Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 1
• Ófáir Vfkingar vonuöust til aö Steinar léki i þessari peysu á næsta keppnisári - en svo veröur ekki. Steinar er genginn í HK. n Steinar Birgis til liðsvið HK Steinar Birgisson, markakóngur Noregs í handknattleik, er nú geng- inn í raðir annarrar deildarliðsins HK. Ekki þarf að orðlengja um hver styrkur þetta er liðinu og verður það án efa meðal þeirra skæðustu í deild- inni á næsta keppnismisseri. „Mér líst ágætlega á að leika með HK á næsta tímabili enda er vinur minn Páll Björgvinsson þjálfari liðs- ins,“ sagði Steinar í spjalli við DV á sunnudag. „Þótt HK leiki í annarri deild mun ég taka á af alvöru, enda þekki ég ekkert annað. Markmiðið er að koma liðinu í þá fyrstu og að því verður keppt af krafti,“ sagði Steinar jafhframt. Eins og Steinar segir sjálfur í spjallinu er gamla kempan Páll Björgvinsson nú þjálfari HK. Er hann hæftir sem slíkur og jafnframt I sterkur í keppnispeýsunni. _ Páll gerði Stjömuna að bikar- meisturum nú í vor og er aldrei að ■ vita hver afrek hans verða nú þegar I hann hefúr fengið Steinar Birgisson I til liðs við sig og aðra HK-menn. ■ -JÖG I ____________________________________I íslensku pittarnir lágu fyrir Dönum - í Evrópukeppninni í Garðinum í gær Magnús Gíslason, DV, Suðumesjum; íslenska unglingalandsliðið í knatt- spymu lá fyrir Dönum, 0-2, í Evrópu- keppni unglingalandsliða á Garðsvelli í gær. Danir voru sterkari í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Strax á 9. mínútu skomðu þeir fyrsta markið í leiknum. Kim Petersen fékk knöttinn inn í miðjan vítateig og sneri á íslensku vamarmennina, sem vom illa á verði, og skoraði með góðu skoti. Á 35. mínútu komst Ámi Þór Áma- son einn inn fyrir vöm Dana og lék á markmanninn Brian Flies, sem sá þann kostinn vænstan að fella Ama, og góður norskur dómari dæmdi um- svifalaust vítaspymu. Haraldi Ingólfs- syni var falið að taka vítaspymuna en honum brást bogalistinn illilega og knötturinn fór himinhátt yfir danska markið. íslenska liðið fékk þama kjör- ið tækifæri á að jafna leikinn en því miður rann það út í sandinn. I síðari hálfleik héldu Danir upp- teknum hætti og sóttu mun meira en íslenska liðið og á 62. mínútu bættu Danir við öðm marki og var Piotr Haren þar að verki. Eftir markið kom mikið los á leik íslensku unglinganna og gott lið Dana fór sér að engu óðs- lega enda ömggur sigur í höfii. Bestu leikmenn íslenska liðsins vom þeir Valdimar Kristófersson, Ólafur Viggósson og Bjami Benediktsson. Mun meira býr i okkar liði en það sýndi í þessum leik. Það kemur tæki- færi fljótlega aftur til að gera betur ení þetta skipti. -JKS Gott gengi íslendinga í Noregi ísland féll úr keppni Islenska piltalandsliðið í hand- knattleik steinlá fyrir því norska í seinni leik þjóðanna um sæti í úrslitum heimsmeistaramótsins. Viðureignin fór fram í Frederiks- stad í Noregi og fóm leikar þannig að Norðmenn gerðu 34 mörk en íslendingar aðeins 26. Fyrri leiknum, sem fór fram hér heima, lauk með sigri íslenska liðs- ins 21-19. Það fór því svo að tveir slakir leikir liðsins í röð kostuðu sætið sem keppt var um. Ekki fór það framhjá nokkrum manni sem leit fyrri viðureign þjóðanna að íslend- ingar vom fremri um flesta þá hluti sem varða tækni í handknattleik. Ógæfan fólst hins vegar í því að piltamir kunnu ekki að nýta sér þessa yfirburði. -JÖG Gauti Grétaissan DV, Noregi; Brann, lið Bjama Sigurðssonar, gerir það gott í norska boltanum. Liðið er nú á toppi fyrstu deildarinnar ásamt aðalkeppinautunum í Bryne- bæði hafa 12 stig. Um helgina mætti Brann einmitt Bryne á útivelli og sigraði með tveim- ur mörkum gegn einu. Bjami varði mjög vel meðal annars þrumuskot sem stefhdi efet í markhomið undir leiks- lokin. Þá stóð Gunnar Gíslason sig mjög vel með Moss. Liðið er nú í 3.-4. sæti fyrstu deildar og stefnir hærra. Um helgina vann Moss Hamar Kamerat- ana 0-1 úti og lagði Gunni upp markið. Sókn Hamarsfélaga steytti á Gunnari sem rauk áfram með boltann á tánum. Sendi Gunni síðan knöttinn inn fyrir vöm HamKam og þar kom meðheiji hans aðsvífandi og skoraði- án vand- ræða. -JÖG • Loftur Ólafsson. UrslHt Heil umferð var í fyrstu deildinni um helgina. Úrslit urðu þessi; IBK-Þór.................2-0 Völsungur-ÍA............1-2 FH-Víðir................0-0 KA-Valur................0-1 Fram-KR.................1-1 Næsta umferð hefet á miðvikudag og leika þá Valur-Þór, KA-FH, ÍA-ÍBK. Á fimmtudag leika Vfðir-Fram og KR-Völsungur. Staðan 1. Valur...... 3 2 1 0 9-2 7 2. KR......... 3 2 1 0 5-1 7 3. ÍA......... 3 2 0 1 446 4. ÍBK........ 3 2 0 1 7-9 6 ö.Fram........ 3 1115-54 6. Þór........ 3 1 0 2 3-4 3 7. KA......... 3 10 2 1-23 8. Völsungur.. 3 1 0 2 4-6 3 9. Víðir...... 3 0 2 2 1-2 2 10. FH......... 3 0 2 1 0-4 1 Loftur úr leik „Ég hef átt við þrálát meiðsli að stríða í beini í sitjanda. Þessi meiðsli byrjuðu í ágúst í fyrra og hafa síðan verið að ágerast með hverjum mán- uði. Ég hef verið í meðferð hjá sjúkra- þjálfara og í dag fer ég til læknis. Þetta gæti lagast fljótlega en svo gæti eins farið að ég stæði í þessu fram eft- ir keppnistímabilinu," sagði Loftur Ólafsson, hinn sterki vamarmaður KR, í samtali við DV í gærkvöldi en þá var hann að horfa á félaga sína leika gegn Fram. Loftur hefur verið mikilvægur hlekkur í vöm KR-liðsins og er hans sárt saknað í vöminni eins og gefur að skilja enda er hann fimasterkur vamarmaður. „Það er virkilega súrt að þurfa að horfa á félaga sína leika en vonandi næ ég mér fljótlega af þess- um óþolandi meiðslum," sagði Loftur að lokum. -JKS Hvítasunnu- kappreiðar Bls 24-25 Fram-KR Bls 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.