Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987. 15 Að finna upp hjólið Á öllum tímum hafa verið til menn sem hafa sett fram hugmyndir um- það hvernig byggja megi fyrirmynd- ar borgir og umhverfi fyrir fólk. Þessar hugmyndir hafa verið mjög mismunandi raunhæfar og haft mis- mikil áhrif. Töluvert hefur verið deilt um það hvort, eða að hve miklu leyti, slíkar framtíðarhugmyndir eða heildar- skipulag eigi rétt á sér. Hefur því verið haldið fram að þjóðfélagið sé í dag orðið svo fjölþætt að framtíðin komi okkur alltaf á óvart nema kom- ið sé á einræði sem hefti allt frumkvæði manna. Engu að síður hafa 'aðferðir við áætlanagerð og stefnumörkun til ókomins tíma tekið miklum framförum. Þessi aðferða- fræði ætti í öllu falli að geta dregið úr þeim vandamálum sem komandi kynslóðir fá til úrlausna, þótt alltaf verði í þessum málum stórt svið sem hvorki er unnt né jafnvel æskilegt að reyna að skipuleggja. Hvað sem því líður, þá eru nýjar hugmyndir um gerð þéttbýlis og aðra umhverfis- mótun mjög mikilvægar fyrir alla framþróun á þessu sviði. Það er líka nauðsynlegt að þeir sem skipuleggja fylgist vel með, viti af þessum hugmyndum og færi þær sér í nyt þar sem þær eiga við. Hér er alls ekki verið að hvetja til þess að við flytjum inn ómeltar patent- lausnir frá útlöndum heldur að við tileinkum okkur sem fyrst nýjar hugmyndir og þekkingu, lærum af reynslunni og hættum að gera sömu mistök og aðrar þjóðir eru löngu hættar að gera. Bandaríski rithöfúndurinn Henry James sagði einhvem tímann: „Ný hugmynd fer í gegnum 3 stig. Fyrst er henni hafnað með fyrirlitningu. Því næst er hlegið að henni og sagt að hún skipti ekki máli. Að lokum er hún álitin svo mikilvæg að þeir sem vom á móti henni segjast hafa sjálfir komið henni á framfæri." Mikið af þeim hugmyndum og þekkingu, sem nú er tiltæk við skipulag, hefur enn ekki náð fyrsta þrepi þessarar þróunar hér á landi, einfaldlega vegna þess að henni hef- ur ekki verið komið á framfæri. Þaðan af síður höfum við íslenskað þessa þekkingu, vinsað úr henni það sem er gagnlegt og tengt hana ís- lenskum aðstæðum og menningu. Á mörgum sviðum erum við í þessum efhum ennþá að bisa við að finna upp hjólið. Gagnlegt að horfa til baka Hér er gagnlegt að horfa til baka nokkra áratugi, en um og eftir síð- ustu aldamót komu fram á sjónar- sviðið margir umbótamenn í skipulagsmálum. Ástæðumar fyrir þessu voru marg- ar. 1 Englandi leiddi t.d. slæmt heilsufar þeirra manna, sem kvaddir voru í herinn vegna Búastríðsins, til verulegra bóta á húsnæðis- og heil- brigðislöggjöf. Þótt áhrif þessara umbótamanna væru í upphafi tak- mörkuð og bundin við fámennan hóp, hafa margir þeirra engu að síð- ur haft mikil og varanleg áhrif á þróun skipulags, allt fram á þennan dag. Ymsar tillögur þessara manna voru fullmótaðar um síðustu alda- mót en engu að síður er ekki almennt farið að nota þær við skipulag þétt- býlis fyrr en eftir síðustu heimsstyij- öld. Mikið skortir samt ennþá á að almennur skilningur sé fyrir hendi hér á landi á því í hverju þessar kenningar voru fólgnar. Arturo Soria y Mata Einn af þessum mönnum var spánskur verkfræðingur, Arturo Soria y Mata. Hann setti árið 1881 fram hugmyndir um línuborgir, sem voru byggðar hvor sínum megin við umferðarás, með bílaumferð og jám- brautum. Mun þetta vera fyrsta tilraunin til þess að skipuleggja heila borg með tilliti til þessarar nýju tækni. Soria skipulagði eina slíka borg, Ciudad Lineal, sem