Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 8
30
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987.
isuNSKUfí rfíxri
SV&AHCt N£W WORtD
■ ÁXOM < RATHLEENMiUÆR
,m4 K£XNE CURTJS as Pr. Scoit
★ Ví
í furöuheimi
STRANGE NEW WORLD.
Útgefandl: Tefll/Warner.
Aðalhlutverk: John Saxon, Kathleen Mlller og Keene
Curtls.
Bandarisk 1975. Sýnlngartíml: 94 mfn. Bönnuð yngrl en
12 ðra.
Það er nokkuð fjölbreytt framtíðarsýn sem birt-
ist í þessari 12 ára gömlu bandarísku sjónvarps-
mynd. Sögusviðið er jörðin enda voru menn þá
þokkalega jarðbundnir í vísindaskáldskap sínum.
Ég er ekki frá því að til þess aö geta gert þokka-
lega framtíðarmynd þurfl menn að velja sér efni
sem getur veitt okkur innsýn í þá veröld sem við
lifum í í dag og hvert við stefnum. Það er reynt
að gera í þessari mynd en það er hins vegar annað
mál hve skynsamlega það er gert.
Myndin segir frá þremur vísindamönnum sem
koma til jarðar eftir að hafa legið í dvala úti í
geimnum á meðan yfir jörðina dundu ýmsar hör-
mungar. Þegar til jarðar kemur hefja þeir leit að
þróuðum mönnum en lenda í staðinn í kynnum
við þjóðfélög sem hafa þróast á ýmsa lund. Eins
og áður sagöi er þetta fremur bamalegt en þó er
reynt að segja smáævintýri og eftir þeim sækjast
fleiri en Polanski þannig að ýmsir ættu aö hafa
nokkra skemmtun af myndinni. Endirinn gefur
þó til kynna að hún hafi átt aö vera upphafið aö
einhveiju meira í sjónvarpi. -SMJ
Leikrit
Tónlist
Iþróttir
Hryllings- Gaman-
mynd mynd
0
Fulloróins- Hasar- Ástarsaga
mynd mynd
Barna-
mynd
0
Víslndaskáld- Fjölskyldu- Annað
saga mynd
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður
Már Jónsson
DV—LISTINN
Sprellarinn hann Ferris Bueller
verður að gefa eftir efsta sætið
núna fyrir Lagarefunum sem loks-
ins tekst að hrifsa efsta sætið eftir
mikið ströggl. Tom Hanks og
Jackie Cleason eru þó til alls líkleg-
ir og ekki víst að þeim Redford og
Winger takist að einangra efsta
sætið lengi.
Fjórar nýjar myndir eru á listan-
um og þeirra á meðal fjölskyldu-
hrollvekjan Poltergeist II en þar
halda draugarnir áfram að hrella
bandaríska vísitölufjölskyldu. Nú
má fara að búast við miklum átök-
um á videomarkaðnum enda flest
útgáfufyrirtækin að vígbúast fyrir
vetrarvertíðina. Má þar nefna titla
eins og Stand By Me, Ruthless Pe-
ople, Krókódíla Dundee og Betty
Blue auk margra fleiri.
1 (2) Leagal Eagals
2 (4) Nothing in
Common
3 (1) Ferris Buellers
Day Off
4 (3) Weels of Terror
5 (7) Marin Issue
6 (-) Mission
7 (-) Poltergeist II
8 (-) Honneymon
9 (-) Nafn rósarinnar
10 (5) Room with a
View
BANDARIKIN
1. Krókódíla Dundee
2. Color Purple
3. Black Widdow
4. Golden Child
5. Three Amigos
6. Hannah and Her
Sisters
7. Crimes of Heart
8. Little Shop of
Horror
9. The Morning After
10. No Mercy
★★★
í leit að líki
STAND BY ME
Leikstjóri: Rob Reiner. Handrit: Raynold
Gideon og Bruce A. Evans. Byggt á
sögu Stephen King. Framleiðandi:
Andrew Scheiman, Bruce A Evans og
Raynold Gideon. Myndataka: Thomas
Del Ruth. Aðalhlutverk: Wil Wheaton,
River Phonix, Corey Feldman og Jerry
O’Connell og Richard Dreyfuss.
Bandarisk 1986. öllum leylð.
Það er nokkuð óvenjuleg Stephen
King saga sem leggur grunninn að
þessari mynd. í stað þess að halda
sig í sinni venjulegu hryllingsó-
peru hefur King brugðið sér aftur
til æskuáranna og hvort sem það
er að þakka sögu Kings eða sleipu
handriti er útkoman ákaflega nær-
færin og trúverðug mynd.
Myndin segir frá fjórum ungum
piltum sem leggja af stað upp í
mikla langferð yfir í næstu sveit til
að sjá lík sem einn þeirra hefur
sannfrétt að liggi þar á glámbekk.
í raun eru ekki mjög sterk tengsl á
milli piltanna í upphafi en þetta
ferðalag verður þeim ákveðin
manndómsvígsla og þó að þeir
skiljist í lokin má greina ákveðin
tímamót í lífi þeirra við ferðalagið.
Leikur piltanna er öldungis stór-
góöur og tekst þeim öllum vel upp
í túlkun sinni. Einlægni og breisk-
leiki ungra pilta verður augljós í
framgöngu þessara fjögurra
sveina. Það er greinilegt aö leik-
stjóri og handritshöfundar hafa
lagt sig fram við að slípa piltana til
og hafa þeir uppskorið eftir því.
