Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1987. Utlönd Bandariskir sjóliðar með kistu félaga síns sem fórst í árásinni á freigatuna Stark. - Símamynd Reuter Flóttaböm send ein til Svíþjóðar Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Ný tegund flóttafólks hefur í síauknum mæli komið til Svíþjóðar 'í vor. Er þar um að ræða börn sem koma einsömul, það er án fylgdar foreldra, ættingja eða annarra. Svo mikil brögð hafa verið að þessu að sænska flóttamannastofnunin hefur séð sig tilneydda að opna sér- stakt heimili fyrir þessi börn. „Það er ekki hægt að meðhöndla börnin eins og aðra flóttamenn. Þær móttökustöðvar flóttamanna sem þegar eru til staðar eru ekki hugsað- ar fyrir börn sem eru einsömul," segir Lars Göran Rasmussen, forstöðu- maður sænsku flóttamannastofnun- arinnar. Síðastliðna mánuði hafa komið einsömul á annað hundrað flótta- börn til Svíþjóðar. Yngsta barnið var fjögurra ára stúlka frá Iran. Foreldr- ar hc-nnar höfðu sett hana um borð í flugvél til Svíþjóðar og það var ekki fyrr en við komuna þangað sem uppgötvað var að stúlkan var ein- sömul. „Það eru fyrst og fremst drengir frá Iran sem hér er um að ræða. I heima- landi sínu eiga þeir á hættu að verða sendir í stríðið við Irak og þá þykir foreldrum þeirra betri kostur að senda þá úr landi.“ Að sögn Lars Göran Rasmussens hefði besti kosturinn verið að koma þessum börnum fyrir á fósturheimil- um en þar sem óljóst er hvort börnin fá að dvelja í Svíþjóð til frambúðar er erfitt að fá fósturforeldra fyrir þau. Því hefur verið gripið til þess ráðs að stofna sérstakt móttöku- heimili í Malmö með sérhæfðu starfsfólki. Hafha tilboði um eldflaugar í Asíu Svo virtist í gær sem Bandaríkja- menn hygðust hafna tilboði Sovét- manna um brottflutning meðaldrægra eldflauga frá Asíu jafnframt því að þær yrðu teknar niður í Evrópu. Tilboð Sovétríkjanna var bundið því að Bandaríkjamenn fjarlægðu kjarn- orkuvopn sín frá Japan, Kóreu og Filippseyjum. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að kjam- orkuvopn Bandaríkjamanna á Kyrrahafssvæðinu væru ekki í sama flokki og þau vopn sem viðræður standa um í Genf um þessar mundir. Flaugamar í Evrópu em meðaldræg- ar, 600 til 3000 mílur, en talsmaðurinn sagði Bandaríkin ekki hafa nein slík vopn á Kyrrahafi. Bandaríkin og Sovétríkin virðast nú nærri samkomulagi sem eyða myndi meðaldrægum kjamorkuvígbúnaði þeirra í Evrópu en jafhframt heimila hvorum aðila um sig að halda eitt hundrað kjarnaoddum. Gengið hefur verið út frá því sem vísu að Sovétmenn myndu hafa þá kjamaodda sína í Asíu en Bandaríkjamenn sína í Alaska. Vamarmálaráðherrar ríkja Atlants- hafsbandalagsins hafa hvatt til þess að stórveldin gengju til samninga um að taka niður allar meðaldrægar eld- flaugar, bæði í Evrópu og Asíu. Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi Sovét- ríkjanna, sagði í gær að því marki yrði unnt að ná, ef Bandaríkjamenn flyttu kjamavopn sín á brott frá Jap- an, Kóreu og Filippseyjum og héldu flugmóðurskipum sínum utan ákveð- inna marka, sem samið yrði um. Vangaveltur um hlutverk flotans Þingmenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér hvort nauðsyn sé á að bandaríski flotinn vemdi olíuflutn- inga Kuwaits í Persaflóa og hvort réttu skipin séu notuð til þess. Einnig hefúr sú spuming vaknað hvort Bandaríkjamenn ættu að vemda skipaferðir í samvinnu við Sovétríkin. í gær kom það fram að íraska her- þotan, sem réðist á freigátuna Stark, á sunnudaginn komst undan þegar flugmenn frá Saudi-Arabíu biðu leyfis um að fá að neyða hana til lendingar en Bandaríkjamenn höfðu farið fram ' á að það yrði gert. En þó svo að flug- mennimir hefðu fengið leyfi í tæka tíð hefðu þeir orðið að snúa við til að setja brennsluefni á vél sína. Ósprunginn kjamaoddur fannst í gær í þeim hluta freigátunnar sem varð fyrir skemmdum og var hann gerður óvirkur. Friðarboðinn Walu Liso, sem var hér er Reykjavíkurfundurinn var haldinn, hefur þegið boð Sévardnadse, utanríkisráðherra Sovétrikjanna, um að koma til Moskvu. DV-mynd BG Friðarboði til Moskvu Srorri Valssan, DV, Vín; Þeir sem fylgdust með fréttaflutn- ingi af leiðtogafundinum í nóvember síðastliðnum muna sjálfsagt eftir frið- arboðanum í hvíta