Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Side 1
 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. 19 ABRACADABRA, Laugavegi 116 Diskótek fóstudags- og laugardagkvöld. ÁRTÚN, Vagnhöfða 11, sími 685090 Gömlu dansarnir á fostudagskvöld. Opið kl. 21-03. Nýju og gömlu dansarnir laug- ardagskvöld. Opið kl. 22-03. Hljómsveitin Danssporið ásamt söngkonunni Krist- björgu Löve bæði kvöldin. BROADWAY, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Sveitin milli sanda leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Stórsýn- ingin „Allt vitlaust" á laugardagskvöld. CASABLANCA, Skúlagötu 30 Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld frá kl. 22-03. DUUS-HÚS, Fischersundi, sími 14446 Diskótek föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldu. Opið frá 22 til 03. A sunnudagskvöld verða jasstónleikar í Heita pottinum. EVRÓPA v/Borgartún Divine er kominn aftur.. .og skemmtir í Evrópu fóstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveit hússins, Saga Class, leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Húsið er opið frá kl. 22-03. GLÆSIBÆR, Álfheimum Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld frá 22-03. HOLLYWOOD, Ármúla 5, Reykjavík Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Graf- íkur í kvöld. Tónhst 7. áratugarins verður á laugardagskvöld með „Leitinni aö týndu kynslóðinni". Húsið opið 22-03. HÓTEL BORG, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld. Gömlu dansarnir á sunnudagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir fóstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveitin Kaskó leikur. Tísku- sýning öll fimmtudagskvöld. HÓTELSAGA v/Hagatorg, Reykjavík sími 20221 Hringekjan á laugardagskvöld. íslenski jazzballettflokkurinn með frábær dansat- riði, Jóhanna Linnet syngur lög úr frægum söngleikjum. Bjami Arason kemur fram með söngdagskrá í minningu Elvis Presley og Öm Ámason hringekju- stjóri með söng og grín. Hljómsveit Grétars Örvarssonar leikur fyrir dansi. Á Mímisbar leikur Stefán Jökulsson. LEIKHÚSKJALLARINN, Hverfisgötu Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld. LENNON v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld MIAMI, Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240 Diskótek fóstudaga og laugardaga. Ald- urstakmark 16 ár. ÚTÓPÍA, Suðurlandsbraut 26 Hljómleikar með Megasi í kvöld. Megas mun kynna lög af væntanlegri hljóm- plötu sem mun koma út í næstu viku. Gaui mun einnig spila lög af nýju hljóm- plötunni sinni. Dansleikur laugardags- kvöld. Húsið opið kl. 22-03. ÞÓRSCAFÉ, Brautarholti 2, Reykjavik, simi 23333 Hljómsveit Stefáns P. leikur á efri hæð hússins fóstudags- og laugardagskvöld. Lúdósextett og Stefán skemmta gestum bæði kvöldin. Sjallinn, Akureyri „Stjörnur Ingimars Eydal í 25 ár“ um helgina. Skátastarf á íslandi 75 ára íslenskir skátar fagna um þess- ar mundir 75 ára afmæli íslensku skátahreyfmgarinnar. Starfandi skátar á íslandi í dag eru um 11.000 og starfa þeir í 40 skátafé- lögum víðs vegar um landið. Aftur á móti eru um 26 milljónir manna sem taka þátt í skátastarfi í heiminum en hreyfmgin er starfandi í rúmlega 100 löndum. Á þessu ári eru 80 ár liðin síðan skátahreyfingin var upphaflega stofnuð. Vegna afmælis íslensku skátahreyfmgarinnar hafa skát- ar sett saman hátíðardagskrá. Dagskráin hófst um síðustu mán- aðamót og mun standa til 15. nóvember. Það sem hæst ber hjá skátunum um helgina er að Vig- dís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, mun afhenda forsetamerk- ið í Neskirkju kl. 14 á laugardag. Á sunnudag verður svo hátíðar- dagskrá í Háskólabíói kl. 16 til 18. 