Ferðalag þeirra er um margt
táknrænt þrátt fyrir æsku þeirra
er dauðinn nálægur sem sést í leit-
inni að likinu. Þegar þeir loksins
finna líkið þurfa þeir að berjast
fyrir að fá að halda því þó að þeir
viti auðvitað ekkert hvaö þeir eiga
að gera við þaö. í ferðalaginu upp-
gvötva þeir margan sannleik
varðandi líf og dauða og sjálfa sig.
Það er fyrst og fremst stórgóður
leikur piltanna þriggja og vel skrif-
að handrit sem sem gera það aö
verkum að þetta er líklega ein af
betri myndum ársins í Bandaríkj-
unum.
-SMJ
Skrítnir feðgar á ferð
NOTHING IN COMMON
Útgefandi: Tefli/Tri Star.
Leikstjóri: Garry Marshall. Handrit: Rick
Podell & Mlchael Preminger. Framlelö-
andi: Alexandra Rose. Myndataka: John
A. Alonzo. Aöalhlutverk: Tom Hanks og
Jackle Cleason.
Bandarisk 1986. Sýningartíml: 114 mfn.
öllum leyfö.
Líklega mun þetta vera sfðasta
myndin sem Jackie Cleason lék í
og er ekki hægt að segja annað en
að þessi mynd sé ágætur minni-
svarði um þann merka leikara.
Undir þaö síðasta var Gleason far-
inn að treysta fullmikið á andlits-
grettur og ýktar hreyfingar sem
voru þessum ágæta leikara ekki
samboönar. Sást þetta sérstaklega
vel í myndunum um Reyk bófa.
Reyndar vill stundum fara svona í
henni Ameríku því leikstjóramir,
sem eiga auðvitað aö lagfæra svona
hluti, hafa yfirleitt allan hugann
við tæknilega og skipulagslega út-
færslu á myndunum.
Þessi mynd segir frá David Basn-
er (Tom Hanks) sem er ungur og
fijósamur auglýsingagerðarmaður
og er miklum tíma varið í upphafi
myndarinnar í að útskýra hve
hress og lífsglaður hann er. David
bregður þó óneitanlega í brún þeg-
ar foreldrar hans skilja eftir 30 ára
hjónaband og eftir það verður hann
að eyða æði miklum tíma með
þeim. Hið áhyggjulausa líf pipar-
sveinsins virðist vera fyrir bí.
Foreldramir hatast og þegar sjúk-
dómur fóður hans (Jackie Cleason)
bætist ofan á ætlar Hanks aö bug-
ast.
Samleikur þeirra Hanks og Clea-
sons er prýðilegur en einhverra
hluta vegna er uppgjör þeirra í
milli ekki nógu kröftugt. Má þar
líklega kenna um brotalömum í
handriti en handritshöfundum
virðist ganga illa að fóta sig á þeim
þunna ís sem skilur að gaman- og
grátmynd. Frísklegir sprettir em
þó í myndinni sem er fagmannlega
unnin en ekki að sama skapi frum-
leg.
-SMJ
Uppreisn gegn Bogart
River Phonix (Chris) og Wil Wheaton (Gordie) í hlutverkum sínum.
THE CAINE MUTINY
Útgefandi: Skífan.
Leikstjóri: Edward Dmytryk. Handrit:
Stanley Roberts eftir sögu Hermann
Wouk. Aðalhlutverk: Humprey Bogart,
Jose Ferrer, Van Johnson og Fred
MacMurray.
Bandarisk 1954. öllum leyfö. Sýningar-
tími 94 mín.
Uppreisnin á Bounty ætlar að
verða kvikmyndagerðarmönnum
notadijúg. Ekki nóg með að einar
þrjár myndir hafi verið gerðar eftir
þessari frægu sögu heldur hafa
margar myndir sótt efni sitt þang-
að. Svo er með þessa 33 ára gömlu
mynd sem byggð er á frægri sögu
Hermanns Wouk (Winds of War).
Kapteinn Queeg og hans hrjáða
áhöfn eiga mjög sterka hhðstæðu í
Kapteinn Bligh og hans mönnum.
Nú er sögusviðið heimsstyijöldin
síðari og í staðinn fyrir seglskipið
Bounti er kominn tundurdufla-
slæðarinn Caine. Þessi samsvörun
er þó engan veginn til lýta því þessi
mynd er gerð með frumlegum huga
og tilfinningu fyrir myndmiðlin-
um.
í upphafi sést skipið Caine sem
er í niðumíðslu enda orðið lúið af
langri þjónustu. Enginn hefur
neinn sérstakan áhuga á þ’.i að
breyta til. Allt þar til að Queeg tek-
ur við yfirstjóm skipsins. Hann er
harður og nákvæmur mjög svo að
hggur við smámunasemi og fljót-
lega vaknar uppreisnarhugmynd
meðal áhafnarinnar. Queeg er
ákaflega vel leikinn af Humphrey
Bogart sem sýnir vel geöveikina í
Queeg án þess þó að svipta hann
allri samúð. Það er helst 1 lokin sem
hann missir fótanna en það er ekki
Bogart að kenna. Réttarhöldin em
einfaldlega aht of snubbótt til að
fylgja eftir ágætri uppbyggingu
lengst af. Ekki þar fyrir, myndin
er hin ágætasta skemmtun og tilva-
hð fyrir kvikmyndaáhugamenn að
sjá Bogart í einu af sínum betri
hlutverkum. Hann fékk meira að
segja óskarsverðlaunatilnefningu
fyrir. -SMJ