistaramóts i pilukasti
(tvenndarkeppni) laugardaginn 14. mars
kl. 13 18 og sunnudaginn 15. mars kl.
13 17. keppnin verður haldin í félags-
heimilinu Kesti. Grindavik. Verðlaun fyrir
1. sæti kr. 15.000. 2. sæti kr. 7.500. 3. sæti
kr. 3.500. Auk þess fá vinningshafamir
hikar og medalíur. Þetta er eitt fjölmenn-
asta pílukastmót hingaö til. Þarna verða
samankomnir flestir sterkustu pílukastar-
ar landsins auk margra útlendinga. Allir
áhorfendur velkomnir.
Vatnslitamyndir í
Ingólfsbrunni
Nikulás Sigfússon sýnir vatnslitamyndir i
lngólfsbrnnni. Aðalstræti 9. Sýningin
stendur út ntánuðinn og er opin virka
daga frá kl. 8 18.
Borgflrðingafélagið
í Reykjavík
minnir á árshatíðina i Hótel Borgarnesi á
morgun. laugardag. Karið verður frá Um-
ferðarmiðstöðinni kl. 18.30.
Samtök Svarfdælinga í
Reykjavík
halda kökubasar sunnudaginn 15. mars
kl. 15 í safnaðarheimili Langholtskirkju.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugai-dagsganga Krístundáhóps-
ins Hana nú í Kópavogi verður á morgun.
laugardaginn 14. tnars. Lagt verður afstaö
frá Digranesvegi 12 kl. 10. Vorið nálgast.
Sólin hækkar á lofti. Verið með í góðum
félagsskap. Markmið göngunnar er sant-
vera. súrefni. hrevfing. N’ýlagao molakaffi.
Harmóníkutónleikar í
Garðabæ
Sænski harmómkuleikarinn Lars Ek mun
leika í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
Garðabæ. laugardaginn 14. ntars kl. 16.
Með honum leika Þorsteinn Þorsteins á
gítar og Þórður Högnason á bassa.
Kvenfélag Fríkirkjunnar í
Reykjavík
heldur spilakvöld fyrir safnaöarfólk og
gesti í Oddfellowhúsinu. Vonarstræti 10.
nk. sunnudagskvöld kl. 20. Skemmtiatriði
og veitingar.
Neskirkja
Félagsstarf aldraðra á morgun. laugardap,
kl. 15. Sýndar verða myndir úr Skotlands-
ferðinni sl. sumar.
27 •
Stórdansleikur vegna
byggingar elliheimilis
í Vík í Mýrdal
Laugardaginn 14. mars nk. verður efnt til
stórdansleiks í Leikskálum í Vík í Mýr-
dal. Þrjár hljómsveitir munu leika fyrir
dansi. Tónbræður og Barokk, sem áður
störfuðu og voru vinsælar í Mýrdalnum
og víðar, og Lögmenn sem nú starfa og
hafa víða leikið á dansleikjum. Gamanmál
verða fiutt laust fyrir miðnætti en áður
en þau byrja verður dregið í happdrætti
með veglegum vinningum sem selt verður
með hverjum aðgöngumiða. Tilefni dans-
leiksins er nokkuð óvenjulegt þar sem
öllum ágóða verður varið óskiptum til
byggingar næsta áfanga elliheimilisins í
Vík í Mýrdal. Á síðustu árum hefur þörf
fyrir dvalarpláss aldraðra vaxið í Mýr-
dalnum og nærsveitum. líkt og annars
staðar á landinu. í ráði er að bæta úr því
sem allra fyrst og reynt verður að afla fiár
til þess með ýmsum aðferðum. Tekið skal
fram að allir þeir sem ieggja fram vinnu
sína við dansleikinn gefa hana. Undirbún-^,
ingsnefnd væntir góðrar þátttöku til
stvrktar góðu málefni. Húsið verður opnað
kl. 22.30.
Fyrirlestur um
breska leikritun
Laugardaginn 14. mars nk. mun Martin
Regal flytja fvrirlestur um breska leikrit-
un frá 1956 til dagsins í dag hjá Kélagi
áhugamanna um bókmenntir. Þar mun
hann fjalla um verk margra þekktra leik-
skálda. þar á meðal Becketts. Osbornes.
Bonds og Stoppards. Fyrirlesturinn verður
á ensku. Martin hefur verið búsettur hér
á landi síðastliðin ár og kennir við Há-
skóla íslands. Þessa stundina er hann að
ljúka doktorsritgerð sinni. Fundurinn
hefst kl. 14 og verður í Odda. hug\’ísinda-
húsi Háskóla íslands. Allir eru velkomnir.
Sýningar
Árbæjarsafn
Opið samkvæmt samkomulagi.
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74
Skólasýning Asgrimssafns hefur verið
opnuð. Sýningin er opin almenningi á
opnunartíma safnsins: sunnudaga. þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgang-
ur er ókeypis.
Ásmundarsafn
við Sigtún
Opnunartími safnsins er á þriðjudögum.
fimmtudögum. laugardögum og sunnudög-
um frá kl. 14-17.
Gallerí Gangskör
Amtmannsstig 1
Sigurður Eyþórsson listmálari sýnir 25
myndir: olíumálverk. rauðkrítarmyndir.
eggtempera-oliumálverk og portrét og
.eikningar. Sýningin er opin virka daga
frá kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Henni
lýkur sunnudaginn 15. mars.
Gallerí Grjót,
Skólavörðustíg 4A
Þar stendur yfir sýning á nokkrum skúlpt-
úrverkum eftir Sverri Ólafsson mynd-
höggvara. N’afn sýningarinnar. „Andlit".
höfðar til viðfangsefnisins sem er andlits-
grímur unnar í hina ýmsu rnálma. svo sem
á málað stál. brons og pottiárn. Verkin
eru öll unnin á þessu ári og hinu siðasta ’
og eru þau öll til sölu. Þetta er fiórða
einkasýning Sverris. auk þess hefur hann
tekið þátt i fjölda samsýninga hér heima
og erlendis. Sýningin er opin daglega frá
kl. 12-1S virka daga en kl. 14 -18 um helg-
ar og stendur hún til 22. rnars. Jafnframt
sýningu Sverris eru verk hinna aðstand-
enda gallerísins til sýnis í baksal sýningar-
húsnæðisins.
Gallerí Hallgerður,
Bókhlöðustíg 2
Þar stendur yfir sýning Aslaugar
Sverrisdóttur á textilverkum úr handsp-
unnu togi. Sýningin er opin kl. 14-18
daglega til S. mars.
Gallerí Svart á hvitu
við Óðinstorg
Þar stendur yfir sýning á verkum Sigurðar
Guðntundssonar. Sigurður sýnir grafík.
vatnslitamyndir og eina höggmynd. Sýn-
ingin stendur til 15. ntars og er opin alla
daga frá kl. 14-18.
Gallerí Langbrók, Textíl,
Bókhlöðustíg 2
Eina textílgalleríið á landinu. Vefnaður.
tauþrvkk. myndverk. fatnaður og ýmiss
konar listmunir. Opið þriðjudaga til föstu-
daga kl. 14-18 og laugardaga kl. 11-14.
STERKIR
TRAUSTIR
Vinnupallar -;af
frá BRIMRAS '
■grtrn
DKiMKAa n r
Kaplahiauni 7 65 19 60