Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987. Fréttir FulMrðisréttardómurinm Brostnar forsendur fýrir búvörusamningnum? „Það er spuming um það hvort ekki séu brostnar forsendur fyrir búvörusamningi ríkisins og Stéttar- sambands bænda miðað við þennan dóm. Það er auðvitað pólitísk á- kvörðun en svo virðist sem Jón Baldvin sé búinn að kokgleypa alla Framsóknarmennskuna,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður og fyrrum formaður Neytendasamtakanna. Eins og fram hefur komið féll dóm- ur í fógetarétti Vestur-Húnavatns- sýslu þar sem Jóni Jónssyni, bónda á Skarfshóli, var heimilað að taka út það kjöt sem hann hafði lagt inn umffam fúilvirðisrétt sinn. Jón Magnússon sagði að ef ffamleiðend- ur búvara gætu framleitt til eigin neyslu, gjafa eða sölu umfram það sem ríkið hefði skuldbundið sig til að kaupa yrði þróunin sú að hinn almenni neytandi yrði látinn börga dýra kjötið í búðunum og haugakjö- tið. „Það þarf engan speking tii að sjá það að kjöt verður selt í stórum stíl á svörtum markaði og skatt- greiðendur greiða þannig fyrir fleiri tonn á haugana," sagði Jón Magnús- son. Hákon Sigurgrímsson, ffarn- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, sagði að sú hætta vofði yfir, ef dómurinn yxði staðfestur, að bændur færu að selja kjöt í sam- keppni við það kjötmagn sem ríkið hefði tekið ábyrgð á. „Við teljum þetta mikilvægan samning og viljum ekki stefna honum í hættu. Með honum eru bændur búnir að selja ffamleiðslu og vinnu í 4 ár ffam í tímann. Menn eins og Jón á Skarfs- hóli skilja hreinlega ekki þýðingu samningsins," sagði Hákon. Ef menn geta tekið út sína umlfam- ffamleiðslu eru þeir þá ekki verr settir sem halda sig innan kvóta? „Ef bóndi framleiðir umfram, tekur út og selur eða gefúr er hann með því að rýra hlut stéttarbræðra sinna og ganga gegn kvótanum,“ sagði Hákon Sigurgrímason, -JFJ ’3f"”gíÍÍP j Ö-2551 og Ö-2551. Volkswagenbíllinn var skráður sem ónýtur af Bifreiðaeftirlitinu 19 dögum eftir að nýskráning hafði farið fram. Eigandanum var ekki tilkynnt um að nýi bíllinn væri talinn ónýtur. Keflavík: Tveir bílar á sama skráningamúmeri í Keflavík aka tveir bílar með sama skráningamúmeri. Þetta mun vera vegna mistaka hjá Biffeiðaeftirlitinu í Keflavík. Sjöunda nóvember var skráður þar nýr Volkswagen Jetta á númerið Ö-2551 en það númer hefur verið í eign sömu fjölskyldu í fimm ár. Fyrir mistök var hinn nýi bíll skráður ónýtur hjá Biffeiðaeftirlitinu án þess að eigenda væri tilkynnt þar um. Það var gert tuttugu og sjötta nóvember, eða nítján dögum eftir að bíllinn hafði verið skráður í fyrsta sinn. Bílinn átti ekki að koma með til skoðunar fyrr en á árinu 1988 þar sem um nýjan bíl var að ræða. Annan febrúar síðastliðinn var svo bíll af gerðinni Porsche skráður á sama númer, þ.e. Ö-2551. Eigandi Volkswagen biffeiðarinnar sá sér til mikillar furðu á fimmtudag bíl með sama skráningamúmeri og sinn eigin bíl. Þegar eigandinn bar þetta undir Bifreiðaeftirlitið kom i ljós hvers lags var. DV hafði samband við Sigurð Stein- arsson hjá Biffeiðaeftirlitinu í Kefla- vík og var hann spurður hvort þetta væri rétt. „Ég svara engu um það.“ - Viltu ekki staðfesta að tveir bílar séu með skráningamúmerið Ö-2551 „Nei, ég tala ekki um það fyrr en ég er búinn að ganga frá þessu.“ - Ganga frá hverju? „Ég vil ekki tjá mig um það.“ -sme „ Vatnsskortur við slökkvistöif: Astandið víða mjóg gott að áliti Vatnsveitunnar Slökkviliðið í Reykjavík hefúr sagt að við slökkvistörf, bæði í verk- smiðju Lystadúns við Dugguvog og í verksmiðju Málningar í Kópavogi, hafi erfiðleikar við útvegun vatns tafið slökkvistörf. ÞóroddurSigurðs- son vatnsveitustjóri og Jón G. Óskarsson verkfræðingur sögðu í samtali við DV að ástand vatns- kerfis vegna brunavama væri víðast mjög gott í Reykjavík. í öllum nýrri hverfúm er ástandið gott en í eldri hverfúm er það mismunandi.eftir því hve mikið er búið að endumýja. Þeir sögðu ekki þörf á að hafa vem- legar áhyggjur af neinu ákveðnu hverfi eða svæði. í eldri hverfúm væri unnið við að endumýja að jafn- aði tæplega tvo kílómetra á ári. Þeir neituðu því að Vatnsveitan hefði ekki samráð við slökkvilið þeg- ar verið væri að hanna vatnskerfin í Reykjavík. Það væri ávallt haft samráð við slökkvilið, sérstaklega hvað varðar staðsetningu bruna- iiana. Þá væri tekið mið af vilja slökkviliðs hvað varðar nálægð við helstu bmnahættu. Vatnsveitan hef- ur fengið óskalista frá slökkviliðs- stjóra um staðsetningu á bmnahön- um og væri langt komið með að ffamfylgja listanum. Þeir