Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 21. MAI 1987.
17
„Sandinistar leitast ekki viö að byggja upp kerfi aö sovéskri fyrirmynd, einfaldlega vegna þess að þeir eru
raunsæismenn."
Nicaragua
í brennidepli
Það fer ekki mikið fyrir Nicaragua
á landakortinu: 148 þús. km2 og tæp-
lega þrjár milljónir íbúa. Þetta litla
land hefur tekið sinn skerf af heims-
fréttunum upp á síðkastið. En hvað
dettur mönnum fyrst í hug þegar
Nicaragua ber á góma? Stríð, ófrelsi,
alræðisstjóm, mannréttindabrot og
almenn kúgun.
Þetta eru áherslumar sem §öl-
miðlamir hafa skilað okkur á
undanfömum árum. En em þær rétt-
ar og hverjir ákveða þær?
Það virðist vera undir hælinn lagt
hvort upplýsingar komast til skila
um ástandið í landinu. Reyndar
skortir ekki litaðar og hlutdrægar
frásagnir. Oft em það bandarískir
fjölmiðlar sem matreiða fréttimar
ofan í okkur, gjaman í tengslum við
stórorðar yfirlýsingar Bandarikja-
forseta eða skoðanabræðra hans.
Reagan lýsir því t.d. yfir einn daginn
að í Nicaragua ríki kommúnískt al-
ræði, mannréttindabrot séu daglegt
brauð og að koma þurfi í veg fyrir
að Sovétríkin nái fótfestu á megin-
landi Ameríku. Sama kvöld birtist
svo útdráttur úr ræðunni í sjón-
varps- eða útvarpsfréttum, oftast
nær án þess að hlutimir séu settir í
víðara samhengi.
Óhlutdrægar fréttir eiga erfitt
uppdráttar
Óhlutdrægar fréttir af ástandi
mála í Nicaragua eiga hins vegar
erfitt uppdráttar. Ekkert er auðveld-
ara en að klína áróðursstimpli á
hlutlægan fréttaflutning af þeirri
einföldu ástæðu að hlutlaus lýsing á
v ástandinu, eins og það er, fellur ekki
inn í þá einföldu heimsmynd sem er
samofin fréttaskeytum.
Hvemig fer t.d. sú staðreynd að í
Nicaragua em um 60% atvinnu-
tækja í einkaeign og um 2/3 hlutar
jarðnæðis saman við einbeittar yfir-
lýsingar Reagans um kommúnískt
alræði? Miklu fremur er þetta stað-
festing á yfirlýsingum sandinista um
að þeir stefrii að blönduðu hagkerfi.
Nicaragua á í stríði við contra-
sveitimar svokölluðu, sveitir sem
efldust og styrktust fyrir atbeina
bandarískra erindreka. Hvemig má
þá vera að bandarískir ríkisborgar-
ar, jafiit og aðrir, geta ferðast um
landið að vild, ef undan em skilin
mestu átakasvæðin? Lýsir þetta lok-
uðu og ósveigjanlegu stjómkerfi?
Mergminn málsins er sá að í Nic-
aragua er reynt að byggja upp
þjóðfélagskerfi sem hæfir aðstæðum
þar í landi. Hálfrar aldar einræði
Kjallariim
Einar Hjörleifsson
sálfræðingur
reyndist vægast sagt illa og skildi
við landið í sárum sem eitt af fátæk-
ustu ríkjum álfunnar.
Sandinistar leitast ekki við að
byggja upp kerfi að sovéskri fyrir-
mynd, einfaldlega vegna þess að þeir
em raunsæismenn. Þeir stefna að
blönduðu hagkerfi, fjölflokkakerfi,
almennri menntun og góðri heil-
brigðisþjónustu. Auk þess vilja þeir
sem best samskipti við ríki í ölhun
heimshlutum en ekki binda sig við
ákveðnar valdablokkir.
Upp á síðkastið hefur oíurlítið rof-
að til í fréttaflutningnum hvað
varðar Nicaragua. Reyndar em það
enn bandarísk innanríkismál sem
oftast gefa tilefrii til umfjöllunar um
málefni íbúanna. Nokkum veginn
óhlutdrægar frásagnir af ástandinu
í landinu færast þó heldur í vöxt.
Sennilega hefur eitthvað dregið úr
trúverðugleika Reagans og hans
sálufélaga eftir alla umræðuna um
vopnasmyglið til Irans og ólöglegan
stuðning við contrasveitirnar.
