Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Page 10
10
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987.
SJáKistæðisbarátta tamíla
hefur kostað 5000 mannslíf
Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, og Junius Jayewardene, forseti
Sri Lanka, voru kátir á blaðamannafundi sínum á miðvikudag þegar þeir
gengu formlega frá samkomulagi sínum um friö á Sri Lanka.
Simamynd Reuter
Samkomulag stjómvalda á Indlandi
og Sri Lanka um íriðsamlega lausn
deilnanna við aðskilnaðarsinna tamíla
á Jaflnaskaga á Sri Lanka og koma
um sautján hundruð indverskra her-
manna þangað í gær til að framfylgja
samningnum markar þáttaskil í átök-
unum í landinu.
Sjálfstæðisbarátta tamíla á Sri
Lanka hefur nú staðið í ellefu ár og
hefúr kostað nokkuð á sjötta þúsund
mannslíf. Hermdarverk þeirra hafa oft
verið skelfileg og aðgerðir stjómvalda
gegn þeim hafa ekki síður verið harð-
ar.
Virk barátta
Sambúð tamíla við aðra eyjaskeggja
á Sri Lanka hefur löngum verið erfið.
Það var þó ekki fyrr en um miðjan
maímánuð 1976 að stjómmálaleið-
togar tamíla ákváðu að helja virka
baráttu fyrir sjálfstæðu ríki fyrir sitt
fólk. Ákvörðun þessi var tekin viku
eftir að skæruliðar tamíla myrtu fjóra
lögregluþjóna, einn yfirmann og þijá
óbreytta í Mannar-héraði 7. maí það
ár.
Síðar sama ár sprengdu skæruliðar
flugvél í loft upp á Ratmalana flug-
velli í Colombo, höfuðborg landsins.
Eftir það bar ekki mikið á baráttu
tamíla fyrr en 1983. Það ár var látið
sverfa til stáls milli þeirra og annarra
landsmanna. Þann 23. júlí gerðu
skæruliðar tamíla hersveit fyrirsát og
felldu þrettán hermenn. Daginn eftir
bmtust út miklar óeirðir í Colombo,
sem síðan breiddust út til annarra
bæja landsins. I óeirðum þessum féllu
um fimm hundmð manns, fiestir ta-
mílar.
Síðar á árinu bmgðust stjómvöld á
eyjunum svo í fyrsta sinn opinberlega
við baráttu tamíla. Þing landsins setti
þá lög, sem í raun úthýstu þeim stjóm-
málamönnum úr röðum tamíla sem
kröfðust sjálfstæðis.
Árangurslaus ráðstefna
Árið 1984 hófst svo með því að boðað
var til ráðstefnu um kynþáttadeilur á
Sri Lanka, með þátttöku allra stjóm-
málaflokka. Ráðstefhu þessari var
ætlað að finna friðsamlega lausn á
vandamálum tamíla.
Skæmliðar tamíla bmgðust við ráð-
Margir eiga um sárt að binda eftir
áralangan skæruhernað tamíla.
Þessi maður missti ársgamla dóttur
sína í árás skæruliða á bæinn
Trincomalee á Sri Lanka.
Símamynd Reuter
stefnunni með því að varpa sprengju
á hótel í Colombo og lét þar ein kona
lífið. I októbermánuði sama ár dró svo
til alvarlegri tíðinda, því þá sprengdu
tamílar tíu sprengjur í höfuðborginni.
Þeir héldu síðan aðgerðum sínum
áfram með árásum á þorp og bæi um
mánaðamót nóvember og desember,
en í þeim árásum felldu þeir nær
hundrað og þrjátíu manns.
Ráðstefhunni fyrmefndu lauk svo
skyndilega þann 21. desember, án þess
að nokkur árangur naeðist með henni.
Samningaviðræður
Árið 1985 hófst svo með sprengitil-
ræðum skæruliða tamíla við herflutn-
ingalest, 19. janúar, þar sem nær
þrjátíu hermenn létu lífið og á lestar-
stöð nálægt flugvellinum í Colombo
þar sem ein kona lét lífíð. í maímán-
uði réðust tamílar svo á bæ búddista
í Anuradhapura þar sem þeir myrtu
hundrað og fimmtíu manns.
Síðari hluta ársins dró þó til samn-
ingaviðræðna milli fulltrúa stjóm-
valda á Sri Lanka og talsmanna
tamíla. Þessar viðræður fóm fram í
Bhutan í tvennu lagi, fyrst í júlí og
síðan í ágúst. Enginn árangur náðist.
