Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 25. APRIL 1987.
IIX'
ViftriNG
RENTACAR
LUXEMBOURG
Bjóðum aðeins
fyrsta flokks bíla,
alla með útvarpi.
Hafið samband við
næstu ferðaskrifstofu,
verslið við landann.
Nýtt símanúmer í LUX: 90-352436888.
Utboð
Alftafjörður 1987
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk. Lengd vegarkafla samtals 7,9 km,
fylling 900 m3 og neðra burðarlag 9.500 m3.
Verki skal lokið 1. júlí 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 27. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 11. maí 1987.
Vegamálastjóri
V
Útboð
Slitlög og yfirlagnir
á Suðurlandi 1987
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk. Klæðing 81.000 ferm. yfirlögn
55.000 ferm. og hjólfarafylling 31.000 ferm.
Verki skal lokið fyrir 1. september 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 27. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 11. maí 1987.
Vegamálastjóri
Menntaskólinn á Egilsstöðum
Tilboð óskast í að steypa upp og fullgera 1. áfanga
skólahúss ME, auk frágangs á lóð næst húsinu. Hú-
sið er ein hæð og kjallari, gólfflatarmál um 950 m2.
Verkinu skal skilað í tvennu lagi, efri hæð skal full-
gerð fyrir 1. sept. 1988 en öllu verkinu lokið fyrir 1.
sept. 1989.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, Reykjavík, gegn 5000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19.
maí 1987 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISENS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 _
REYKJAVÍKURHÖFN
Til sölu er stálgrindarhús til niðurrifs.
Húsið er 503 m2 og 2700 m3 að stærð á einni hæð,
byggt 1957.
Húsið er byggt úr stálgrind, klætt með bárujárni að
utan og hlaðið milli súlna með holsteini.
Niðurrifi ásamt hreinsun á öllu ofan botnplötu skal
vera lokið fyrir 30. maí nk.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Reykjavíkurhafnar,
Hafnarhúsinu v/TryggvagötU, 4. hæð, á þartil gerðum
eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 14.00 mánudaginn
4. maí 1987.
Húsið sem stendur í Kleppsvík verður til sýnis dagana
29. og 30. apríl nk. milli kl. 13.00 og 15.00 báða
dagana.
Hafnarstjórinn í Reykjavík.
Ferdamál
Ferðamenn
Þau sæti, sem eru til staðar, eru þó þægilegur sess.
Ferðasíðan brá undir sig betri fætinum
og fór að líta á nýju flugstöðina og
hvað hún hefði að bjóða ferðalöngum.
Það fyrsta sem við tókum eftir var
að hljómburður er fádæma góður, svo
góður að jafnvel er hægt að skilja það
sem sagt er í hátalarakerfið og er þetta
eina flugstöðin, sem Ferðasíðan hefur
komið í, þar sem svo er. Hátalarakerf-
ið er enda engin smásmíði. 1.100-1.200
hátalarar eru um allt húsið, meira að
segja eru fjórir í tölvuherbergi þar sem
annars er aldrei nokkur maður.
Flugstöðin er annars öll hin glæsi-
legasta. Ekkert hefur verið til sparað
og er íburður með eindæmum mikill.
Þetta gerir það að verkum að um-
hverfi er allt hið vistlegasta og vel
búið að þeim sem þar bíða.
Þó em nokkur atriði sem hefðu
mátt fara betur. Þar er fyrst til að
taka að stólar em síst of margir, og
sums staðar em þeir allt of fáir svo
sem inni í „fingri", ganginum sem fólk
bíður í, er það þarf að skipta um flug,
eða hefur þurft að millilenda.
Aðstaða hefur og lítið breyst. Þann-
ig hefur fríhöfh ekkert verið stækkuð,
og ekki heldur íslenskur markaður.
Bókabúð i markaðnum er með ein-
dæmum léleg, svo til ekkert úrval
erlendra né innlendra dagblaða og
bókakostur rýr.
