Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1987, Side 8
30
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1987.
I
■
____________©
Bleik brugðið
Það er langt síðan ein mynd hef-
ur tekið listann í jafnmiklu stökki
og gerðist þessa vikuna. Mvndin
um karatestrákinn er greinilega
feikivinsæl og stekkur hún beint í
fyrsta sæti listans. Það ætti því að
vera unnendum þessa „mynda-
flokks" mikil gleðitíðindi að nú
stendur einmitt yfir framleiðsla á
The Karate Kid III og er ómögu-
legt að spá fyrir um hvar þetta
endar.
Lítil breyting er á þáttalistanum
en þó er athvglisvert að sjá þættina
byggða á sögu Tolstoy komna inn
á listann.
Litlar brevtingar eru í Bandaríkj-
unum en Rodney Dangerfíeld er
greinilega óhagganlegur í 1. sæti.
Af hverju er erfitt að segja.
-SMJ
DV—LISTINN
MYNDIR
1. (-) The Karate Kid II
2. (2) Jewel Of the Nile
3. (1) Out of Afríka
4. (7) After Hours
5. (2) Commando
6. (5) Agnes of God
7. (10) At Close Range
8. (8) Iron Eagle
9. (-) Heat
10.(4) 91/2 vika
_________ÞÆTTIR__________
1. (1) Who’s Baby
2. (2) Að yfirlögðu ráði
3. (4) V
4. (-) War and Peace
5. (3) Lancaster Miller Affair
| BANDARÍKIN
1. (1) Back to School
2. (2) The Karate Kid II
3. (12) Running Scared
4. (8) Extremities
5. (3) Labyrinth
6. (5) Big Trouble in Litle
China
7. (6) Flight of the Navigator
8. (7) Club Paradise
9. (4) Short Circuit
10.(10) Psycho III
A FINE MESS
Útgefandi: RCA/Skifan.
Framleiöandi: Tony Adams
Handrit/leikstjórn: Blake Edwards.
Aðalhlutverk: Ted Danson, Howie Mand-
el, Rlchard Mulligan.
Öllum leyfð.
Blake Edwards virðist hafa tapað
kímnigáfunni meðan jafnaldrar
hans misstu hárið. Frá því hann
leikstýrði Peter Sellers í Pink
Panther myndunum hefur orðspori
hans sem leikstjóra hrakað jafnt
og þétt. Undantekning 'var þó
kannski Victoria Victoria. S.O.B.
er aftur á móti dæmi um hið gagn-
stæða.
A Fine Mess samræmist þeim
væntingum sem gerðar eru til
Blake Edwards í dag. Maður býst
ekki við neinu og það er næstum
nákvæmlega það sem maður fær.
Hann skrifar sjálfur handritið,
sögu af ungum galkopa (Ted Dan-
son c/o Staupasteinn) sem kemst á
snoðir um svindl í veðreiðum. Síð-
an er hann eltur myndina út í gegn
af afkáralegum bófum, lendir í ást-
arævintýri með eiginkonu bófafor-
ingjans og þar fram eftir götum.
Hér er allt við sama heygarðs-
hornin. Ef undan eru skilin nokkur
vel heppnuð atriði í byrjun leysist
myndin upp í eina allsherjar vit-
leysu. Blake stýrir hér hópi leikara
sem alræmdir eru fyrir ofleik. Ric-
hard Mulligan er nærtækasta
dæmið um það. Honum hefur
hvorki fyrr né síðar tekist að kom-
ast úr Löðurs rullunni sinni. Alger
fiflalæti virðast vera það eina sem
hann hefur upp á að bjóða sem leik-
ari.
Danson er að vissu leyti af sama
sauðahúsi og Mulligan. Sem sjón-
varpsleikari reynir hann nú fyrir
sér í kvikmyndum. Frammistaða
hans í þessari mynd er þokkaleg.
Hann leikuraðalhetjuna, glaðværa
og kærulausa glaumgosann, af ör-
yggi. Aðrir leikarar fíflast mun
meira, væntanlega samkvæmt
handriti.
