Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 4
22 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurpró- fastsdæmi sunnudaginn 6. sept. 1987. Arbæjarkirkja: Messuferð kirkju- kórs Árbæjarsóknar verður farin til Þingeyra í Húnaþingi sunnudag 6. sept. Kórinn syngur við guðsþjón- ustu í Þingeyrakirkju kl. 14 ásamt kirkjukór Þingeyrasóknar. Organ- leikari Jón Mýrdal. Sóknarprestur Árbæjarprestakalls prédikar og sr. Árni Sigurðsson, sóknarprestur á Blönduósi, þjónar fyrir altari. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall: Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Jónas Þórir. Prestur sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Æskulýðs- fundur þriðjudagskvöld. Sóknar- nefndin. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Dómkór- inn syngur. Organleikari Marteinn Hunger Friðriksson. Leikið verður á orgel kirkjunnar í 20 mín. áður en messan hefst. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni messar. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík: Fyrsta barna- guðsþjónustan á þessu hausti kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smábarnasöngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Fram- haldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Organ- isti Ámi Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Altar- isganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjömsson. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Organ- isti Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. Kópavogskirkja: Messa í Kópavogs- kirkju kl. 11 árdegis. (Altarisganga.) Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Ein- söngur: Harpa Harðardóttir, við undirleik Áshildar Haraldsdóttur á flautu. Prestur sr. Sig. Haukur Guð- jónsson. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja: Minni á guðsþjón- ustu í Áskirkju kl. 11 árdegis sunnuuag. Sóknarprestur. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Org- el- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljasókn: Guðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson. Seltjarnarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Guðsþjón- usta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Örn Falkner. Einar Eyjólfsson. Víðistaðasókn: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. Tilkyimingar Fríkirkjan í Reykjavík: Fyrsta barnaguðsþjónusta haustsins á sunnudaginn Á sunnudaginn kemur, 6. september, verð- ur bamaguðsþjónusta í Fríkirkjunni i Reykjavík kl. 11.00. Er það fyrsta bama- guðsþjónustan á þessu hausti. Guðspjall dagsins er útskýrt með hjálp mynda á töflu. Smábamasöngvar og bamasálmar em sungnir. Börn, sem átt hafa afmæli frá því í vor, em boðin sér Vilhjálmur Bergsson í Norræna húsinu Vilhjálmur hefur haldið fjölda sýninga víða um heim og á fjöldi lista- safna stórborganna verk eftir hann. Á sýningu Vilhjálms Bergssonar, sem verður opnuð í Norræna hús- inu á laugardag kl. 14.00, verða 47 myndir, 9 kol- og blýantsteikning- ar, 15 vatnslitamyndir og 23 olíumálverk. Sýningin verður opin frá klukkan 2-10 daglega, einnig um helgar til 20. september. Vilhjálmur nam í listaskóla í Kaupmannahöfn á árunum 1958 til 1960 og fór síðan til Parísar í Notre Dame Champs skólann. Hann hef- ur haldið fjölda einka- og samsýn- inga víða um lönd, þar á meðal margar í Kaupmannahöfn, París, Dusseldorf og New York, svo eitt- hvað sé nefnt. Mörg listasöfn stórborganna eiga einnig eftir hann fjölda listaverka. Akureyri: Listkyiming á verkum Kristínar Guðrúnar Menningarsamtök Norðlend- inga, MENOR, og Alþýðubankinn á Akureyri kynna nú myndlistar- konuna Kristínu Guðrúnu í útibúi. Alþýðubankans á Akureyri. Kristín Guðrún er fædd 15. apríl 1963 og lauk stúdentsprófi frá MA 1983. Um haustið sama ár innritað- ist hún í fornámsdeild Myndlistar- skólans á Akureyri eftir að hún hafði verið þar á námskeiðum frá barnsaldri. Haustið ’84 fór hún í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og útskrifaðist þaðan síðast- liðið vor. Hún ætlar svo að halda til náms á erlendri grund. Á listkynningunni eru 7 verk, 4 unnin með olíu á striga og 3 mónó- grafísk verk. Listkynningin stend- ur til 16 