Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Qupperneq 6
28 FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús Leikfélag Akureyrar Síðustu sýningar á Kabarett Nú fer hver að verða síðastur að panta sér far norður á Akureyri til þess að sjá söngleikinn Kabarett i leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur, sem sýndur hefur verið að undan- fömu, nær alltaf fyrir fullu húsi. Kabarett er sígildur söngleikur sem notið hefur vinsælda um víða veröld. Ennfremur hefur Lisa Min- elli í hlutverki Sally Bowels gert söngleikinn ódauðlegan í kvik- mynd sem var gerð árið 1972. Kvikmyndin sópaði þá til sín óskars- og öðrum verðlaunum. Hugmyndin að oaki verkinu er sprottin úr sögum Christophers Is- herwood og leikgerð John Van Druten sem hreifst af persónunum og hinni makalausu blöndu af von og vonleysi, ótta og gleði sem ríkir í sögunni. Höfundar tónlistar og söngtexta eru Fred Ebb og John Kander. Fjöldi leikara kemur fram í Ka- barett á Akureyri en í aðalhlut- verkum em Guðjón Pedersen, sem leikur siðameistarann, Sally Bow- els er leikin af Asu Hlín Svavars- dóttur, Einar Jón Briem leikur Clifford Bradshaw, Soffía Jakobs- dóttir leikur frk. Schneider, Rudolf Schultz er leikinn af Þráni Karls- syni, Gestur E. Jónsson leikur Ernest Ludwig og Inga Hildur Kit Kat klúbburinn í Berlín ásamt siðameistaranum (Guðjóni Pedersen) með pipuhattinn sem túlkar and- rúmsloftið og móralinn i landinu. Haraldsdóttir leikur frk. Kost. Leikmynd og búninga hannaði Karl Aspelund, hljómsveitarstjóri er Roar Kvam. Þýðingu annaðist Óskar Ingimarsson og lýsing er í höndum Ingvars Björnssonar. Sýningar á Kabarett verða í kvöld og annað kvöld klukkan 20.30. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Regnboginn Nýjasta mynd Johns Landis nefnist Þrír vinir (Three Amigos). Slær hann þar á létta strengi, enda með fræga grínara í aðalhlutverkum. Það þarf ekki að kynna Steve Martin og Chevy Chase. Þeir eru í dag meðal allra þekktustu og vin- sælustu gamanleikara vestanhafs. Þriðji vinurinn er aftur á móti Martin Short, alveg óþekktur hér- lendis en þekktur grínari vestan hafs. Þessir þrír heiðursmenn leika þrjár hetjur þöglu kvikmyndanna en eru í raun hinir mestu hrak- fallabálkar. Þegar þeir heimta launahækkun eru þeir umsvifa- laust reknir... Háskólabíó Gullni drengurinn (The Golden Child) er fyrsta mynd Eddies Murp- hys eftir stórsigurinn í The Beverly Hills Cop. Þetta er ævintýramvnd þar sem slegið er á létta strengi eins og búast má við þegar Eddie Murphy á í hlut. Meðleikari Murp- hys er Charies Dance og leikur hann barnaræningja sem rænir barni með töframátt. Samkvæmt spásögn getur aðeins einn maður fundið barnið og að sjálfsögðu er það persónan sem Eddie Murphy leikur. Bíóhúsið Bíóhúsið hefur hafið sýningar á nýjustu mynd Toms Cruise. Tom Cruise er sjálfsagt í dag meðal dáð- ustu leikara af yngri kynslóðinni. All the Right Moves er unglinga- mynd í gamansömum tón. Cruise leikur ungan mann sem langar í háskóla en hefur ekki efni á því. Þess vegna verður hann að treysta á skólastyrk og þar eru margir um hituna... Stjörnubíó Hinn þekkti leikstjóri Blake Ed- wards er kominn með enn eina mynd og nefnist hún einfaldlega Svona er lífið (That’s Life). Fjallar myndin um Harvey sem er að verða sextugur en Jack Lemmon leikur hann. Þegar afmælið nálgast renn- ur það upp fyrir honum að hann vill ekki verða gamall og tekur upp á ýmsum uppátækjum sem allir geta ekki sætt sig við. Tónabíó Tónabíó sýnir spennumyndina Fyrsti apríl (April Fool’s Day) sem fjallar um átta háskólanema sem dvelja eina helgi hjá einum þeirra. Fljótt byrja óvæntir atburðir að gerast, einn af áttmenningunum hverfur og um leið byrjar sú sem bauð að haga sér heldur betur und- arlega... Bíóborgin Morguninn eftir I hinu nýuppgerða Austurbæj- arbíói, sem hér eftir heitir Bíóborg- in, hefur verið tekin til sýningar nýjasta kvikmynd Sidneys Lumet, Morguninn eftir (The Morning Aft- er). Fjallar myndin um drykkfellda leikkonu á niðurleið sem morgun einn vaknar í ókunnri íbúð og við hliðina á henni er maður sem hefur verið myrtur. Hún veit ekki hvort hún hefur myrt hann eða ekki. I örvæntingu ílýr hún húsið en rekst á fyrrverandi lögregluþjón. Fer hún aftur á morðstaðirm, reynir að hreinsa allt sem hún kom nálægt, finnur að einhver annar er í íbúð- inni, flýr aftur út, rekst aftur á íyrrverandi lögreglumanninn, býð- ur honum heim til sín, drekkur sig fulla, vaknar timbruð morguninn eftir og þegar hún opnar klæða- skápinn dettur líkið út úr hon- um... Það er sannarlega nóg um að vera í byrjun góðs þriller frá Lum- et. Jane Fonda leikur leikkonuna og fer á kostum. Jeff Bridges leikur lögreglumanninn átakalaust að vanda. Sem sagt góð afþreying fyr- ir unnendur