Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987.
Fréttir
Svik og tap við útflutaiing á ferskum fiski
„Við höfum tapað stóifé vegna
viðskipta við pappírsfyrirtæki"
„Við byrjuðum rólega, sendum lít-
ið til þeirra í upphafi. Þeir greiddu
okkur á tilsettum tíma til að byrja
með. Þegar greiðslur tóku að drag-
ast þá voru afsakanimar á þá leíð
að þeir fengju ekki greitt frá sínum
viðskiptavinum. Þetta safhaðist
fljótlega í stórar upphæðir. Tap okk-
ar er þegar orðið þijár og hálf til
fjórar milljónir. Okkur þykir verst
hvemig viðskiptavinir okkar hér
heima fara út úr þessu, þetta em
aðilar sem við höfum átt góð við-
skipti við og okkur þykir miður
hvemig þetta kemur tU með að koma
við þá,“ svo sögðu tveir ungir menn
sem hafa tapað miklum fjánnunum
við sölu á ferskum fiski til Belgíu.
Þeir félagar vUdu ekki láta nöfh
sín uppi að 8vo komnu máli, þeir
sögðust vUja segja frá þessum við-
skiptum sínum fyrst og fremst evo
aðrir geti af þeim lært. En hvemig
var upphafið að útflutningi þeirra?
„Það var fyrir um einu ári síðan að
við seldum fisk tU Bandaríkjanna
og gekk það vel þar til dollarinn
byrjaði að falla, þá stefhdi í að við
myndum tapa á þeim viðskiptum.
Við snerum okkur til belgíska sendi-
ráðsins hér og komumst þannig í
kynni við fyrirtæki í Brussel sem
heitir Nord Atlantie. Við byijuðum
að senda lítið magn í upphafi og
annar okkar fór út að heimsækja
þessa nýju viðskiptavini okkar.
Þetta leit vel út, við fengum greitt
á tilsettum tíma og heimsóknin til
þeirra virtist lofa góðu. En síðan
dundu ósköpin yfir, greiðslur hættu
að berast, bankinn hér heima stöðv-
aði fyrirgreiðslu tU okkar þannig að
segja má að þetta hafi hrunið á ein-
um degi. Við settum sjálfir í þetta
nokkur hundruð þúsund, þeim pen-
ingum höfum við nú tapað og það
stefiiir í gjaldþrot hjá okkur. Lög-
fræðingur okkar hefur sagt okkur
að það eina sem við getum gert sc
að fara til borgarfógeta og biðja um
að við verðum teknir til gjaldþrota-
skipta. Það er ekki það versta heldur
hitt hvað þeir sem seldu okkur fisk
hér heima koma til með tapa á þessu
og eins þeir aðilar sem seldu okkur
þjónustu, svo sem Amarflug.“
Annar þeirra félaga fór til Brussel
um mánaðamótin janúar og febrúar
í von um að þeir gætu fengið eitt-
hvað af lager íyrirtækisins til að
selja fyrir útistandandi skuldum en
þegar út var komið var ekkert til á
lager, framkvæmda8tjórinn hafði
ekki sést í fyrirtækinu í marga daga,
starfefólk hafði ekki fengið laun og
gerði ekki annað en að taka á móti
skömmum og rukkunum. Innkaupa-
stjóri fyrirtækisins var orðinn mjög
góður vinur þeirra félaga og gisti sá
sem fór út heima hjá honum. Það
kom skýrt fram að hvorki innkaupa-
stjórinn né aðrir starfemenn höfðu
hugmynd um að grciðslur höfðu ekki
borist til viðskiptavina. Fram-
kvæmdarstjórinn, Statis Vaselios,
hafði sagt við innkaupastjórann að
allar greiðslur væru famar til við-
skiptavina. Framkvæmdastjórinn
kom í fyrirtækið þegar sá félaganna
sem var úti var staddur þar þá rifust
innkaupastjórinn og framkvæmda-
stjórinn harkalega og lá við slags-
málum en framkvæmdastjórinn
hljóp út og kom ekki aftur. Stórt
lögfrseðifyrirtæki i Brussel sagði að
ekki svaraði kostnaði að elta eigend-
ur fyrirtækisins, þeir væm frá
Grikklandi og hefðu þá fortíð að það
myndi einungis auka á tap þeirra
félaga að kosta einhveiju til við að
elta þá uppi.
