Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Blaðsíða 34
46 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1987. Stjómmál Steingrímur í sigurvímu á kosninganótt: „Ætlum að ná Ninna inn næst“ Það ætlaði allt um koll að keyra á veitingastaðnum Tess í Hafnarfirði er Steingrímur Hermannsson heimsótti stuðningsmenn sína þar á fiórða tímanum kosninganóttina. Urslit í Reykjaneskjördæmi lágu þá fyrir, stór- sigur Steingríms var staðreynd: „Þetta sýnir okkur að skynsemin heíur sigrað öfgamar. Árangurinn er glæsilegur en við skulum ekki láta deigan síga því við ætlum að ná hon- um Ninna inn næst,“ sagði Steingrím- ur í stuttu ávarpi til stuðningsmanna sinna. Átti hann þar við Níels Áma Lund, ritstjóra Tímans, er skipaði þriðja sæti á lista íramsóknarmanna á Reykjanesi. Fagnaðarlátunum ætl- aði aldrei að linna. Sigurvegarinn gat sig vart hrært fyrir hamingjuóskum. Eftir að hafa kvatt stuðningsmenn sína í Hafnarfirði hélt Steingrímur aftur til samkvæmis á heimili sínu þar sem meðal annarra vom fyrmefndur Ninni og Jón Skaftason borgarfógeti ásamt fjölskyldu sinni. Jón er fyrrum þingmaður framsóknarmanna í Steingrímur Hermannsson og Jón Skaftason borgartógeti mæta á kosningagleði framsóknarmanna í Hafnarfirði. DV-mynd GVA Reykjaneskjördæmi og náði því einu sinni að fá 23,7 prósent atkvæða sem er töluvert betri árangur en Steingrím- ur náði nú. „Ég hefði ekki skipt mér af þessum kosningum nema vegna þess að ég var farinn að halda að Steingrímur væri að falla,“ sagði Jón Skaftason. Að- spurður hvers vegna . sigurganga Steingríms hefði ekki teygt sig yfir lækinn, til Reykjavíkur og jafnvel lengra, svaraði Jón: „Það skiptir miklu máli hvaða persónur em í fram- boði.“ Frú Edda Guðmundsdóttir sam- gladdist bónda sínum ásamt gestum á forsætisráðherraheimilinu í Amamesi kosninganóttina. Þegar DV spurði hana hvort hún hefði ekki frekar ósk- að þess að Steingrímur hefði fallið af þingi og fyrir bragðið orðið meira heima við svaraði hún: „Þetta er erfið spuming. Má ég ekki svara henni seinna?" -EIR Gott starf í ríkisstjóminni vegur þyngst - sagði Guðmundur G. Þórarinsson „Mér líst vel á stöðuna," sagði Guð- mundur G. Þórarinsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík og nú þingmaður, eftir að fyrstu tölur í kjördæminu vom ljósar. „Þetta er talsvert miklu betra en skoðanakann- anir bentu til. Það bendir flest til að við fáum þrjá þingmenn hér á suðvest- urhominu í staðinn fyrir einn.“ Guðmundur kom til kosningavöku Framsóknarflokksins skömmu eftir að fyrstu tölur vom birtar og var vel fagnað enda stemningin þar á bæ góð og menn að hvískra sín á milli: „Er ég orðinn varaþingmaður?" spurðu menn sessunauta sína. Guðmundur neitaði því að hafa ver- ið með „prófskrekk" þegar hann beið eftir fyrstu tölum. „Ég átti þó frekar von á að við Finnur Ingólfsson værum báðir inni,“ sagði Guðmundur. „Ég er viss um að auglýsingamar, sem við stóðum fyrir, hafa haft eitt- hvað að segja en ég held þó að störf okkar manna í ríkisstjórninni vegi þyngst. Það gerðu allir ráð fyrir að við myndum tapa, og það jafhvel vem- lega, en ég held að allir geti verið sáttir við þetta. Hér í Reykjavík hefur verið vel unn- ið og ég vil þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn fyrir vel unnin störf,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson. -GK Guðmundur G. Þórarinsson spáir i stöðuna með Finni Ingólfssyni. DV-mynd GVA Vilhjálmur Egilsson, Norðurlandi vestra: Áfall fwir flokk og þjóð „Ég taldi að við sjálfstæðismenn fengjum 20-21 þingmann og ef það hefði gengið eftir hefði ég átt góða möguleika. Þegar vel gengur velur þjóðin sér gjaman eyðslu og mgl. Þessi kosn- ingaúrslit eru mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina." Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: „Ég stefndi að því að komast inn og hélt reyndar að möguleikamir væru góðir. Þess vegna urðu þessi úrslit mér vonbrigði," sagði Vil- hjálmur Egilsson, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra. Kampakátir forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins slökuðu á eftir erfiða kosningabaráttu á kosningafagnaði i Broad- way. Gamanið fór hins vegar nokkuð aö kárna þegar tölurnar fóru að berast. DV-mynd KAE Lvtill fögnuður á kosninga- fagnaði sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn héldu kosningahá- tíð sína í veitingahúsinu Broadway. Þar hafði mikið verið vandað til. Til dæmis var risastór sjónvarpsskermur á sviðinu í Broadway þannig að fólk gæti fylgst sem best með úrslitum kosninganna. Frá upphafi var ljóst að kosningaúr- slitin yrðu sjálfetæðismönnum nokkuð erfið en menn báru sig þó mannalega framan af. Viðmælendur DV vom flestir nokkuð bjartsýnir áður en fyrstu tölur birtust og töldu að flokk- urinn ynni vamarsigur. Þegar tölur fóm hins vegar að ber- ast var greinilegt að mönnum var mjög bmgðið. Fólk gerði sér fljótt grein fyr- ir því hvert stefndi og innan tíðar fóm frambjóðendur og aðrir forystumenn flokksins að hverfa á braut. Slökkt var á skerminum stóra á svið- inu og þeir fáu sem eftir vom gerðu sitt besta til þess að skemmta sér örlít- ið eftir erfiða kosningabaráttu. -ES „Sjáiði bara gömlu refina“ „Það væri flott ef við héldum 14 mönnum," sagði spennt framsóknar- kona þegar fyrsta landsspáin birtist í sjónvarpinu. „Ég er viss um að Finnur er nærri því inni í Reykjavík," sagði flokksbróðir hennar. Framsóknarmenn héldu kosninga- vöku að Borgartúni 18 og þar var tölum ákaft fagnað og stemning góð. Það mátti heyra saumnál detta í saln- um þegar tilkynnt var að fyrstu tölur væm að koma og síðan braust út fögn- uður. Fyrstu fréttir af géngi þeirra manna í Norðurlandskjördæmi vestra þóttu lofa góðu. „Sjáiði bara gömlu refina fyrir norðan," sagði einn sá ákafasti. „Mér líst ákaflega vel á stöðuna,“ sagði Sigríður Hjartar sem skipaði þriðja sæti á lista framsóknarmanna í Reykjavík. „Það er ekki annað að sjá en að fylgisaukningin sé geysimik- il á Reykjanesi og það stefhir i góða kosningu í Reykjavík." Menn á kosningavökunni vom á einu máli um að fylgisaukninguna á suðvesturhominum mætti þakka Steingrími Hermannssyni öðrum fremur. Heldur urðu menn þó undir- furðulegir þegar spurt var um áhrif allra auglýsinganna en Sigríður Hjart- ar skar upp úr með þýðingu þeirra: „Þær hafa ekki spillt fyrir,“ sagði hún og þar með var það útrætt. Sigríður sagði að stemningin í kosn- ingabaráttunni hefði verið heldur dauf framan af en batnað stórlega þegar á leið og verið mjög góð undir lokin. „Við vorum ekki bjartsýn í byrjun en komumst fjótt að þvi að við höfðum byrinn með okkur,“ sagði Sigríður. Þegar fyrstu tölur úr Norðurlands- kjördæmi eystra komu var ljóst að Stefán Valgeirsson næði kjöri og dyggur framsóknarmaður hnippti í flokksbróður sinn og sagði: „Heyrðu, þetta hlýtur að vera kassinn af Mel- rakkasléttu sem þeir hafa talið upp úr.“ -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.