Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987.
21
Stöð 2 suimiid. kl. 20.35:
Nærmynd
af Birgi
Jón Óttar Ragnarsson, sjón-
varpsstjóri Stöðvar 2, mun bregða
upp nærmynd af Birgi Sigurðssyni
rithöfundi. Með leikriti sínu, Dagur
vonar, sem hiotið hefur metaðsókn
hjá Leikfélagi Reykjavíkur, hefur
Birgir Sigurðsson skotist upp á
stjömuhimin íslenska leikhúslífs-
ins. Það er Maríanna Friðjónsdóttir
sem sér um dagskrárgerð.
Birgir Sigurðsson rithöfundur.
Útvarp, rás 1, suirnud. 27. sept. kl. 13.30:
„Mig langar að sjá
árroðans strönd"
Þetta er þáttur í tilefni af aldarafmæh Jónasar Guðlaugssonar skáids.
Gunnar Stefánsson tók dagskrána saman. Lesarar em Guðný Ragnars-
dóttir og Viðar Eggertsson.
Jónas fæddist 27. sept 1887 á Staðarhrauni í Mýrasýslu en lést 15. apríl
1916 á Skagen á Jótlandi og er þar grafinn. Á skömmum æviferli gaf
hann út allmargar bækur, ljóð og sögur. í dagskránni e.- térill Jónasar
rakinn og í því sambandi lesið úr greinum ýmissa manna. tíinnig er les-
ið úr ljóðum Jónasar og kafli úr skáldsögu hans, Sólrún og biðlar hennar.
Sjónvarpið laugardag kl. 23.05:
Olía í OÍdahóma
Sjónvarp laugd. kl. 19.30:
TSOLí
Smellum
Núna á laugardaginn munu þeir
Skúli Helgason og Snorri Már
Skúlason fjalla um bandarísku
rokkhljómsveitina TSOL og spjalla
jafnframt við Mike Roche, bassa-
leikara og söngvara sveitarinnar.
TSOL er væntanleg til landsins og
mun halda hér tvenna tónleika um
næstu helgi.
Hljómsveitin TSOL verður kynnt i Smellum á laugardag en hljómsveitin
er væntanleg um næstu helgi hingað til lands.
Sjónvarp laugardkv. kl. 22.30:
Þjóðlaga-
söngur
Þá mun hin kunni breski þjóð-
lagasöngvari, Ralph McTell,
skemmta áhorfendum en upptakan
var gerö á næturklúbbi í London.
Ralph er líklega kunnastur fyrir
lag sitt, The Streets of London, en
það hefur heyrst í mörgum útsetn-
ingum. Ralph á sína traustu
aðdáendur og er ekki að efa að
margir munu gleðjast yfir þætti
hans.
Jeremy Brett og David Burke í hlutverkum Holmes og Watsons.
Stöð 2 suimudag kl. 19.45:
Holmes veður reyk
Lengi lifir í gömlum glæðum, það
sannast best á vinsældum sagn-
anna um Sherlock Holmes. Nú
hefjast sýningar á breskum fram-
haldsmyndaflokki um þau ævin-
týri sem Holmes og hinn tryggi
félagi hans, dr. Watson, rötuðu í.
Jeremy Brett og David Burke leika
þá Holmes og dr. Watson og þykja
sýna stórkostleg leiktilþrif. Um þá
var sagt í Sunday Times: „Jeremy
Brett og David Burke eru þeir bestu
sem hafa sést í hlutverkum Holmes
og dr. Watsons. Þessir þættir eru
sú besta aðlögun að bókmennta-
verki sem sést hefur síðan DýTasta
djásnið var sýmt.“
í þættinum á sunnudagskvöldið
veröur Holmes vitni að harmleik í
reykfylltu húsi eftir að ráðvilltur
túlkur og forkunnarfógur kona
hafa leitt hann þangað.
Stöö 2 sunnud. kl. 15.55:
mann (George C. Scott) sem ein-
göngu hefur áhuga á peningum.
Myndin er síðan 1973 og er Stanley
Kramer leikstjóri.
Aðalleikararnir í myndinni „Olía í Oklahóma" George C. Scott, John Milis og Jane Fonda.
Laganeminn James T. Hart.
Af
laganámi
Þá verður á dagskránni mynd
sem enginn laganemi getur látið
framhjá sér fara. Myndin segir frá
samskiptum úrvalsnemanda nokk-
urs í lögfræðiskóla og lærimeistara
hans sem leikinn er af hinum fræga
og virta leikara, John Houseman.
Lögfræðinámið getur verið erfitt
eins og véra ber en James T. Hart
(James Stephens) gefur sér þó öðru
hverju tima til að hta upp úr bók-
unum.
Það verður nóg af stjörnum í
laugardagsmynd sjónvarpsins því
þar leiöa saman hesta sína þau
George C. Scott og Jane Fonda auk
Johns Mills. Myndin segir frá
kjarnakonunni Lenu (Jane Fonda)
sem ætlar sér að standa uppi í hár-
inu á stórfyrirtækinu Oklahóma
Oil Co. og nýta sjálf gjöfula olíuhnd
á landi sínu. Faðir hennar (John
Mills) vill aðstoða hina þrjósku
dóttur sína og ræður aðstoðar-
Ralph McTell þjóðlagasöngvari.