A Fine Mess stendur þannig al-
gerlega undir nafni. Sem gaman-
mynd nær hún meðallagi fyrir að
ganga oftar en ekki gersamlega
fram af áhorfandanum. Blake Ed-
wards á ennfremur þakkir skildar
fyrir að hafa hlíft myndinni við
eiginkonu sinni, Julie Andrews.
Hún virðist enda hafa gerst frá-
hverf gamanmyndum, eins og sjá
má í nýjustu mynd Andrei Konc-
halovsky, Duet For One. Sem betur
fer liggur manni við að segja.
Ted Danson. Töffarinn i bænum.
v?
★★
I byssulandi
Byssan/The Gun.
Útgefandi: Laugarásbió/Universal.
Framlelöendur: Rlchard Levinson og William Link.
Leikstjóri: John Badham.
Aöalhlutverk: Stephen Eliiot, Jean Le Bouvier og
Wallace Rooney.
Bandarisk, 1974.
Bönnuö yngri en 12 ára.
Mynd þessi segir frá skammbyssu einni
og lifshlaupi hennar, ef svo má að orði kom-
ast. Hún flakkar á milli eigenda og hefur
afdrifarík áhrif á líf þeirra.
Þetta er nokkuð óvenjuleg mynd fyrir þær
sakir að aðalleikarinn er 38 kalibera byssa.
Byssan kemst þokkalega frá hlutverki sínu,
svipað og flestir leikarar myndarinnar.
Þetta er í raun samsafn af smásögum þai
sem einu sjáanlegu tengslin á milli perón-
anna er byssan. Hún kemur eins og storm-
sveipur inn í líf fólksins og þó hún stoppi
yfirleitt stutt við þá tekst henni undantekn-
ingarlaust að umbreyta lífi flestra þeirra
sem koma nálægt henni.
Sögumar eru mjög mismunandi að gæðum
enda virðist misjafnlega vandað til þeirra.
Best þótti mér frásögninn af skrifstofubló-
kinni sem tapaði áttum í tilverunni þegar
honum var skyndilega sagt upp starfi sínu.
Hann fer þá út á tröppur og bregður sér í
byssuleik. Hann fær lengi vel að beina óá-
reittur byssunni að fólki og má enginn vera
að því að skeyta um hann.
Hin almenna byssueign Bandaríkjamanna
er sérkapítuli í nútímanum enda hlutur sem
veldur sífelldum deilum. Þessi 13 ára gamla
mynd bregður nýju og oft á tíðum skemmti-
Iegu ljósi á þetta furðulega fyrirbæri.
-SMJ
M íþróttatrúðum
Stjörnuliö Bingo Long og Mótorhjólaprinsarnir.
Útgefandi: Laugarásbíó/Universal.
Framleiðandi: Rob Cohen.
Leikstjóri: John Badham.
Handrit: Hal Barwood og Matthew Robbings.
Aðalhlutverk: Billy Dee Williams, James Earl Jones
og Richard Pryor.
Bandarisk, 1976.
Úllum leyfö.
Nokkrir svartir hornaboltaleikarar
ákveða að reyna fyrir sér upp á eigin spýtur
enda löngu orðnir þreyttir á að lúta stjórn
peningamanna sem hugsa um það eitt að
græða á þeim. Þeir stofna því stjörnulið og
leggjast í ferðalög.
Þetta er önnur mynd leikstjórans Johns
Badham á þessari síðu svo að aðdáendur
hans ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Badham er líklega kunnastur fyrir myndir
eins og Wargames, Blue Thunder, Saturday
Night Fever, American Flyer og Short
Circuit. Hér reynir hann að fást við jafn-
alvarlegan hlut og vitundarvakningu
svertingja á gamansaman hátt. Það gengur
varla upp hjá honum. Hvorki verður gaman-
ið skemmtilegt né boðskapurinn markviss.
