Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 2
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987. Iþróttir _______________________dv Heppnissigur Valsmanna - Unnu KA-liðið, 0-1, norðan heiða „Ég er óánægður með að ná ekki að minnsta kosti jafntefli gegn Vals- mönnum. Leikurinn var jafh nær allan tímann og sigurinn gat fallið hvoru liðinu sem var í skaut. Hins vegar er ég ánægður með leik KA-strákanna í leiknum þó það gæfi ekki stig. Valslið- ið er erfitt viðureignar og verður eflaust í toppbaráttunni í 1. deildinni,“sagði Hörður Helgason, þjálfari KA, eftir að Valur hafði sigrað KA, 0-1, á Akureyri á laugardag í 1. deild að viðstöddum um 800 áhorfend- um. Það var talsverður heppnisstimp- ill á sigri Vals, - einkum sigurmark- inu. Knattspyma var frekar í lágmarki en barátta hins vegar mikil og það á kostnað fallegrar knattspymu. Það var norðan strekkingur þegar leikur- inn fór fram. Valur lék undan vindin- um í fyrri hálfleik og sótti þá meira. I síðari hálfleiknum snerist dæmið við. Þá vom KA-menn meira í sókn. Eina mark leiksins - sigurmark Vals - var skorað strax á elleftu mínútu. Magni Pétursson spymti af 25 metra færi á mark KA, lágskot. Haukur Bragason, markvörður KA, var kom- inn af stað í markhomið þegar knött- urinn kom við Steingrím Birgisson, vamarmann KA, breytti stefnunni svo markvörðurinn átti ekki möguleika á að veija. Fimm mín. síðar áttu Valsmenn að bæta við öðm marki. Ingvar Guð- mundsson fékk knöttinn í dauðafæri inni á markteig KA-manna en spymti hátt yfir. Þar var illa farið með gott færi sem Jón Grétar hafði skapað. Síð- an munaði ekki miklu að KA jafnaði. Tryggvi Gunnarsson átti gott skot að marki Vals á 21. mín. rétt innan vítateigs. Valsmönnum tókst að bjarga í hom á síðustu stundu og eftir hom- spymuna átti Erlingur Kristjánsson skot rétt framhjá marki Vals. Á 24. mín. átti Tryggvi hörkuskalla á mark Vals eftir sendingu Þorvalds Örlygs- sonar en Þorgrími Þráinssyni, fyrir- liða Vals, tókst naumlega að bjarga. Valsmenn áttu svo síðasta tækifærið í fyrri hálfleiknum. Hinn lánlausi Ing- var Guðmundsson komst þá í mjög gott færi eftir undirbúning Ámunda, - hitti knöttinn illa og laust skot hans fór framhjá. KAnærri aðjafna KA-menn hófu síðari hálfleikinn með miklum látum og varð strax hætta i vítateig Vals eftir homspymu Gauta Laxdal. Hinrik Þórhallsson var aðeins of seinn og KA fékk síðan innkast. Þorvaldur kastaði langt inn, Erlingur skallaði áfram til Hinriks sem var einn og óvaldaður. Hann skallaði knöttinn í þverslá. Um miðjan hálfleikinn ætl- aði Þorgrímur að gefa knöttinn aftur til Guðmundar Hreiðarssonar, mark- varðar Vals, en Jón Sveinsson komst á milli. Var aðeins til hliðar og spymti á markið. Knötturinn rúllaði framhjá báðum markstöngunum. Á 81. mín. var enn hætta við Valsmarkið en Valur Valsson bjargaði á marklínu frá Þor- valdi Örlygssyni. Spenna talsverð í lokin. Fimm mín. fyrir leikslok komst Tryggvi, hinn hávaxni miðherji KA, í-dauðafæri rétt utan markteigs. Spymti framhjá og Valur fékk síðasta tækifærið í leikn- um. Það var á lokamínútunni. Erling- ur ætlaði að gefa aftur á markvörð KA, - Ámundi komst á milli en spymti knettinum framhjá. í heild jafh leikur. Hjá KA vom Erlingur, Þorvaldur og Gauti bestir en hjá Val Magni, Jón Grétar Jóns- son, Guðni Bergsson og Þorgrímur í annars jöfrium liðum. Baldur Scheving dæmdi. Maður leiksins. Magni Pétursson, Val. ess/-hsím • Jón Grétar Jónsson, Valsmaður, i kröppum dansi í viðureign Vals og KA. Jón var ekki á skotskónum i þetta sinnið en það var hins vegar Magni Péturs- son sem er á innfelldu myndinni. Gerði hann eina mark leiksins. DV-mynd Jón G. Hauksson • Hart barist i leik Skagamanna og Völsungs. í raun lýsandi mynd af viður- eigninni sem var bæði hörð og litið fyrir augað. DV-mynd Jóhannes Sigurjónsson Schumacher til Schalke? Knstján Bemburg, DV, Belgíu; Tony Schumacher, sem rekinn var frá vestur-þýska félaginu FC Köln í vetur vegna útkomu bókar sinnar um lyfjanotkun og ýmiss konar svall, meðal annars, leitar nú logandi ljósi að nýju féíagi. Schalke 04, sem leikur eins og' kunnugt er í þýsku Bundeslig- unni, vill gjaman að hann verji mark liðsins á næsta tímabili. For- seti Schalke 04 er þess fúllviss að Schumacher myndi færa félaginu 7-8 stig á