október. Kristin Guðrún sýnir 4 verk, unnin í olíu á striga, og 3 mónógrafisk verk. Septemhópurinn á Kjarvalsstöðum Fimm listamannanna úr Septemhópnum sem sýnir á Kjarvalsstöðum næstu tvær vikurnar. Septemhópurinn opnar sýningu á Kjarvalsstöðum kl. 14.00 á laugar- dag og stendur sýning þeirra um tveggja vikna skeið. Hafa þeir unn- ið að því að halda sýningu árlega í september ásamt einum erlendum listamanni en í ár verður enginn útlendur listamaður með í för. Sex listamenn úr hópnum sýna 53 olíumálverk og skúlptúra. Það eru: Valtýr Pétursson, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Bene- diktsson, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðsson og Hafsteinn Austmann, en þeir eru fleiri sem í hópnum eru. Helgi Þorgils hefur hlotið margs konar Kjarvalsí Helgi Þ um Helgi Þorgils Friðjónsson opnar tvær sýningar um helgina, annars veg- ar í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg kl. 20.00 í kvöld og hins vegar að Kjarvalsstöðum daginn eftir, laugar- dag kl. 14.00. Hann mun sýna grafík og vatnslitamyndir i Gallerí Svart á hvítu og olíumálverk á Kjarvalsstöð- um. Hann segir meðal annars í sýningar- skrá sinni „Lífið utanvert er til að fylla upp ákveðna heildarmynd, einstakl- Ýmislegt Flóamarkaður Félag einstæðra foreldra heldur flóamark- að í Skerjarnesi 6 laugardaginn 5. sept- ember kl. 14-17. Nýir skór á gjafverði og margt fleira sem freistar. Flærnar Hársnyrting og fótsnyrting fyrir aldraða hefst aftur eftir sumarfrí, miðvikudaginn 9. sept. nk. í safnaðar- heimili Neskirkju. Kvenfélag Neskirkju Landakotsspítali Breyting á síðdegisheimsóknartíma: Frá og með 7. september breytist síðdegis- tíminn þannig: Frá 18.30-19.00, síðdegis- tímar eru óbreyttir. Frá skemmtiferð barnamessufólks Fríkirkjunnar út í Viðey í vor leið. staklega velkomin og fá svolítinn glaðn- ing. Þá er lesin framhaldssaga. Við píanóið er Pavel Scmid fríkirkjuorganisti. Hvert barn fær í hendur spjald með helgimynd. í hverri barnamessu er límt sérstakt mætingamerki á spjaldið. Verð- laun fyrir góða ástundun eru veitt tvisvar á vetri: eftir áramót og í vor. Foreldrar svo og afar og ömmur eru hvött til þess að koma með böm sín í bamaguðsþjónustumar, sem eru haldnar að jafnaði annan hvem sunnudag kl. 11.00 árdegis. Gildran á Akureyri Nú gefst Akureyringum færi á að heyra í Gildrunni en hljómsveitin hefur vakið mikla athygli á tónleikum sínum í Reykja- vík þar sem hún hefur verið að kynna efni af plötu sinni, Huldumenn. Gildran mun leika í H-100 föstudags- og laugardags- kvöld 4. og 5. september. Islensk atvinnumiðlun hf. Sett hefur verið á stofn í Reykjavík vinnumiðlun undir nafninu Islensk at- vinnumiðlun hf., ICEJOB. Eins og nafnið bendir til er starfsemi fyrirtækisins fólgin í vinnumiðlun og alhliða ráðningarþjón- ustu við stofnanir og fyrirtæki sem eru að leita eftir erlendu starfsfólki. I byijun munum við einbeita okkur að norrænum vinnumarkaði en markmið okkar er að snúa okkur í náinni framtíð að vinnu- markaði utan Norðurlandanna. Forstöðumaður Islenskrar atvinnu- meiðlunar hf. er Eyjólfur Pétur Hafstein, sem hefur að baki starfsreynslu á sviði vinnumiðlunar milli íslands og hinna Norðurlandanna. Eyjólfur Pétur var for- stöðumaður NORDJOBB vinnumiðlunar- innar á Islandi, en NORDJOBB sér um miðla sumarstaríí til norrænna ungmenna. Með þessari þjónustu viljum við koma til móts við þarfir íslensks atvinnulífs í þeirri manneklu sem nú er ríkjandi á at- vinnumarkaði hérlendis. Ferðalög Haustferð Hin árlega „13. september ferð“ Jökla- rannsóknafélagsins í Jökulheima verður farin föstudaginn 11. september 1987 kl. 20 frá Guðmundi Jónassyni hf. (austurdyr). Þátttaka tilkynnist til Stefáns Bjama- sonar, vinnusími 686125 (heima 37392) eða Ástvalds Guðmundssonar, vinnusími 686312. Helgarfeðir Ferðafélagsins 4.-6. sept.: 1) Þórsmörk Gist í Skagijörðsskála/Langadal. Göngu- ferðir við allra hæfi um Mörkina. Aðstað- an í Skagíjörðsskála er sú besta sem gerist í óbyggðum. Njótið dvalar í Þórsmörk hjá Ferðafélagi Islands. 2) Landmannalaugar - Eldgjá Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins íjjaugum. k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.