Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Guðmundur kveður .Enda þótt forystumenn Alþýðubandalagsins vilji gera lítið úr úrsögn Guðmundar J. Guðmundssonar úr flokknum verður ekki framhjá því litið að viðskilnaður- inn markar þáttaskil fyrir ílokkinn. í fyrsta skipti í sögu Alþýðubandalagsins er formaður Dagsbrúnar utan flokksraða þess. Dagsbrún er öflugasta og áhrifamesta verkalýðsfélag landsins og mótar ð mörgu leyti stefn- una og í það minnsta baráttuna þegar til kjarasamninga kemur. Með brotthvarfi formanns Dagsbrúnar úr Al- þýðubandalaignu hefur flokkurinn ekki tök á pólitísk- um afskiptum eða áhrifum á þeim veitvangi eins og hann hefur jafnan sóst eftir. Þetta gerist á sama tíma og kröfurnar eru æ háværari innan flokksins um nán- ara samstarf flokks og verklýðs. Þróunin er í þveröfuga átt. Ákvörðun Guðmundar J. Guðmundssonar staðfestir flótta og fráhvarf. Hún er vísbending um að flokkurinn eigi ekki afturkvæmt til þeirra verkalýðsvalda sem hann hefur haft. Hún er yfirlýsing um að verkalýðsforingi eigi ekki líf sitt undir tilveru í Alþýðubandalaginu. Þvert á móti telur Guðmundur það styrk fyrir sig í verkalýðsforystunni að standa utan flokks. Betur er ekki hægt að lýsa umkomuleysi Alþýðubandalagsins. Það er að vísu rétt að vegur Guðmundar hefur farið minnkandi á síðustu misserum, einkum eftir að hið fræga vinarbragð Alberts við Guðmund upplýstist. Guð- mundur bar aldrei sitt barr eftir það í augum margra flokksmanna sinna og mun það vera gagnkvæmt. Andúð Guðmundar á ýmsum tiltektum Alþýðubandalagsins og Þjóðviljans hefur ekki farið dult og eftir að Guðmundur neitaði að gefa kost á sér til framboðs varð þessi ágrein- ingur enn augljósari og illskeyttari. Þingsæti Guðmund- ar tapaðist og nú er enginn fulltrúi verkalýðshreyfing- arinnar á þingi á vegum Alþýðubandalagsins. Ekki fer á milli mála að sú staða er mikið og alvarlegt áfall fyr- ir flokk sem kennir sig við alþýðuna og hefur alla sína tíð talið sig málsvara verkalýðshreyfingarinnar. Guðmundur J. Guðmundson er ekki aðeins formaður Dagsbrúnar heldur einnig formaður Verkamannasam- bands íslands og sem slíkur hefur hann að sjálfsögðu gífurleg áhrif innan vébanda alþýðusamtakanna. Deilur Guðmundar við flokkinn hafa ef til vill dregið eitthvað úr sterkri stöðu hans en þegar á allt er litið er ljóst að opinber fjandskapur milli Guðmundar og Alþýðubanda- lagsins skaðar flokkinn meira heldur en hann. Auk þess sem fyrr er sagt, að enginn þingmaður Al- þýðubandalagsins er úr forystusveit verkalýðshreyfing- arinnar, má benda á að skoðanakannanir sýndu að Alþýðubandalagið hefur aðeins lítið atkvæðafylgi úr röðum óbreyttra launamanna. Aðrir flokkar virðast höfða mun meira til þess kjósendahóps en Alþýðubanda- lagið. Þegar nú bætist við opinber vinslit eins áhrifa- mesta verkalýðsforingjans þá verður ekki dregin nema ein ályktun, sú ályktun að Alþýðubandalagið hefur fjar- lægst uppruna sinn, breytt um svip og er vinstri flokkur í lausu lofti. Hann er rekald án kjölfestu. Einhverntím- ann hefði það þótt saga til næsta bæjar. Útaf fyrir sig verður það ekki harmað þótt verkalýðs- foringjar standi utan stjórnmálaflokka enda hefur það aldrei kunnað góðri lukku að stýra að fagleg forysta alþýðusamtakanna sé á sama tíma inni á gafli í flokkun- um. Það hefur aldrei gefist vel að þjóna tveim herrum. En í ljósi sögunnar er úrsögn Guðmundar J. Guðmunds- sonar úr Alþýðubandalaginu tímanna tákn. Ellert B Schram ..var innleidd sú stefna í meðvituð og ómeðvituð uppeldismál íslenska þjóðfélagsins að í nafni frelsisins mætti helst aldrei segja nei við nokkurn mann.