Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1987, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1987, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1987. 29 Iþróttir Steindautt jafn- tefli í Laugardal - Framarar höfhuðu í öðru sæti eftir markalaust jafntefli við ÍBK „Mikill vindur gerði allar aðstæður til að leika knattspymu mjög erfiðar. Leikurinn skipti bæði liðin litlu máli og af þeim sökum var erfitt að ná ein- beitingu. Keflvíkingar börðust vel í leiknum. Ef til vill voru mínir leik- menn með hugann við Evrópuleikinn á miðvikudaginn kemur,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir að Fram og Keflvíkingar höfðu gert jafntefli, 0-0, í lokaumferð íslandsmótsins í knattspymu á Laugardalsvelli sl. laugardag. Bæði liðin virtust lítinn áhuga hafa á leiknum sem var afspymuleiðinlegur á að horfa. Fram hreppti því silfur- verðlaunin á mótinu. Keflvíkingar sigldu lignan sjó fyrir þennan leik enda komnir af hættusvæði deildar- innar. Hvassviðrið setti einnig svip á leikinn og áttu leikmenn í hinum mestu erfiðleikum með að hemja knöttinn. Framarar sóttu mun meira í leiknum og sköpuðu sér oft hættuleg mark- tækifæri. Þorsteinn Bjamarson, markvörður Keflvíkinga, var hins veg- ar fastur fyrir og varði oft vel. í eitt skipti um miðjan fyrri hálfleikinn varði Þorsteinn glæsilega langskot frá Jóni Sveinssyni vamarmanni sem leyfði sér þann munað að skreppa í sóknina. í seinni hálfleik sóttu Framarar án afláts en allt kom fyrir ekki. Þegar upp að marki Keflvíkinga kom var Þorsteinn Bjamarson alltaf á réttum stað í markinu. Framarar sýndu ekki sitt rétta and- lit í leiknum, hafa oft í sumar leikið miklu betur. Leikmenn tóku greini- lega enga áhættu enda er framundan mikilvægur leikur í Evrópukeppninni. Ormar Örlygsson var skástur í liði Fram og skapaði oft mikla hættu með sínum frægu sendingum fyrir markið. Friðrik í markinu átti mjög náðugan dag, kom sárasjaldan við knöttinn. Þorsteinn Bjamarson var bestur Keflvíkinga, einnig átti Jóhann Magnússon bakvörður góðan leik. Sæmilegur dómari leiksins var Gísli Guðmundsson. -JKS • Guðmundur Steinsson reynir hér að leika á einn vamarmanna ÍBK. Hvorug- ur haföi erindi sem erfiði í leiknum. DV-mynd Brynjar Gauti FH-ingamir kvöddu 1. deild með sigri - unnu Keflvikinga, 4-1, á Kaplakríkavelli FH-ingar kvöddu 1. deildina með sæmd á laugardag þegar liðið vann stórsigur á Þórsurum, 4-1 , á Kapla- krikávelli. Þrátt fyrir sigurinn falla FH-ingar í 2. deild eftir þriggja ára vem í þeirri fyrstu. FH-ingar litu þó ekki út fyrir að vera botnliðið á laug- ardag því þeir höfðu allmikla yfirburði gegn slökum Þórsurum. Það var alla- vega ekki að sjá að Þórsarar væm að berjast fyrir Evrópusæti því allan metnað og baráttu vantaði í liðið. FH-ingar vom mun ákveðnari í leiknum og léku oft á tíðum stórvel í rokinu og kuldanum. FH-ingar náðu forystunni á 27. mínútu leiksins. Viðar Halldórsson tók homspymu og bolt- inn datt niður á vítateigspunkti þar sem Guðmundur Hilmarsson þrumaði í stöng og inn. Skömmu síðar leit ann- að markið dagsins ljós og var það jafhframt stórglæsilegt. Kristján Hilmarsson lék á þrjá Þórsara rétt utan vítateigs og skaut síðan hörku- skoti sem hafhaði í vinklinum og þaðan í netinu. Þórsarar fengu einnig færi og litlu munaði upp við FH- markið þegar Halldór Áskelsson skallaði í stöngina i upphafi síðari hálfleiks. Það vom hins vegar FH- ingar sem bættu við og var þar á ferðinni Hlynur Eiríksson. Brotið var á Hlyni innan vítateigs en honum tókst að pota boltanum í markið og Eyjólfur Ólafsson dómari dæmdi rétti- lega mark. Þórsurum tókst að minnka muninn á 71. mínútu þegar Ámi Stef- ánsson skoraði eftir þunga sókn. FH-ingar vom þó ekki lengi að svara fyrir sig því í næstu sókn skoraði Pálmi Jónsson eftir að hafa leikið á Baldvin, markvörð Þórs. Bæði lið áttu síðan ágætissóknir en þó árangurs- lausar og stórsigur FH var í höfh. FH-ingar sýndu í þessum leik að lið- ið getur leikið af krafti og skorað mörk. Það kom þó fullseint og kemur ekki í veg fyrir að 2. deildar knattr spyma verður leikin í Kaplakrika var besti maður FH í þessum leik en reyndar stóðu flestir leikmenn liðsins sig vel. Þórsliðið olli miklum vonbrigðum að þessu sinni. Leikmenn náðu ekki að sýna sitt rétta andlit og gerðu meira að þrasa og rífast heldur en að spila fótbolta. Jónas Róbertsson var einna skástur og þá átti Baldvin ágætan leik í markinu og verður ekki sakaður um mörkin. Dómari var Eyjólfur Ólafsson og stóð hann sig vel í heildina þrátt fyrir FRONSKUNAMSKEIÐ ALUANCE FRANCAISE // 13 vikna haustnámskeið hefst mánudaginn 21. sept- ember. Kennt verður á öllum stigum ásamt bók- menntaklúbbi, barnaflokki og unglingaflokki. Einkatímar eftir óskum. Undirbúningur fyrir próf í A.F. í París. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, Lauf- ásvegi 12, alla virka daga frá kl. 14.00 til 19.00 og hefst fimmtudaginn 10. september. Allar nánari upp- lýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% stað- greiðslafsláttur fyrir námsmenn. Ath. Greiðslukorta- þjónusta (EURO, VISA). nú skaltu takaþér tak! og það tonnatak, því að 7. sept hefjast meiriháttar leikfiminámskeið hjá RÆKTINNI fyrir konur og karla á öllum aldri sem vilja ná af sér aukakílóunum eða bara halda sér í góðri líkamlegri þjálfun. Við höfum breytt og bætt húsnæðið, og höldum áfram þar sem frá var horfið í vor og bjóðum upp á ýmsar nýjungar AERÓBIC FYRIR BYRJENDUR AERÓBIC 2 BODYWORK1 BODYWORK2 MÚSIK-LEIKFIMI Kennaramir Hanna, Gústav og Kristln Það er yndislegt að láta líða úr sér í Ljósalamparnir eru frábærir og vatnsgufunni á eftir halda á manni lit allt árið þú veist að þetta er eina líkamsræktin í vesturbænum! ATHUGIÐ að innritun er hafin u mf • Pálmi Jónsson sést hér skora fjóröa og siðasta mark FH gegn Þór og jafn- sJ framt siðasta mark FH-inga I 1. delld að sinnl. DV-mynd GUN f I Breyttur og betri tækjasalur 'Í’ Hérna að Ánanaustum 15 erum við ! á jaröhæöinni RÆKTIN LÍKAMSRÆKT ÁNANAUSTUM 15 - RVÍK SfMI12815

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.