Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1987, Page 6
28
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1987.
Regnboginn
Hjartasár
Hjartasár (Heartburn) fjallar um
Rachel og Mark, tvo blaðamenn
sem kynnast í brúðkaupi. Þau fella
hugi saman og þrátt fyrir að hvor-
ugt trúi á hjónaband giftast þau,
eignast barn og framtíðin virðist
blasa við þeim. Það fer samt fyrir
þeim eins og 60% hjóna í Banda-
ríkjunum, þau skilja eftir að
Rachel kemst að því að Mark hefur
haldið fram hjá henni....
Höfundur skáldritsins og kvik-
myndahandritsins, Nora Ephron,
byggir sögu sína á eigin æfi en hún
var gift hinum fræga rannsóknar-
blaðamanni Carl Bernstein sem
frægur var fyrir að koma upp Wat-
ergate hneykslinu á sínum tíma
ásamt öðrum. Hjartasár er kvik-
mynd sem er eins og sköpuð fyrir
tvo góða leikara og það færa þau
sér í nyt Meryl Streep og Jack
Nicholson.
Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús
Fnirnsýning á Akureyri:
Nú er það
Kabarettinn
Háskólabíó
Trúboðsstöðin (Mission) er ein
þeirra kvikmynda sem tilnefnd er
sem besta mynd við næstu óskars-
verðlaunaafhendinu. Myndin er
leikstýrð er af Roland Joffé sem
síðast stjórnaði hinni rómuðu
mynd The Killing Fields. Þess má
geta að Trúboðsstöðin fékk verð-
laun sem besta mynd á Cannes í
fyrra. Trúboðsstöðin gerist á átj-
ándu öld í Suður-Ameríku og fjall-
ar aðallega um samskipti tveggja
ólíkra manna, föður Gabriels, sem
er kaþólskur prestur, og Mendoza,
sem er þrælasali í byrjun myndar-
innar. Flestir eru sammála um að
Robert De Niro og Jeremy Irons
sýni báðir stórgóðan leik i aðal-
hlutverkunum.
Bíóhúsið
Sjóræningjarnir (The Pirates) er
gamaldags sjóræningjamynd með
Walter Matthau í aðalhlutverki.
Leikur hann gamlan sjóræningja-
foringja sem lætur sér ekki allt
fyrir brjósti brenna. Sjóræningj-
arnir voru óhemju dýr kvikmynd
og til að mynda lét leikstjórinn
Roman Polanski byggja sjóræn-
ingjaskip í fullri stærð og var
enginn smákostnaður við það æv-
intýri. Tvennum sögum fer af
gæðum hennar og sýnist sitt hverj-
um. Og nú er bara að sjá hvort
íslendingum líkar ævintýramynd
Romans Polanski.
Bíóhöllin
Whoopi Goldberg er leikkona er
hlaut heimsfrægð fyrir leik sinni í
Color Purple, dramatískri mynd
sem Steven Spielberg stjórnaði.
Goldberg er aðallega þekkt sem
gamanleikkona og í nýjustu mynd
sinni, Njósnaranum (Jumpin Jack
Flash), sýnir hún hvað í henni býr
í bitastæðu hlutverki fyrir gaman-
leikkonu. Af öðrum myndum í
Bíóhöllinni má nefna úrvalshryll-
ingsmyndina Fluguna (The Fly),
mynd sem fær hárin til að rísa á
höfði áhorfandans og Góða gæja
(Tough Guys) þar sem gömlu brýn-
in Kirk Douglas og Burt Lancaster
fara á kostum.
Stjörnubíó
Stattu með mér (Stand by Me) er
nýjasta kvikmyndin gerð eftir rit-
verki Stephens King. I þetta skiptið
er það smásagan Líkið sem orðið
hefur fyrir valinu. Fjallar hún um
fjóra þrettán ára drengi sem fara í
óvenjulega helgarferð. Tilgangur-
inn er að finna lík drengs sem
hvarf. Leikstjóranum Rob Reiner
tekst að gera virkilega huggulega
kvikmynd úr litlum efnivið. Ekki
skemmir fyrir góður leikur drengj-
anna fjögurra.
