Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1987.
27
íþróttir
Síðasta Grand Prix mótíð í frjálsum íþróttum:
Einar varð fimmti
á síðasta mótinu
og stigakeppninni
- kastaði 77,56 m og sigraði fræga spjótkastara í Brussel
Einar Vilhjálmsson, UÍA, varð í
fimmta sæti í spjótkasti á síðasta
Grand Prix mótinu i frjálsum íþróttum
en mótið fór fram í Brussel um helgina.
Einar kastaði lengst 77,56 metra og
það dugði honum í fimmta sætið. Ein-
ar skaut heimsfrægjim spjótkösturum
aftur fyrir sig, þar á meðal tveimur
bestu spjótkösturum Svía, þeim Peter
Borglund og Dag Wennlund.
Sovétmaðurinn Viktor Yevsyukov
kastaði lengst allra k^þflgnda um helg-
ina, 84,02 metra. f öcjrii - sæti varð
Bandaríkjamaðurinrr Tom, Petranoff
með 83,24 metra og þriðji Tékkinn Jan
• Í stigakeppni 200 metra hlaupsins
sigraði Thomas Jefferson og hlaut
hann 53 stig. Calvin Smith, USA, varð
annar með 52 stig og Brasilíumaður-
inn Robson da Silva varð þriðji með
43 stig.
• 1 110 metra grindahlaupi var
hörkukeppni á milli Bandaríkjamann-
anna Tonie Campbell og Gregs Foster
en sá síðamefhdi sigraði glæsilega á
heimsmeistaramótinu í Róm á dögun-
um. Campbell sigraði og fékk tímann
13,35 sek. en Foster kom á hæla hans
á 13,36 sek. Mark McKoy, Kariada,
varð þriðji á 13,42 sek. Campbell sigr-
aði í stigakeppninni í 110 metra
grindahlaupinu, hlaut 63 stig en Greg
Foster fékk 59 stig.
• Búlgarska stúlkan Stefka Ko-
stadinova sannaði það um helgina að
hún er fremst allra kvenna i há-
stökki. Kostadinova stökk 1,99 metra
í Bmssel en þær Svetlana Issaeva,
Búlgaríu, og Tamara Bykova, Sovét-
ríkjunum, stukku báðar 1,97 metra. í
stigakeppninni sigraði Kostadinova
og fékk 61 stig. Louise Rittar, Banda-
ríkjunum, varð önnur með 53 stig,
Issaeva hlaut 44 stig og Bykova 43 stig.
-SK
• Tonie Campbell kemur rétt á undan Greg Foster i 110 m grindahlaupinu í
Brussel um helgina. Campbell hljóp á 13,35 sek. en Foster, sem sigraði á HM
i Róm á dögunum, kom í mark á 13,36 sek. Símamynd Reuter
• Einar Vilhjálmsson - 5. á Grand
Prix mótunum.
Zelezny með 79,26 metra. Vestur-
Þjóðveijinn Klaus Tefelmeier kastaði
78,16 metra og varð fjórði Fyrir aftan
Einar urðu þeir Mike Hill, Bretlandi,
með 77,54 metra, Peter Borglund, Sví-
þjóð, með 77,52 metra og Dag Wenn-
lund, landi hans, með 76,12 metra. Af
úrslitunum má því sjá að sentímetra-
stríðið var í algleymingi í spjótkastinu.
• Bandaríkjamaðurinn Tom Petr-
anoff sigraði í samanlagðri stiga-
keppni spjótkastsins og hlaut 51 stig.
Mike Hill varð annar með 49 stig og
Sovétmaðurinn Yevsyukov þriðji með
43 stig. Tékkinn Zelezny varð fjórði í
stigakeppninni með 38 stig og síðan
kom Einar Vilhjálmsson í fimmta sæt-
inu með 36 stig. Svíinn Peter Borglund
varð sjötti með 30 stig og síðan komu
þeir jafiiir með 22 stig, Dag Wenn-
lund, Svíþjóð, og Klaus Tefelmeier,
V estur-Þýskalandi.
Lewis á 20,31 í 200 m hlaupi
Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis
sigraði af miklu öryggi í 200 metra
hlaupi á mótinu í Brussel um helgina.
Lewis hljóp á 20,31 sek. en Thomas
Jefferson, jandi hans, varð annar á
20,43 sek. í sérstöku hlaupi, þar sem
mörgum snjöllum hlaupurum var boð-
ið til þátttöku, sigraði Ben Johnson,
Kanada, á 20,76 sek.
• Carl Lewis, öruggur sigurvegari í
200 m hlaupi.
I0H
i
■ ', - v -:v
Texas Instruments
reiknivélar og tölvur
Tölvusalan hf.
Suðurlandsbraut 20 býður
nú fjölbreytt úrval af
Texas Instruments
vasareiknivélum jafnt
fyrir háskóla sem
grunnskóla.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Tölvusalan hf.
Suðurlandsbraut 20
Bókabúð Braga v/Hlemm
Penninn Hallarmúla
Fjölhæfar
Sterkar
Fallegar
Endingargóðar
2 ára ábyrgð
Sendum í póstkröfu
Tölvusalan HE
Heildsaia - smásala ® 91-84779