“ Hvar mistókst okkur Enn ein fréttin heíúr okkur verið sögð af úrkynjuðu og siðspilltu fram- ferði föður við barn sitt. I kjölfar þeirrar frásagnar munu væntanlega enn á ný hefjast umræður um nafh- og myndbirtingar kynferðisglæpa- manna og annarra ofbeldismanna. Sjálfsagt munu óvenjulegar refsing- KjaUajinn Sighvatur Björgvinsson alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn ofbeldisglæpir þessara „blóma- bama“ gagnvart bömum, gamal- mennum og saklausum meðborgur- um em ekki skáldskapur blaðanna. Menn geta ekki huggað sjálfa sig eða friðað samfélagsvitund sína með sbkri sjálfsbfekkingu. Þessir at- burðir em raunvemlegir; þeir em óumflýjanlegar staðreyndir. „Something rotten“ Auðvitað segja menn með réttu að slíkt atferli, eins og kynferðislegir ofbeldisglæpir gagnvart bömum, sé til marks um að eitthvað sé meira en btið óeðlilegt - abnormal - í fari þeirra einstaklinga sem temja sér slíkt athæfi. En hinn mikli vöxtur slíkra glæpa - sem er ómótmælan- legur - á sama tíma og efnalegar og hömlu- og stjómleysis, þá var inn- leidd sú stefna í meðvituð og ómeðvituð uppeldismál íslenska þjóðfélagsins að í nafni frelsisins mætti helst aldrei segja nei við nokk- um mann. í skólakerfinu vom félldar niður hvers konar takmark- anir og hindranir svo sem eins og próf og kröfur um ástundum og námsgetu og allra best var talin sú latína að nemendur fengju sem mest að ráða því sjálfir hvað þeir lærðu og hvort þeir lærðu það. Kæmist einstaklingur upp á kant við þjóð- félagið var skýringa leitað alls staðar annars staðar en hjá honum sjábúm og „foreldrabæling" varð meiri háttar tískuhugtak með þeim afleiðingum að margir foreldrar þorðu ekki lengur að banna óvitum „Þessi öfugþróun í sálarlífi landsmanna á mestu uppgangs- og velsældartímum þeirra bendir til þess að eitthvað sé rotið í þessu gamla ríki Danakonungs og verður hvorki skýrð né afsökuð með efnishyggjurökum.“ ar af öðrum toga, svo sem eins og vananir, bera á góma. Aðrir hrista bara höfuðið og segja að hér sé að- eins um það að ræða að tilteknir fjölmiðlar vilji velta sér upp úr sor- anum og svívirðingunni. Fáir virðast hins vegar spyrja sig og aðra hvers vegna það gerist, að fólk í blóma lífs- ins, sem notið hefur meira frelsis og betra atlætis og menntunartækifæra en völ er á víðast hvar í heiminum, skuli gera sig sekt um eins svívirði- legt athæfi og að beita vamarlaus böm kynferðislegu ofbeldi. Óumflýjanlegar staðreyndir Hvaða álit svo sem menn hafa á því hvernig tilteknir fjölmiðlar fjalla um slík óhæfuverk þá er það stað- reynd, sem ekki verður umflúin, að í frásögnum sínum af kynferðislegu ofbeldi gagnvart bömum em þeir að segja frá staðreyndum sem hafa gerst. Fjölmiðlamir em ekki að búa þessa atburði til. Þeir em ekki held- ur að búa það til að hér á hlut að máli fólk sem er að lifa bestu ár ævi sinnar