Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Síða 13
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987. 13 Neytendur SuKur og saft Það er líklega enginn garðeigandi til á íslandi sem ekki á nokkra ra- barbarahnausa einhvers staðar í garðinum sínum. Rabarbari er góður í sultur og sömuleiðis í saft, þótt e.t.v. séu slíkar afurðir séu ekki of vinsælar á nútíma heimilum. Þó eru enn til heimili sem vilja eiga heimalagaða sultu og satt að segja passar ný rabar- barasulta mjög vel með steiktu lambakjöti. Saftina er gott að drekka á sólheitum sumardegi, þá blandaða með vatni eða sódavatni. Ugglaust passar rabarbarasaft líka vel til bragð- þætis í hvers konar sumarbollur. Rabarbari passar líka vel með öðrum ávöxtum eins og t.d. jarðarberjum. Hins vegar eru jarðarber dýr hér á landi en ef einhver skyldi uppskera meira en hann getur með góðu móti torgað er tilvalið að búa til sultu. Einnig er gott að blanda saman rab- barbara og eplum, fikjum og fleiri ávöxtum. Það er gaman að breyta til og það þarf ekki endilega að þúa til svo mikið magn, bara rétt aðeins til að fá 2-3 sultuglös af hverri tegund. Grunnuppskrift að suitu 1 kg ber eða rabarbari 6-9 dl sykur !4 tsk natriumbenzonat 'A tsk sítrónusýra Hreinsið berin eða rabarbarann vel. Skerið rabarbarann í bita látið í pott og látið sykurinn út í. Hitið við vægan hita og hrærið í af og til, gætið að því að ávextimir brenni ekki við. Fleytið froðuna af með gataspaða og látið sultuna sjóða, ber í 1&-20 minútur en rabarbarinn þarf að sjóða miklu leng- ur eða í nokkra klukkutíma. Að suðu lokinni er natriumbenzonatið og sítr- ónusýran hrært út í örlitlu af sultunni og síðan blandað saman við sultuna í pottinum. Sultan er síðan látin í tandurhrein Hefflaráð Sokkar í kassa Sniðugt er að nota loklausa skó- kassa í sokkaskúffuna til þess að halda reglu í sokkalirúgunni. Sama ráð gildir auðvitað um ýmis- legt annað en sokka, eins og t.d. nærföt af systkinum. Bamapúður á fftubletti Notið bamapúður á fitubletti á fötum og burstið vel yfir með göml- um tannbursta. Burstið síðan púðrið af og þá á bletturinn að bverfa. Hörðnuð strokleður Stundum kemur fyrir að strok- leður em svo hörð að ómögulegt er að nota þau til þess sem þau vom upphaflega ætluð, að „stroka út“ eitthvað sem ekki á að vera á blaðinu. Heillaráð er að nudda strokleðrinu á grófan sandpappír. Þá „stroka" þau út á nýjan leik. ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða ökum af skynsemi! yUMFERÐAR RÁÐ glös og lokað strax. Gott er að skola glösin úr rotvamarefhinu, hella nokkrum teskeiðum á milli glasanna. Klippið út kringlótt blað sem passar í glösin, bleytið í rotvamarefninu og látið efst í hvert glas. Bindið svo smjör- pappír yfir glösin. Geymið á köldum stað ef mögulegt er. Frystið ber og rabarbara Ef ekki er tími til þess að sulta rabar- barann þegar hann er tilbúinn er hægt að fiysta hann eftir að búið er að skera hann í bita. Það getur líka verið ág- ætt að sjóða ekki nema lítið af sultu í einu en gera það heldur oftar. Rabar- bari geymist prýðilega í frosti. Frystið hæfilegan skammt í annaðhvort graut eða sultu í lokuðum plastpoka. Einnig er hægt að frysta bláber og krækiber. Margir vilja gjaman frysta ber með sykri en trúlega er hægt að sleppa sykrinum og frysta berin beint. I stað sykurs má nota „gervisykur" eins og kandela. Hann er hins vegar ekki hægt að nota til þess að sulta úr. Grunnuppskrift að saft 1 kg ber eða rabarbari 3-4 dl vatn 6 dl sykur pr. lítra af hreinni saft 'A tsk. natriumbenzonat (eða annað rotvamarefni) Grófhreinsið berin og skolið í renn- andi vatni. Sjóðið vatn og ber í ca 10 mínútur. Látið saftina renna af hrat- inu í 30 mín. Látið þá saftina aftur í hreinan pott- inn og mælið hve mikið magnið er, bætið sykrinum út í í réttum blutföll- um og látið suðuna koma vel upp. Fleytið froðuna ofan af, takið pottinn af hitanum. Hrærið rotvamarefninu út í örlitlu af saftinni og bætið síðan út í pottinn. Látið saftina á tandur- hreinar flöskur, fyllið þær vel og setjið tappann á strax. Rabarbarasaft með negulnögl- um 1 kg rabarbari 3 dl vatn 2'/i dlsykur 'A tsk natriumbenzonat pr. 1 1 saft Hreinsið rabarbarann og skerið i bita og látið í pott með vatninu og látið sjóða í ca 10 mínútur. Sigtið þá saftina og mælið. Látið í hreinan pott og látið suðuna koma upp. Látið þá sykurinn út í og fleytið froðuna ofan af. Takið pottinn af hitanum og blandið rotvamarefhinú út í og hrærið vel í. Látið saftina síðan á hreinar flöskur, fyllið þær vel og lokið þeim strax. -A.BJ. Það getur verið gott að eiga flösku af saft til að svala þorstanum með eða bragðbæta bolluna. MARSKA Besti sjávar- rétturinn 1987 Skilafrestur til 15. ágúst Helgarmarkaður DV Hægt er að búa til sultu úr öllum ávöxtum. Notið einungis nýja og góða ávexti. KJOT OG FISKUR Seljabraut 54 símar 74200 og 74201. LOKAÐ LOKAÐ á morgun, laugardag, vegna vörutalningar. KJÖTHÖLLIN HÁALEITISBRAUT 58-60 S'IMI 38844 OPIÐ kl. 9.00 - 12.00 laugardaga KJÖTBORÐ OPIÐ - NÝR LAX raiihVir Alfaskeið 115 - Hafnartirði - Sími 52624 OPIÐ 9.00-21.00 alla virka daga, 10.00-21.00 laugardaga og sunnudaga. OPIÐ kl. 10.00 - 16.00 laugard. 9.00 - 20.00 virka daga. BREKKU VAL matvöruverslun, Hjallabrekku 2, Kópav., s. 43544. Kíeppsvegi 150 simi 84860 OPIÐ alla daga vikunnar til kl. 23.30. LAUGARAS Norðurbrún 2 sími 35570 OPIÐ kl. 10.00-13.00 laugardaga, IÐUFELL Iðufelli 14, sími 74550. OPIÐ OPIÐ kl. 10-14 laugardag kl. 10-18 mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.