Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. Fréttir J3V Kynferðisglæpur í Sakadómi Reykjavíkur: Steingrímur Njálsson dæmdur í þriggja ára fangelsi Kynferðisafbrotamaðurinn Stein- grímur Njálsson var í gærmorgun dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða fómarlambi sínu, ungum blaðburðardreng er hann svívirti kyn- ferðislega, 300 þúsund króna skaða- bætur. Dóminn kvað upp Pétur Guðgeirsson sakadómari. Upphaf málsins er það að fyrir tæpu ári lokkaði Steingrímur Njálsson blað- burðardrenginn inn í íbúð sína í nágrenni Landspítalans, réðist þar á hann og kom fram óeðli sínu. Drengur- inn komst heim til foreldra sinna við illan leik og kærðu þeir Steingrím umsvifalaust. Steingrímur Njálsson á að baki lang- an afbrotaferil og hefur hlotið 23 refsidóma fyrir kynferðisafbrot, lík- amsárásir, þjófnaði, fjársvik og fleira. Er samanlögð refsivist hans orðin tæp tíu ár. í dómnum er kveðinn var upp í Saka- dómi í gærmorgun er afbrotasaga Steingríms Njálssonar rakin að hluta. Þar segir meðal annars: „Með dómi sakadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 11. nóvember 1963 var ákærði m.a. sakfelldur fyrir að fleka 11 ára dreng upp í bifreið, að girða niður um hann og að slá drenginn í andlitið þegar hann veitti mótspymu... Með sama dómi var ákærður sakfelldur fyrir að fleka ann- an 11 ára dreng upp í bifreið til sín, girða niður um hann og hafa kynferð- Steingrímur Njálsson gengur i dómsal í gærmorgun. DV-mynd GVA Jón Helgason og Alexander Stefánsson: Ekki áróðurs- bæklingar fyrir Framsóknarflokkinn Játi G. Haukæon, DV, Akureyit Jón Helgason landbúnaðarráð- herra og Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra segja það mik- inn misskilning og alrangt að bæklingar sem ráðuneyti þeirra hafa gefið út um húsnæðismál og land- búnaðarmál og dreift hefur verið að undanfömu séu áróðurabæklingar fyrir Framsóknarflokkinn. En sumir hafa haldið því fram. „Þetta er ekki áróðursbæklingur, það er af og frá. Tilgangurinn er sá einn að kynna nýju húsnæðislögin, skýra þau út fyrir fólki og vera til leiðbeiningar. Annaö býr ekki að baki,“ sagði Alexander Stefánsson. Húsnæðisstofnun óg Félagsmála- stofhun gefa út bæklinginn sem dreift er á öll heimili landsins. Bækl- inguiinn er í lit og mjög glæsilegur. Alexander sagöi að nokkuð væri síðan að ákveðið heföi verið að gefa út bæklinginn en vegna tæknilegra erfiðleika i prentun hefði útgáfan tafist. „Það er skýringin á því að bæklingnum var ekki dreif't fyrr en skömmu fyrir páska.“ Jón Helgason sagði að bæklingur landbiinaðarráöuneytisins væri hlutlaus frásögn um þann árangur sem náðst heföi í landhúnaðinum á síðustu árum. Bæklingurinn fer til allra bænda i landinu. „Þetta er kynning á því sem hefúr verið gert á síðustu árum. Þama er ekki um neinn áróður að ræða fynr F ramsóknarfiokkinn.“ Jón sagði að til þessa heföi hann verið gagnrýndur fyrir of litlar upp- lýsingar miðað við þær hörðu árásir sem landbúnaðurinn heföi orðið fyr- ir. VSÍogASÍ Kanna for- sendur samninga ríkislns „Það hefur ekki verið ákveðinn fúndur með okkur og Dagsbrún og raunar höfum við fengið hliðstæða beiðni um viðræður frá ASÍ,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, í samtali við DV þegar hann var spurður um þá ósk Varkamannafélagsins Dagsbrúnar að teknar yrðu upp viðræður þessara aðila í kjölfar samninga ríkisins við opinbera starfsmenn. Sagði Þórarinn að samkomulag hefði orðið um það á milli aðila að athuga hvað heföi í raun gerst í samningum ríkisins og hver launa- hækkunun væri og að gerður yrði samanburður á kjaraþróuninni. Málin yrðu skoðuð og kannað hvort forsendur desembersamninganna hefðu breyst en nú vinna hagfræð- ingar samtakanna að þessari athug- un. Jafnframt sagði Þórarinn að kannaðar yrðu forsendur launaþró- unarinnar í samningum ríkisins. Samningamir, sem gerðir voru í desember, renna út um næstu ára- mót en samningar ríkisins um áramótin 1988/1989. „Við viljum leita alfra leiða þess að tryggja stöðugt verðlag og áfram- haldandi góðæri í landinu," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. -ój ismök við hann nauðugan.. .Með sama dómi var ákærði sakfelldur fyrir að fleka 10 ára dreng upp í bifreið sína og hafa við hann kynferðismök nauð- ugan... Þá var ákærði með þessum sama dómi sakfelldur