Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987.
21
Stórsveit Ríkisútvarpsins æfir fyrir tónleika sína á Djassdögum.
Djassdagar
RHdsútvarpsins
Dagana 7.-14. nóv. efnir Ríkisút;
varpið til sérstakra Djassdaga. Á
þessum dögum er ætlunin að
kynna hlustendum djasstónlist af
ýmsum toga. M.a. verður umfjöll-
un um djasstónlist og djasstóníist-
armenn, blöðum djasssögunnar
verður flett og síðast en ekki síst
verða djasstónleikar í beinni út-
sendingu. Þetta er í fyrsta skipti
sem Ríkisútvarpið gengst fyrir
slíkum dögum en þeir verða árlega
á dagskrá stofnunarinnar hér eftir.
í tilefni af Djassdögum kemur
hingað til lands sænska tónskáldið
og básúnuleikarinn Mikael Ráberg.
Hann mun vinna með Stórsveit
Ríkisútvarpsins, Big bandi Kópa-
vogs og Stórsveit Tónhstarskólans
á Akureyri en þessar hljómsveitir
koma ailar fram á Djassdögum. Það
er mikill fengur aö fá Mikael Rá-
berg til landsins því hann hefur
mikla reynslu sem útsetjari og
stjórnandi hljómsveita.
Það verður Stórsveit Ríkisút-
varpsins sem opnar Djassdaga með
tónleikum á Hótel Borg á laugar-
daginn. Tónleikarnir hefjast kl. 17
og verður þeim útvarpað beint á
rás 2.
Ný útvarpsstöð
- útsendingar hefjast í dag
Egiil Ólafsson og Helga Thorberg eru bæði þekktir skemmtikraftar á
íslandi. Þau sjá um dagskrá Ljósvakans um helgar. Egill verður fyrir
hádegi en Helga seinni part dags.
í dag hóf Ljósvakinn, hin nýja
útvarpsstöð Islenska útvarpsfé-
lagsins, útsendingar í fyrsta skipti.
Stöðin sendir út á fm 95,7 allan
sólarhringinn.
Ljósvakinn er fyrst og fremst tón-
listarútvarp en með nokkru öðru
sniði en tíðkast hefur. Þar verður
leikin melódísk og róleg popptón-
list í bland við sígilda tónlist, djass
og ný dægurlög. Öll tónlistin er
leikin af geisladiskum eða böndum
sem bjóða upp á sambærileg hljóm-
gæði. í þeim tilgangi að auka breidd
í tónlistarflutningi hefur útvarps-
stöðin látið endurvinna gamlar
upptökur með íslenskum tónhstar-
mönnum, s.s. Hauki Morthens og
Erlu Þorsteinsdóttm-.
Ljósvakinn er ekki eingöngu tón-
hstarútvarp heldur verða þar
einxúg sagðar fréttir á heila tíman-
um. Skotið verður inn í upplýsing-
um um hstir og menningu og gert
er ráð fyrir að í framtíðinni komi
inn í dagskrána leikþættir, sögur,
ljóðalestur o.fl. Ljósvakinn mun
einnig í náinni framtíö hefja kynn-
ingar á óperutónlist og annarri
klassískri tónlist, auk þess sem
stefnt er að því að hafa heinar út-
sendingar í framtíðinni frá flutn-
ingi klassískrar tónhstar og
djasstónhstar.
Tveir dagskrárgerðarmenn sjá
um kynningar á tónhstardagskrá
Ljósvakans á virkum dögum. Það
eru þau Stefán S. Stefánsson og
Bergljót Baldursdóttir. Um helgar_
sér Egih Ólafsson um aö kynna
tónhst fyrri part dags en Helga
Thorberg verður seinni partinn
með tónlist, spjah, fróðleiksmola
og viðtöl. En þau eru bæði betur
þekkt sem skemmtikraftar. Fleira
fólk mun koma við sögu í framtíð-
inni í kvölddagskrá og sérunnum
dagskrárþáttum.
Aðstandendur útvarpsleikritsins Lögtak eftir Andrés Indriðason.
RÚV, rás 1, laugardag kl. 16.30:
Lögtak
- nýtt íslenskt útvarpsleikrit
Nýtt leikrit eftir Andrés Indriða-
son, Lögtak, verður frumflutt á rás
1 á laugardag. Segir þar frá göml-
um manni sem bundinn er við
hjólastól. Dag nokkum fær hann
óvænta heimsókn. Eru þar á ferð-
inni ungur maður og stúlka í þeim
erindagerðum að taka sjónvarps-
tæki hans lögtaki vegna ógreidds
afnotagjalds. En gamli maðurinn,
sem er þess fullviss að hafa greitt
gjöld sín, er ekki á þeim buxunum
að láta tækið af hendi, þrátt fyrir
fortölm- ráðskonu sinnar sem ber
ótakmarkaða virðingu fyrir hinu
opinbera.
Leikstjóri er Stefán Baldursson.
Leikendur eru Þorsteinn Ö. Steph-
ensen, Sigríður Hagahn, Valdimar
Öm Flygenring og Sigrún Edda
Björnsdóttir. Tæknimenn eru Frið-
rik Stefánsson og Hreinn Valdim-
arsson.
