Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987. 29 MyndJist Aðalsteinn Ingólfsson Ævintýri á gönguför Sigurður Örlygsson í Gallerí Svart á hvítu Eru eitt hundraö mynda einkasýn- ingamar ekki fyrir bí? Þaö ætla ég aö vona. Aö minnsta kosti benda nokkrar nýliönar og yfirstandandi sýning- ar, bæði áð Kjarvalsstööum og í Gallerí Svart á hvítu, til þess aö hstamenn hugsi nú meira um gæði en magn. Það er satt aö segja fremur dapur- legt aö ganga inn á allar þessar stórsýningar að Kjarvalsstöðum, vitandi þaö fyrir víst aö einungis þriðjungur hinna sýndu verka á nokkurt erindi við almenning. Þess vegna varö mörgum svo bilt við hér í fyrra þegar Sigurður Ör- lygsson lagöi eitthundraömynda- salinn að Kjarvalsstöðum undir fimmtán stór myndverk. Fjörmikil og samstæð Varla heíði Siguröur komist upp meö þetta heföi hann ekki troðið upp meö fjörmikil og samstæð verk sem höfðu mikla nánd. Nú hefur Siguröur sett upp aöra sýningu í Gallerí Svart á hvítu en á henni eru álíka mörg verk og aö Kjarvalsstööum í fyrra en þó miklu minni um sig og um leið átaka- minni, svona eins og listamaöurinn sé að ná úr sér streitu síðustu miss- era með léttu kóseríi. í þessum verkum er Sigurður við svipaö heygarðshom og á fyrri sýn- ingunni, kúplar saman gömlu vélvæðingunni, poppuðum tilvís- unum í nánasta umhverfi sitt og íslenskt landslag, sitt eigið og ann- arra. í þetta sinn er aðalpúðrið í mynd- unum að fmna í gamalli púður- kvörn sem í augum okkar nútímafólks jafnast á við góðan skúlptúr. Sigurður veltir kvörninni á allar hliðar í landslagi, gerir hana hlægi- lega, ógnvekjandi, dularfulla eða allt í senn. Sigurður Örlygsson - Málverk, 1987. Framhaldssaga í vel völdum myndum Ut úr þessu kemur herjans mikil framhaldssaga í nokkrum vel völd- um myndum, blanda af Innrásinni frá Mars og Ævintýri á göngufór, sem gefur vonandi einhverja hug- mynd um fjölbreytt áhugasvið málarans. í þessi verk vantar aðeins hljóm- flutningsgræjurnar til að full- komna þau. Jafnframt hafa þessi óstýrilátu verk mikið malerískt aðdráttarafl. Bakgrunnurinn kraumar af fjólu- bláum, purpurarauðum og okkur- gulum litum, fjöll í Georgs-Guöna- stíl rísa upp úr silfurlitu mistri, gull- og silfurslikju slær á stálin stinn. Mikilli sköpunar- og leikgleði stafar af þessum verkum Sigurðar. Sönn ánægja að kynnast þeim. Sýningin hans í Svart á hvítu stendur yfir til 12. október. -ai BORGARFIRÐI EYSTRA Nýr umboðsmaður I Borgarfirði eystra frá 1.10 ’87, Helgi Arngrímsson Réttarholti Hs. 97-29913, vs. 97-29977 ATVENNA Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri óskar eftir duglegu og hressu starfsfólki á dagvakt og kvöld- vakt við ýmis störf í skinna- og ullariðnaði. Unnið eftir bónuskerfi sem gefur góða tekjumögu- leika. Við getum útvegað herbergi með aðgangi að eldunaraðstöðu. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. IDNADARDEILD SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYR! SÍMI (96)21900 Vetur og vélsleðar Eftirtaldir notaðir sleðar, sem við höfum tekið upp í nýja, eru fyrirliggjandi, til sýnis og sölu: Skidoo Formula Plus, ekinn 30.000 km, árgerð 1985 Skidoo Citation, ekinn 2500, árgerð 1981 Aktiv Panter, langur, ekinn 1800 km, árgerð 1985 Yamaha SRV, ekinn 3000, árgerð 1984 Yamaha SRV, ekinn 3000, árgerð 1984 Suzuki fjórhjól, minkur, 4 wd, árgerð 1987 Nýir sleðar fyrirliggjandi: Skidoo Formula MX standard Skidoo Formula MX long Fleiri sleðar, bæði nýir og notaðir, væntanlegir á næstunni. Gísli Jónsson & Co. hf. Sími 686644 HELGARBLAÐ Frjáist, óháö dágblað Á MORGUN Jóhannes Guðmundsson segist ekki þreytast þótt hann taki smá- spretti. Hann sprettir þó helst ekki úr spori nema setja íslandsmet í leiðinni. Þetta þætti nú varla í frá- sögur færandi nema vegna þess að hann er hálfníræður og hóf hlaupaferilinn fyrir nokkrum dög- um. Jóhannes Guðmundsson, íslandsmethafi öldunga í 100 metra hlaupi, er eldhress í helgar- viðtalinu. Það er langur vetur frá Garðskaga- vita til Izmir í Tyrklandi. Þessa leið hafa þau Martin Berkofsky og Anna Málfríður Sigurðardóttir, sem um skeið hafa gætt vitans á Garðskaga, nú lagt að baki og ætla að setjast að í Izmir til að kenna við tónlistarháskólann þar. Helgarblaðið greip þau hjón í við- tal um borð í Norrænu á leiðinni úr landi. Austurbæingar sjónvarpsins eru litríkt fólk. Það verður á skjánum í vetur á fimmtudögum hjá sjónvarpi ríkisins en helgarblaðið kynnti sér þennan liðsafnað og býður lesendum sínum að fylgj- ast með á morgun. í helgarblaðinu á morgun er einnig sagt frá 10 ára afmæli SÁÁ; öllu því nýjasta sem er að gerast í poppinu; Gunnar Bender er með syrpu af helstu laxveiðigörpum sumarsins og Jón L. Árnason fer í saumana á afrekum félaga sinna á Skákþingi islands - að ógleymdu því að börnin fá sitt blað eins og venjulega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.