var 55 km á lengd, en einungis fjórðungur hennar var byggður. Gatnakerfið í svona borg er verulega styttra og ódýrara en í venjulegum borgum, og núna þegar verið er að endumýja slitlagið á Reykjanesbrautinni, milli höfúðborgarsvæðisins og Suður- nesja, gæti verið athugandi hvort eitthvað væri nýtilegt í þessum hug- myndum. Clarence A. Perry Annað skref í átt til betri umferð- armenningar vom kenningar Clar- ence A. Perry sem hann setti fram árið 1929. Með þessum kenningum lagði hann m.a. til að íbúðarbyggð væri deilt niður í umhverfiseiningar með félagsmiðstöð og skóla mið- svæðis. Innan þessara eininga væri nægilegt opið rými, leikvellir og verslanir fyrir vörur til daglegra þarfa. Einnig lagði Perry til að kom- ið væri í veg fyrir umferð gegnum þannig svæði og götur flokkaðar eft- ir hlutverki. Umhverfis svæðið skyldu liggja götur, fyrst og fremst fyrir umferð, sem ekki ætti þangað erindi, en götur innan svæðisins flyttu umferð að og frá byggingum á svæðinu sjálfu. Radburn skipulag Frekari hugmyndir um það hvem- ig mætti búa til betra og ömggara umhverfi bæði fyrir fólk og ökutæki vom settar fram af Clarence Stein og Henry Wright á svipuðum tíma, í skipulagi fyrir Radbum í New Jer- sey. í þessu skipulagi var gert ráð fyrir algerum aðskilnaði bíla og gangandi manna. Athyglisvert er að þessar hugmyndir em settar fram á svipuðum tíma og skipulag var gert fyrir Reykjavík (1927) innan Hring- brautar. Þótt með þessum hugmynd- um sé bent á leið til að búa til vemlega betra umhverfi en áður KjáUaiinn Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur og arkitekt þekktist fer þvi fjairi að þær séu nýttar sem skyldi hér á landi í dag. Ebenezer Howard Englendingurinn Ebenezer How- ard var tvímælalaust einn áhrifa- mesti skipulagsfrömuður í Evrópu um og eftir síðustu aldamót. Með bók sinni Garden Cities of To- morrow lagði hann grundvöll að stefnu Englendinga og margra ann- arra þjóða viðvíkjandi nýjum bæjum (New Towns). Howard sameinaði margar þeirra hugmynda sem komið höfðu fram um skipulagsmál og setti þær fram á heildstæðan og mjög raunhæfan hátt, þannig að almenn- ingur skildi. Hugmyndir hans vom gmndvallaðar é næmum skilningi á lífsvenjum og löngunum almennings og þörf fólks fyrir náin tengsli við gróður og óspillta náttúm. Hann virðist hafa séð fyrir sér nokkuð glöggt hver þróunin myndi verða í skipulagsmálum og afstöðu fólks til þéttbýlis. Hann viðurkenndi bæði einkaframtak og félagslega stjómun og lagði áherslu á sjálfviljaða sam- vinnu. Hann leit á skipulag sem hópvinnu margra sérfræðinga og lagði áherslu á stöðuga stjómun þessara mála. Með mynd sinni af segulstálunum þremur bendir hann á kosti og galla sveita og þéttbýlis og bendir á að þriðja leiðin sé til, þ.e. skipulögð borg (Town-Country) sem hafi til að bera bæði kosti dreif- býlis og borga. I þessari skípulögðu borg væri bæði að finna fjölbreytta þjónustu og tækifæri, blómlegt atvinnulíf og heilsusamlegt mannlíf og fagurt mengunarlaust umhverfi. Le Corbusier Charles Edouard Jeanneret tók snemma á starfsferli sínum upp nafn- ið Le Corbusier. Hann ferðaðist mikið um Evrópu á ámnum eftir síðustu aldamót og kynntist þar vinnu margra arkitekta. Hann var einn af forystumönnum í nútíma byggingarlist og hafði auk þess mjög mikil áhrif á skipulag víða um heim, sérstaklega á árunum eftir seinni heimsstyijöld. Le Corbusier leitaðist við að finna vægi milli bifreiðaum- ferðar annars vegar og skipulags íbúðar- og iðnaðarsvæða hins vegar. