Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Síða 36
r
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augtýsingar - Áskrifft - Dreifing: Sími 27022
Enn sigrar Jóhann
Spennan á millisvæðamótinu í
Szirák er nú að ná hámarki. Jóhann
Hjartarson, sem hefur staðið sig með
stakri prýði á mótinu, vann breska
skákmanninn Flear í tuttugu og
tveimur leikjum í gær. Jóhann var
með svart en Flear valdi Petrosjan
afbrigði af Drottningar-indverskri
vöm. Flear lék ónákvæmt, fékk
snemma verri stöðu og gafst upp eft-
ir að hafa tapað mjög mikilvægu
. peði.
Önnur helstu úrslit í tíundu um-
ferð urðu þau, að Nunn vann
Ljubojevic, Portisch vann Milos,
Salov vann Allan, Andersson vann
Christiansen og Benjamin gerði
jafntefli við Beliavsky.
Staðan á mótinu nú, þegar tiu
umferðir hafa verið tefldar, er sú að
Beliavsky er enn efstur með sjö og
hálfan vinning, Jóhann. Nunn og
Salov eru í öðru til fjórða sæti með
sjö vinninga, Ljubojevic og Portisch
em i fimmta til sjötta sæti með sex
... r og hálfan vinning, Andersson er með
sex vinninga í sjöunda sæti og Milos
er í áttunda sæti með fimm og hálfan
vinning.
í dag hefur Jóhann hvítt á móti
Totorshevic. -KGK
Forieikur í Vest-
mannaeyjum
í nótt sem leið var mikil ölvun i
Vestmannaeyjum. Dansleikir voru í
..W þremur húsum. Lögreglan i Vest-
mannaeyjum sagði að þetta hefði
verið forleikur að þjóðhátíðinni sem
hefst í dag. Ölvun var mikil og í
morgun var ennþá eitthvað um fólk
ranglandi um götur.
Tveir voru teknir vegna meintrar
ölvunar við akstur. Annar þeirra ók
á gangandi vegfaranda. Vegfarand-
inn var sendur á sjúkrahúsið en fékk
að fara heim að lokinni skoðun.
-sme
DV kemur næst út þriðjudaginn
4. ágúst. Smáauglýsingadeild DV
er opin til kl. 22 í kvöld. Lokað
verður laugardag, sunnudag og
mánudag.
Anægjulega verslunarmanna-
helgi og góða ferð.
ÓVENJU LÁGT VERÐ
0PIÐ TIL KL. 16.00
Á LAUGARDÖGUM
Smiðjuvegi 2, Kópavogi
Símar 79866, 79494.
LOKI
Er „gosið“ frítt í Eyjum?
Er frosið grænmeti nýtt?
Troðið á rétti neytenda
- segir Jónas Bjamason stjómarmaður í Neytendasanrtókunum
„Landbúnaðarráðherra er með
þessu að troða á rétti íslenskra neyt-
enda og fara út fyrh' lagaheimildir
með því að túlka þær ffjálslega.
Hann býr til regnhlíf fyiir íslenska
ffamleiðendur sem bindast samtök-
um og halda uppi verði og einokun
á innlendu grænmeti og hugsanlega
erlendu," sagði Jónas Bjamason,
formaður landbúnaðamefodar
Neytendasamtakanna og stjómar-
maður í Neytendasamtökunum.
Nýlega gaf landbúnaðarráðuney-
tið út túlkun sína á skilyrðum fyrir
innflutningi á frosnu grænmetL Vill
ráðuneytið túlka lagagrein í lögum
um framleiðslu, verðlagningu og
sölu á búvörum þannig að undir
nýtt grænmeti mætti flokka ferskt
og frosið grænmeti. Samkvæmt þess-
ari túlkun má ekki fiytja grænmeti
inn til landsins á meðan til em birgð-
ir af frosnu grænmeti.
„Ef íslenskir sjómenn væru spurðir
að því hvort þeir vildu kalla frystan
fisk ferskan þætti þeim það fráleitt.
Það er alveg jafofráleitt að flokka
ffyst grænmeti sem nýtt. Fryst græn-
meti er unnið sérstaklega og því af
og frá að það geti talist nýtt,“ sagði
Jónas.
Jónas sagði að hann teldi land-
búnaðarráðherra hafe ferið út fyrir
stjómvaldsheimildir sfoar með væg-
ast sagt frjálslegri túlkun á lagatext-
anum. Því yrði eitthvað gert. „Það
er okki til neinn stjómlagadómstóll
á tslandi en við munum fá lögfróða
aðila til að styðja okkur í að koma
í veg fyrir valdkúgun," sagði Jónas
Bjamason.