og hefúr notið í uppvexti sín- um betra atlætis, meira frjálsræðis, betri menntunartækifæra og meiri þroskamöguleika en dæmi em til um. Þetta er ekki fólk sem alið er upp í slömmum stórborganna við eiturlyf, hatur, ótta og ofbeldi. Þetta er ekki kúgað fólk eða geðveikt í abnennri merkingu þess orðs. Þetta em íslenskir þegnar sem alist hafa upp á mestu velsældartímum þjóðar- innar og við bestu aðstæður sem heimurinn getur boðið og em nú í blóma lífsins. Kynferðislegir og aðrir menningarlegar framfarir þjóðar- innar em mældar hvað mestar, segir okkur líka að eitthvað óeðlilegt - abnormal - sé á seyði í þjóðarsál- inni. Mörkin á milli frelsis og hömluleysis geta stundum verið í meira lagi óskýr og vandamálið er oft ekki skortur á aga og stjóm þeirra sem með völdin fara heldur skortur á sjábsaga og sjálfsstjóm þeirra sem þurfa að aga og stjóma sjálfum sér. Það er einmitt slík teg- und afbrota sem er nú í hraðri uppsveiflu. Hvort heldur sem það em unglingar sem í stjómlausu ölæði veltast um vinnandi stórtjón á sjálf- um sér og öðrum eða maður sem misþyrmir bami sínu eða annarra þá er undirrótin sú að markalínan á milli frelsis og hömluleysis hefúr þurrkast út í vitund viðkomandi, virðingin fyrir sjálfum sér og öðrum er ekki lengur fyrir hendi og sjálfs- stjóm og sjálfsagi em víðs fjarri. Þetta gerist ekki í svo ríkum mæli sem raun ber vitni nema uppeldis- áhrif samfélagsins vinni a.m.k. ekki gegn því. Þessi öfugþróun í sálarlífi landsmanna á mestu uppgangs- og velsældartímum þeirra bendir til þess að eitthvað sé rotið í þessu gamla ríki Danakonungs og verður hvorki skýrð né afsökuð með efnis- hyggjurökum. Varasöm tíska Það hlýtur að vera fleirum en mér umhugsunarefni að einmitt á þeim hinum sömu tímum og sú kynslóð var í mótun sem nú „skreytir" frétta- síður blaðanna með athöfnum af ótta við að valda þeim þar með síðari tíma sálarkreppum. „Læknir, lækna þú sjálfan þig“ var ráðið sem fundið var upp gagnvart þeim ungl- ingum sem lent höfðu á glapstigum og kröfumar, sem gerðar voru til leiðbeinenda, voru helstar að þeir væru með skegg eða gengju í mussu, nema hvorttveggja væri - og auðvit- að að væru þeir „meðvitaðir". „Eruð þið líka glæpamenn“ voru fyrstu orðin sem mælt voru við mig þegar ég við annan mann kom í heimsókn á eina slíka meðferðarstofnun ung- menna fyrir 13 árum. Þar höfðu allar hurðir verið teknar af hjörunum í nafni frelsisins og þeim fleygt út á hlað item rúmbotnum en svefnfletin tjölduð af með rifnum lökum. Sterk bein Ungmenni með sterk bein skaðast auðvitað ekki þótt samfélagið villist á frelsi og hömluleysi með sama hætti og ungmenni með námshæfi- leika og vilja til ástundunar ná árangri við allar námsaðstæður. Fæstir eru hins vegar fæddir með þá sjálfsvirðingu og sjálfsaga sem líka er kölluð menning og verður til við áhrif frá umhverfinu. Öfugmæli okkar tíma er það að á sama tíma og velsældin hefúr aukist hefúr þjóð- félagið dregið úr menningarlegi'm uppeldisáhrifum sínum; stundum óvart og ómeðvitað en stundum beinlínis fyrir tilstilli heimskulegra kennisetninga gervivísinda sem haft hafa óheillavænleg áhrif á velviljað- ar manneskjur í áhrifastöðum. Sighvatur Björgvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.