Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987. 21 Huxtable og Irú ræða framtið barnanna. Sjónvarpið laugardag kl. 20.40: Fyrirmyndarfaðirinn og fjölskylda hans Nú geta menn farið að anda létt- ar því fyrirmyndafaðirinn og fjöl- skylda hans birtast aftur á skjánum á laugardagskvöldið. Þar er að sjálfsögðu á ferðinni Huxtablefam- ilían, Cosbyfjölskyldan eða svert- ingjafjölskyldan eða bara hvaða nöfnum sem hún nefnist. Alla vega er það þannig hjá mörgum að þeim finnst ekki kominn laugardagur fyrr þessi merka fjölskylda birtist á skjánum. Við eigum von á mörgum skemmtilegum uppákomum í vetur, ekki síst frá lækninum sjálfum sem fer oftast á kostum ásamt yngstu dóttur sinni. RÚV, rás^l, laugardag kl. 15.00: Stefán íslandi hjá Eddu Nóngestur Eddu Þórarinsdóttur að þessu sinni verður Stefán íslandi en hann verður í ríkisútvarpinu klukkan þrjú á laugardag. Óþarft er að kynna Stefán þar sem hann er orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og hefur gert garðinn frægan. Edda mun rabba við Stefán um líf hans og störf og hann mun velja tónlistina í þáttinn. Það verður væntanlega tónlist sem tengist hans ferli. Stefán íslandi velur tónlist sem tengist hans ferli í þátt Eddu Þórarins. RÚV, rás 2, sunnudag kl. 15.00: Tónlistarkrossgátan Það vantar nú 14 krossgátur upp á hundraðið undir stjórn Jóns Grön- dal en 13 þegar þessari á sunnudaginn er lokið. Lausnir sendist til Ríkisútvarpsins, rásar 2, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík, merkt Tónlistarkrossgátan. Sjónvarpið laugardag kl. 23.05: Sláturhús fimm og Kurt Vonnegut Tveir dagskrárliðir á laugardags- kvöldið verða tengdir Kurt Vonnegut, rithöfundinum heim- þekkta og afar sérstaka. Annars vegar verður rætt við höfundinn sjálfan vegna heimsóknar hans til íslands í þessum mánuði á vegum Máls og menningar og hins vegar sýnd kvikmyndin Sláturhús fimm sem gerð er eftir skáldsögu hans sem komið hefur úr í íslenskri þýð- ingu og er ein af þekktari sögum hans. Þessi mynd var gerð árið 1972 og er í leikstjórn George Roy Hill. Hún segir frá miðaldra gleraugna- sérfræðingi sem ferðast milli nútímans, fjarlægs hnattar og Þýskalands styrjaldaráranna þar sem hann var stríðsfangi er sprengjur bandamanna lögðu Dresden í rúst. Þessi saga er í raun upplifun hans á stríðinu sögð á absúrd hátt og „so on“. Leikarar í þessari mynd eru Mic- hael Sacks og Ron Leibman. Kurt Vonnegut er afar sérstakur eins og myndin ber meö sér. Sjónvarpiö sunnudag kl. 20.55: Noröurlandaikeppni ungra einleikara Sigrún Eðvaldsdóttir hefur hlotið mikinn frama sem fiðluleikari að- eins tvítug að aldri. Fulltrúi okkar i Norðurlanda- keppni ungra norræna einleikara var Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari en hún og Gunnar Idemstam orgelleikari leika saman á skjánum á sunnudagskvöld. Sigrún er aðeins tvítug að aldri og lauk árið 1984 einleikaraprófi undir stjórn Guðnýjar Guðmunds- dóttur. Hún hefur tekið þátt í fjölda keppna þrátt fyrir ungan aldur og spilar með Islensku hljómsveitinni. Gunnar er fæddur 1961 og hlaut fyrstu verðlaun í virtri keppni í Frakklandi og hefur síðan þá verið eftirsóttur orgelleikari. RÚV, rás 1, suiinud. kl. 13.30: HvervarDjúkni? Hver var Djúkni? nefnist þáttur sem Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur tók saman en lesar- ar eru Arnór Benónýsson og Viðar Eggertsson. Djúkni hét réttu nafni Stépan Djúnkovskí og var rússneskur prestur um miðbik nítjándur aldar. Hann snerist til rómverskkaþól- skar trúar og fékk það verkefni að boða trú á Norðurlöndum. Kynntist hann þá nokkrum ís- lendingum, þeirra á meðal Bened- ikt Gröndal Sveinbjarnarsyni, sem lýsir honum skemmtilega í Dægra- dvöl, auk þess sem Djúkni kemur með ævintýralegum hætti við sögu í Heljarslóðarorustu. Ferill Djúkna var litríkur og er brugðið upp lifandi mynd af hon- um. Sophia Loren leikur önnu Jesson sem hrífst af öðrum manni en eignmanninum. Stöð 2 sunnud. kl. 21.15: Loren og Burton Leynifundir nefnist bíómynd í leikstjórn Alan Bridges með Soph- iu Loren og Richard Burton í aðalhlutverkum og er að sjálfsögðu komin til ára sinna. Þar leikur frú Loren gifta konu, Önnu Jesson, sem er hamingjusam- lega gift kona með tvö börn. Af tilviljun hittir hún mann sem Burt- on leikur. Hún hrífst af honum en reynir að standast freistinguna en tekst það sennilega ekki þar sem myndin heitir Leynifundir. Stöð 2 laugardag kl. 23.25: Gary Cooper og Barbara Stanwyck Jeff Dawson nokkur ræður sig til starfa hjá Conway olíufélaginu í Mexíkó. Eiginkona Conways er fyrrverandi unnusta Dawsons, svona er nú heimurinn lítill, og ást hennar blossar upp er þau hittast að nýju. Dawson er lofaður annarri en frúin lætur ekkert aftra sér til að sanna ást sína, kemur hún eigin- manninum fyrir kattarnef. Þessi tvö skötuhjú eru leikin af gömlu kempunum Gary Cooper og Bar- bara Stanwyck. I öðrum hlutverk- um eru Ruth Roman og Anthony Quinn, enda er myndin frá því 1953 og nefnist Blowing Wind og hefur verið þýdd sem Olíugos en hvers vegna er ekki ljóst enn sem komið er. - í Olíugosi Allir voru aö reyna að likjast Gary Cooper sem þama er með Barböru Stanwyck i Blowing Wind.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.