í ágúst áttu stjómvöld á Sri Lanka
einnig viðræður við Indverja í Nýju
Delhi og var þar gengið frá uppkasti
samkomulags.
Samningaviðræður héldu svo áfram
á síðasta ári. Eftir tvö sprengitilræði
tamíla í Colombo, þar sem þrjátíu
manns létu lífið, komu fulltrúar þeirra
til fundar við embættismenn ríkis-
stjómarinnar. f nóvember þessa árs
ræddi Jayawardene, leiðtogi tamíla,
við Gandhi í Bangalore á Indlandi. í
framhaldi af þeim fundi dró til sam-
komulags milli Jaywardene og tveggja
indverskra ráðherra um tillögur til
lausnar kynþáttavandans á Sri Lanka.
Blóðugt ár
Yfirstandandi ár hefúr svo verið
blóði drifið á Sri Lanka.
í aprílmánuði gerðu tamílar árás á
þrjár langferðabifreiðar og myrtu tutt-
ugu og sex manns. Síðar í sama
mánuði fómst svo hundrað og þrettán
í bílasprengju í Colombo.
Þann 26. maí hóf stjómarher Sri
Lanka mikla sókn gegn skæruliðum
tamíla, Tigrunum, á Jaffnaskaga, á
austurenda eyjunnar. Tvennum sög-
um fór af árangri sóknarinnar, en þótt
aðgerðimar væru, ef til vill ekki árang-
ursríkar í baráttunni gegn Tígrunum
ollu þær neyðarástandi meðal al-
mennra borgara úr röðum tamíla.
Indverjar gripu þá til þess í júnímán-
uði að senda matvæli og aðra neyðar-
aðstoð til fólks á skaganum. Fyrst var
ætlun þeirra að senda skipalest með
birgðimar, en vegna mótaðgerða
stjómvalda á Sri Lanka, sem sendu
flota landsins gegn lestinni, varð hiin
að snúa við. Indverskar herflugvélar
flugu inn yfir Jaffiiaskagann degi síðar
og vörpuðu niður tuttugu og fimm
tonnum af matvælum.
Síðar í mánuðinum tókst svo ind-
verskum skipum að koma um átta
þúsund tonnum af matvælum til tam-
íla.
Um miðjan þennan mánuð hófust
af því að Indverjar íhlutist um mál-
efni eyjarinnar. Margir þeirra
mótmæltu harðlega þegar indversk
stjórnvöld hugðust senda tamílum
matvæli í fyrstu viku júnímánaðar.
Símamynd Reuter
svo friðarumleitanir milli stjómvalda
og tamíla á Sri Lanka, með milligöngu
Indveija. Eftir nokkurt málþóf náðist
sanmkomulag, sem Rajiv Gandhi og
Junius Jayewardene gengu formlega
frá síðastliðinn miðvikudag.
Nú bregður hins vegar svo við að
öðrum eyjaskeggjum þykir of langt
gengið til móts við tamíla í samkomu-
lagi þessu, ef til vill mest í því ákvæði
sem gerir stjómvöldum að sleppa um
5.400 tamílum úr fangelsum landsins.
Undanfama daga hefúr komið til mik-
illa óeirða vegna mótmæla þeirra.
I gær töldu stjómvöld á Sri Lanka
að óeirðir þessar hefðu breiðst nóg út
til að teljast bein uppreisn. Var sett
útgöngubann í landinu og her og lög-
reglu skipað að skjóta hvem þann sem
ekki hlýddi því. Þá komu um sautján
hundruð indverskir hermenn til lands-
ins' til að hjálpa við að framfylgja
friðarsamningunum og ríkisstjóm Sri
Lanka bað fjögur önnur ríki um hem-
aðaraðstoð í sama skyni. Ríkin fjögur
em Bandaríkin, Bretland, Pakistan
og Kína og í gær höfðu Bandaríkja-
menn þegar gefið vilyrði fyrir aðstoð.
Loftkæling og bænir gegn umferðarslysum
Herferð er nú hafin gegn ísraelsk-
um ökumönnum sem þekktir em af
því að stjóma bílum sínum eins og
þeir væm skriðdrekar á vígvelli.
Fleiri ísraelsmenn láta lífið af völd-
um umferðarslysa en í hemaði og
árásum skæruliða og er tilgangur
herferðarinnar að reyna að draga
úr slysunum.