keppnistímabilinu og hefur þess vegna mikinn áhuga á að fá kappann til félagsins. Forráðmenn FC Kölnar vilja aðeins selja hann úr landi en Schumacher hefur fengið til liðs við sig mjög virtan lögfræðing, doktor Ulrich Keller, sem ætlar að reyna að hnekkja ákvörðun Kölnar og einnig vestur-þýska knattspymusambandsins. • Þess má geta að bók Schum- achers, „Anpfiff1, hefúr nú þegar selst í 225 þúsund eintökum. -JKS Skagasigur í hörðum leik - Akumesingar unnu Völsung, 1-2, á Húsavík Jóhannes Siguijónssoin, DV, Húsavflc „Ég var mjög kvíðinn fyrir þennan leik en vissi að ef við næðum að spila okkar bolta ynnum við leikinn, ein- faldlega af því að við erum með sterkara lið en Völsungur. En þetta var mjög erfiður leikur og ég er mjög ánægður að fara héðan með þrjú stig,“ sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna, eftir 1-2 sigur gegn Völsungum í 1. deild íslandsmótsins í knattspymu á Húsavík sl. laugardag. Leikurinn var harður og jafn, mikið um færi á báða bóga. Leikur ÍA var heilsteyptari en leikur heimamanna sem var sveiflukenndur. Fyrsta mark- ið kom strax á 20. mínútu. Helgi Helgason fékk knöttinn inni í vítateig Skagamanna og sendi hann út fyrir teiginn á Hörð Benónýsson sem skaut fimafostu skoti upp í bláhom marks- ins og boltinn söng í netinu - stórglæsilegt mark og þriðja mark Harðar í þremur leikjum. Skagamenn létu þetta ekki á sig fá og sóttu látlaust að marki Völsungs og Skagamenn óðu í tækifærum, sér- staklega voru þeir Valgeir, Ólafúr Þórðarson og Sveinbjöm Hákonarson aðgangsharðir við markið. En Þor- finnur Hjaltason, markvörður Völs- ungs hélt liði sínu á fíoti . „Ég taldi níu færi í fyrri hálfleik sem við hefðum getað skorað úr,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skaga- manna. Skagamenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti og þeir luku þeim fyrri. Sveinbjöm átti skot á 46. mínútu sem sleikti slána, markið lá í loftinu og það kom á 51. mínútu. Valgeir Barðason fékk boltann inn í teiginn, sneri lag- lega af sér vamarmann og skoraði með góðu skoti niðri í bláhomið, 1-1. Með þessu marki lauk stórsókn ÍA í bili og Völsungur fór að komast meira inn í leikinn. Á 54. mínútu fékk liðið tækifæri til að komast yfir þegar Jónas Hallgrímsson komst einn upp að marki en í stað þess að skjóta að marki lagði hann boltann fyrir sam- heija sem var einn fyrir opnu marki en vöm ÍA tókst að hreinsa frá marki. Skömmu síðar átti Jónas þrumuskot úr miðjum vítateig en Birkir Kristins- son, markvörður ÍA, varði meistara- lega. Töluverð harka var í leiknum og á 65. mínútu þurfti Kristján 01- geirsson, einn besti leikmaður Völs- ungs, að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Á 77. mínútu kom sigurmark Skaga- manna í leiknum. Há sending barst til Sveinbjöms um' tuttugu metra frá marki Völsungs og pilturinn var ekk- ert að tvínóna við hlutina, tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi sannkall- að fallbyssuskot upp í bláhom Völs- ungsmarksins - eitt glæsilegsta mark sem sést hefur lengi á Húsavík. Völsungur fékk tvö góð tækifæri til að jafna það sem eftir lifði leiksins. Jónas slapp einn inn fyrir vörn Skaga- manna, komst framhjá Birki mark- verði en missti jafnvægið og færið rann út í sandinn. Á síðustu mínútum leiksins komst Jónas svo aftur í gott færi en skallabolti hans fór rétt fram hjá markinu. Þess má geta að Völs- ungar léku einum færri síðustu tíu mínútumar þar sem Ómar Rafnsson meiddist og fór út af og Völsungur hafði notað báða varamenn sína. „Þetta vom held ég sanngjörn úr- slit, þeir vom einfaldlega betri. Það var náttúrlega kraftaverk að við skyldum ekki fá mark á okkur í fyrri hálfleik. Hins vegar fengum við 3-4 dauðafæri í seinni hálfleik. Það er ekki von á góðu þegar við nýtum ekki slík færi,“ sagði Bjöm Olgeirsson, fyr- irliði Völsungs. Bestu menn IA í leiknum voru þeir Ólaf- ur Þórðarson, Sveinbjöm Hákonarson og Heimir Guðjónsson en hjá Völsungi var Þorfmnur Hjaltason markvörður besti maður. Dómari leiksins var Sveinn Sveinsson og dæmdi harðan leik þokkalega þó áhorf- endur væm ekki alltaf sammála dómum hans. Gul spjöld: Birgir Skúlason, Völsungi, Sigurður Jónsson og Aðalsteinn Víglunds- son hjá Skagamönnum. Áhorfendur vom um 600. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.