Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 1
Ef þú vilt dansa ABRACADABRA, Laugavegi 116 Diskótek fbstudags- og laugardagkvöld. ÁRTÚN, Vagnhöfða 11, sími 685090 Gömlu dansarnir á föstudagskvöld. Opið kl. 21-03. Nýju og gömlu dansarnir laugar- dagskvöld, opið kl. 22-03. Hljómsveitin Danssporið ásamt söngkonunni Krist- björgu Löve bæði kvöldin. BROADWAY, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Stórsýningin Allt vitlaust verður föstudags- og laugardagskvöld ásamt hljómsveit Siggu Beinjeins sem leikur í síðasta sinn í Broadway. Húsið er opið frá 22.00-03.00. Matur framreiddur fyrr um kvöldið. CASABLANCA, Skúlagötu 30 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld- um frá kl. 22-03. DUUS-HÚS, Fichersundi, sími 14446 Diskótek föstudags- laugardags- og sunnu- dagskvöldum opið frá 22 til 03. EVRÓPA v/Borgartún Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Dúettin Weather girls skemmtir bæði kvöldin. Húsið er opið frá kl. 22-03. GLÆSIBÆR, Álfheimum Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld frá 22-03. HOLLYWOOD, Ármúla 5, Reykjavík Tónlist 7. áratugarins verður á föstudags- og laugardagskvöld með Óðmönnum í broddi fylkingar í „Leitinni að týndu kyn- slóðinm". Húsið opið 22-03. HÓTEL BORG, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Gömlu dansarnir á sunnudagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Kaskó leikur. Tískusýning öll fimmtudagskvöld. HÓTELSAGA v/Hagatorg, Reykjavík simi 20221 Hljómsveit Grétars Örvarssonar leikur fyrir dansi í Súlnasal Hótel Sögu föstu- dags- og laugardagskvöld. Á Mímisbar leikur Stefán Jökulsson. LENNON v/Austurvöll, Reykjavík, simi 11630 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld MIAMI, Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240 Diskótek föstudaga og laugardaga. Ald- urstakmark 16 ár. ÚTÓPÍA, Suðurlandsbraut 26 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. ÞÓRSKAFFI, Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333 Hljómsveit Stefáns P. leikur á efri hæð hússins föstudags- og laugardagskvöld. Diskótek á neðri hæðinni. Fjöldi skemmtiatriða, skrúðganga og fleira verður við opnun Laugaveg- arins á laugardag. Formleg opnun Laugavegarins: Þjónustuaðilar veita vöruafslátt Sá hluti Laugavegarins, sem hef- ur verið í endurbyggingu í sumar, verður formlega opnaður á morg- un, laugardag. Davíð Oddsson borgarstjóri mun klippa á borða sem tengdur hefur verið á milli Frakkastígs og Laugavegar. Samtök Gamla miðbæjarins ætla að nota tækifærið og kynna fólkinu þá þjónustu sem býðst. Eru 800 aðilar með ýmiss konar atvinnu- starfsemi í miðbænum. Opið verður frá kl. 10.00 um morguninn til kl. 16.00. Ný bílastæði á Faxaskála- svæðinu rúmar 370 bíla. Dagskráin hefst kl 12.40. Þá verð- ur Lúðrasveit verkalýðsins í farar- broddi göngu niður að mótum Frakkastígs og Laugavegar þar sem Davíð klippir á borðann. Hann mun síðan ferðast með miðbæjar- strætó niður í bæ sem verður fallega skreyttur allan föstudag og laugardag. Fornbílaklúbburinn og Trabant- klúbburinn munu aka niður Laugaveginn á eftir Lúðrasveit- inni. Þrettán aðilar á Laugaveginum munu verða með sérstaka kynn- ingu á vörum sínum fyrir utan búðirnar ef veður leyfir og ætla allflestir aðilar í miðbænum