JF.J
Verslunarmannahelgin er framundan, mesta ferðahelgi ársins. Menn láta örlitla vætu ekki á sig fá
og halda galvaskir á vit náttúrunnar. Þessir skátar voru að gera sig klára fyrir helgarferðina fyrir
framan Skátabúðina á Snorrabraut. Gítarar voru dregnir fram og raddir æfðar. Varðeldurinn logaði
meira að segja glatt í úðanum. Góða ferð. DV-mynd Brynjar Gauti.
Helgarveðrið:
Hæg norðanátt um allt land
„Spáin fyrir morgundaginn er hæg
norðanátt um allt land og skúrir
víðast hvar. Sennilega verður veðrið
best á S-Austurlandi og þar er helst
von til þess að sjáist til sólar. Aftur
á móti gerum við ráð fyrir þvi að á
sunnudag skáni veðrið og verði þá
sæmilega þurrt víðast hvar,“ sagði
Eyjólfur Þorbjömsson veðurfræð-
ingur í samtali við DV í morgun,
aðspurður um það sem allir vilja
vita um þessar mundir, veðurhorfur
helgarinnar.
Þessari norðanátt sem spáð er fylg-
ir að sjálfsögðu minna hitastig, en
að sögn Eyjólfs er ekki spáð neinum
kulda þótt svalara verði.
„Það má segja að líkur séu á mein-
lausu veðri alla helgina um allt
landið eins og horfumar em núna,“
sagði Eyjólfur.
Þær þúsundir manna sem em að
leggjast í ferðalög í dag ættu því
engu að þurfa að kvíða með veðrið
fari spá Eyjólfs eftir.
-S.dór
Útískemmtanimar:
Straumurinn
liggur í Húsa-
fell og til Eyja
Þeim aðilum sem annast um hóp-
férðir helgarinnar og DV ræddi við i
morgun bar saman um að straumurinn
um helgina lægi til tveggja staða,
Húsafells og Vestmannaeyja.
Ásgerður Jónsdóttir hjá Bifreiðastöð
Islands sagði að lítið væri spurt um
rútuferðir til annarra staða en Húsa-
fells nema ef vera skyldi Þórsmörk.
Hún sagði að í dag væm áætlaðar
fimm ferðir að Húsafelli, klukkan 10
í morgun, 13.00, 15.00, 18.30 og 22.00 í
kvöld. Langmest aðsókn væri í ferðina
klukkan 18.30 og væri hún uppseld
nema ef hægt yrði að bæta við rútum.
Á morgun verða ferðir að Húsafelli
klukkan 13.00 og 18.00.
Margrét Gunnarsdóttir í afgreiðslu
Flugleiða hf sagði að í fluginu lægi
straumurinn til Vestmannaeyja. I dag
em áætlaðar 13 ferðir til Eyja og væri
uppselt í þær allar. Áfram verður fiog-
ið á morgun en ekki jafo margar ferðir
og í dag.
Herjólfur fer þrjár ferðir frá Þorláks-
höfo til Vestmannaeyja í dag og tvær
á morgun laugardag.
-S.dór
Kaupmannahöfn:
Fleiri íslend-
ingar bíða
handtöku
- nokkurra leitað
Fikniefoalögreglan í Kaupmanna-
höfo höfo leitar nú nokkurra íslend-
inga í tengslum við amfetamínmálið
sem hófst með handtöku 53 ára gam-
als íslendings í borginni í síðustu viku
með 1,3 kíló af amfetamíni. Að sögn
dönsku lögreglunnar em þetta Islend-
ingar sem búsettir em í Kaupmanna-
höfo en hafa nú falið sig vegna leitar
lögreglunnar. Ekki fengust upplýsing-
ar um hver margir þeir em en fíkni-
efnamál þetta er stórt og em margir
tengdir því. Tveggja kílóa af amfetam-
íni er leitað í Danmörku og Svíþjóð.
Verða þessir íslendingar handteknir
ef þeir finnast.
Tveir íslendingar sitja þegar i gæslu-
varðhaldi í Kaupmannahöfo út af
þessu máli, sá sem handtekinn var í
síðustu viku og einn sem framseldur
var frá Málmey í Svíþjóð í fyrradag.
Verður varðhaldið framlengt um mán-
uð á næstunni. I Málmey sitja þrír
íslendingar í gæsluvarðhaldi vegna
sama máls.
-BTH
Veðrið á morgun:
Þurrt og bjart
sunnan og
vestanlands
Margir sem ætla úr bænum á Suð-
ur- eða Vesturland þurfa ekki að
hafa áhyggjur af veðri þar á morgun
því bjart verður og þurrt að kalla,
en fremur hæg norðlæg átt og skýjað
og skúrir á víð og dreif norðan og
austanlands. Hiti verður 10 til 15
stig.