Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1987, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 69. og 79. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Drangahrauni 1B, Hafnarfirði, þingl. eign Hjólbarðasólunar Hafnafjarðar hf., fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á skrifstofu embættisins að Strand- götu 31, Hafnarfirði, miðvikudaginn 29. apríl 1987 kl. 13.30. ______________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Skerseyrarvegi 1, n.h„ Hafnarfirði, þingl. eign Isaks V. Jóhannssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, miðvikudaginn 29. apríl 1987 kl. 14.30. _____________________Bæjarfógetinn i Hafnafirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Köldukinn 15, Hafnarfirði, þingl. eign Daníels Björnssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á skrifstofu embættisins að Strand- götu 31, Hafnarfirði, miðvikudaginn 29. apríl 1987 kl. 13.00. ______________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 147. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Fjóluhvammi 14, Hafnarfirði, þingl. eign Kristófers Magnússonar, fer fram eftir kröfu Verzlunarbanka íslands á skrifstofu embætt- isins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 28. apríl 1987 kl. 16.15. ______________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni hænsnahúsi v. Kaldárselsveg, Hafnarfirði, tal. eign Jónu Sigurjónsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnarfirði á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 28. apríl 1987 kl. 14.45. __________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni lóð v/Krísuvíkurveg, Hafnarfirði, tal. eign Langeyrar hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 28. apríl 1987 kl. 14.00. ______________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Hjallabraut 6, 3. h.t.v„ Hafnarfirði, þingl. eign Ragnars K. Lövdal, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 27. apríl 1987 kl. 17.15. ________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Hverfisgötu 41 a, Hafnarfirði, þingl. eign Halldórs Waagfjörð og Ástu Þorvaldsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 27. apríl 1987 kl. 17.45. _________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Garðavegi 7,1. h„ Hafnarfirði, þingl. eign Kristins Óskarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Róberts Árna Hreiðarssonar á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 27. apríl 1987 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninnni Garðavegi 18, Hafnarfirði, þingl. eign Lárusar Brandssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 27. april 1987 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði 1986 og 3. og 10. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1987 á eigninni lóð v. Óseyrarbraut, olíustöð, Hafnarfirði, þingl. eign Miðfells hf„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 27. apríl 1987 kl. 14.30. _________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Óseyrarbraut 12 B, lóð, Hafnarfirði, tal. eign Víkur hf„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 27. apríl 1987 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 og 3. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Hvammabraut 4, 1. hæð nr. 102, Hafnarfirði, þingl. eign Guðmundar Pálssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudag- inn 27. apríl 1987 kl. 15.00. _____________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Hinhliðin x>v ; -5 ... • Eggert Skúlason, fréttastjóri á Tímanum, er mikill áhugamaður um stangaveiði og gerir mikið að því að veiða Kynntist konunni í Kjallaranum 9. apríl um kl. 2 eftir miðnætti - Eggert Skúlason, fréttastjóri á Tímanum, sýnir á sér hina hliðina „Eflaust er ég með vngri fréttastiórum á landinu en ég hef en^a vissu fyrir pví að eg sé sá yngsti,“ sagði Eggert Skúlason, frettastjóri á Tíman- um, er eg sló á þráðinn til hans og bað hann um að sýna lesendum DV á sér hina hliðina. Eggert er maður hress og skemmtilegur og varð hann góðfuslega við því að sitja fynr svörum. Svör hans fara hér á eftir: Fullt nafh: Eggert Skúlason. Aldur: 24 ára. Fæðingarstaður: Reykjavík. Maki: Sambýliskonan heitir Anna Guðmundsdóttir. Böm: Engin eins og er en ég er að vinna að þeim málum. Bifreið: Datsun Nissan Cherry, árgerð 1981. Starf: Fréttastjóri á Tímanum. Laun: Léleg samkvæmt samning- um.- Helsti löstur: Of áhrifagjam. Helsti kostur: Hógvær. Hefur þú einhvem tímann unnið í happdrætti eða þvílíku? Nei, aldr- ei en vonandi fer að koma að mér í þeim efnum. Uppáhaldsmatur: Þar er af mörgu að taka en helst dettur mér í hug svínabógur með frönskum kartöfl- um og rauðvínssósu ásamt ýmsu fleira meðlæti. Uppáhaldsdrykkur: Tvöfaldur romm í kók. Uppáhaldsveitingastaður: E1 Sombrero. Uppáhaldstegund tónlistar: Ég er voðalegt geldneyti á þessu sviði. Ég er einna mest fyrir létta tónlist í Eurovisionstíl. Uppáhaldshljómsveit: Engin sér- stök en ég hef haldið mikið upp á Frank Sappa og það gengi sem hann hefur haft í kringum sig á hverjum tima. Umsjón Stefán Kristjánsson Uppáhaldssöngvari: Frank Sappa. Uppáhaldsblað: Tíminn. Uppáhaldstímarit: Sportveiðiblað- ið. Uppáhaldsíþróttamaður: Tví- mælalaust Kristján Arason. Uppáhaldsstj ómmálamaður: Finnur Ingólfsson. Uppáhaldsleikari: Gísli Halldórs- son. Hann er 100% maður. Uppáhaldsrithöfundur: Indriði Úlfkson. Besta bók sem þú hefur lesið: Höf- uðpaurinn. Hvort er í meira uppáhaldi hjá þér sjónvarpið eða Stöð 2? Ég verð að játa að það er Stöð 2, það litla sem ég hef séð af henni. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Ætlar þú að kjósa sama flokk í alþingiskosningunum nú og þú kaust síðast? Já, það ætla ég að gera. Hvar kynntist þú sambýliskon- unni? í Þjóðleikhúskjallaranum 9. apríl 1985 um tvöleytið eftir mið- nætti. Mér er þetta ákaflega minnisstætt. Helstu áhugamál: Stangaveiði og skotveiði eru tvímælalaust í tveim- ur efstu sætunum. Þá koma hinar ýmsu íþróttir en þar er ég einung- is sem áhorfandi. Fallegasti kvenmaður sem þú hef- ur séð: Sambýliskonan mín er sú jafhfallegasta sem ég hef séð. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég hefði ekkert á móti því að sitja eitt siðdegi og ræða málin við Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands. Fallegasti staður á íslandi: Vík í Mýrdal, ekki spuming. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Því ætla ég að eyða í stand- setningu nýju íbúðarinnar í Grafarvogi, mála og svoleiðis. Eitthvað sérstakt sem þú stefnir. að á þessu ári: Koma mér vel fyrir í nýju íbúðinni og, ef kjörin leyfa, kaupa mér nýjan bíl. _sk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.