að veita afslátt af vörum sínum. Jón Páll ætlar að setja nýtt íslandsmet í Suzukilyftu í dag. Reykjavíkurdagur á Lækjartorgi: Fjöltefli, grill- veisla og hljómleikar - Jóhann teflir fjöltefli Stórmeistarinn og skákhetja okkar íslendinga, Jóhann Hjartar- son, teflir fjöltefli á Lækjartorgi í dag við 10 fræknustu kappa lands- ins og hefst leikurinn kl. 13.30. Davíð Oddsson borgarstjóri mun tefla fyrstu skákina. Að því loknu munu Tommahamborgarar ásamt Stjörnunni, sem stendur fyrir þess- ari skemmtun, efna til grillveislu þar sem góðgæti verður fyrir fjölda manns. Kl. 14.15 fremur Ingólfur töframaður nokkra galdra og um fjögurleytið hefjast tónleikar á Torginu þar sem fjöldi þekktra ís- lenskra tónlistarmanna mun koma fram. Þar verður Stuðkompanííð, Hljómsveitin DADA, Laddi, Meg- as, Björgvin Halldórsson og Eyjólf- ur Kristjánsson taka nokkur lög úr rokkleiknum Allt vitlaust, sem er á fjölunum á Broadway um þess- ar mundir, og síðast en ekki síst mæta frystikistugæjarnir úr Greif- unum. I lokin verður það svo enginn annar en Jón Páll sem ætl- ar að setja nýtt íslandsmet í lyft- ingum á Suzuki sem ekki hefur verið reynt við hér á landi áður. Sem fyrr segir mun Stjarnan standa fyrir þessari uppákomu á Lækjartorgi í dag og hafa þeir til- einkað Reykvíkingum daginn frá morgni til kvölds. Þessu verður öllu útvarpað á Stjörnunni ásamt miklu af öðru efni tengdu Reykja- vík. Opna Álafossmótið: Tveggja daga töm á Hlíðavelli Fyrsta tveggja daga Álafossmó- tið verður haldið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina og er búist við að fjöldi landskunnra golfara taki þátt í því og einnig margir ókunnir svo að mótið verður mjög fjölmennt. Golfmótið hefst snemma á laugardagsmorgun og því lýkur ekki fyrr en síðdegis á sunnudag. Það hefst nánar tiltekið klukkan hálfníu á laugardagsmorgun. Álafoss veitir vegleg verðlaun. auk fjölda aukaverðlauna. Þeir sem sigra í keppninni með og án forgjafar fá vikuferð frá ferðaskrif- stofunni Atlantik til Mallorka. Mót á vegum Álafoss og Golf- klúbbsins Kjalar í Mosfellbæ hafa verið haldin undanfarin ár á Hlíða- velli en hins vegar hefur það ekki verið í tvo daga eins og nú og að sögn Grétars Snæs Hjartarsonar hefur veðrið leikið við mótsmenn og aðra þrátt fyrir að september sé hafinn. I fyrra var víst svo mikil sól að keppendur, sem voru 60 tals- ins. lögðust í sólböð á milli högga. Hann er bjartsýnn á að gott golf- veður verði einnig nú. Kylfingar iandsins keppa á Hliöavelli i Mosfellsbæ um helgina. Valgeir Guðjóns- son í Tívolí Stuðmanninum fótbrotna, Val- geiri Guðjónssyni, verður aldrei fótaskortur á tungunni og allra síst í kvöld þegar hann mun skemmta í Tívolíinu í Hveragerði einsamall án Stuðmanna. Hann mætir með gítarinn, röddina og hæfileikana eina saman og skemmtir mönnum. Valgeir hefur sem kunnugt er staðið að mestu fyrir utan Stuð- mannahópinn að undanförnu vegna meiðsla á fæti sem hann hlaut fyrir slysni á dögunum en hann er að verða búinn að jafna sig og er allavega nógu hress til þess að skemmta mönnum í Tívolí. Margt er annað hægt að gera sér til skemmtunar í Tívolí um helg- ina, skella sér í bílana og mörg hræðslutæki. Við skulum bara vona að engum verði fótaskortur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.