í mestu hitunum í júní, þegar flest
umferðarslys urðu, tilkynntu yfir-
völd í ísrael áform um að skylda
loftkælingu í alla bíla yngri en
þriggja ára til þess að kæla blóð-
heita ísraelsmenn við stýrið.
Blóðbaðið á þjóðvegunum varð til
þess að efnt var til sérstakrar um-
ræðu á þingi og kenndi rabbíninn
Avraham Shapiro klámi um öll slys-
in. Dró hann í efa að nokkur maður
keyrði af viti eftir að hafa horft á
klámmyndir. Stakk hann upp á að
allir landsmenn föstuðu einn dag og
bæðust fyrir til þess að almættið
byndi enda á umferðarslysin.
Hann er reyndar ekki fyrsti trúar-
leiðtoginn sem kennir klámi um.
Þegar tuttugu og einn fórust í
árekstri sem varð milli skólabíls og
lestar árið 1985 sagði innanríkisráð-
herrann og rabbíninn Peretz árekst-
urinn hafa orðið vegna vanhelgunar
á sabbatsdeginum. Réttrúaðir gyð-
ingar ækju ekki farartækjum á þeim
degi.
Nefnd skipuð
Sérstök nefnd hefur verið skipuð
af þinginu og á hún að koma fram
með tillögur innan mánaðar um að-
gerðir til þess að auka umferðarör-
yggið. Og til þess að leggja áherslu
á herferðina hefur dómarinn Dov
Levin, þekktur vegna réttarhald-
anna yfir John Demjanjuk, komið
fram í sjónvarpi í áróðri gegn slæmri
umferðarmenningu.
En umferðarsérfræðingar segja að
eina leiðin til þess að draga úr slys-
unum sé að veija meira fé til
viðhalds veganna, bæta ökukennsl-
una og lækka verð á varahlutum til
þess að bílunum verði haldið betur
við.
ísraelar verja fjörutíu þúsund
krónum á hvem íbúa landsins til
vamarmála á hveiju ári en aðeins
sex hundruð krónum á hvem íbúa
til viðhalds vega.
15 þúsund fórnarlömb
Frá því að ísraelsríki var stofnað
1948 hafa fjórtán þúsund ísraels-
menn látið lífið í fimm styrjöldum
og árásum skæruliða en fimmtán
þúsund hafa beðið bana í umferðar-
slysum á sama tíma. Þeim sem farast
á vegum úti fer sífellt Ijölgandi og
þykir víst að ef þeim sem láta lífið
í árásum skæruliða fjölgaði jafh-
Umferöarmenningin í israel hefur veriö til umræðu á þinginu þar i landi og
þá sérstaklega mikill fjöldi umferðarslysa en ísraelsmenn eru þekktir fyrir það
að aka bílum á vegum úti eins og þeir væru í skriðdrekum á vigvelli.
mikið hefði orðið mikið íjaðraíok
meðal stjórnmálamanna.
En þó að ísraelsmenn séu fljótir
að reiðast, óþolinmóðir og kærulaus-
ir í umferðinni eru þeir langt frá því
að vera verstu ökumenn í heimi,
segir ráðgjafi í umferðaröryggismál-
um. Farið er að gæta ölvunar við
akstur en hún var einu sinni svo til
óþekkt fyrirbæri í Israel. Flestir ísra-
elsmenn eru samt allsgáðir þegar
þeir lenda í árekstri.
Slasaðir ráðherrar
Helmingi færri bílar eru á hvem
íbúa í ísrael en í Vestur-Evrópu en
óttast er að umferðarslysum fjölgi
um leið og bílunum ef ekkert verður
að gert. Þeir svartsýnustu telja að
ekki verði látið til skarar skríða fyrr
en einhver ráðherrann lendi í um-
ferðarslysi.
Það hefur svo sem komið fyrir.
Þegar Anwar Sadat, fyrrum forseti
Egyptalands, heimsótti ísrael árið
1977 gekk þáverandi vamarmála-
ráðherra Israels, Ezer Weizman, við
staf þegar hann tók á móti honum.
Hafði vamarmálaráðherrann slasast
í umferðarslysi. Og fyrir nokkrum
árum lenti kvikmyndaleikkonan
Elizabeth Taylor í umferðarslysi
ásamt ráðherranum Ariel Sharon
þegar hún var í heimsókn í ísrael.
Umsjón: Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Sveinsdóttir