Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Side 3
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. 21 Sjónvarpið laugardag kl. 21.55: Eric Clapton og félagar Það má segja að góðir gítarleikarar eigi upp á pallborðið hjá sjónvarps- mönnum um þessa helgi því klukkustundarlangur þáttur verð- ur frá hljómleikum Erics Claptons og félaga sem haldnir voru í Birm- ingham í fyrrasumar. Sýndi hann og sannaði þá að hann hefur engu gleymt frá þeim tíma er hann var talinn einn besti gítarleikari heims. Á efnisskrá hljómleika hans eru meðal annars lög á borð við Layla, Sunshine of your love og fleiri góð sem hann, ásamt hljómsveit sinni, Cream, gerði fræg á sínum tíma. Eric Clapton hefur engu gleymt. Sjónvarpið laugardag kl. 22.55: Ævintýri í Austurlöndum - ný áströlsk sj ónvarpsmynd Bryan Brown, hinn frægi ástralski leikari, sem lék á móti konu sinni, Raquel Ward, í Þyrnifuglunum, fer með aðalhlutverkið í nýrri ástr- alskri sjónvarpsmynd sem sýnd verður í ríkissjónvarpinu á laugar- dagskvöld og nefnist Ævintýri í Austurlöndum. Myndin segir frá blaðamanni sem fer í leiðangur ásamt konu sinni, sem áður hafði verið söngkona í næturklúbbi i Saigon, til ónefnds Asíuríkis. Þar verður á vegi þeirra fyrrum ástmaður eiginkonunnar, vafasamur kráreigandi sem reynist þó drengur góður þegar í harð- bakkann slær. Fyrir utan Bryan Brown, sem er í hlutverki kráreigandans, eru í aðalhlutverki Helen Morse, sem leikur eiginkonuna, og John Dug- an sem leikur blaðamann. Helen Morse og Bryan Brown i Ævintýri i Austurlöndum. Sérfræðingar Stöðvar 2 i bílamálum láta ekki sitt eftir liggja á vorvertíð bílasalanna i bænum. Stöö 2 surmudag kl. 19.05: Bílamarkaðurinn kannaður Ekki er úr vegi að kynna bíla- þáttinn sem er á Stöð 2 um helgina, nánar tiltekið á sunnudagskvöld. Hann er nú endursýndur vegna fjölda áskorana og ekki síst vegna þess að þessa dagana er vorvertíð á öllum bílasölum i bænum. Sérfræðingar Stöðvar 2 kanna bílamarkaðinn. Fyrir verða teknir Peugeot 205 GTI. Einnig eru sýnd nokkur fréttaskot af nýjum athvgl- isverðum bílum, t.d Mazda 929. Daihatsu Charade og Nissan 240 RS - rallbíll. Umsjónarmenn eru Ari Arnórs- son og Sighvatur Blöndahl. Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld og Pétur Jónasson gitarleikari ræðast við i sjónvarpssal á laugardagskvöldið. Sjónvarpið laugardag kl. 21.10: Kvöldstund með Pétri Jónassyni gítarleikara Þámirinn Kvöldstund með lista-" farin ár hefur tom að mennta sig við hressilegan gítarundirleik. Af manni er enn við lýði og á laugar- í klassískum gítarleik. Margir mörgum er Pétur talinn einn besti dagskvöld mun Þorkell Sigur- muna eflaust eftir Pétri úr Kerling- klassíski gítarleikarinn hér á landi. bjömsson tónskáld ræða við Pétur arfjöllum þar sem hann fékk fólk Jónasson gítarleikara sem undan- ævinlega til að hefja upp raust sina Bylgjan surmudag kl. 21.00: Einvaldur á sunnudags- kvöldi Þorsteinn J. Vilhjálmsson sér um popp á Bvlgjunni á sunnudags- kvöldið. Hann spilar popp af öllum tegundum í þrjár klukkustundir samfleytt. „Ég reyni að koma sem víðast við," segir Þorsteinn. „Ég leita uppi það nýjasta í poppinu hverju sinni og spila í bland tónlist með flytjendum sem af einhverjum ástæðum komast ekki i sviðsljósið. Nýmetið krydda ég svo aftur með eldri tónlist. Að auki vel ég svo breiðskífu kvöldsins og spila af henni nokkur lög. Sú plata er ýmist ný eða gömul, eftir atvikum. Allt er þetta eftir mínum smekk. Ætli megi ekki með sanni segja að ég hagi mér eins og einvaldur á Bylgjunni þessa þrjá tirna," sagði Þorsteinn. Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Hann spilar tónlist að eigin vali á Bylgjunni á sunnudagskvöldum. Stöö 2 laugardag kl. 20.50: Chevy Chase í Fletch Einn vinsælasti grínleikari vestan- hafs, Chevy Chase, er í aðalhlut- verki í gamansamri spennumynd á Stöð 2 um helgina þar sem hann leikur blaðamann sem ræðst til starfa sem leigumorðingi í því skyni að verða sér úti um góðan stubb eins og sagt er meðal blaða- manna. Hann ræður sig til starfa hjá auðjöfri nokkrum sem verður skotmark hans. Chevy Chase, í hlutverki blaða- mannsins Fletcher, bregður sér í hin ýmsu gervi og flettir um leið ofan af spilltum viðskiptamönnum og eiturlyfjasölum úr röðum lög- reglunnar. Chevy Chase í hlutverki blaða- mannsins Fletcher í gamansamri spennumynd. RÚV, rás 2, surmudag kl. 23.00: Frumútgáfur gamalla laga Svavar Gests kallar ekki allt ömmu sína þvi í Rökkurtónum á sunnu- dagskvöld mun hann leita inn á áður óþekkt mið. mið sem að minnsta kosti eru ekki á allra færi að komast á. I þætti sínum ætlar hann að dusta rvkið af gömlum lögum sem voru á vinsældalistum á árunum 1937 til 1967 og leika frumútgáfur sem heyrast örsjaldan. Svavar Gests dustar rykið af göml um vinsældalistalögum. RÚV, rás 1, sunnudag kl. 16.20: Dickie stígur á Cooper Það var helst að frétta úr síðasta þætti leikritsins Dickie Dick Dick- ens að Dickie haslar sér völl í undirheimum Chicagoborgar með þvf að stíga óþyrmilega á tærnar á Jim Cooper, foringja stærsta bófa- flokks borgarinnar. Jim er á móti einkaframtaki af þessu tagi og hef- ur þegar gert ráðstafanir til að flýta fyrir hinstu ferð Dickies. Framhaldið verður á sunnudag og verður spennandi að vita hvern- ig Dicke reiðir af. Sem kunnugt er leikstýrði Flosi Ólafsson verkinu á sínum tíma og er það nú endur- flutt, mörgum til óblandinnar ánægju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.