fyrir að fleka 12 ára dreng upp í bifreið sína og hafa við hann kynferðismök nauðugan... Enn var ákærði með þessum sama dómi sakfelldur fyrir að fleka tvo unga drengi, 11 og 13 ára, inn á Hafnarsaler- nið í Keflavík á árunum 1961-1963, og hafa við þá kynferðismök... Með dómi sakadóms Hafnarfjarðar 2. okt- óber 1978 var ákærði sakfelldur fyrir að fleka 9 ára dreng upp í bifreið og hafa við hann nauðugan samræðis- mök ... Með sama dómi var ákærði sakfelldur fyrir að tæla 12 ára dreng inn á hótelherbergi til sín og hafa þar við hann kynferðismok nauðugan... Með dómi sakadóms Reykjavíkur 5. september 1986 var ákærði sakfelldur fyrir að þukla á 10 ára dreng á lostug- an hátt og kyssa hann á andlitið á veitingastofu... Með sama dómi var ákærði sakfelldur fyrir að veitast að 13 ára dreng í búningsklefa Sundhall- arinnar í Reykjavík og fara höndum um líkama hans og kyssa hann... Samkvæmt því sem hér hefúr verið rakið hefúr ákærði áður verið sak- felldur fyrir kynferðisafbrot gegn 11 ungum, vamarlausum drengjum, flest stórfelld brot og til þess fiallinn að valda drengjunum varanlegu meini.“ Svala Thorlacius, lögmaður blað- burðardrengsins, setti á liðnu hausti fram kröfu um að Steingrímur Njáls- son yrði látin gangast undir afkynj- unaraðgerð í ljósi afbotaferils síns. Ríkissaksóknari vísaði þeirri kröfu á bug. „Ég er ósköp feginn að dómur sé fallinn í þessu máli. Miðað við fyrri dóma í málum sem þessum bjóst ég eins við að dómurinn yrði vægari," sagði faðir blaðburðardrengsins í sam- tali við DV í gær. Steingrímur Njálsson og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, lýstu því yfir í sakadómi í gærmorgun að þeir hygðust áfrýja dómnum til Hæstarétt- ar. -EIR Morðhótun * i Sakadómi Steingrímur Njálsson kynferðis- afbrotamaður hótaði fréttamönn- um DV lífláti er hann gekk í dómssal Sakadóms f gærmorgun. Fjölmörg vitni voru að hótun Steingríms er hann lét eftirfarandi orð falla: „Það kemur að því að ég slepp út. Eruð þið ekki hræddir um líf ykkar?“ -EIR Akureyri: Bjartsýnir kosningastjórar Ján G. Haukssan, DV, Akureyri „Ég trúi því að við séum með mann inni þrátt fyrir niðurstöður skoðana- kannana. Og hver veit nema það verði tvær Valgerðar sem beijast um þing- sæti,“ sagði Gunnar Frímannsson, kosningastjóri Borgaraflokksins, um úrslit kosninganna í Norðurlandskjör- dæmi eystra í kvöld. Sigurður Haraldsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins, sagði að sér lit- ist vel á úrslitin. „Við verðum á Hótel KEA í dag, í kvöld verðum við með kosningavöku sem við ætlum að breyta í kosningahátíð." „Hljóðið í mér er og hefur alltaf ver- ið gott,“ sagði Haraldur Sigurðsson, kosningastjóri Stefáns Valgeirssonar. „Ég er vongóður um að Stefán fari inn.“ Magnús Bjömsson, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagðist vera bjartsýnn á að þeir væru með tvo menn inn a.m.k. „Við höfum fengið góðar undirtektir að undanfömu og komið vel út á fúndum." Gunnar Helgason, kosningastjóri Alþýðubandalagsins, sagði að loka- sprettinn yrðu þeir með fánann dreg- inn að húni og starfið yrði á fúllu. „Eg er bjartsýnn á að Svanfríður fari inn.“ Jón Ingi Cesarsson, kosningastjóri Alþýðuflokksins, sagði að hljóðið í þeim væri gott enda með góðan mál- stað. „Ég er vongóður um að Sigbjöm sé inni.“ Ragnar Sverrisson, kosningastjóri Flokks mannsins, sagðist vera ánægð- ur með útkomuna að undanfömu og vera bjartsýnn. Sveinn Bjömsson, kosningastjóri Þjóðarflokksins, sagði að þeir væru bjartsýnir og bæm sig vel. „Við höfum verið í sókn síðustu vikurnar." Því miður tókst DV ekki að ná í kosningastjóra Kvennalistans. Karlsefnis- málið domtekið Hið svokallaða Karlsefnismál hefur nú verið dómtekið hjá sakadómi í ávana- og fíkniefiium og er dóms að vænta í því í næsta mánuði. Mál þetta er eitt stærsta sinnar tegundar á seinni árum hérlendis. Alls em sakbomingamir í málinu þrír talsins. Sem kunnugt var af frétt- um var alls lagt hald á tæp 12 kíló af hassi um borð í togaranum Karlsefni fyrir tveimur árum. Það mál hefur síð- an hlaðið nokkuð utan á sig í með- förum dómsins því þremenningamir hafa lent í fleiri málum síðan og einn þeirra er þannig sakaður um með- höndlun á alls um tæplega 16 kí- lógrömmum af hassi en hinir fyrir minna magn. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.