kuflinum með fríðarstaf í annarri hendi og epli í hinni. Walu Liso var hann kallaður þessi 73 ára gamli Vínarbúi og er hann skráður þessu nafni í vegabréf sitt. Hann er nú á leiðinni til Sovétríkj- anna, í boði Sévardnadze utanríkis- ráðherra, og mun dvelja þar um helgina. Sévardnadze hafði séð karl- inn í Reykjavík og þegar hann sá öryggismálaráðstefnu Evrópu hér í Vínarborg í vetur bauð hann honum í heimsókn til Sovétríkjanna. Walu Liso mun auðvitað fara í hvíta kuflinum til Moskvu og hringja friðar- klukkunni á Rauða torginu á sunnu- daginn. Eftir helgina er hann væntanlegur til baka til Vínar og tek- ur þá til við götuþrammið þar sem frá var horfið. Waldheim á í vök Kanslari Austurríkis, Franz Vranitsky, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjun- um. í gær ræddi hann við Georg Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, um ferðabannið á Kurt Waldheim, forseta Austurrikis. - Símamynd Reuter Snoni Valsson, DV, Vín; Hér í Austurríki snýst þessa dagana allt um ferðabann Bandaríkjastjómar á Kurt Waldheim, forseta landsins. Búist hafði verið við að sendinefrid Bandaríkjastjómar, sem var hér fyrir helgina, myndi skýra mál sitt og kynna skjöl þau sem lögð vom til grundvallar ferðabanninu. En nefndin hafði ekki með sér nein skjöl og endurtók aðeins það sem áður hafði komið fram, að banninu væri ekki beint gegn forsetanum heldur eingöngu gegn einstaklingnum Kurt Waldheim. Var viðmótið í garð nefnd- arinnar frekar kuldalegt og tók til dæmis enginn ráðherra á móti nefnd- inni. Þá em sagnfræðingar þeir er sendir vom til Belgrad á vegum austurrísku stjómarinnar til að kanna stríðs- skjalasafn þar snúnir til baka án þess að hafa fundið þar sannanir fyrir stríðsglæpum Waldheims. Á þessu er mikið hamrað þessa dag- ana en menn virðast gleyma að samkvæmt bandarísku lögunum þurfa ekki að liggja fyrir sannanir til þess að ferðabanninu sé beitt. í gærkvöldi hélt síðan Waldheim sjónvarpsávarp þar sem hann baðst í að verjast fyrsta skipti opinberlega afsökunar á athæfi sínu og varaði við gyðingahatri á þessum erfiðu tímum. Á mögulega afsögn sína minntist hann ekkert. Viðbrögð við ræðunni hafa verið á tvennan veg. íhaldsmenn hafa lýst yfir ánægju sinni með ræðuna en aðrir stjómmálamenn, þar á meðal fulltrúar hins stjómarflokksins, sósíalista, hafa lýst yfir óánægju með ræðuna. Meðal annars sagði Jörg Hayder, formaður frjálslyndra, að opinber afsökun Wald- heims í gær vægi engan veginn upp á móti fyrri yfirlýsingum hans. En Wald- heim hefur meðal annars svarað því til að hann hafi eingöngu gert skyldu sína sem hermaður. Nú hefur utanríkisráðherrann, Alois Mock, sett fram kröfugerð í þremur liðum sem vinna á málstað Austurrík- is fylgi í öðrum Evrópulöndum. I fyrsta lagi verða send opinber mótmæli til Bandaríkjastjómar þar sem mótmælt er beitingu ferðabanns án fullnægj- andi sannana. í öðm lagi á að senda sérstakan sendimann til helstu höfuð- borga Vestur-Evrópu sem kynna á sjónarmið Austurríkis. I þriðja lagi er áætlað að kæra Bandaríkin fyrir brot á þjóðarrétti Austurríkismanna. Mikið hefur verið rætt um hvort afsögn Waldheims sé hugsanleg lausn á málinu. Lögfróðir menn hafa velt vöngum yfir því hvort afsögn sé mögu- leg og em til dæmis ekki sammála um hverjum Waldheim bæri þá að afhenda lausnarbeiðnina. Jörg Hayder, formaður frjálslyndra, hefur sagt að afeögn sé eina mögulega lausnin og að þannig sleppi austur- ríska ríkið sæmilega óskaddað út úr þessari klípu. Hann segir ennffemur að persónuleg vandræði Waldheims eigi ekki að verða til þess að Austur- ríki glati virðingu sinni á alþjóðavett- vangi. Waldheim hefur hins vegar sjálfur sagt að afsögn komi alls ekki til greina því að þannig játi hann óbeint á sig sökina. Nú er kanslari Austurríkis, Franz Vranitsky, í opmberri heimsókn í Bandaríkjunum. í gær hitti hann að máli utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, George Shultz, og ræðast þeir aftur við í dag. Eftir fundinn í gær lagði Shultz áherslu á að Waldheim væri enn bannað að koma til Banda- ríkjanna. Búist er við að þeir ræði ferðabannið einnig í dag. Síðar í ferð- inni ræðir Vranitsky við Reagan forseta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.