Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Qupperneq 8
.30 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. Enn sem fyrr halda Top Gun og Krókódíla Dundee efstu sætunum en aörar myndir hafa mátt sín lítils gegn þeim aö undanförnu. Mörgum kann að þykja þetta undarlegt í meira lagi því aö báðar þess- ar myndir fengu mikla aðsókn í kvikmyndahúsum fyrir ekki löngu síðan. Virðist þetta staðfesta að sama fólk fer ekki í bíó og stundar kvikmynda- leigumar, allavega að hluta til. Þrjár nýjar myndir skríða inn á listann en undanfarnar vikur hefur hann haldist nokkuð stöðugur. í mesta lagi ein ný á viku. DV-LISTINN 1 (2) Top Gun 2 (1) Krókódíla Dundee 3 (3) Over the Top 4 (5) Running Scared 5 (7) Big Trouble in Little China 6 (4) The Morning After 7 (8) Aliens 8 (-) The City of Gold 9 (-) Heartbreak Ridge 10 (-) Band of the Hand ★★★ Á heimaslóðum Larry Bird BEST SHOT Útgefandi: Skífan Leikstjóri: David Anspauch. Handrit: Angelo Pizzo. Myndataka: Fred Murphy. Aðalhlutverk: Gene Hackman, Barbara Hershey og Dennis Hopper. Það hefur ávallt verið óumdeilan- legt að þegar kemur að gerð íþróttamynda þá stenst enginn Bandaríkjamönnum á sporöi. Þeim tekst yfirleitt glæsilega að leysa tæknileg vandamál hvað varðar myndatöku og klippingu og þá er hálfur bjöminn unninn. Óftast hafa þeir látið sér það nægja eins og dæmin með Rocky sanna. Hér hefur þó verið stigið feti framar og önlegu handriti og góðri leikstjóm bætt við. Vegna þess er Besta skot- ið ekki skot út í myrkrið heldur vönduð og heilstæð mynd. Hún lýs- ir vel þeirri hugsvölun sem einfald- ir sveitadrengir í Indíana (þaðan kom Larry Bird) finna sér í þeirri formfógru Iþrótt, körfuknattleik. í bland við íþróttasprikl fæst innsýn í þroskasögu og endursköpun nokkurra einstaklinga. Persónu- sköpun er því með ágætum sem verður að teljast nýjabram í íþróttamyndum. Þeir sem ekki hafa gaman af körfuknattleik ættu ekki að láta það fæla sig frá mynd- inni því hún hefur víða samsvömn. Leikur er allur ágætur. Hershey er finleg og Hackman grófur - allt eins og það á að vera. Hopper fékk aukaverðlaunaóskarinn fyrir þetta hlutverk sitt sem er auðvitaö bara brandari. Ekki það að hann hafi ekki átt óskarinn skilið, hann fékk hann bara fyrir vitlausa mynd. -SMJ Ovætturinn fjölgar sér ALIENS. Útgefandi: Steinar. Leikstjóri: James Cameron. Aðalleikarar: Sigourney Weaver, Mic- hael Biehn og Paul Reiser. Bandarisk. 1986-Sýningartími 131 mín. Þegar við skildum við Ripley flug- foringja í Alien, er Ridley Scott leikstýrði, var hún ein eftirlifandi af áhöfn geimfars. Fimmtíu og sjö ámm seinna finnst geimskip henn- ar. Ripley er vakin úr dásvefni og hryllingurinn byrjar aftur. Það kom engum á.óvart að gerð yrði framhaldsmynd eftir Alien sem á sínum tíma breytti ímynd geimferðamynda. Það sem kemur á óvart er hversu vel heppnuð AIi- ens er. James Cameron hefur gert geysisterka fantasíu sem hrífur áhorfandann með sér í mikilfeng- leik sínum. Aliens er nokkuð öðmvísu uppbyggö. í Alien sést óvætturinn aldrei almennilega. Spenningurinn liggur meira í því hvað getur gerst. í Aliens tekst óvættinum að íjölga sér heldur bet- ur og barist er beint við hann með öllum tiltækum vopnum. Leiðangurinn sem sendur er til höfuðs skepnunum trúir varla orð- um Ripley þegar hún lýsir óhugn- aðinum, trúir frekar á mátt vopna sinna, sannkölluð Víkingasveit sem ekkert hræðist. Það kemur þó annað hljóð í skrokkinn þegar óvættimir birtast og vopnin virka eins og títuprjónn á risavaxna skepnuna. Leikstjórinn, James Cameron, sýndi með sinni fyrstu mynd, The Terminator, að hann er góður fag- maður og með Aliens skipar hann sér í flokk bestu leikstjóra vestan- hafs. Sigoumey Weaver er eini leikar- inn frá fyrri myndinni, enda öllum öðrum persónum útrýmt. Hún sýn- ir sannkallaðan hetjuleik og gefur ekkert eftir karlhetjum kvikmynd- anna. Heildarútkoma Aliens er geysisterk spennumynd. Liggur við að maður segi að lengra verði varla náð í gerð spennumynda. HK. Enn um Víetnam IN LOVE AND WAR Útgefandl: Arnar Videó Leikstjóri: Paul Aaron. Framleiðandi: Carol Schreder. Aóalhlutverk: Jane Alexander, James Woods og Haing S. Ngor. Bandarísk 1987. 