Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Page 11
FÖSTUDAGUR 31. JÚLl 1987.
11
Utlönd
Krabbamein fjariægt
af nefi Reagans
Ólafiar Amaiscjn, DV, New York
Reagan forseti leggst í dag inn á
sjúkrahús í Washington til að láta
fjarlægja krabbamein af nefi sínu.
Fyrr í vikunni var tekið sýni úr nefi
forsetan^. Við ræktun kom í ljós að
um krabbamein var að ræða.
I gær var forsetinn hinn kátasti þótt
hann væri með plástur á nefinu. Benti
hann á plásturinn og sagði hann lítið
skilti sem bæri þau skilaboð að fólk
skyldi varast það að vera of mikið úti
í sólinni.
Hevferðgegn
fóstureyðingum
Ólafur Amarsan, DV, New York
Reagan forseti sagði í gær að
hann hefði bannað heilbrigðis-
ráðuneytinua að veita fé til
upplýsingamiðstöðva sem stunda
fjölskylduráðgjöf og benda á fóstu-
reyðingu sem möguleika.
Sagðist Reagan myndu gera allt
til að Bandaríkin hættu algjörlega
að styrkja stofnanir sem veita upp-
lýsingar um fóstureyðin'gar.
Kaþólska kirkjan fagnaði yfir-
lýsingum forsetans en kvennasam-
tök sögðu þetta svívirðilega.
Þrátt fyrir plásturinn á nefinu var Reagan hinn kátasti í gær.
Símamynd Reuter
Sovétmönnum vísað frá
Noregi vegna njósna
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Fjórum sovéskum ríkisborgurum
var í gær vísað úr landi í Noregi
vegna njósna. Sovétmenn svöruðu
áð bragði með þvf að reka tvo norska
diplómata heim frá Moskvu.
Rannsóknir hafa leitt f Ijós að Sov-
étmennimir hafa stundað njósnir
fyrir KGB í nokkur ár. Njósnastarf-
semin hefur fyrst og fremst beinst
að fyrirtækjum sem framleiða flók-
inn tæknibúhað svo sem tölvubúnað,
neðansjávartækni- og rafeindabún-
að.
Njósnaramir hafa einbeitt. sér að
minni fyrirtækjum og haft við þau
ýmis sainskipti sem óheimileru sov-
éskum sendimönnum. Þeir hafa
viljað kaupa tæknibúnað sem ekki
má selja austur fyrir járntjald.
Helen Börsterud, norski dóms-
málaráðherrann, sagði að engir
Norðmenn væm grunaðir um lög-
brot í þessu máli. Hún tók einnig
sérstaklega fram að Kongsberg
vopnaverksmiðjan væri ekki viðrið-
in þetta mál. En skyldleikinn við
Kongsbergsmálið er engu að síður
augljós.
Norðmennimir, sem reknir voru
frá Sovétríkjunum, gegndu störfum
sem ekki koma þessu máli neitt við.
Eina ástæðan fyrir því að þeir voru
reknir heim er einfaldlega sú að
Sovétmenn nota auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn aðferðina og svara
alltaf öllum frávísunum sovéski-a
ríkisborgara í sömu mynt
Thorvald Stoltenberg utanríkis-
ráðherra var óánægður með við-
brögð Sovétmanna en taldi þó að
ýmislegt benti til þess að þeir vildu
ekki gera of mikið úr málinu. Hann
kvaðst ekki halda að útvísanimar
myndu hafa áhrif á opinbera heim-
sókn háttsetts sovésks embættis-
mannssemkemtir til Noregs í janúar
á næsta ári.
Flestir sfjómmálamenn styðja
norsku ríkisstjórnina i þessu máli
nema formaður vinstri sósíalistanna,
Hanna Kvano. Þykir henni viðbrögð
Norðmanna vera yfirdrifin og að of
mikil leynd hafi hvílt yfir frávísun-
inni.
Sovétríkin hafa enn ekki komið
með neina opinbera yfirlýsingu og
það hafa Bandaríkin ekki heldur
gert en viðbrögð þar í landi benda
til þess að Bandaríkjaraenn séu á-
nægðir með að Norðmenn taki hart
á þessu máli og það stendur í beinu
sambandi við Kongsbergsmálið.
Vikið til hliðar í íransmálinu
ÓMir Amaisan, DV, New York
Donald Regan, fyrrum starfsmanna-
stjóri Hvíta hússins, bar vitni fyrir
Iransnefnd Bandaríkjaþings í gær.
Menn höfðu beðið með nokkurri eftir-
væntingu eftir framburði Regans
vegna þess að hann hefur verið sakað-
ur um bera mikla ábyrgð á því hve
bandaríska stjómin er komin í mikil
vandræði vegna íransmálsins.
