Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987.
17
Lesendur
Áfram,
Dagný hringdi:
Mér finnst allt of mikið gert úr þessu
hestaati í myndinni hans Hrafiis.
Þama er um að ræða hluti sem sjást
alls staðar í náttúrunni, hjá öllum
dýrum.
Hrafn!
Þurfa menn virkilega að starfa er-
lendis ef þeir vilja ná árangri sem
kvikmyndaleikstjórar?
Mér finnst Hrafh mikill leikstjóri og
listamaður og vil að hann haldi áfram
á sömu braut.
Hestaatið
við Gullfoss
Guðmundur Haraldsson skrifar:
Vegna frásagna Ríkharðs Ásgeirs-
sonar og Elínar Guðjónsdóttur í DV
27. og 28. þessa mánaðar vil ég koma
á framfæri eftirfarandi:
Ég var sjónarvottur að umræddu
hestaati og finnst lýsingar þessa fólks
mjög orðum auknar eins og oft vill
verða í blaðaskrifum.
Ég hef starfað sem tamningamaður
og umgengist hesta mjög mikið og vil
benda á, með fullri virðingu íyrir skoð-
unum annarra, að þetta hestaat var
ekki eins slæmt og frásagnimar
hermdu. Til dæmis stendur í frásögn
R.Á. að annar hesturinn hafi hlaupið
sturlaður á fólkið.
Þetta er einfaldlega rangt því að
hesturinn var á hægri ferð þegar hann
nálgaðist fólkið sem vék frá vegna eig-
in hræðslu svo að hesturinn átti greiða
leið í gegn.
. Hann hljóp um 100 metra norðar á
flötina, sem varla getur kallast kletta-
sylla, og fór að bíta. Þannig hegðar
sturlað hross sér ekki.
Ég get vel skilið að fólk, sem er óvant
hrossum, hafi upplifað þetta sem eitt-
hvað „viðbjóðslegt". Svo verð ég að
segja að ég efast um að nokkur hafi
vonað að annar hesturinn félli ofan í
gljúfHð eins og segir í umræddri frá-
sögn R.Á., það er ámælisvert að vera
með slíkar getsakir.
I frásögn E.G. er fullyrt að „tveir
menn með oddmjóar stengur hafi
stungið hestana þannig að séð hafi á
þeim“. Þetta varð ég ekki var við enda
vissi ég að það átti alls ekki að nota
stengumar til að meiða hrossin heldur
til að gera atriðið meira sannfærandi.
Að endingu vil ég geta þess að þeir
sjónarvottar, sem ég hef talað við, em
þessu sammála.
JRP581
iBBÖND
42.100.-
Sí
**°0,00
•STÓRHAPP'
—...... mi&ifrz*
í&jk! .
SmfiUðklR12.ÁM|987
SdW ötOSKATTVWAlSl*
t*s.A^e,
Wja ín“ýM.7u'Jir»S‘
'ðn -' s, 0
Lesandi vill taka upp ríkisrekstur á happdrættum.
Hestaat er mjög umtalað þessa dagana.
AUGLÝSING
Samkvæmt 7. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt með áorðnum breytingum, sbr.
ákvæði 1. mgr. 98 gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, um að álagningu
launaskatts á árinu 1987 sé lokið.
Tilkynningar (álagningarseðlar), er sýna launaskatt sem skattstjóra ber að ákvaróa,
hafa verið póstlagðar. Hér er annars vegar um að ræða launaskatt skv. 4. gr. fyrr-
nefndra laga, þ.e. á reiknuð laun manna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi
og á hlunnindi sem ekki eru greidd í peningum, og hins vegar launaskatt skv. 3. gr.
sömu laga sem greiða ber af greiddum launum á árinu 1986.
Kærur vegna álags launaskatts, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með launa-
skattsseðli 1987, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en
29. ágúst 1987.
31. júlí 1987
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaidarson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólfur Helgi Kjartansson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Rafn Einarsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.