90 mín. Bönnuö yngri en 12 ára Hér er sögð saga flugmanns eins sem skotinn var niður yfir N-Víet- nam og mátti síðan dúsa í haldi Víetnama í 8 ár og þola um leið pyntingar og þrengingar. Á meðan á því stóð barðist kona hans fyrir frelsun hans heima í Bandaríkjun- um. Það er sterkur heimildarmynda- blær yfir þessari mynd sem skapast vegna þess að stööugt er klippt á milli tveggja söguþráða sem tengj- ast ekki nema óljóst. Með því að velja þessa leið þrengir leikstjórinn að verkinu og heldur því fremur jarðbundnu. Það verður því lítið rúm fyrir drama en verkið eigi að síður beinskeytt. Efnislega færir myndin okkur varla neinn nýjan sannleik um Ví- etnamstríðið og enn sem áður em Víetnamar lítið annað en skáeygðir pyntingameistarar. Menn forðast þó sem betur fer aUan barnaskap. Leikur Woods og Alexanders er til fyrirmyndar þó aö varla sé hægt að tala um samleik þeirra í milli. -SMJ Njósnaö um Kúbu CODE NAME: DANCER Útgefandi: Arnar Videó Handrit: Carla Jean Wagner. Aðalhlut- verk: Kate Capshaw og Jerone Krabbe. Bandarísk 1987. 90 min. Bönnuó yngri en 12 ára. Það er greinilega lítt gaman fyrir njósnara að eyða eftirlaunaárun- um því fortíðin sækir ávaUt að þeim. Það fær Anne Goodwin (Kate Capshaw) að kynnast þegar hún fær dag einn skilaboð um að bjarga gömlum kunningja sem hún skuld- ar greiða. Förin reynist vera hin mesta hættuför eins og njósnaferð- ir era ávaUt. Þessi njósnamynd er heldur á hægari nótunum og lítið um tilþrif í henni. Þó tekst að halda uppi þokkalegri spennu, frekar fyrir tU- stUU hraðrar atburðarásar en burðugs handrits. Það er tilbreyt- ing í því að þurfa ekki að horfa á svartklædda njósnara tafsa sig fram úr óskUjanlegu handriti sem snýst um eyðingu lífs á jörðinni eða eitthvað álíka gáfulegt. -SMJ i * 'a Fuglar í stríðsham BIRDS OF PREY (SPEAKS) Leikstjóri: Rene Cardona Aðalleikarar: Christhopher Atkins og Michele Johnson Útgefandi: Háskólabió Bandarisk 1986 - Sýningartími: 90 min. Það er ekkert verið að leyna því að Birds of Prey sækir fyrirmynd sína til hinnar frægu myndar Hitchcocks Fuglarnir. Samlíking myndanna er einnig lokið þegar fuglunum er sleppt. Þar sem Fuglar Hitchcocks bjuggu yfir spennu og dulúð þá er Birds of Prey alveg laus við uppbyggingu efnis. Allt er lagt í að gera fuglaatriðin eins ógeðsleg og hægt er. Og satt best að segja era þau atriði stundum fagmann- leg, en efnislega er myndin svo illa unnin að spenningurinn er löngu horfinn þegar komið er í hálfa mynd. Leikur er einnig allur hin versti og bætir ekki úr. Fyrir unnendur hryllingsmynda er óhætt að mæla með myndinni en aðrir ættu að láta hana eiga sig. HK. Fjórtán Bond-myndir Frá því James Bond var fyrst kvikmyndaður 1962 í Dr. No hafa verið gerðar fimmtán kvikmyndir um þennan ókrýnda konung spennumyndanna. Allt hafa þetta verið geysivinsælar myndir og ör- ugg fjárfesting. Nú hefur Tefli hf. tekið sig til og gefið út í einum pakka allar mynd- irnar nema eina. Sannarlega stór- tækt framtak sem unnendur Bond-myndanna kunna áreiðan- lega vel að meta. Getur nú hver og einn leitað uppi uppáhalds Bond- myndina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.