Regan, sem hingað til hefur verið
talinn fremur harður í skoðunum og
kaldur, kom í gær mjög á óvart. í yfir-
heyrslunum, sem sjónvarpað var um
öll Bandaríkin, kom fram Donald Reg-
an sem var hlýr, heillandi og geislandi
af heiðarleika. Yfirleitt var meira að
segja stutt í skopskynið hjá honum.
Regan, sem margir segja að hafi
stjómað Hvíta húsinu með harðri
hendi og engum hleypt að forsetanum,
sagði að i íransmálinu hefði honum
Það kom á óvart í gær hversu heill-
andi framkoma Donalds Regan,
fyrrum starfsmannastjóra Hvíta húss-
ins, var viö yfirheyrslurnar í íransmál-
inu. Simamynd Reuter
verið vikið til hliðar. Sagðist hann
ekki hafa vitað um vopnasöluna og
þvi síður um tilflutning á hagnaði til
kontra-skæruliðanna í Nicaragua.
Sagði Regan að hann hefði stoppað
þessa vitleysu ef hann hefði vitað hvað
fram fór.
Regan sagðist vita að Ronald Reag-
an hefði eitt sinn verið útnefndur til
óskarsverðlauna. Sagði Regan að Re-
agan hefði verið svo hissa þegar
honum hefði veríð greint frá tilfærslu
fjár til kontra-skæruliðanna þann 24.
nóvmeber síðastliðinn að ef það hefði
verið leikur bæri forsetanum óskars-
verðlaun fyrir þann leik.
Framburður Regans virðist hafa
haft áhrif á þingmenn því í gær sagð-
ist Thomas Foley, leiðtogi demókrata
í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, fúll-
viss um að Reagan hefði ekkert vitað
um tilfærslu á fé til kontra-skærulið-
anna.
Auglýsing frá
félagsmálaráðuneytinu
Félagsmálaráðuneytið vill að gefnu tilefni vekja at-
hygli ríkisstofnana og sveitarfélaga á ákvæði 24. gr.
laga um málefni fatlaðra, þar sem tekið er fram að
þeir fatlaðir sem notið hafa endurhæfingar, eigi öðrum
fremur rétt á atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi, ef hæfni
þeirra til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra, sem
starfið sækja.
UTBOÐ
Styrking í Mjóafirði 1987
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint
verk. Lengd vegarkafla 6,0 km, neðra burðarlag
11.000 m3, skurðir og rásir 500 m og malarslitlag
2.400 m3.
Verki skal lokið 20. október 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
isafirði og í Reykjavik (aðalgjaldkera) frá og með
4. ágúst nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum
fyrir kl. 14.00 þann 17. ágúst 1987.
Vegamálastjóri
ramx
ósýnilega vinnukonan sem hjálpar
þér að halda bílrúðunum hreinum
hvernig sem viðrar og um leið sparar
rain-x bílþurrkurnar (þvi þær eru
óþarfar nema í mjög mikilli rigningu,
þá rennir þú þeim öðru hvoru yfir).
Gleymdu ekki að bera rain-x á rúðurn-
ar áður en þú leggur af stað i ferða-
lagið.
AUKIÐ ÚTSÝNIÐ, AUKIÐ ÖRYGGIÐ
MEÐ RAIN-X
RAIN-X FÆST Á NÆSTU
BENSÍNSTÖÐ.
NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT
ÞRIÐJUDAGINN 4. ágúst
Smáauglýsingadeild
verður opin um
verslunarmannahelgina
sem hér segir:
Opið í kvöid, föstudag,
til kl. 22.
LOKAÐ laugardag,
sunnudag
og mánudag.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Skiptaréttar Reykjavíkur o.fl. verða ýmsir munir úr dánarbúum,
félagsbúum og þrotabúum seldir á opinberu uppboði, sem haldið verður í
uppboðssalnum í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 í Reykjavík, laugardaginn 8.
ágúst 1987 og hefst kl. 13.30.
Meðal þess sem selt verður er ýmiss konar skrifstofubúnaður, tölva af gerð-
inni IMB System 34 með 5 útstöðvum, símtæki, skrifborð, hillur, húsgögn
alls konar, ýmis listaverk, eftirprentanir listaverka, frímerki, bækur, verulegt
magn af videospólum fyrir BETA-myndbandstæki, bifreiðatjakkar, loftpressa,
búðarkassar, ýmsar vörur til Ijósmyndunar og framköllunar, varahlutir í mynda-
vélar og margt fleira.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshald-
ara eða gjaldkera.
Greiðsla við hamarshögg.
_________________________ Uppboðshaldarinn í Reykjavík