Tónabíó
Vítisbúðir (Hell Camp) er um
hermenn í æfingabúðum og ævin-
týri þeirra. Aðalhlutverkin leika
Tom Skeritt og Lisa Eichorn. Þetta
er mynd fyrir þá sem láta sér nægja
hasar án þess að efnisþráður skipti
miklu.
Kvikmyndahús
Austurbæjarbíó
Myndir Andreis Konchalovsky
eru svo sannarlega snemma á ferð-
inni hérlendis. Brostinn strengur
(Duet for One) er alveg glæný.
Fjallar myndin um fiðluleikara sem
kemst að því að hrörnunarsjúk-
dómur muni brátt hindra hana í
að leika á hljóðfæri sitt. Breytir
þetta viðhorfi hennar til lífsins.
Örvænting heltekur hana og verð-
ur til þess að hún gerir ýmsa hluti
sem henni hefði aldrei dottið í hug
að gera. Julie Andrews sýnir stór-
leik í hlutverki fiðluleikarans. Þá
sýnir Austurbæjarbíó einnig mynd
með kappanum Bud Spencer. Þeir
sem ekki eru orðnir leiðir á honum
fá væntanlega eitthvað fyrir aur-
ana sína.
Laugarásbíó
Hollenski leikarinn Rutger Hau-
er leikur aðalhlutverkið í spennu-
myndinni Eftirlýstur lífs eða liðinn
(Wanted Dead or Alive). Leikur
hann þar mannaveiðara sem eltir
uppi hryðjuverkamenn með góðum
árangri. Þá má nefna að Laugarás-
bíó sýnir enn úrvalsmyndina
Lagarefi (Legal Eagles) með úr-
valsleikurunum Robert Redford og
Debru Winger í aðalhlutverkum.
-HK
Söngleikurinn Kabárett verður
frumsýndur hjá Leikfélagi Akur-
eyrar annað kvöld, 14. mars,
klukkan 20.30. Er þessi sýning í
tilefni afmælis leikfélagsins um
þessar mundir.
Sagan gerist í Berlín skömmu
fyrir valdatöku nasista. Er þetta
svo sannarlega söngleikur þar sem
hlutirnir gerast hratt og er sá sami
og kvikmyndaður var fyrir níu
árum þar og sló í gegn með Lizu
Minnelli og Martin Gray í aðal-
hlutverkum.
Leikstjóri Kabaretts er Bríet
Héðinsdóttir en danshöfundur er
Kenn Oldfield. Hljómsveitarstjóri
er Roar Kvam. Leikmynd og bún-
ingar eru eftir Karl Aspelund.
Margir leikarar koma fram í sýn-
ingunni en með helstu hlutverk í
Kabarettinum á Akureyri er spáð geysilegum vinsældum. Þetta er sannarlega söngleikur þar sem hlutirnir
gerast hratt skömmu fyrir valdatöku nasista.
Kabarett fara Guðjón Pedersen,
Asa Svavarsdóttir, Einar Jón
Briem, Soffía Jakobsdóttir og Þrá-
inn Karlsson.
Forseti Islands, Vigdís Finn-
bogadóttir, verður viðstödd frum-
sýningununa og til stóð að fá
Sverri Hermannsson menntamála-
ráðherra einnig til að koma.
Sýningar
Gallerí Borg
v/Austurvöll
Þar stendur yfir sýning á verkum Hrings
Jóhannessonar. Á sýningunni eru um 40
verk: olíumálverk, teikningar, pastel-
myndir og litkrítarmyndir. Sýningin er
opin virka daga kl. 10-18 nema mánudaga
frá kl. 12-18 en um helgar frá kl. 14-18.
Henni lýkur 17. mars.
Kjarvalsstaðir
við Miklatún
Þar stendur yfir skúlptúrsýning Hansínu
Jensdóttur. Hún er gullsmiður að mennt
og starfar hjá Jens Guðjónssyni gullsmið.
Hún stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands og við Myndlistar-
skólann í Reykjavík og var einnig tvö ár
í skúlptúrdeild SAIT í Calgary, Kanada.
Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga.
