Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1987. Sviösljós Ölyginn sagði. . . Michael Caine hefur sínar ákveðnu skoðanir um glitborgina miklu. „Hollívúdd er sambland af heilsuræktárstöð, tómstundaheimili og vitleysinga- hæli. Og þetta er einmitt það sem mér hentar að öllu leyti," segir sá hressi leikari og er hæstánægður með heimaborgina. Annars er Michael þekktur fyrir annað en að koma ekki fyrir sig orði og komin er út bók eftir kappann þar vestra þar sem yrkisefnið er alls kyns furðuegar staðreyndir og uppákomur í veröldinni. Ritsmíð- in hefur selst grimmt til þessa og virðist ekkert lát á vinsældunum. Madonna ætti að geta orðið sér úti um ein- hverja vasapeninga með því að selja gömlu fötin sín hæstbjóð- anda. Baðfötin hénnar úr brúð- kaupsferðinni með Sean Penn seldust á uppboði í Bandaríkjun- um fyrir litlar hundrað þúsund krónur. Og það er ekki aðeins að Madonna hafi gengið í gripnum því kaupandinn gleðst einnig yfir tilhugsuninni um að sá skapstóri Penn hafi nokkuð örugglega handfjatlað flíkurnar líka þannig að verðgildið er að minnsta kosti tvöfaldað með þeirri staðreynd. Christopher Reeve er í slæmri klípu því komist hefur í hámæli að kappinn notar hár- kollu hvunndags. Sagan lak út beint frá hárkollugerðinni og mega menn þar nú eiga von á hörðum viðbrögðum frá hendi Súpermannsins eina og sanna. Ekki var um annað að ræða en að sauma hár á kappann því hetja smádrengja á öllum aldri mátti ómögulega hafa skalla I stíl við aldraða ellilífeyrisþega. Súper- mann er hvínandi reiður yfir kjaftaganginum og íhugar harka- legar hefndaraðgerðir í dæmi- gerðum Hollímyndastíl. Það er ekki gaman að vera hárkollu- meistari hátignarinnar þessa dagana. Tveimur dögum fyrir andlátið - Lee Katherine White meðal vina. Símamynd Reuter Meðal háhyminga -lífs og liðin Krabbameinssjúklingurinn Lee Kat- synda í laug með háhymingum. Þessi herine White fékk draum sinn uppfyllt- fimmtán ára stúlka fiá Norður- Karól- an tveimur dögum fyrir andlátið - að ínu lést í síðustu viku eflir heimsókn bertsdrjóla milli fingra. Karlremban Caine Fyrir tuttugu árum voru ekki margir sem trúðu á það að Michael Caine myndir nokkru sinni stillast. Hann var ímynd hins ábyrgðarlausa kvenna- manns og rann sem slíkur saman við kvikmyndapersónuna Alfie sem hann túlkaði á ógleymanlegan hátt. En þá hittí hann þá fögru Sakiru og þau skötuhjú hafa fetað saman æviveg- inn undanfarin sextán ár. Sakira er heimavinnandi húsmóðir og að sögn Michaels er það vegna þess að hann hefur efni á því að veita sér slíkan munað. Bókstaflega allir draumar hans frá æskuárunum í East End hafa ræst - fátæktin og örbrigðin að baki en milljónirnar streyma inn reglulega. En Michael er ákaflega eigingjarn þegar eiginkonan 'er annars vegar - vill helst eiga hana einn og sjálfur allan sólarhringinn. Einungis einn annar er til undir sólunni sem hann sættir sig við að hún sinni - það er hin fjórtán ára dóttir þeirra - Natasha. Hvað barnauppeldi varðar er Michael ákaflega meðvitaður um þau slæmu áhrif sem of miklir fjármuriir geta haft ef ekki varlega farið. Því er þess gætt að Natasha fái ekki óskimar uppfylltar án þess að leggja eitthvað sjálf afi mörkum. Þjónustufólk er svo ekki ofarlega á vinsældalistanum hjá kappan- um, til dæmis hefur aldrei nokkur matreiðslumaður stigið fæti sínum inn fyrir dyr heimilisins. Michael elskar að malla ofan í fjölskylduna og er að sögn eiginkonunnar sérfræðingur í gamaldags enskri matargerð. Þar er karl- inn á heimavelli ekki síður en á hvíta tjaldinu. Sambúðin hefur verið með svipuðu sniði frá upphafi og þar verða litlar breytingar á ef Michael fær að ráða. í Dolphin Redearch Centre í Tavemi- jafnaði og mun þá óskadraumur Lee er. Ösku Lee mun verða dreift á sjó þar Katherine White uppfylltur út í ystu sem kennsla háhyminga fer fram að æsar. Ungi Parísarbúinn, sem situr i þessum ægifagra BMW júníor með sigur- merki kvennalistakvenna á lofti, er ekki að fagna nýafstöðnum kosningum á fslandi. Hann er gestur á bílasýningu mikilli sem hófst í Parísarborg síðast- liðinn fimmtudag og þar var meðal annars þessi glæsikerra - sérstaklega ætluð bömum á aldrinum sjö til tólf ára. Bíllinn er eftirlíking BMW frá 1937 og kemst þessi útgáfa upp í þijátíu kílómetra hraða á klukkustund. Þessar litlu elskur þurfa að hafa eitthvað til þess að leika sér að og einkum munu víst arababömin eiga von á BMW-pakka þetta árið. Símamynd Reuter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.