Ríkið notfæri sér happ-
drætti til fjáröflunar
Þórður Sigurðsson skrifar:
Þegar happdrætti ber á góma, og þau
eru nú orðin svo mörg og margvísleg
hér á landi að með ólíkindum má telja,
þá kemur manni oft í hug hvers vegna
hið opinbera tekur ekki upp þann
hátt að afla tekna með happdrætti í
einhverju formi.
Þetta er víða gert erlendis og af því
fást mjög góðar og jafnar tekjur. Er
eitthvert vit í því að félagasamtök,
eins og t.d. íþróttafélög, skuli geta set-
ið að þessum íjármagnsbrunni, en
ríkið, sem verður að standa undir allri
velferðarþjónustu og hvers konar
kröfúgerðum, þ.á m. styrkjum til
íþróttafélaga, geti ekki notfært sér þá
gífurlegu möguleika sem felast í happ-
drættum.
Ég er viss um að fólk myndi leggja
talsvert af mörkum í viðskiptum við
gott og sterkt happdrætti sem hið op-
inbera héldi úti ef vinningslíkur væru
góðar og tíðnin í vinningslíkum eða
drætti væri lík og gerist t.d. hjá Há-
skólaþrennunni.
Umfram allt verður happdrættið að
vera vinsælt og vinningslíkur miklar,
þótt upphæðir væru ekki háar.
Það er full þörf fyrir hið opinbera í
heild, ekki bara einstaka málaflokka
hins opinbera, að huga að þessum
möguleika þannig að tekjur af slíku
happdrætti yrðu verulegar.
Það er enginn lítilsvirðing í því fyrir
ríkisvaldið að fara út i þessa fram-
kvæmd, þetta tíðkast víða í þeim
löndum, sem við nefnum oftast fyrst í
sambandi við menningu og siðvæð-
ingu, eins og mörg í nágrenni við
okkur.
Einstök félagasamtök eða stofnanir,
sem halda uppi starfsemi sinni með
happdrætti, geta vel haldið þvi áffarn,
en þessi fjáröflunarleið á fyrst og
ffernst að koma hinu opinbera, lands-
mönnum öllum, til góða.
Ríkisskuldabréf eru góð sem slík, en
almenningur tekur ekki þátt í kaupum
á þeim að neinu marki, einfaldlega
vegna þess, að þau gefa ekki nógu
mikinn arð og einnig allt of seint.
Happdrætti er eitthvað sem fólk vill
geta gengið að á degi hverjum og helst
vill það sjá strax og keypt er hvemig
eða hvort peningamir hafa ávaxtað
sig.
Þetta er ekkert óeðlilegt i þjóðfélagi
sem er byggt upp á spennu og hraða
sem hvergi er meiri en hér á landi
ásamt því að búa við gjaldmiðil sem
er nánast ónýtur um leið og menn
taka við honum.
Á því er svo enn önnur skýring,
m.a. sú að langflestir fá laun sín einu
sinni'í mánuði sem þýðir að verslun
og viðskipti fara aðallega ffam 2-3
daga í kringum mánaðamótin í formi
ávísana- og launaseðlabókana í bönk-
um, um leið og þeir færa í raun
heimilisbókhald almennings í formi
greiðslu gíróseðla ffá neytendum. Tíð-
ari launagreiðslur og ríkishappdrætti
em spor í rétta átt.
VANTARI
EFTIRTALIN
HVERFI
[Reykjavík
Bollagötu
Guörúnargötu
Gunnarsbraut
Kjartansgötu
*******************************
Flyörugranda
Álagranda
*******************************
Baldursgötu
Bragagötu
Nönnugötu
Brautarás
Brekkubær
Brúarás
Dísarás
Melbær
*******************
Kirkjuteig
Hraunteig
Otrateig
|Kópavog
AFGREIÐSLA
Þverholti 11, sími 27022
Grundarstíg
Ingólfsstræti
Amtmannsstig
Bjargarstig
*******************************
Heiðargeröi
Hvammsgerði
Skálagerði
Lundarbrekku
Selbrekku
Nýbýlaveg 82-86
Garóabæ
Markargrund
Ásgarö
Njarðargrund
Ægisgrund