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að stytta umferðartíma og taldi rétt að byggja háhýsi, sérstaklega f mið- bæjum, til þess að draga úr fjarlægð milli manna. Hann gagmýndi á skel- eggan hátt bæði borgir og bygging- arlist, og mörg orð hans hljóma enn í dag: - „Hús er tæki til að búa í. - Borgir em tæki, en þessi tæki duga okkur ekki lengur. Þær virka ekki og misbjóða okkur, bæði til líkama og sálar. - Við verðum að fylgja ákveðnum grundvallaratriðum í skipulagi: 1. Við verðum að leysa umferðar- hnúta í miðbæjum. 2. Við verðum að auka þéttleika miðbæja. 3. Við verðum að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar. 4. Við verðum að auka útivistar- svæði og opið rými.“ Honum ofbauð líka hvað við vær- um bundin á klafa vanans og værum treg til að færa okkur i nyt nýja tækni til þess að geta lifað betra lífi. Hann bar litla virðingu fyrir gömlum bæjum og gömlu umhverfi og lagði „Neighbourhood" eining, eins og Clarence Perry lagði til árið 1929 að yrðu skipulagðar. óspart til að slík bæjarhverfi væm rifin til grunna. Eftir seinni heims- styrjöld urðu margir til að hefja merki hans á loft og sjá má áhrif hans víða t.d. í Breiðholti III í Reykjavík. Fáir skildu þó hugmynd- ir hans til fulls eða útfærðu þær, eins og hann hafði ætlast til. Eftir 1960 fóm líka ýmsir gallar háhýsa að koma í ljós og margir urðu þeim fráhverfir. Einnig urðu menn til þess að gagnrýna endumýjun borga í hans anda, þar sem gróin byggð hafði verið rifin til grunna og há- hýsi reist i staðinn. Guðmundur Hannesson Sá aðili, sem hafði án efa mest áhrif á þróun skipulagsmála hér á landi í upphafi aldarinnar, er tví- mælalaust Guðmundur Hannesson prófessor. Hann ritaði mikið um skipulagsmál, m.a. ritgerð er hann nefúdi „Um skipulag bæja“ og kom út árið 1916. Ljóst er af ritverkum hans að honum vom hugmyndir þeirra manna, sem hér hafa verið nefndir, vel kunnar. Guðmundur Hannesson var höfundur fyrstu ís- lensku skipulagslaganna, sat um árabil í skipulagsnefnd ríkisins og vann mikið starf við að kynna ýmsar nýjungar og hugmyndir á þessu sviði, þótt margar þeirra hafi ekki enn náð að festa hér rætur. í allri þeirri umræðu, sem átt hefur sér stað um umhverfismál hér á landi undanfama áratugi, hefur það oft viljað gleymast að landnotkun hér á landi hefúr verið þjóðnýtt. Þetta þýðir að ríki og sveitarfélög hafa það í hendi sér hvemig allt land er not- að, hversu mikið það er notað, hvemig byggingar er heimilt að reisa og hvemig heimilt er að nota þær. Allt frumkvæði i þessum efnum, sem máli skiptir, liggur því hjá opin- berum aðilum og sama máli gegnir um ábyrgðina á mótun þessa um- hverfis. Þótt einstaklingar fái kauphækkun geta þeir því ekki keypt sér betra umhverfi nema innan þessara marka. Á höfuðborgarsvæðinu em margar slysagildrur. Fyrir utan gluggann, þar sem ég vinn, er verið að byggja eina í viðbót. Hún er fólgin í því að þeir sem þar ráða verki gera sér ekki fyllilega grein fyrir því hvað það er hættulegt að þurfa að bakka útúr bílastæði út á umferðargötu. Fyrir mörgum árum var samstarfs- maður minn að reyna að sannfæra skipulagsnefrid Akureyrar um það hvaða alvara fylgir þessum málum og sagði: „Það eina sem dugar er að fara með líkin af bömunum heim á tröppur hjá þeim sem bera ábyrgð á vonlausum slysagildrum." Svo af- gerandi aðgerðir ættu að vera óþarfar. Það er til næg þekking um það hvemig megi búa til hættulítið umhverfi. Við þurfúm ekki alltaf að vera að reyna að finna upp hjólið. Gestur Ólafsson „Á mörgum sviðum erum við í þessum efti- um ennþá að bisa við að finna upp hjólið.