„Þegar ég var í Brussel sá ég að
þangað barst mikið af telexum þar
sem verið var að rukka fyrir fisk.
Ég man eftir að fyrirtæki sem heitir
Mowi a/s í Noregi var að rukka fyr-
ir lax og líka fyrirtæki í Danmörku,
Gerhard. Jensen, en það hafði selt
þeim blandaðan fisk. Svo var fyrir-
tæki i Indónesíu sem hafði selt þeim
krabbalæri. Það var greinilegt að
starfsmennimir höfðu ekki hug-
mynd hvemig komið var. Hlutafé
fyrirtækisins var 750 þúsund belgí-
skir frankar, en það dugir engan
veginn fyrir forgangskröfúm. Við
skiluðum fiskinum á Schiphoolflug-
völl í Amsterdam, kaupendur áttu
aðsjáum flutning á honum til Bmss-
el. Nú fáum við innheimtubréf bæði
vegna tolla þegar farið var með fisk-
inn yfir landamæri Hollands og
Belgíu og eins flutningsfyrirtækinu
sem Qutti fiskinn fyrir þá.
Við teljum að þetta fé sé okkur að
fúllu tapað, það sárt að kyngja þvi,
sérstaklega vegna þess hversu marg-
ir tapa fé hér heima," sögðu þeir
félagar að lokum.
-sme
Skattar á Vesturiandi
Soffanías hæstur
Heildarálagning á einstaklinga og lögaðila á Vesturlandi nemur að þessu sinni
um tólf hundmð og fimm milljónum og er það um 29% hækkun frá fyrra ári.
Einstaklingar og lögaðilar sem greiða hæstu gjöldin
Einstaklingar
1. Soffanías Cecilsson útgerðarmaður, Gmndarfirði, 9.270.056
2. Kristján Guðmundsson útgerðarmaður, Rifi, 2.338.384
3. Guðrún Ásmundsdóttir kaupmaður, Akranesi 1.776.911
4. Guðmundur Magnússon framkvæmdastjóri, Akranesi, 1.519.872
5. Runólfur Hallfreðsson útgerðarmaður, Akranesi, 1.472.660
Lögaðilar
1. Hvalur hf., Hvalfirði, 17.459.109
2. Olíustöðin, Hvalfirði, 13.855.797
3. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgamesi, 12.761.256
4. Rækjunes hf., Stykkishólmi, 9.647.129
5. Haraldur Böðvarsson & Co., Akranesi, 8.487.158
Skattar á Vestfjörðum
Ruth Tiyggvason
kaupmaður hæst
Heildarálagning á Vestfjörðum nemur að þessu sinni 725 milljónum króna
og er það um 22% hækkun frá fyrra ári
Ðnstaklingar og lögaðilar sem greiða hæstu gjöldin
Einstaklingar
1. Ruth Tryggvason kaupmaður, fsafirði, 2.320.814
2. Tryggvi Tryggvason framkvæmdastjóri, fsafirði, 2.039.909
3. Jón Friðgeir Einarsson forstjóri, Bolungarvík, 1.941.869
4. Ásbjöm Sveinsson lyfjafræðingur, ísafirði, 1.551.682
5. Jón Jakob Veturliðason verktaki, ísafirði, 1.251.401
Lögaðilar
1. Hrönn hf., ísafirði, 14.567.702
2. Norðurtangi hf., ísafirði, 10.673.795
3. Miðfell hf., Hnífsdal, 9.795.580
4. Frosti hfi, Súðavík, 9.350.562
5. Hraðfrystihúsið hfi, Hnífsdal, 5.182.712
Skattar á Norðuriandi vestra
Guðjón Sigtiyggson
skipstjóri hæstur
Heildarálagning í Norðurlandi vestra að þessu sinni er 684 milljónir og
er það um 22% hækkun frá fyrra ári.
