Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1987. 5 Fréttir Nýjung í útflutningi: Fryst þorskfés seld til Portúgal Allir kannast við þorskkinnar en nú kalla menn kinnar með áfastri gellu þorskfés og frysta það og selja á góðu verði til Portúgal. Þetta er nýj- ung í útflutningi sem Sjávarafurðasal- an stendur lyrir. Að sögn Kristins Kristrinssonar gengur þetta vel og verðið íyrir fésin er mjög gott. Kristinn sagði að þeir hefðu byrjað á að selja saltaðar kinnar til Portúgal íyrir tveimur árum. Nú hefðu þeir ekki getað fengið nema mjög lítið magn af söltuðum kinnum og því hefði verið farið út í útflutning á frystum þorskfésum. Við söltun rýrna kinnarnar mikið en með frystingu ekki neitt, auk þess sem mun minni vinna væri við að frysta þær en salta. Eina vandamálið sagði hann vera að fá leyfi fyrir nægu magni í Portúgal, en sala á þorskfésum er háð kvóta þar rétt eins og saltfisk- urinn. Sagðist Kristinn vonast til að leyfi fyrir meira magni fengist alveg á næs- tunni og að hægt yrði að senda farm út í júní. Búið er að flytja til Portúgal um 200 tonn í vetur. -S.dór ['v , ■ ■ Stjórnarmyndun, vorveður og fleira vinsælt í samtimanum verður að ræða og þá kemur sér vel að hvíla lúin bein rétt á meðan. DV-mynd GVA Islensk rauðamöl notuð í bandaríska skrúðgarða Fyrirtækið Vikurvörur hefur verið að selja nokkuð af íslenskri rauðamöl til Bandaríkjanna þar sem hún er not- uð til skrauts í görðum og einnig í gasgrill. Sagði Kristján Dan hjá Vikurvörum að vel væri hægt að selja rauðamölina en dollarinn væri svo óhagstæður um þessar mundir að þessi viðskipti væru ekki ábatasöm sem stæði. Þá selja Vikurvörur umtalsvert magn af vikri bæði til Bandaríkjanna og Evrópu. Sagði Kristján að i fyrra hefði vikurútfiutningur ekki verið jaftimikill og stundum áður en nú væri salan mjög vaxandi og stefndi í metár. Vikurinn, sem fluttur er út, er notað- ur sem byggingarefhi og er hann tekinn úr Hekluhrauni. -S.dór Viðtalið Hafsteinn Vilhelmsson. DV-mynd Brynjar Gauti Hafsteinn Vilhelmsson útvarpsstjóri Stjörnunnar: Með karla- kór til Kína „Starfið er fólgið í daglegum rekstri og stjómun, starfsmanna- haldi og fjármálum og ég hef í raun yfirumsjón með allri starfsemi Stjörnunnar og tek þai’ með endan- legar ákvarðanir um allt sem lýtur að stjóm fyrirtækisins," sagði Haf- steinn Vilhelmsson, útvarpsstjóri nýju útvarpsstöðvarinnar, Stjöm- unnar, í samtali við DV. Svo sem kunnugt er af fréttum er stefnt að því að Stjaman heíji út- sendingar um mánaðamótin og verður hlustunarsvæði hennar sam- bærilegt við Bylgjuna. Hafsteinn starfaði áður hjá Út- flutningsráði íslands. „Ég var síðast forstöðumaður kynningardeildar Útflutningsráðs. en lengst af var ég hótelstjóri Hótel Esju og einnig rak ég fyrirtækið DHL hraðflutninga hér á íslandi," sagði Hafsteinn. „Það má segja að þetta starf sé um margt ólíkt starfi mínu hjá Útflutn- ingsráði en þar sá ég um öll kvnning- armál fyrirtækisins og samband vio fjölmiðla. Það má segja að fjölmiðl- amir hafi lengi kitlað mig þó ekki byggist ég við því að það mvndi fara þannig að ég hæfi störf við einn." sagði Hafsteinn. Hafsteinn er kvæntur Helgu Unni Georgsdóttur og eiga þau fjögur börn. Aðspurður um áhugamál sagði Hafsteinn að hann hefði mikinn áhuga á ferðalögum. „Það má segja að ég hafi mestan áhuga á ferðamál- um og viðskiptum þótt ég hafi kannski ferðast fullmikið í mínu starfi undanfarið. Annars er ég lítill tómstundamaður að öðm levti en því að ég hef gaman af söng. Ég söng lengi með Karlakór Reykjavík- ur og fór með kómum víða. meðal annars til Kína. Það má segja að hljómlistin sé mitt helsta áhuga- mál.“ sagði Hafsteinn Vilhelmsson. -ój Komin er á myndbandamarkaöinn ný, þrælspennandi mynd meö toppleikurum: Nazi Hunter (The Beate Klarsfeld Story) Hver vill ekki vita hver var orsökin fyrir því að slátrarinn frá Lyon, Klaus Barbi, yfir- maöur Gestapó í Lyon í Frakklandi í stríðinu, kom fyrir rétt 11. maí 1987 ákaérð- ur fyrir glæpi gegn mannkyninu? Farrah Fawcett fer á kostum í þessari mynd. Tom Conti (Heavenly Pursuits) Geraldine Page leika einnig í myndinni. Mynd sem allir veröa aö sjá. Mynd sem fer beint á vídeó. Vídeóleigur athugið að þessi mynd fer ekki inn á myndbanda- leigur kvikmyndahúsanna. Pantanir í síma 91-67-16-13 P. Olafsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.