sögðu hins vegar að slökkviliðið leitaði ekki til Vatnsveitu væm vandræði vegna vatnsskorts. Endumýjun á vatnslögnum í eldri hverfúm er dýr, þannig kostar hver metri 8 til 10 þúsund krónur. Vatns- veitan getur í flestum tilfellum ekki skipt um lagnir í eldri götum nema í samráði við Holræsagerð Reykja- víkur. Það er vegna þess að vatns- lagnir og hofræsi liggja venjulega það nærri að samstarf þarf að vera milli þessara stofhana. Mikið átak hefur verið gert við Laugaveg tvö síðastliðin sumur og einnig kom fram i máli þeirra Þór- odds og Jóns að skömmu áður en kviknaði í Iðnaðarmannahúsinu við Lækjargötu síðastliðið vor hefði ver- ið skipt um brunahana skammt ffá húsinu og settur stærri brunahani, líklegt er að brunahaninn hafi bjarg- að að ekki fór verr í þeim bruna. Við sjúkrahúsin í Reykjavík er ástand þessara mála gott. Þó mun á næstunni verða aukið við vatns- magn við Landspítalann. -sme Umboðsmaður Alþingis verður kjörinn í haust „Það getur sjálfsagt enginn sagt fyrir um hvenær umboðsmaðurinn verður kosinn en það þarf að gerast með fyrirvara því lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi," sagði Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis. Friðrik sagði að verið væri nú að skoða hvar umboðsmaðurinn fengi starfsaðstöðu en hann væri á vegum þingsins þó hann starfaði sjálfstætt og því væri ekki óeðlilegt að hann tengdist skrifstofu þess að einhveiju leyti. Ekki væri enn ákveðið hvar starfsaðstaðan yrði en ýmsir mögu- leikar væru til athugunar. Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög um svokallaðan „umboðsmann Al- þingis". Skal hann kosinn af samein- uðu þingi að loknum hverjum alþingiskosningum og sækja því um- boð sitt til Alþingis. Skal umboðsmað- urinn uppfylla skilyrði laga til að mega gegna embætti hæstaréttardóm- ara og má ekki vera alþingismaður. Umboðsmaðurinn er óháður fyrir- mælum frá öðrum, þar á meðal Alþingi, og skal hafa það hlutverk að hafa eftirlit með stjómsýslu ffam- kvæmdavaldsins og leitast við að jafnræði sé þar í heiðri haft. Er ætlast til að umboðsmaðurinn bregðist við ef hann fær til þess sérstakt tilefni. Getur hann tekið mál til meðferðar eftir kvörtun eða að eigin frumkvæði, verður að kvarta innan árs ffá því að stjómsýslugemingur sá sem yfir er kvartað var til lykta leiddur. Getur krafið stjórnvöld um upp- lýsingar Umboðsmaðurinn getur krafið stjómvöld um allar þær upplýsingar sem hann þarfnast nema það varði öryggi ríkisins eða utanríkismál sem leynt skulu fara. Þá þarf hann að fá leyfi þess ráðherra sem í hlut á. Um- boðsmanni er leyfilegt að krefjast vitnaleiðslu um atvik sem honum þyk- ir máli skipta, við þær vitnaleiðslur er farið eftir þeim reglum sem gilda um opinber mál. Máli sem skotið er til umboðsmanns getur lokið á þrennan hátt. í fyrsta lagi að hann telji það ekki gefa tilefni til nánari athugunar eða uppfylli ekki skilyrði laganna. í öðm lagi að málið falli niður að fenginni leiðréttingu eða skýringu stjómvalds. I þriðja lagi gef- ur hann út álit um hvort athöfh stjómvalds brjóti í bága við lög eða góða stjómsýsluhætti. Varði athöfn viðurlögum skal hann gera viðeigandi yfirvöldum viðvart. Gefur árlega út skýrslu Umboðsmaðurinn skal árlega gefa út skýrslu um starfsemi sína sem birt skal opinberlega fyrir 1. september ár hvert. Er tekið ffam í greinargerð með lagafrumvarpinu að úrlausnir hans í einstökum málum geti orðið fordæmis- gefandi. Verði hann áskynja stórvægi- legra mistaka eða afbrota stjómvalds getur hann gefið Alþingi eða hluteig- andi ráðherra skýrslu um málið. Einnig skal hann tilkynna sömu aðil- um um meinbugi sem hann telur vera á lögum eða stjómvaldsfyrirmælum. „Þetta snýr að stjómsýslunni og hugmyndin er sú að gera hana virkari og liprari fyrir almenning og alla sem telja sig eiga undir högg að sækja gagnvart hinu opinbera. Þetta starf tíðkast á öllum Norðurlöndunum og hefúr alls staðar þótt hin mesta réttar- bót,“ sagði Friðrik Ólafsson. -JFJ Einir á báti, útgerðarmennirnir, Helgi Freyr Margeirsson og PáÚ Ragnar Pálsson, í sundlauginni á Sauðárkróki. DV-mynd JGH DV á Sauðárkróki: Klárir í bátinn Jón G. Haukssan, DV, Akureyri; Félagamir, Helgi Freyr Margeirs- son, 5 ára, og Páll Ragnar Pálsson, 6 ára, láta sig aldrei vanta í sundlaugina á Sauðárkróki á góðviðrisdögum ffek- ar en aðrir krakkar á Króknum. Þeir stunda þar útgerð í gusugangi og busli. Komnir með sundgleraugun á sinn stað taka þeir sig vel út. Með allt á hreinu em þeir klárir í bátinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.