Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987.
DV kyrtnir 1. deildarfélögin í knattspymu
Þór Akureyri
„Ekkert annað en toppbarátta
kemur til mála hjá Þór í sumar1
- segir Árni Stefánsson, leikmaður með Þór, Akureyri
„Við Þórsarar stefnum
auðvitað á toppinn í sumar
og ekkert annað kemur til
f"1 reina hjá okkur. Við erum
únir að æfa mjög vel, byrj-
uðum í febrúar og þetta
leggst allt saman mjög vel
í okkur,“ sagði Árni Stef-
ánsson, leikmaður með Þór
í knattspymunni, þegar
hapn var ínntur eftir áliti
á Islandsmótinu í knatt-
spyrnu sem hefst í næsta
mánuði.
- Nú hafið þið oft náð vænlegri stöðu
í 1. deildinni en svo hefur allt klúðr-
ast þegar ó hefur reynt. Kannt þú
einhverja skýringu á þessu og er ekki
meiningin að breyta þessu?
„Það er bjargföst trú mín að Þórslið-
ið eigi að geta gert mun betri hluti en
það hefur gert undanfarin ár. Það er
rétt að okkur hefur oft tekist að kom-
ast í góða stöðu í deildinni en síðan
hefur algert klúður komið til sögunn-
ar. Þá höfum við leikmennimir
kannski haldið að þetta kæmi af sjálfu
sér í stað þess að halda áfram að leika
af fullum krafti. Jú, auðvitað ætlum
við okkur að breyta þessu í sumar.“
„Mikil óheppni árið 1985 að
komast ekki í Evrópukeppni“
Ami heldur áfram: „Ég vil líka
minna á að við vorum mjög óheppnir
sumarið 1985 þegar sáralitlu munaði
að okkur tækist að komast í Evrópu-
keppni. Þá sigmðum við FH, 6-1, hér
á Akureyri og á sama tíma léku ÍA
og Fram og mátti ÍA ekki vinna leik-
inn sem þeir þó gerðu og því misstum
við af Evrópukeppninni. Þetta ár var
Jóhannes Atlason þjálfari hjá okkur
I
I
i ritill í 1. deild hefur ,
aldrei farið til Akureyrar
Leikmenn Þórs frá Akureyri
hljóta að vera orðnir vel hungrað-
ir í íslandsmeistaratitil því félag-
inu hefur aldrei tekist að sigra í
1. deild, KA og ÍBA ekki heldur,
og því hefur íslandsmeistaratitill í
1. deild aldrei til Akureyrar komið.
ÍBA hefur fjórum sinnum sigrað
í 2. deild og einu sinni komst ÍBA
(nú KA og Þór) í úrslitaleik bikar-
keppni Knattspymusambands
íslands og lék ÍBA þá gegn Akra-
nesi. Tvo leiki þurfti til að knýja
fram úrslit, fyrri leiknum lauk með
1-1 jafntefli en ÍBA sigraði svo 8-2
í síðari leiknum. Tveir leikmenn
ÍBA hafa orðið mai-kakóngar í 1.
deild; Kári Ámason árið 1968 og
Hermann Gunnarsson órið 1970.
Kári skoraði 8 mörk og Hermann
14.
• og hann hefur nú tekið aftur við lið-
inu. Við bindum miklar vonir við störf
hans.
„Leikum alltaf fyrst við meistar-
ana og sigrum þá“
- Nú eigið þið að leika gegn íslands-
•Árni Stefánsson, hinn harðskeytti
varnarmaður Þórs.
meisturum Fram í ykkar fyrsta leik í
íslandsmótinu í Reykjavík. Hvemig
leggst sú viðureign í þig?
„Þessi leikur leggst ákaflega vel í
mig. Ég vil minna á mjög athyglis-
verða þróun. Þetta er þriðja árið í röð
sem við mætum íslandsmeisturunum
í fyrsta leik okkar á útivelli. Árið 1985
unnum við Skagamenn, Valsmenn
sigruðum við í fyrra og Framara ætl-
um við að leggja að velli í fyrsta
leiknum á komandi íslandsmóti."
- Hver verður helsti veikleiki Þórs-
liðsins i sumar?
„Ég á helst von á því að ef um ein-
hvern veikleika verður að ræða þá
verði það varðandi markaskorunina.
En annars vil ég segja að Þórsliðið
er mjög jafnt og í því er fjöldi leik-
manna sem leikið hefur saman í
áraraðir og það verður örugglega
mesti styrkur okkar í komandi baráttu
íslandsmótsins."
Árni spáir Val íslandsmeistara-
titji
I lokin, Árni. Hvaða lið verða í topp-
og botnbaráttu og kannski meira í
gamni en alvöru, hver verður lokaröð
liðanna?
„Þetta er erfið spuming. Þó tel ég
að Valur, Fram, KR og vonandi Þór
verði í toppbaráttunni en á botninum
verða FH og Víðir. Lokaröðin gæti
orðið þessi:
1. Valur
2. Þór
3. KR
4. Fram
5. ÍA
6. Keflavík
7. KA
8. Völsungur
9. Víðir
10. FH
■ fer en brír bætast við i
Líklegt verður að telja að lið
Þórs verði nokkuð framarlega í 1.
deildinni í sumar enda margir
snjallir leikmenn í liðinu sem lengi
hafa leikið saman og þekkja vel
hver annan. Aðeins einn leikmað-
ur, sem lék með Þór í fyrra, hefur
horfið á braut. Það er Baldur
Guðnason en hann fluttist suður
vegna náms og leikur með FH í
sumar.
• Þrír nýir leikmenn leika með
Þór í sumar. Guðmundur Valur *
Sigurðsson er nýr leikmaður hjá I
Þór en hann lék með Breiðabliki
í fyrra. Þar er á ferð skemmtilegur |
leikmaður sem ætti að styrkja .
Þórsliðið. Þá hefur Ómar Guð- |
mundsson markvörður gengið í ■
Þór á ný en hann lék með KS í ■
fyrra en þar áður með Þór. Þriðji I
nýi leikmaðurinn er Gísli Bjama- *
sonsemlékáðurmeðAftureldingu |
og Víkingi í Reykjavík. _
• Þórsarar hafa æft gífuriega vel síðan í febrúar, að sögn Arna Stefánssonar. Þessi mynd var tekin af leikmönnum Þórs sem mættir voru á æfingu á Akureyri í vikunni.
DV-mynd Jón G. Hauksson, Akureyri
’
qmt mm §§P* (wW lÉmmM JBL m