Einstaklingar og lögaðilar sem greiða hæstu gjöldin
Einstaklingar
1. Guðjón Sigtryggsson skipstjóri, Skagaströnd, 1.289.468
2. Jón Dýríjörð vélvirki, Siglufirði, 1.224.035
3. Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri, Skagaströnd, 1.223.040
4. Ámi Sigurðsson skipstjóri, Skagaströnd, 1.028.405
5. Ólafur Sveinsson læknir, Sauðárkróki, 969.552
Lögaðilar
1. Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 14.080.906
2. Síldarverksmiðja ríkisins, Siglufirði, 7.207.284
3. Þormóður rammi hfi, Siglufirði, 5.723.231
4. Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, 5.458.367
5. Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga, 4.292.212
Skattar á Suðuriandi
Bragi Einarsson
forstjóri hæstur
Heildarálagning opinberra gjalda í Suðurlandi nema tæpum 992 milljónum
króna að þessu sinni.
Einstaklingar og lögaðilar sem greiða hæstu gjöldin
Einstaklingar
1. Bragi Einarsson forstjóri, Hveragerði, 1.892.543
2. Sigfús Kristinsson byggingameistari, Selfossi, 1.875.077
3. Daníel Daníelsson læknir, Selfossi, 1.805.124
Lögaðilar
1. Kaupfélag Ámesinga, Selfossi, 19.402.920
2. Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi, 9.843.546
3. Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli, 7.188.207
Skattar á Austuriandi
Jón G. Helgason skipstjóri hæstur
Heildarálagning á Austurlandi nemur um 970 milljónum að þessu sinni.
Hækkun á einstaklinga frá fyrra ári nemur 18,5% en á lögaðila nemur hækkun-
in 55,7%.
3. Kristín Guttormsdóttir læknir, Neskaupstað, 1.231.568
4. Hjálmar Jóelsson lyfsali, Egilsstöðum, 1.165.931
5. Ragnar Steinarsson tannlæknir, Egilsstöðum, 1.128.673
Einstaklingar og lögaðilar sem greiða hæstu gjöldin
Einstaklingar
1. Jón G. Helgason skipstjóri, Höfn, 2.021.254
2. Stefán Amgrímsson skipstjóri, Höfn, 1.924.559
Lögaðilar
1. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfh, 20.589.593
2. Síldarvinnslan, Neskaupstað, 13.792.534
3. Hraðfiystihús Fáskrúðsfjarðar 12.751.394
4. Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum, 11.363.579
5. Hraðfrystihús Eskifjarðar 9.501.609
kominn
til íslands
Hinn kunni bandaríski útvarpsmað-
ur Wolfinan Jack, eða Úlfamaðurinn
eins og hann kallast í íslensku, kom
til landsins í morgun. Er hann hingað
kominn á vegum Stjömunnar og er
ætlunin að hann stjómi nokkrum
þáttum á útvarpsstöðinni um helgina
og einnig mun leið hans liggja til
Vestmannaeyja á þjóðhátíð.
DV-mynd JAK
Ríkið og Landsvirkjun:
Borgin mun
bregðast við
áhættugjaldi
- segir borgarsfjóri
„Ef ríkið heldur þessu til streitu
þá munum við taka sams konar
ábyrgðir og ríkið,“ sagði Davíð
Oddsson borgarstjóri í samtali við
DV.
Þessu svaraði borgarstjóri þegar
hann var spurður að því hver yrðu
viðbrögð Reykjavíkurborgar við
hugmyndum ríkisins um að taka
áhættugjald af skuldum og lánum
Landsvirkjunar.
„Reykjavíkurborg er í jafhri
ábyrgð fyrir Landsvirkjun og ríkið
og borgin munu bregðast við því
ef ríkíð mun halda þessu til
streitu," sagði borgarstjóri. Sagði
hann að viðbrögð borgarinnar
yrðu ljós öjótlega eftir ákvörðun
ríkisins.
-ój