Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Blaðsíða 40
&
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
. hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - ÁskriW - Dreifing: Sími 27022
Lengingaraðgerðin tókst vel:
Engir dvergar
lengdir í bráð
Lengingaraðgerðin, sem gerð var
á fæti unglingsstúlku á Borgarspít-
alanum á þriðjudaginn, gekk vel.
Að sögn Gunnars Þórs Jónssonar
yfirlæknis verður nú haldið áfram
slíkum aðgerðum með lengingar-
tækjunum er Lionsklúbburinn Þór
færði Borgarspítalanum að gjöf fyrir
skömmu.
„Það eru einhveijir tugir manna
sem bíða eftir að komast í svona
aðgerð og nú tökum við þá einn af
öðrum, hægt og sígandi," sagði
Gunnar Þór í samtali við DV.
Aðspurður hvort búast mætti við
að farið yrði að lengja smávaxið fólk
og dverga á Borgarspítalanum svar-
aði Gunnar Þór: „Ekki næstu 2-3
árin. En það er ekki loku fyrir það
skotið að slíkt verði gert seinna."
-EIR
Hvalkjótið í Hamborg:
Niðurstaða í
þessari viku?
„Ég er farinn að líta þetta bjartari
augum. Ég hef talað okkar máli hér
og mér líður eins og lögmanni sem
hefúr lokið sínum málflutningi og
. lagt málið í dóm,“ sagði Páll Ásgeir
Tryggvason, sendiherra í V-Þýska-
landi, í samtali við DV þegar hann
var spurður um stöðu hvalamálanna
svokölluðu, en svo sem kunnugt er
var farmur af íslensku hvalkjöti
kyrrsettur í Hamborg fyrir nokkrum
vikum.
Páll Ásgeir kvaðst jafnvel búast
við niðurstöðu í málinu í þessari
viku, „en ég get ekkert sagt um það
ákveðið. Ef yfirlýsing íslenska
menntamálaráðuneytisiris um þenn-
an farm er rétt að mati v-þýskra
stjórnvalda er grundvöllurinn fall-
inn undan þeirra málflutningi,"
sagði Páll Ásgeir.
Þá sagði Páll Ásgeir að sá laga-
grunnur sem kyrrsetningin er reist
r á hefði verið settur 1. janúar síðast-
liðinn og væri þetta í fyrsta sinn sem
á þessi ákvæði reyndi. Því virtist það
vefjast fyrir mönnum ytra að túlka
framkvæmd þessara ákvæða, enda
myndi sú túlkun hafa fordæmisgildi
í framtíðinni. -ój
LOKI
Borgaraflokkurinn er
eiginlega frekar knatt-
spyrnufélag en
stjórnmálaflokkur!
Víðræður Sjálfstæðis
flokks Alþýðuflokks og
Kvennalista
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sj ál fstæðisflokksins, hugðist ganga
á fund forseta íslands fyrir hádegi í
dag til að skýra frá niðurstöðum
þingflokksfundar Sjálfstæðisflokks-
ins í morgun. Fyrr vildi hann ekki
skýra DV frá niðurstöðu fundarins.
Samkvæmt heimildum blaðsins
samþykkti þingflokkurinn að hefja
viðræður Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Kvennalista um myndun
ríkisstjómar.
Kristín Halldórsdóttir alþingis-
maður sagði í morgun að Kvenna-
listinn væri tilbúinn í stjómarmynd-
imarviðraaður þessara flokka ef boð
um slíkt kæmi.
„Við eygjum möguleika á að koma
okkar málum fram í því mynstri sem
nú er til umræðu," sagði Kristín.
„Mér finnst forsendur vera þær að
það sé alfarið reynandi til hlítar,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins, um sam-
starf þessara þriggja flokka.
Kvennalistakonur funduðu með
sjálfstæðismönnumí gærkvöldi. Þær
áttu fúndi með alþýðuflokksmönn-
um í gær og fyrradag. í gær ræddu
þær einnig við foiystumenn Frara-
sóknarflokks og Alþýðubandalags.
„Þegar það lá í loftinu að næsta
skrefyrði alvöru stjómarmyndunar-
viðræður og líkindi til þess að við
yrðum beðnar um að hefja viðræður
við Alþýðuflokk og Sjálfetæðisflokk
vildum við kanna hver áhugi er hjá
öðrum gagnvart þeim- málum sem
við teljum ófrávíkjanleg,“ sagði
Kristín Halldórsdóttir. -KMU/ES
4
Breskir berserkir
Þeir Albert Guðmundsson og Þorsteinn Pálsson hittust í gær og ræddu hvort stjórnarsamstarf milli (lokka
þeirra, undir forystu Þorsteins, væri liklegt á þessu stigi. Ekki reyndist svo vera og var fundur þeirra stuttur.
