Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Page 7
29 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987. Ferðalög Skógarferð í Fossvogsdal Á morgun, laugardag, kl. 13.30 fer Nátt- úruvemdarfélag Suðvesturlands vett- vangsferð um skógræktarstöð Skógrækt- arfélags Reykjavíkur í Fossvogi. Vilhjálmur Sigtryggsson, forstöðumaður Skógræktarfélagsins, mun ganga með okkur um skóginn og sýna það sem fyrir augun ber. Hann mun kynna þær trjáteg- undir sem ræktaðar em á svæðinu og leiðbeina með söfnun á birkifræi. Haustlit- imir setja mjög fallegan svip á skóginn þessa dagana og þrestir og ýmsir flækings- fuglar safnast þar saman. Turtildúfur og netlusöngvarar hafa sést þar undanfarið. Allir era velkomnir. Vettvangsferðin tek- ur um eina og hálfa klukkustund. Útivistarferðir Sunnudagsferðir 27. sept. Kl. 9: Línuvegurinn - Hlöðufell. Ekið um línuveginn norðan Skjaldbreiðar á Hlöðu- velli og gengið á fjallið. Verð kr. 1.000. Kl. 9: Línuvegurinn - Brúarárskörð. Gengið frá upptökum Brúarár á Rótasandi um hin sérstæðu Brúarárskörð. Verð kr.1000. Kl. 10.30: Söguskoðunar- og haustlita- ferð á Þingvelli. Leiðsögumaður verður Sigurður Lindal prófessor sem þekkir sögu Þingvalla flestum betur. ATH. Engin ferð verður kl. 13. Heimkoma úr Þingvallaferð er kl. 16.30 síðdegis. Kl. 8: Þórsmörk, einsdagsferð. Nú eru haustlitirnir í hámarki. Verð 1000 kr. Brottför frá BSÍ, bensinsölu. Sjáumst. Helgarferðir 25.-27. sept. 1. Jökulheimar - Veiðivötn - Hraun- vötn. Gist í skála í Jökulheimum. Ein fjölbreyttasta óbyggðaferð haustsins. Gengið verður um nágrenni Jökulheima og um vatnasvæðin. Haustlitir í hámarki í Veiðivötnum. Farastjóri: Þorleifur Guð- mundsson. 2. Haustlitaferð í Þórsmörk. Frábær gistiaðstaða í Útivistarskálunum í Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Pantið tíman- lega. Uppl. og farm. á skrifstofunni, Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Einsdagsferð í Þórsmörk verður sunnu- daginn 27. september kl. 8. Ekki þarf að panta. Sjáumst. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 27. sept. 1. Kl. 10: Hátindur Esju. Verð kr. 500. Munið að vera í hlýjum fotum og þægileg- um skóm. 2. Kl. 13: Brynjudalsvogur - náttúru- skoðun. Ekið verður í Brynjudalsvog og gengið í fjömborðinu og eins upp til lands- ins. Verð kr. 600. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Töluvert er enn af óskilamunum' frá ferð- um sumarsins á skrifstofu FÍ. Helgarferðir Ferðafélagsins 25.-27. sept. 1. Landmannalaugar - Jökulgil. Gist verður í sæluhúsi FÍ í Laugum (þar er hitaveita, góð eldunaraðstaða og svefn- pláss notalegt). Þetta er einstakt tækifæri til að skoða Jökulgilið en á haustin minnkar vatn í Jökulgilskvíslinni og verð- ur þá gilið fært bílum. 2. Þórsmörk - Langidalur. Þórsmörk er aldrei fegurri en á haustin og aðstaðan í Skagfjörðsskála er frábær. Ferðamenn njóta dvalarinnar í Þórsmörk, inni sem úti. Upplýsingar og farmiðasala á skrif- stofu FI, Öldugötu 3. Brottför í ferðimar á föstudag kl. 20. Félagsvist Húnvetningafélagið í Reykjavík Félagsvist verður spiluð laugardaginn 26. september kl. 14 í félagsheimilinu, Skeif- unni 17. Allir velkomnir. Vikan Litið í Víkuspegil á tímamótum því nú hefur Vikan vistaskipti Israel - til heilsubótar Laila og Saima eru konur sem fórna öllu fyrir föðurlandið Vélvæddur fugl - Ævintýraferð með Hans Óla Hansen VIÐTÖL: Þórarinn Jón Magnússon Nafn Vikunnar ★ Lífið í Lúx - rætt við íslenskar mæðgur í Lúxemborg Frá Borgarfirði til Buenos Aires - Anna Erla Magnúsdóttir Ross HRESSTBLAÐVIKULEGA HELGARBLAÐ Frjálst.óháö dágblað A MORGUiM Einu sinni sá Derrick lögregluforingi einn um að hafa hendur í hári glæpamanna á sjón- varpsskjánum. Síðasta árið hefur honum bæst verulegur liðsauki í bar- áttunni við illþýðið því nú geta íslenskir sjón- varpsáhorfendur fylgst með níu sakamálaþátt- um og þeim á eftir að fjölga. Allt um sakamál sjónvarpsstöðvanna í helgarblaðinu. Þeir sem á undanförnum árum hafa átt leið um Kefla- víkurflugvöll þekkja þjóninn sem afgreiddi á barnum í gömlu flugstöðinni og síðan í þeirri nýju. Hann heitir Vil- hjálmur Schröder og lærði list sína á Borginni í gamla daga. Nú hefur honum verið sagt upp. Hann er ósáttur við þá meðferð en „hvað geta gamlir menn sagt?" spyr hann í viðtali við helgarblað- ið. Jonathan Motzfeldt er umdeildur maður á Grænlandi. Hann á undir högg að sækja í pólitíkinni en slúðurkerlingar hafa hann í hávegum. Blaðamaður DV var á ferð á Grænlandi og segir frá Motzfeldt og löndum hans í helg- arblaðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.