sakamálamynda. Kvikrnyndahús Bíóhöllin Að venju er hægt að velja úr mörgum myndum í Bíóhöllinni. I aðalsalnum er ný gamanmynd, Með tvær í takinu (Outrageous Fortune). Þar fara tvær góðar leik- konur með aðalhlutverkin, söng- konan og leikkonan Bette Midler og Shelley Long sem flestir muna eftir úr sjónvarpsþáttunum Cheer eða Staupasteinn eins og þeir nefndust á íslensku. Þá má nefna að úrvalsmyndin Koss köngurlóar- innar hefur fært sig um set og er nú í Bíóhöllinni. Mynd sem allir unnendur kvikmynda ættu að sjá. Litla hryllingsbúðin er önnur mynd sem óhætt er að mæla með. Laugarásbíó í aðalsal Laugarásbíós er sýnd þessa dagana kanadísk-frönsk verðlaunamynd, Hrun ameríska heimsveldisins. Hefur þessi mynd víðast hvað hlotið mikla athygli og var meðal annars tilnefnd til óskarsverðlauna. Þá má geta þess að Einkarannsóknin er sýnd í Laugarásbíói. Þetta er bandarísk sakamálamynd og er framleiðandi hennar Sigurjón Sighvatsson. -HK Sýningar Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74 Skólasýning Ásgrímssafns hefur verið opnuð. Sýningin er opin almenningi á opnunartíma safnsins: sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgang- ur er ókeypis. Ásmundarsafn við Sigtún Opnunartími safnsins er á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um frá kl. 14-17. Ásmundarsalur, Freyjugötu 9 Sýningin „Frakkland og Bandaríkin - nýir straumar í módernisma" stendur yfir í Ásmundarsal við Freyjugötu og verður hún til 24. maí. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Vignir Jóhannsson opnaði í gær sýningu á olíumyndum og kolateikningum, unnum á þessu ári í Nýju-Mexíkó þar sem hann er búsettur. Þetta er 9. einkasýning Vign- is en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, nema mánudaga kl. 12-18, og um helgar frá kl. 14-18. Henni lýkur 2. júní. Gallerí Borg, Austurstræti 10 Á morgun opnar Edda Jónsdóttir sýningu í Gallerí Borg, nýja sýningarsalnum, Aust- urstræti 10, á annarri hæð. Á sýningunni verða rúmlega 20 vatnslitaþrykk og æting- ar, unnar seinni hluta ársins 1986 og á þessu ári. Þetta er 8. einkasýning Eddu en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýn- ingin verður opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur 3. júní. Gallerí Gangskör v/Lækjargötu. 1. maí sl. var opnuð sýning á klippimynd- um, silkiþrykki og gvassmyndum eftir Guðrúnu Sigurðardóttur Urup listmálara. Guðrún, sem er búsett í Danmörku, hefur tekið þátt í sýningum í Danmörku en ekki sýnt hérlendis fyrr en nú. Sýningin er opin kl. 12-18 virka daga en kl. 14-18 um helgar. Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg Á morgun verður opnuð í Gallerí Svart á hvítu sýning á keramikskúlptúrum Borg- hildar Öskarsdóttur. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og lýkur henni 8. júní. Gallerí 119 v/JL húsið Þar eru til sýnis plaköt og verk eftir þekkta listamenn. Opnunartími er mánu- daga til föstudaga kl. 12-19, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Langbrók, Textíl, Bókhlöðustíg 2 Eina textílgalleríið á Iandinu. Vefnaður, tauþrykk, myndverk, fatnaður og ýmiss konar listmunir. Opið þriðjudaga til föstu- daga kl. 14-18 og laugardaga kl. 11-14. Kjarvalsstaðir við Miklatún Fimm listamenn sýna nú á Kjarvalsstöð- um. ívar Valgarðsson og Níels Hafstein sýna skúlptúra í Kjarvalssal. I austurfor- sal sýnir Ingibjörg Styrgerður Haralds- dóttir 10 veggteppi, en hún hefur sjálf litað ullina í teppunum. Þá er Gunnsteinn Gíslason myndhöggvari með sýningu á múrristum. í vestursal sýnir svo Einar Hákonarson 77 olíumálverk. Opið er dag- lega kl. 14-22 til 10. júní Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16 Á morgun kl. 14 verður opnuð norræn heimilisiðnaðarsýning í Listasafni ASÍ. Sýningin stendur til 31. maí. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4. Opið á sunnudögum kl. 14-16. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Sænski listamaðurinn Magnus Svartvall sýnir verk sín á Mokkakaffi. Norræna húsið v/Hringbraut Norski myndlistarmaðurinn Yngve Zakar- ias sýnir málverk og grafík. Nýlistasafnið, Vatnsstig 3b I dag verður opnuð í Nýlistásafninu norsk sýning sem er liður í skiptisýningaáætlun milli Islands, Svíþjóðar og Noregs. Á sýn- ingunni eru málverk, skúlptúrar, mynd- bönd, grafík, hljóðverk, gerningur, bækur og fl. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Sýningin stendur til 7. júní. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning er opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14- 16. Þjóðminjasafnið I Bogasal Þjóðminjasafns Islands stendur yfir sýningin Hvað er á seyði? Eldhúsið fram á okkar daga. Þar eru til sýnis eld- húsáhöld frá ýmsum tímum. Opið alla daga frá kl. 13.30-16. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.