í baksýn sést Júlíus Sólnes sem kom ásamt Albert til fundarins. DV-mynd GVA
Þrír breskir sjómenn vom hand-
teknir um miðnætti sl. nótt er þeir
höfðu látið ófriðsamelga á veitinga-
húsinu Gaukur á Stöng. Upphaf I
ólátanna var að Bretamir vom ekki
sáttir við að mega ekki hafa með sér
áfengi inn í húsið. Sættu þeir sig ekki
við þessar reglur, heldur réðust á
starfsfólk veitingahússins. Átökin bár-
ust fram í eldhús. í átökunum brotn-
uðu um eitt hundrað glös, kaflikanna
og fleira. Einn Bretanna greip til hnífs
og hótaði öllum nærstöddum lífláti.
I þann mund bar að fjölmenna sveit
lögreglumanna og tókst þeim að hand-
sama Bretana. Einn sjómannanna var
fluttur á slysadeild, en meiðsli hans
vom ekki mikil, þannig að hann gisti
fangageymslur lögreglunnar líkt og
félagar hans. Einnig var einn íslend-
ingur handtekinn í átökunum, en
hann hafði gengið í lið með Bretunum.
Bretamir em skipverjar á breska
skipinu m/s Northem Horrizon sem
liggur í Reykjavíkurhöfn. Umboðs-
fyrirtæki skipsins hér á landi, Göltur
h/f, hefur samið við eigendur Gauks á
Stöng um skaðabætur og hafa Bret-
amir nú verið leystir úr varðhaldi.
Albert og Þorsteinn hittast
- árangurslítill fundur
Fraeðslustjóramálið
Ólafur líklegri
Jón G. Hanlœsan, Aknieyii
Þorsteinn Pálsson og Albert Guð-
mundsson hittust í gær til könnun-
arviðræðna vegna hugsanlegrar
stjómarmyndunar. Auk þeirra vom
á fundinum Friðrik Sophusson frá
Sjálfstæðisflokki og Júlíus Sólnes
frá Borgaraflokki.
Fundur þeirra í gær var stuttur
og var þar rætt m.a. um breytta af-
stöðu Borgaraflokksins gagnvart
stjómarsamstarfi. Að loknum fund-
inum var ljóst að hann hafði engu
breytt og formlegar stjómarmynd-
unarviðræður þessara flokka em
ekki inni í myndinni á þessu stigi.
-ES
Veðrið á movgun:
Fremur
hæg
vestlægátt
á landinu
ijfc
Á morgun, föstudag, verður
fremur hæg vestlæg átt á landinu.
Dálítil þokusúld við vesturströnd-
ina en léttskýjað annars staðar.
Hiti verður á bilinu 8-20 stig.
Búist er við að Ólafúr Guðmunds-
son, skólastjóri Egilsstaðaskóla, verði
ráðinn fræðslustjóri í Norðurlandsum-
dæmi eystra. Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra mun skv. heim-
ildum DV ráða í stöðuna ii
nokkurra daga. Ekki náðist í Sverri í
morgun þar sem hann var á þing-
flokksfundi Sjálfstæðisflokksins.
Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslu-
stjóri Norðurlands vestra, sótti auk
Sturlu og Ólafs um embættið.
Fræðsluráðið mælir með Sturlu í emb-
ættið en Sverrir hefur margítrekað að
ekki komi til greina að ráða hann aft-
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
Dóni handsamaður
í gærkvöld handtók lögreglan mann
sem hafði skömmu áður hafði haft í
frammi ósiðsamlegt athæfi við böm í
vesturbæ. Bömin vom að leik við
nýbyggingu á homi Sólvallagötu og
Framnesvegar þegar þangað kom
maður akandi, vatt sér úr bíl sínum
og hóf að sýna bömunum dónaskap.
Sjónarvottar að framferði mannsins
þekktu bíl hans og gáfú lögreglunni
lýsingu bæði á manni og bíl. Lögreglan
fann manninn skömmu síðar og var
hann fluttur til rannsóknarlögreglu.
Þar var hann í yfirheyrslum í nótt.
4
4
4
4