Ráðstefna um ástandið í
Nicaragua
Laugardaginn 23. maí vei-ður hald-
in ráðstefna um ástandið í Nic-
aragua, að frumkvæði Mið-Amer-
íku-nefndarinnar og með þátttöku
fjölmargra samtaka, svo sem stjóm-
málaflokka, verkalýðssamtaka,
námsmannasamtaka og friðarhreyf-
inga. Ráðstefnunni er ætlað tvíþætt
hlutverk: annars vegar að veita upp-
lýsingar um ástandið í landinu, hins
vegar að ræða hvernig við Islending-
ar getum stutt við bakið á smáþjóð
sem berst harðri baráttu fyrir sjálf-
stæði sínu og sjálfsákvörðunarrétti.
Á ráðstefhunni verður ýmiss konar
fræðsluefhi, kvikmyndasýningar og
pallborðsumræður. Sagt verður frá
aðstoð annarra Norðurlanda við
Nicaragua. Sá stuðningur er af ýms-
um toga spunninn. Þróunarstofhan-
ir á Norðurlöndum veita fé til
byggingar skóla og heilsugæslu-
stöðva, verkalýðssamtök styðja
systursamtök sin í landinu. verka-
menn gefa andvirði daglauna sinna
í ákveðin verkefni og áffarn mætti
telja.
Við íslendingar emm langt á eftir
grönniun okkar í þessum efnum.
Stuðningur við Nicaragua hefur
enginn verið, þótt ýmis upplögð
verkefni séu fyrir hendi.
Ef til vill væri fyrsta skrefið að
senda sendinefnd til landsins - sendi-
nefnd, skipaða fulltrúimi sem flestra
stjórnmálaafla, verkalýðsfélaga og
almannasamtaka. í framhaldi af því
mætti skipuleggja þróunaraðstoð
við Nicaragua - aðstoð sem byggist
á þjóðfélagslegum forsendum okkar
íslendinga. T.d. mætti nefna aðstóð
við uppþyggingu fiskiskipaflotans á
Atlantshafsströndinni og vinnslu
sjávarafurða og sérfræðilega ráðgjöf
í jarðhitamálum.
Mest er um vert að við sitjum ekki
hjá meðan nágrannaþjóðimar leggja
sitt af mörkum til þess að ein smá-
þjóðin enn verði ekki valdahags-
munum stórveldis að bráð.
Einar Hjörleifsson
„Óhlutdrægar fréttir af ástandi mála í
Nicaragua eiga hins vegar erfitt upp-
dráttar. Ekkert er auðveldara en að klína
áróðursstimpli á hlutlægan fréttaflutn-
ing.“
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á hluta fasteignarinnar Miðtúni 4, Tálknafirði, merkt 11-B,
þingl. eign Halldórs Magnússonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands-
banka Islands, Gunnars Sæmundssonar hrl., Ævars Guðmundssonar hdl.
og Guðríðar Guðmundsdóttur hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 25. maí
1987 kl. 16.00.
________________________Sýslumaður Barðastrandarsýslu
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
Lausar stöður
við framhaldsskóla:
Við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi,kennara-
stöður í íslensku, ensku, eðlisfræði, stærðfræðigrein-
um, tölvufræði. Einnig hlutastarf í félagsfræði, líffræði,
heilsugæslugreinum, lögfræði, matreiðslu og tón-
mennt.
Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, kennara-
stöður í ensku, dönsku, líffræði, efnafræði, eðlisfræði,
verslunargreinum, rafmagnsfræði, málmsmíði, sér-
greinum vélstjórnarbrautar, þýsku, stærðfræði og
félagsfræði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík fyrir 5. júní næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið.
NÝJA WE 65 HÁÞEYTIVINDUÞVOTTAVÉLIN FRÁ:
[M Electrolux Wascator
Gullió
tækifærí
fyrir þvottahús, fyrirtæki, fjölbýlishús
og minni stofnanir
Ein aðalnýjungin í WE 65 vélinni er mótorinn sem nú er staðsett-
ur ofan við tromluna, þetta dregur ekki einungis úr skemmdum
•tyegna vatnsleka, heldur auðveldar ofanverð staösetning allt við-
hald. Örfá handtök til að komast að mótornum - Þessi nýji
mótor er ekki hefðbundinn DC mótor heldur með tannhjóla-
skiptingu sem einfaldar allt viðhald og hefur einnig í för með sér
átakaminni skiptirigu á hraöa, sem þýðir að hleðslan jafnar sig
sjálf í tromlunni og háþeytivinda verður hljóðlaus og allt að því
án titrings.
WE 65 er fáanleg í gulu, bláu og drapplituð.
_________________A. KARLSSOH MF._____________________
HEILDVERSLUN-SIMI: 27444-PÓSTHÓLF: 167-BRAUTARHOLT 28-REYKJAVÍK