50 ára ferm- ingarböm - hittast aftur „Fermdar meyjar og sveinar", eins og stendur í kirkjubókum Reykjavíkur, árið 1937 hafa ákveð- ið að hittast aftur eftir 50 ár til að minnast fermingarinnar. Þau börn, sem fermdust vorið og haustið 1937, voru rúmlega 400 aö tölu. Þessi börn fermdust hjá fjór- um prestum í þremur kirkjum, hjá þeim séra Bjarna Jónssyni og séra Friðriki Hallgrímssyni í Dómkirkj- unni, séra Áma Sigurðssyni í Fríkirkjunni og Meulenberg í ka- þólsku kirkjunni. Þá voru íbúar Reykjavíkur aðeins 36103 taisins og mátti heita að flest fermingar- börnin þekktust eða vissu deili hvert á öðru. Flest áttu þau sameig- inlegt að vera borin og barnfædd í Reykjavík. A árum síðara stríðsins þyrptist fólk úr sveitum landsins til höfuð- borgarinnar sem skyndilega breyttist úr bæ í borg. Bifreiðin varð almenningseign og síðar hélt. sjónvarpið innreið sína. Gömlu fé- lagarnir hættu að hittast á förnum vegi. Nú er því ætlunin að efna til end- urfunda í Domus Medica við Egilsgötu, laugardaginn 7. nóv. kl. 15-18. Vonandi verða heimtur góð- ar svo að sem flestir geti glaðst yfir að hittast aftur, sumir eftir hálfa öld. Háskólinn á Akureyri: 4 fyiirlestrar rnn bókmenntir íslands Háskólinn á Akureyri er nú að hleypa af stokkunum röð fyrir- lestra sem ætlaðir eru nemendum skólans og ölium almenningi. Gísli Jónsson cand. mag. og fyrrverandi menntaskólakennari mun flytja fyrirlestrana alla laugardaga í nóv- ember en þeir bera heitið: Trú, upplýsing, rómantík. Gísli mun fjalla um bókmenntir íslands og nokkur höfuðskáld og fræðimenn frá aldamótunum 1600. Hann sagði á blaðamannafundi að hann myndi reyna að að gera grein fyrir því menningarástandi sem þá ríkti og koma síðan að helstu skáld- um og fræðimönnum 17. aldarinn- ar. Hann sagðist reikna með því að fjalla um Hallgrím Pétursson og verk hans og koma síðan að öðrum fræðimönnum. Fyrirlestrarnir verða fluttir í sal Verkmenntaskólans kl. 14 á laug- ardögum í nóvember og eru öllum opnir. Norðurlandamót í hár- greiðslu og hárskurði Norðurlandamót 1987 í hár- greiðslu og hárskurði fer fram í íþróttahúsinu Digranesi, Skála- heiði Kópavogi,. á sunnudag kl. 10.50-17. Friðrik Sophusson iðnað- arráðherra setur keppnina. AUs verða 50 keppendur frá Norður- löndunum - 25 í hárgreiðslu og 25 í hárskuröi. Mikill áhugi er fyrir keppninni á hinum Norðurlöndun- um og munu á annað hundrað manns koma þaðan til að fylgjast með. Þetta er í annað skipti sem keppnin fer fram á íslandi. Meðal keppenda verða tveir ný- bakaðir Evrópumeistarar, þau Aud Mæhre Haugen frá Noregi og Steen Nedergaard frá Danmörku. Spenn- andi verður að sjá hvernig íslensku keppendunum tekst til á heima- velli en alls keppa 10 manns fyrir íslands hönd. Sumum þykir Divine með eindæmum dónaleg kona. Divine aftur á íslandi Margir muna eflaust eftir Divine sem skemmti íslendingum í veit- ingahúsinu Evrópu fyrir rúmu ári. Hann er kominn aftur til landsins og hyggst skemmta í Evrópu í kvöld, laugardagskvöld og sunnu- dagskvöld. Sýningarnar hefjast um miðnætti öll kvöldin. Fyrir þá sem ekki þekkja Divine, sem raunar heitir Glen Milsted, skal þess getið að hann er 150 kg karlmaður sem kemur fram í gervi stórrar, feitrar og grófrar kvenper- sónu. Hann hefur verið umdeildur manna á meðal og töldu sumir ís- lendingar siðgæðisvitund sinni misboðiö á skemmtunum hans í fyrra en aðrir skemmtu sér kon- unglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.