Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 1
Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. fl. ABRACADABRA, Laugavegi 116 Diskótek föstudags- og laugardagkvöld. ÁRTÚN, Vagnhöfða 11, sími 685090 Gömlu dansarnir á föstudagskvöld. Opið kl. 21-3. Nýju og gömlu dansamir laugar- dagskvöld, opið kl. 22-03. Hljómsveitin Danssporið ásamt söngkonunni Krist- björgu Löve bæði kvöldin. BROADWAY, Alfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Sveitin milli sanda leikur fyrir dansi föstu- dags- og laugardagskvöld. Stórsýningin „Allt vitlaust" á laugardagskvöld. CASABLANCA, Skúlagötu 30 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 22-3. DUUS-HÚS, Fischersundi, simi 14446 Diskótek föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, opið frá kl. 22 til 03. A sunnudagskvöld verða jasstónleikar í Heita pottinum og verður það Gítarkomp- aníið sem kemur fram. EVRÓPA v/Borgartún Hljómsveit hússins, Saga Class, leikur fyr- ir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Húsið er opið frá kl. 22-3. GLÆSIBÆR, Álfheimum Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 22-3. HOLLYWOOD, Ármúla 5, Reykjavík Tónlist 7. áratugarins verður á föstudags- og laugardagskvöld með „Leitinni að týndu kynslóðinni". Húsið opið 22-3. HÓTEL BORG, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Gömlu dansamir á sunnudagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, simi 82200 Dansleikir föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Kaskó leikur. Tískusýning öll fimmtudagskvöld. HÓTELSAGA v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Einkasamkvæmi föstudagskvöld. Hljóm- sveit Grétars örvarssonar leikur fyrir dansi í Súlnasal Hótel Sögu á laugardags- kvöld. „The Wiz“, glæsileg söng- og danssýning á miðnætti. Þá mætir Bjarni Arason látúnsbarki með stórkostlega sýn- ingu í minningu Elvis Presley. Á Mímisbar leikur Stefán Jökulsson. LENNON v/Austurvöll, Reykjavík, simi 11630 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld MIAMI, Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240 Diskótek föstudaga og laugardaga. Ald- urstakmark 16 ár. ÚTÓPÍA, Suðurlandsbraut 26 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. ÞÓRSKAFFI, Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333 Hljómsveit Stefáns P. leikur á efri hæð hússins föstudags- og laugardagskvöld. Lúdósextett og Stefán skemmta gestum bæði kvöldin svo og Bill Frederick. Sjallinn, Akureyri í kvöld verður frumsýnd stórsýningin „Stjörnur Ingimars Eydal í 25 ár“. Friðarfundur á Holiday Inn: , Ár frá leiðtogafimd- inum í Reykjavik - vonir og Alþjóðlegu friðarsamtökin Int- ernational Liaison Forum of Peace Forces hafa ákveðið að efna til al- þjóðlegrar hringborðsumræðu hér á landi í tilefni þess að ár er liðið frá leiðtogafundinum í Reykjavik. Yfirskrift umræðnanna er „Ári eft- ir leiðtogafundinn í Reykjavík - vonir og vandamál". Umræðurnar verða haldnar á laugardag og sunnudag á hótelinu Holiday Inn. Hefjast þær klukkan 10.00 á laugardagsmorgninum og lýkur síðdegis á sunnudag. Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra opnar umræðuna. Síðan munu þrír íslenskir fulltrú- ar, sem eru Olafur Ragnar Gríms- vandamál son, Guðrún Agnarsdóttir og séra Gunnar Kristjánsson, flytja stutt erindi. Meðal erlendra aðila sem taka þátt í umræðunni eru: Irving Stolberg, forseti fulltrúardeildar ríkisþingsins í Connecicut, Vitality Korotich frá Sovétríkjunum, rit- stjóri tímaritsins Ogonjok, Alfred Mechtersheimer, þingmaður flokks græningja í V-Þýskalandi, Clodomiro Almeyda, fyrrverandi utanríkisráðherra Chile, og Milena Staboliska, varaforseti búlgarska þingsins, auk fjölda annarra. Allir þeir sem áhuga hafa á að fylgjast með umræðunum eru vel- komnir. Rætt verður í hringborðsumræðunum hlutverk almenningsálitsins út frá þeirri stöðu sem afvopnunarvióræður stórveldanna eru i núna. Tilefnið er að ár er liðið frá Reykjavíkurfundi leiðtoga stórveldanna. TSOL hefur gefið út sex breiðskífur á sjö árum. TSOL í íslensku óperumú: Hljómsveit sem líkt er við The Doors Tónleikar verða með TSOL eða True Sounds of Liherty í íslensku óperunni í kvöld og munu Sykur- molarnir jafnframt leika fyrir hljómleikagesti. Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 og hefur sent frá sér sex breið- skífur. John Wood, söngvari hljómsveitarinnar, er sagður minna mikið á hina látnu hetju Jim Monison, söngvara The Doors. Gagnrýnendur hafa jafnvel látið þau orð falla um tónlistina að ef The Doors væri starfandi enn í dag myndi útkoman vera í líkingu við TSOL. Er hún í fararbroddi banda- ríska nýrokksins ásamt hljóm- sveitum á borð við The Smitherins sem skemmti hér á landi fyrir skömmu, REM og fleiri rokkara. Storsynmg Sjallans: Stjömui Ingimais Eydal Frumsýning verður í kvöld á stórsýningu Sjallans, Stjömur Ing- imars Eydal í 25 ár, sem fjallar um sögu hljómsveita Ingimars í gegn- um tíðina. Hljómsveit Ingimars Eydal er 25 ára um þessar mundir og er ætlun- in að sem flestir sem starfað hafa með hljómsveitinni komi fram og skemmti gestum. Má í því sam- bandi nefna Þorvald Halldórsson, Bjarka Tryggvason, Helenu Ey- jólfsdóttur og Finn Eydal ásamt fleirum sem spilað hafa meö Ingim- ar í þau 25 ár sem hljómsveitin hefur starfað. Handrit og verkstjóm eru í hönd- um Sögu Jónsdóttur, Jón Þórisson gerir leikmynd og búninga hannar Freygerður Magnúsdóttir. - Á sýningunni koma fram leikar- ar ásamt dönsurum sem munu túlka hin ýmsu atvik sem gerst hafa á litríkum ferh hljómsveitar- innar. Þetta er ein stærsta sýning sem sett hefur verið upp í Sjallanum og allt verður gert til að hafa hana sem glæsilegasta. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur mun skipuleggja ferðir til Akur- eyrar frá flestum stöðum á landinu í samvinnu við umboðsaðila um land allt. Hljómsveit Ingmars Eydal eins og hún leit út fyrir tæpum fjórum árum. Bo Carpelan verður i Norræna húsinu á laugardag þar sem hann mun ræða skáldskap sinn. Bo Carpelan á íslandi: Eitt virtasta samtímaskáldið r a Norðurlöndum Nýlega kom út í íslenkri þýðingu Njarðar P. Njarðvík ljóðabókin Ferð yfir þögul vötn eftir Bo Carp- elan. Af því tilefni verður dagskrá um hann í Norræna húsinu á laug- ardag kl. 16.00. Hjörtur Pálsson kynnir skáldið. Að því búnu mun Bo Carpelan spjalla um ljóðagerð sína. í lokin mun skáldið ásamt Nirði P. Njarðvík lesa upp úr bók- inni. Bo Carpelan er eitt allra virtasta samtímaskáldið, ekki bara í Finnl- andi heldur á öllum Norðurlönd- unum. Hann hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs árið 1977 fyrir ljóð sín. í þessari bók, Ferðinni yfir þögul vötn, eru 52 ljóð, úrval úr 12 ljóðabókum skáldsins en ferill hans sem ljóð- skálds spannar nú 40 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.