Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1987. dv Sandkom Steingrímur Hermannsson. Rocky Flokkarnir auglýstu hressi- lega fyrir kosningamar miklu. Einna mest bar á auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Kjörorðið var að Framsókn væri kletturinn í hafinu. Á Akureyri eru sumir farnir að kalla Steingrím Hermanns- son Rocky. Sennilega á sú nafngift þó betur við Albert Guðmundsson. Albert Guðmundsson. Fljúgandi Húnvetningar Tólf litlar einkaflugvélar komu með skipi frá Banda- ríkjunum til Islands helgina 11.-12 apríl sl., að sögn frétta- blaðsins Feykis á Sauðár- króki. Við Norðlendingar fengum okkar skammt frá þessu flugmóðurskipi því tvær vélanna fóru í Húnavatnssýsl- una en þar ríkir nú mikill flugáhugi. Steggjum fækkar Það gengur á ýmsu í hjóna- böndunum á Mývatni. Rann- sóknir á lífríki Mývatns hafa nefnilega leitt í Ijós að andar- steggjum hefur fækkað, hvorki meira né minna en um 5.500 frá árinu 1983, en þá voru þeir flestir. Miðað við lögmálið um framboð og eftir- spurn er greinilega í nógu að snúast hjá þeim steggjum sem eftir lifa við Mývatn. Bjami Hafþór tónskáld Bjarni Hafþór Helgason, sjónvarpsstjóri sjónvarps Ak- ureyrar, kom á óvart sl. sumar þegar hann vann keppnina um Reykjavíkurlagið. Nú er kappinn farinn að semja eftir pöntun. Bjarni er Húsvíkingur og þar fer einmitt landsmót Ungó fram í sumar. Bjami var beð- inn að semja landsmótslag sem hann og gerði. Hann bætti öðru við og hafði síðan sam- band við Skriðjöklana. Þeir fóra í stúdíó um miðjan mán- uðinn og tveggja laga plata lítur bráðum dagsins ljós. Snaggaralegir, Bjami og Skriðjöklamir. Gestur Einar Jónasson. Útvarp eftir kosningar Nýja útvarpsstöðin á Akur- eyri, með Gest Einar Jónasson útvarpsstjóra í fararbroddi, hefur útsendingar á næstu dögum. Til stóð að fara í loftið fyrir kosningarnar, en Póstur og sími ku hafa lánað öðrum þau tæki sem stöðin átti að fá svo ekkert varð úr kosninga- útvarpinu. Þess má geta að stöðin er búin að reisa 50 metra hátt útvarpsmastur á Vaðlaheiði. Platters í Sjallanum Engir aðrir en Platters skemmta í Sjallanum kosn- ingakvöldið. Toppmenn í faginu og komu til landsins beint frá Las Vegas. Héðan fara þeir hins vegar beint á botninn, því þeir munu halda frá Islandi til Ástralíu, þar sem þeir munu skemmta í mánuð. Kosningamar lögreglumál Þá em kosningamar búnar þannig að nú getur maður bæði farið á mannamót og les- ið blöðin aftur. Sögur ganga þó um að kosningarnar séu nú orðnar lögreglumál. Það er vegna þessara hefðbundnu pólitísku slysa sem stundum gerast í kosningum. Ljóska í Ljósbroti Utsending Stöðvar 2 barst beint hingað norður á fimmtu- dagskvöldið. Góður áfangi það. Ymsir komu fram, m.a. í þættinum Ljósbroti, en þar ræddi stjórnandi þáttarins við myndhöggvara um sýninguna hans. Skemmtileg rannsókn- armennska kom fram hjá stjórnandanum því hann sagðist lengi hafa pælt í því hvemig væri hægt að ná í listamenn eftir sýningar. Fram kom að myndhöggvar- inn væri í símaskránni. Akurhænur Allir muna eftir deilu kjúkl- ingastaðarins Crown Chicken á Akureyri og hluthafanna í Akri, félagsins sem rak Sjall- ann, áður en Ólafur Laufdal keypti staðinn. Kjúklinga- menn töldu sig hafa keypt Sjallann af Akursmönnum og um það varþráttað. Nú heyr- um við að léttar tungur á Akureyri kalli þá Crown Chicken-menn akurhænurn- ar, eftirmálaferlin. Féllí loftárás Og svona í lokin héðan frá Akureyri: Hún hljómar alltaf jafn- sérkennilega í sjónvarpinu setningin, að svo og svo marg- ir hafi fallið í loftárásum... Umsjón: Jón G. Hauksson Vorum að taka upp sendingu af varahlutum í AMC Jeep, Wagoneer, Cherokee. JEEP/WAGONEER Aft. öxlar Demparar Rúðufilt Ryklistar Rúóusleóar Ljósarofar Hliðarljos Kveikjuflýtar Luktargler í sendingunni var m.a. EAGLE/CONCORD Stýrisdemparar Númersljós Afturljósagler Luktarrammar Grlll Fjaðrir Pumpur á hlera Öxulhosur Ljósarofar o.fl. Úrval varahluta í evrópska og japanskar bif- reiðar eins og bremsuklossar, stýrisendar, spindilkúlur, kveikjuhlutir, kúplingar, bremsuljósarofar og hitarofar í vatnskassa. Sendum í póstkröfu um allt land. 0 3 7 2 7 3 41, _________________________________________________t, Ölfushreppur auglýsir Tvær stöður við Sundlaug Þorlákshafnar eru lausar til umsóknar. Skilyrði til umsóknar eru: 1. Próf í skyndihjálp. 2. 5 sundstig. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 15. maí nk. Upplýsingar hjá sundlaugarstjóra í síma 99-3807 og 99-3631. HVÍTUM STÖFUM Amerísku Formula sportdekkin með TRIO FORTJÖLD Útvegum fortjöld á hjólhýsi með stuttum fyrirvara. Vönduð, dönsk gæðavara. Höfum fyrirliggjandi hús- tjöld, margar stærðir. Sendum myndalista. 10% staðgreiðsluafsláttur á öllum tjöldum. TJALDBÚÐIR HF. Sími 44392 Frábært verð 70 SERÍA 60 SERÍA 185/70x13 verö 3.930,- 215/60x14 verö 4.835,- 195/70x13 4.050,- 235/60x14 5.245,- 195/70x14 " 4.370,- 245/60x14 5.490,- 205/70x14 " 4.680,- 235/60x15 5.835,- 215/70x14 " 4.900,- 255/60x15 6.195,- 225/70x15 255/70x15 5.310,- " 5.980,- Takmarkað magn. LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTAN Póstkröfur sendar samdægurs nmm.mm w SKEIFUNNI 5. Símar 33804 og 68-75-17. Ætlarðu að Láttu okkur >• Ivöttur og þurrkun á adeins tor. 390.- ^Ö.S^ðe^'^“'0g,ePPUI", ilrmtn .. w/fiollarvaxbÓlÚ Bói æo olfev tas \ ðin HBinasim aaaEa Klöpp - S fsh rnm m isvi uv iími 2C _ I * | | )370 ■nmn tn rsn r.i r i V/Umferðarmiðstöðina - Sími 13380 Höföabón Höfðatúni 4 - Sími 27772

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.