Sýningin stendur til 29. mars. í austursal
verður opnuð á morgun samsýning Félags
íslenskra myndlistarmanna og verður hún
opin daglega kl. 14-22 til 29. mars.
Mokkakaffi,
Skólavörðustíg 3a
Um þessar mundir sýnir Þóra Sigurðar-
dóttir 40 myndir á Mokka sem allar eru
unnar á þessu og síðasta ári. Þóra stund-
aði nám við Myndlista- og handíðaskóla
íslands og Myndlistarskólann í Reykjavík
á árunum 1975-81.
Norræna húsið,
Hringbraut
f anddyri hússins hefur verið opnuð sýning
sem ber yfirskriftina Norrænar ljósmyndir
'85. Á sýningunni er úrval mynda eftir ljós-
myndara frá fslandi, Danmörku, Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð. Markmiðið með
sýningunni er að sýna listræna ljósmynd-
un frá sem flestum sjónarhornum og að
styrkja stöðu ljósmyndalistarinnar með
tilliti til annarra greina myndlistarinnar.
Sýningin er opin á opnunartíma hússins
kl. 0-19 alla daga nema sunnudaga kl.
12-19 til 23. mars. Á sunnudaginn verður
opnuð í sýningarsölum sýning á málverk-
um norsku listamannanna Olavs Strömme
og Bjöms Tufta og höggmyndum eftir Sig-
urð Guðmundsson. Sýningin verður opin
daglega kl. 14-19 til 29. mars.
Listasafn ASÍ,
Grensásvegi 16
Ásgerður Búadóttir sýnir myndvefnað í
Listasafni ASf. Á sýningunni eru verk frá
liðlega síðustu tveimur árum. Síðast hélt
hún einkasýningu á Kjarvalsstöðum 1984
en hefur hin síðari ár tekið þátt í ýmsum
sýningum erlendis. Sýning Ásgerðar
stendur til 15. mars og er opin daglega kl.
14-18, nema á sunnudögum kl. 14 22.
Listasafn Einars Jónssonar
við Njarðargötu
er opið alla daga nema mánudaga frá kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega frá kl. 10-17.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið
daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90
verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri
listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn-
inu er ókeypis.
Listasafn íslands
Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum
Valtýs Péturssonar. Sýningin spannar all-
an listferil Valtýs, allt frá því að hann var
við nám í Bandaríkjunum 1944 46 til verka
frá þessu ári. Em þar alls 127 verk, olíu-
myndir, mósaík og gvassmyndir. f tilefni
sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð
sýningarskrá og litprentað plakat. Sýn-
ingin er opin virka daga frá kl. 13.30 18
en kl. 13.30-22 um helgar.
Myntsafn Seðlabanka og
Þjóðminjasafns,
Einholti 4.
Opið á sunnudögum kl. 14 16.
Nýlistasafnið,
Vatnsstíg 3b
Á morgun kl. 14 opnar Guðbergur Auð-
unsson 8. einkasýningu sína. Á sýning-
unni verða um tuttugu málverk, unnin á
sl. fjórum árum. Meginuppistaða sýning-
arinnar eru verk byggð á Islendingasögun-
um. Sýningin verður opin frá kl. 14 20 um
helgar en kl. 16-20 virka daga.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning opin á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14
16.
Þjóðminjasafnið
í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfír
sýning á 32 vaxmyndum af þekktum mönn-
um, íslenskum og erlendum. Vaxmynda-
safnið var fyrst opnað í húsakynnum
Þjóðminjasafns 14. júlí 1951 og var það til
sýnis í 20 ár, en síðan hafa myndirnar
verið í geymslu. Vegna mikillar eftir-
spurnar hefur nú verið ákveðið að sýna
vaxmyndasafnið um tíma. Vaxmyndirnar
eru til sýnis á venjulegum opnunartíma
Þjóðminjasafnsins, þ.e. þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Aðgangseyrir er kr. 50 en ókeyp-
is fyrir börn og ellilífeyrisþega.
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8, Hafnarfirði
Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14 18.
Sædýrasafnið
Opið alla daga kl. 10 17.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.