Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987. 29 • Guðmundur Steinsson. „Ég er að vonum „Við unnum útileik um helgina gegn EintracktTrier, 2-3, og áttum góðan leik. Ég lék ekki með liðinu eins og í undanfömum leikjum. Ég er að vonum mjög óánægður með að fá ekki að leika. Það er svolítið skrítið því þjálfari liðsins hefúr verið ánægður með mig þeg- ar ég fæ að spila en ég er í mjög góðu formi þessa dagana,“ sagði Guðmundur Steinsson hjá Kickers Offenbach í samtali við DV í gær- kvöldi. Kickers Ofifenbach er nánast ör- uggt með að sigra í úrslitakeppn- inni í Oberligunni vestur-þýsku. Offenbach er í efsta sæti úrslita- keppninnar með 5 stig eftir þrjá leiki og Bayeruth er í öðru sæti með þrjú stig en tvö lið komast upp í atvinnumannadeildina á næsta keppnistímabili. „Ef ég kem heim eftir tímabilið þá er öruggt að ég skipti um félag og fer að leika með Fram seinni hluta íslandsmótsins," sagði Guð- mundur Steinsson að lokum. -JKS Grosswald- stadt bikar- meistari Grosswaldstadt varð um helgina vestur-þýskur bikarmeistari í handknattleik þegar liðið sigraði Pál Ólafsson og félaga hans hjá Dússeldorf 16-15 í seinni leik lið- anna. Dússeldorf sigraði í fyrri leiknum með einu marki, 22-21, en Grosswaldstadt vinnur keppnina með fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Leikurinn í gær var jafn mest- allan tímann. Eins og lokatölur gefa til kynna var sterkur vamar- leikur liðanna í fyrirrúmi. Páll Ólafsson átti þokkalegan leik með Dússeldorf-liðinu. -JKS Öruggt hjá Real Madrid Real Madrid heldur forystunni eftir. leikina sem fram fóru um helgina og allt bendir til að liðið vinni meistaratitilinn að þessu sinni. • Real Madrid lék í gær á úti- velli gegn Real Mallorca og sigraði stórt, 0-4. Aðalkeppinautamir, Barcelona, sigruðu Espanol, 2-1, og verða Börsungar að treysta á að Real Madrid tapi stigum í þeim tveimur umferðum sem eftir em í deildinni svo þeir eigi möguleika að ná Real Madrid að stigum. • Eftir 42 umferðir er Real Madrid með 63 stig, Barcelona hefur 61 stig og Espanol er með 48 stig. -JKS _____________________________Iþróttir íslandsmet á háskólamóti Bandanska haskolamotið í frjalsum íþróttum fór fram í Baton Rouge í Los Angeles um helgina. Nokkrir íslend- ingar, sem stunda æfíngar ytra samhliða námi sínu, tóku þátt í mót- inu. Árangur Ragnheiðar ðlafsdóttur bar hæst en hún bætti eigið íslands- met í 3000 metra hlaupi og lenti í öðm sæti. • Ragnheiður Ólafsdóttir hljóp 3000 metrana á tímanum 8:58.00 og lenti í öðm sæti eins og áður sagði og bætti eigið met um 12 sekúndur. Hún var fjórum og hálfri sekúndu á eftir stúlk- unni sem var í fyrsta sæti. Ragnheiður náði með tíma sínum því lágmarki sem krafist er fyrir ólympíuleikana í Seoul á næsta ári. • Sigurður Matthíasson náði sínum besta árangri með nýja spjótinu og kastaði 73,70 metra. Er hánn greini- lega í góðri æfingu þessa dagana. • Eggert Bogason kastaði kringlu 59,28 metra og hafnaði í sjötta sæti en sigurvegarinn kastaði 61 metra svo munurinn á honum og Eggerti var ekki mikill. -JKS • Ragnheiður Ólafsdóttir setti ís- landsmet. Benfica meistari Benfica varð í gær portúgalskur bikarmeistaii í knattspymu í níunda skiptið er liðið sigraði Sporting Lissabon í úrslitaleik, 2-1, með mörkum frá Diamantino, sitt í hvorum hálfleik. Marlon skoraði eina mark Sporting tíu mínútum fyrir leikslok. Á dögimum tryggði Benfica sér meistaratitilinn og vann liðið því tvöfalt í ár. -JKS ...getur varað að eilifu! VAKNAÐU MADUR! Sofandaháttur viö stýriö, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauösföllin veröa þegar skilyröi til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öörum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niðurstaða úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umferðarslysa). 5AMVINNU TRYGGINGAR -gegngáleysi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.