Það er mikið stjömuflóð svartra leikara í
myndinni enda er þeim auðvitað efnið hug-
leikið. Það er engum blöðum um það að
fletta að íþróttir hafa gert geysilega mikið
fyrir réttindabaráttu svertingja. Til að gera
yfirburði sína ekki eins sláandi fyrir hör-
undssára hvítingja þurftu svertingjarnir oft
að bregða sér í hlutverk trúðsins. Myndin
er forvitnileg að ýmsu leyti, þó ekki væri
nema vegna þess að hún hefur áreiðanlega
eitt lengsta nafn kvikmyndasögunnar.
-SMJ
Týndur
Llnk/Hlekkurinn.
Útgefandi: Háskólabíó/Cannon.
Leikstjóri: Richard Franklin.
Aðalhlutverk: Terence Stamp, Elisabeth Shue og
Steven Pinner.
Bandarisk, 1986.
Bönnuö yngri en 12 ára.
Mannfræðiprófessor gerist upptekinn af
því að rannsaka apa til að finna hlekkinn
fræga sem aðskilur mann og apa. Hann
þjálfar nokkra apa gagngert til að þjóna
rannsóknum sínum en að lokum snúast
sköpunarverkin gegn skapara sínum.
Viðfangsefni þessarar myndar er mjög for-
vitnilegt, svo að ekki sé meira sagt. Það er
ábyggilega hægt að fræðast mikið um
mannseðlið með að rannsaka hina loðnu
forfeður okkar, svo fremi sem það er gert á
réttum forsendum. Yfir myndinni er ákveð-
in dulúð lengst af og fær áhorfandinn
fljótlega á tilfmninguna að eitthvað eigi
eftir að gerast. Uppgjörið mikla missir hins
vegar dálítið marks.
Hér virðist að nokkru sama hugsun búa
að baki og hjá Alfred Hitchcock í Fuglun-
um þar sem dýrin snúast gegn kórónu
sköpunarverksins og drottnara jarðarinn-
ar, manninum. Hér, eins og í Fuglunum, er
ekki reynt að veita einhverja lausn til frið-
þægingar. Hegðun dýranna er óskiljanleg.
Spenna í myndinni er nokkuð látlaus, þó
stundum sé hún keypt ódýru verði.
-SMJ
hlekkur
Bandaríska bragðið
JENNY KISSED ME
Útgefandi: MDC videó/Arnar videó.
Framleiðandi: Tom Bradbridge.
Leikstjóri: Brian Trenchard Smith.
Aðalhlutverk: Ivar Kants, Deborra-Lee Furness.
Bönnuö yngri en 16 ára.
Sambúð skötuhjúanna Carol og Lindsey
gengur ekki sem best. Carol ákveður að
flytja burtu og tekur ellefu ára dóttur sína,
Jenny, með sér. Eftir situr Lindsey aleinn
og yfirgefinn. Hann reynir að hafa uppi á
mæðgunum, þó í raun sé hann ekki faðir
bamsins. Jenny unir hag sínum líka illa
með móður sinni og hún strýkur frá henni.
Þannig kemst hún í samband við Lindsey
og þau strjúka saman. EN... þá kemur í
ljós að Lindsey er haldinn ólæknandi sjúk-
dómi. Það verður til þess að Carol kemur
aftur og mæðgurnar sitja í sátt á dánarbeði
Lindseys.
Svona er söguþráðurinn í Jenny Kissed
me, í mjög stórum dráttum. Hún var valin
mynd ársins í Ástralíu 1985. Það er gott og
vel. Efniviðurinn virðist heldur ekki svo
galinn. En dramatíkin í myndinni sjálfri
keyrir gersamlega um þverbak og ber sög-
una nærri ofurliði, Leikstjórinn Smith hefur
að því leyti lítil tök á efninu og lætur tilfinn-
ingasemi hlaupa með sig í gönur.
Myndin hefði allt eins getað verið banda-
rísk framleiðsla. Uppbygging hennar, svo
og efnisúrvinnsla, er öll á bandaríska vísu.
Jenny Kissed Me kemur okkur alltof kunn-
uglega fyrir sjónir. Þessari tuggu höfum við
japlað á ótal sinnum.