“ Aðgæsla = áwerkni í lok júní sl. brá ég mér ásamt fjöl- skyldu í stutta ferð norður í land, akandi, sem ekki er i frásögur fær- andi. En sú óskemmtilega reynsla, sem við urðum hins vegar fyrir af aksturslagi ökumanna á þjóðvegum- landsins, er tilefni þessara skrifa. 1. Fyrst lentum við í því að ökumað- ur, sem kom akandi úr gagnstæðri átt, ók á röngum vegarhelmingi og stefndi beint framan á okkar bifreið á fullri ferð. Ástæða: Öku- maðurinn var að sveigja framhjá kríum sem gerðust of aðgangs- harðar við bifreið hans. Héma munaði ekki nema hárs- breidd að yrði stórslys, en sem betur fer náði ökumaðurinn að rykkja bifreiðinni inn á veginn áður en svo varð. 2. Þá henti það okkur að annar ökumaður, sem einnig kom ak- andi úr gagnstæðri átt, ók á röngum vegarhelmingi og stefndi KjaUaiinn Halldór Frímannsson lögfræðingur beint framan á okkar bifreið á fullri ferð. Ástæða: Ökumaðurinn var að glápa út í loftið. Kannist þið ekki við sambærileg tilvik. í þetta sinn var það ekki honum að þakka að ekki varð stórslys. Ef menn þurfa endilega að skoða landslagið og/eða njóta útsýnis, því þá ekki að stoppa eða a.m.k. hægja ferðina. Gláp út í loftið samfara akstri tel ég vera afar slæman ósið öku- manna. I þessu sambandi langar mig einnig að minnast á annan slæman ósið ökumanna, en það er að vera í hrókasamræðum við aðra i bifreiðinni þegar þeir eru jafnframt að aka. 3. Fjórir aðrir ökumenn, sem komu akandi úr gagnstæðri átt, óku á röngum vegarhelmingi og stefndu beint framan á okkar bif- reið á fullri ferð. Ástæða: Ökumennimir vom að taka fram úr við aðstæður sem alls ekki gátu gengið upp. Athugið, við lentum í þessu fjórum sinnum í ferðinni. Við þurftum að stöðva og vikja eins langt út í kantinn og við gátum til þess að fá ekki bifreiðamar hreinlega framan á okkur. Hér voru undantekningar- laust á ferðinni mjög ungir ökumenn. Það virðist eins og þeir skynji alls ekki fjarlægðir rétt né vélarafl þeirra ökutækja sem þeir hafa undir höndum. Öll ofangreind tilvik em eins að þvi leyti að ökumennimir óku allir á röngum vegarhelmingi, enda þótt aðgæsluleysi þeirra væri sprottið af mismunandi atvikum. Þegar svona lagað hendir fólk, og það oft í ferð, bregður því illilega. Eg var meira að segja farinn að hafa á orði að ef ég þyrfti að stöðva bifreiðina í hvert skipti sem ég mætti bifreið til þess að forða frá slysi væri betur heima setið en af stað farið. Meðferð ökutækja er mikið hættu- spil. Þegar við samþykktum að taka þau inn í samfélagið gerðum við okkur grein fyrir að hér væm á ferð- inni stórhættuleg tæki, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur. Við töldum hins vegar að ef fólk notaði þessi ökutæki með ýtrustu aðgæslu þá ættu þau rétt á sér. Þetta tel ég að ökumenn þurfi ávallt að hafa í huga. Aðgæsla í umferðinni er aldrei of mikil. Þegar menn em einu sinni búnir að læra að aka framkvæma þeir það óafvitandi og án þess að þurfa að hugsa, rétt eins og þegar þú læsir útidyrahurðinni heima hjá þér. Hins vegar verður aðgæsla aldrei virk nema saman fari árvekni. Þegar ökumenn em famir að sýna aðgæslu með jafri venjubundnum hætti og þegar þeir aka bíl er kominn tími til að þeir fari alvarlega að hugsa sitt ráð. Halldór Frímannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.