Enn sem komið er hefur ekki verið
sett upp nein veitingaaðstaða. Ástand-
ið nú í þeim málum er óviðunandi,
aðeins er boðið upp á einn bar, rétt
til þess að bjórþyrstir íslendingar geti
tekið forskot á sæluna. Þetta stendur
þó til bóta þar sem ljóst er að vel verð-
ur búið að þessum málum í framtíð-
inni.
Vel er staðið að afhendingu farang-
urs í flugstöðinni. Töskumar koma á
færiböndum beint fyrir framan tollinn,
og nú er öll bið úr sögunni, þær em
byrjaðar að koma áður en fyrsti far-
þeginn birtist.
Mesta bótin er þó landganga far-
þega. Gríðarlangur gangur, svonefhd-
ur „fingur", liggur frá efri hæð
stöðvarbyggingarinnar út að flug-
braut og leggja flugvélar beint upp að
honum. Síðan er lagður landgangur
beint upp að flugvélinni og ganga því
farþegar beint inn í „fingur".
Þar með er það úr sögunni að sólar-
landafarþegar horfi á vindinn rífa með
sér mexíkanahattana þeirra og þeyta
þeim um völlinn.
Þegar við áttum leið um svæðið vom
farþegar úr þremur vélum saman-
komnir í flugstöðinni, en alls taka
landgangar sex vélar. Flugstöðin var
Verðsaman-
burður á toll-
frjálsum vamingi
Schipol er ódýrastur, Leifur Ei-
ríksson kemur fast á eftir en Kastmp
er dýrastur.
Ferðamenn, sem leggja leið sína
til útlanda, hafa áhuga á verðlagi í
þeim fríhöfnum sem þeir heimsækja
á leið sinni. Schipolfhigvöllur hefur
löngum státað af því að bjóða upp á
ódýrar fríhafharvörur. Kastmpvöll-
ur í Kaupmannahöfn gumar einnig
af því að vera með ódýrar vörur. Það
sem okkur varðar einkum er hvað
þessar vörur kosta í okkar eigin flug-
stöð, Leifs Eiríkssonar. Schipolflug-
völlur var ódýrastur í samantekt
nokkurra áfengistegunda, ilmvatna
fyrir dömur og snyrtivara fyrir herra.
Leifur fylgdi fast á eftir. Af þessum
þremur völlum var Kastmp dýrast-
ur.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur
algjöra sérstöðu meðal fríhafna en
eins og allir vita er hægt að kaupa
fríhafriarvaming við komuna inn i
landið sem ekki er hægt annars stað-
ar. Þetta athuga útlendir ferðamenn
oft á tíðum ekki og em búnir að
gera innkaup áður en þeir koma
hingað til lands. Ef fríhöfnin óskar
eftir meiri viðskiptum væri tilvalið
fyrir hana að auglýsa í erlendum
ferðablöðum.
Hér á eftir fer samanburður á verði
nokkurra vömtegunda í fríhöfnum
þriggja landa: Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar, Kastmp og Schipol. Tölumar
frá Keflavík og Kaupmannahöfn em
fengnar úr Viðskipta- og tölvublað-
inu.
-A.BJ.
Kvennilmvötn
Verðsamanburður: llmvötn fýrir dömur
Ilm va tn fyrír dömur Flugstöð Leifs Eiríkssonar Schipol Amster- dam Kastrup Kaupm höfn
Les Must de cartier Edt 50 ml 1367 1596 1529
Shalimar (Guerlain) Edt. 50 ml 684 413 1038
Cloe, (Lagerfeld) Edt 95 ml 925 1012 1076
White Linen (Estée Lauder) Edp 60 ml 1046 1024 1126
Y. St. Laurent Paris, Edt 75 ml 1035 998 999
Verðsamanburður: Snyrtivörur fýrir herra
Snyrti vörur fyrír herra Flugstöð Leifs Eiríkssonar Schipol Amster- dam Kastrup Kaupm höfn
Aramis After Shave 120 ml 663 568 635
Lacoste After Shave 100 ml 663 560 624
Lacoste Deodorant Spray 150 ml 422 430 480
Koyros After Shave 100 ml 905 808 867