Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987. 29 Verður Valur meistari á morgim? - næstsíðasta umferðin í 1. deildinni í knattspyrnu á morgun Úrslitin í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu geta ráðist endan- lega um helgina. Á morgun, laugardag, fer fram heil umferð í 1. deildinni og að þeim leikjum loknum er aðeins einni umferð ólokið. • Stórleikur 17. umferðar verður viðureign KR og Vals á KR-velli. Með sigri í þessum leik tryggja Valsmenn sér fslandsmeistaratitil- inn og jafntefli getur nægt ef Skagamenn tapa stigum á heima- velli sínum gegn Víði frá Garði. KR-liðið hefur tapað síðustu þrem- ur leikjum sínum og verður að vinna sigur gegn Val ef draumur- inn um Evrópusæti á að verða að veruleika. • Akurnesingar, sem eru fjórum stigum á eftir Valsmönnum, eiga heimaleik á morgun gegn Víði sem hreinlega verður að leggja Skaga- menn að velli ef þeir Suðumesja- menn ætla að halda sæti sínu í 1. deild. Ef Víðir tapar leiknum er liðið svo gott sem fallið í 2. deild. Ef Skagamenn vinna og Valur tap- ar á KR-vellinum munar aðeins einu stigi á Val og fA. • Framarar, sem eru fimm stig- um á eftir Val, eiga að leika gegn Völsungi á Húsavík. Bæði lið þurfa á sigri að halda. Vinni Fram og Valur og Skaginn tapi leikjum sín- um munar tveimur stigum á Val og Fram fyrir síðustu umferð móts- ins. Völsungar berjast fyrir lífi sínu í deildinni og með sigri gegn Fram á liðið mikla möguleika á áfram- haldandi 1. deildarsæti. • Þessir leikmenn verða í eldlínunni á morgun. Willum Þórsson sækir hér að Skagamönnunum Birki Kristinssyni, Sigurði Jónssyni og Heimi Guðmundssyni. • Akureyrarliðin Þór og KA berjast á Akureyrarvelli á morgun. Þórsarar eru með í baráttunni um Evrópusæti á næsta ári en KA sigl- ir lygnan sjó. Þórsarar hafa harma að hefna að þessu sinni því á dög- unum sigraði KA Þór, 3-1, í leik liðanna um Akureyrarmeistaratit- ilinn 1987. • Loks taka Keflvíkingar á móti FH-ingum á morgun. FH-ingar standa höllum fæti í deildinni eftir mikla óheppni ! tveimur síðustu leikjum sínum í deildinni. FH-ingar fengu á sig mark á síðustu sekúnd- um gegn Fram og töpuðu síðan niður 3-0 stöðu í 3-3 jafntefli gegn Völsungi á dögunum. • Allir leikirnir hefjast klukkan tvö á morgun, nema leikur Akra- ness og Víðis en sá leikur hefst klukkan hálfþrjú. Hart barist í 2. deild 17. umferðin á morgun Endalokin á tryllingslegum slag í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spymu nálgast nú óðum og á morgun, laugardag, fer fram næst- síðasta umferðin. Eftir þá umferð ættu línur að hafa skýrst nokkuð en þó gæti svo farið að allt yrði í sömu bendunni sem fyrr eftir leik- ina í 17. umferð. • Topplið deildarinnar, Víking- ur, á erfiðan útileik um helgina gegn Vestmannaeyingum. Með sigri tryggja Víkingar stöðu sína verulega og ætti þá 1. deildarsætið að vera svo til tryggt. Víkingar eiga að leika gegn Selfossi í Laugardal í síðustu umferð. • Leiftur frá Ólafsfirði á heima- leik á morgun gegn Leiftri frá Vopnafirði. Sömu sögu er að segja um þennan leik og alla aðra i deild- inni, hann skiptir sköpum fyrir bæði lið. • Breiðablik, sem hefur verið á dúndrandi siglingu undir stjórn Þorsteins Friðþjófssonar, á heima- leik á morgun gegn KS. Blikamir komast í baráttuna með sigri og má reyndar telja það frábæra frammistöðu ef Blikarnir skyldu ná að tryggja sér 1. deildarsæti eft- ir afleitt gengi fyrri hluta íslands- mótsins. • ÍR-ingar tiyggja sig í deildinni ef þeir ná að sigra botnlið ÍBÍ á Laugardalsvelli á morgun en ís- firðingar em fyrir löngu fallnir í 3. deild. • Þróttarar eiga erfiðan útileik á morgun gegn Selfossi. Bæði lið berjast á toppi 2. deildar og verður ömgglega hart barist. • Allir leikimir í 2. deild á morg- un hefjast klukkan tvö nema leikur ÍR og IBÍ sem hefst klukkan fjögur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.