Sjónvarp laugardag kl. 21.30:
Ástir og afbrot
Bandaríska sjónvarpsmyndin Ástir og afbrot fjallar um lögregluforingj-
ann Kate Hudson. Hún er ung, metnaðarfull og mjög hæf í starfi sínu
enda leggur hún hart að sér. Ahir samstarfsmenn hennar, sem flestir era
karlmenn, eru sammála um að Kate sé einn besti lögregluforingi sem völ
er á. Einn góðan veðurdag keyrir hún Richard Weyland prófessor niður
af hjóh úti á götu. Slysið er ekki alvarlegt og verða þau strax hrifm hvort
af öðm. Kate flnnur fljótt að hún er orðin ástfangin en á sama tíma fær
hún spennandi verkefni að ghma við í vinnunni svo hún hefur lítinn tíma
aflögu fyrir prófessorinn.
Leikstjóri ér Dean Hargrove. Aðalhlutverk leika Brenda Vaccaro og
Arlen Dean Snyder.
Stöð 2 laugardag kl. 23.35:
Tvær stórstjömur
- í myndinni Berskjölduð
Þaö eru tvær stórstjömur sem
leiða saman hesta sína í fyrri mynd
kvöldsins á Stöð 2 á laugardag.
Annars vegar er það rússneski bal-
letdansarinn Rudolf Nureyev og
hins vegar Nastassia Kinski. Þetta
er óvenjuleg spennumynd sem
greinir frá leit eins manns aö ógn-
vænlegum hryöjuverkamanni.
Þessi eini maður er drifinn áfram
af hefndarþorsta og lætur ekkert
tækifæri ónotað til þess að ná fram
markmiði sínu. En hermdarverka-
maðurinn er slunginn og sleppur
hvað eftir annað úr greipum réttví-
sinnar. Hann hefur þó einn við-
kvæman blett - dálæti mikið á
ljósmyndafyrirsætu nokkurri.
Hrifning hans á konunni gefur
höggstaö á honum. Leikstjóri
myndarinnar er Jim Goddard.
Natassia Kinski og Rudolf Nurey-
ev.
Úr ítalska framhaldsþættinum Lúðvík.
Stöð 2 sunnudag kl. 22.20:
Gyllingar og pluss
- nýr framhaldsþáttur um Lúðvik II.
Nýr framhaldsþáttur hefur
göngu sína á Stöð 2 á sunnudags-
kvöld. Nefnist hann Lúðvík og er í
5 þáttum. Segir þar frá ævi Lúðviks
II. konungs af Bæjaralandi sem var
upp frá 1845 þar til hann svipti sig
lífi eftir að hafa verið sviptur kon-
ungdómi árið 1886.
Lúðvík II., ásamt Prússum og
Bæjumm, veitti Bismarck dygga
aðstoð við að sameina öll þýsku
smáríkin til að stofna Þýska keis-
aradæmið. Vonir Lúðviks um að
komast til valda í hinu nýja ríki
bmgðust og varð hann þá vonsvik-
inn og frábitinn stjórnmálum. í
stað þess sneri hann sér að listum,
einkum byggingarhst, og varð það
brátt árátta hjá honum að láta
byggja hinar skrautlegustu hallir
og kastala. Margar komust ekki
lengra en á teikniborðið en þær
sem komust upp em hin fegurstu
hstaverk og er skrautið og íburður-
inn gegndarlaus.
Það var hinn þekkti ítalski leik-
stjóri Luchino Visconti sem gerði
myndina. Hann lenti í talsverðum
erfiðleikum við framleiöslu hennar
þar sem hann krafðist þess að hún
væri að mestu tekin upp í þeim
höhum sem Lúðvik n. lét reisa.
Hann þurfti því að gera bygging-
arnar upp með ærnum thkostnaði
enda er engu minna um gylhngar
og pluss en var á tímum Lúðviks
II. Meðal leikara eru Romy
Schneider, Trevor Howard og Sh-
vana Mangano.
Sjónvarp laugard. kl. 18.30:
Kardi-
mommubæriim
Á laugardag verður þriðji þáttur-
inn um Kardimommubæinn
sýndur. Gerð þáttarins var sam-
norrænt verkefni og var upptakan
gerð 1985. Höfundurinn, Thorbjörn
Egner, gerði teikningarnar við sög-
una. íslenskt tal hefur verið sett
inn á þáttinn og er Róbert Arnf-
innsson í hlutverki sögumanns.
Auk þess syngja tólf íslenskir leik-
arar og tuttugu böm söngvana úr
Kardimommubænum við texta
Kristjáns frá Djúpalæk. Leikaram-
ir tólf komu allir fram í síðustu
uppfærslu Þjóðleikhússins á leik-
ritinu fyrir tveimur árum. Klem-
enz Jónsson leikstýrir íslensku tah
og Agnes Löve stjómar söngflutn-
ingi.
Thorbjöm Egner, höfundur Kardi-
mommubæjarins.