Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1987. 9 Utlönd Settu sex sólumet Mörg sölumet voru sett á lista- 'verkauppboði í-París á fóstudag. Ein af myndum Amedeo Modigl- iani, Belle Romaine, seldist fyrir þijátíu og eina og hálfa milljón Bandaríkjadala sem er metsala í Frakklandi. Listaverkasala hefur verið mjög treg í Frakklandi undanfarin ár og mun það einkum vera vegna hárra skatta sem greiða þarf af söiu lista- verka. Uppboöið í gær var tilraun listaverkasalá í París til þess að endurheimta sess sinn meðal helstu uppboðshaldara heims. Varar vinstri menn við Jose Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, varaði í gær leiðtoga vinstri manna í landinu, sem nú eru að snúa heim úr útlegð aftur, við því að þeir yrðu að skera á öll tengsl við uppreisnaröfl í landinu eða eiga á hættu að verða sóttir til saka. Sagði forsetinn að útlagarnir yrðu að lýsa yfir andstöðu við beit- ingu ofbeldis, gangast inn á skil- mála sakaruppgjafar og viður- kenna lýðræði í landinu. Einn leiðtoga vinstri manna í E1 Salvador, Ruben Zemora, kom um helgina til landsins eftir sjö ára útlegð. Við komuna sagðist hann kominn til að finna stjórnmálalega lausn á borgarastyijöldinni, sem staðið hefur árum saman og kostað yfir sextíu þúsund mannslíf. Til átaka kom í gær milli lögregl- unnar í Madrid og um fimmtán þúsund hægri sinnaðra Spánveija sem safnast höfðu saman í miðborg Madrid til að minnast þess að tólf ár eru liðin frá dauða Francisco Franco, einræðisherra á Spáni. Lögreglan þurfti að ráðast með kylfum á hóp ungmenna sem köst- uðu grjóti og „kínverjum". Að minnsta kosti einn var handtekinn en ekki hafa borist neinar fregnir af meiðslum. í helgra tölu Jóhannes Páll páfi annar tók í gær í helgra manna tölu áttatíu og fimm kaþólikka sem létu lífið fyrir trúarbrögð sín á Bretlandi á sext- ándu og sautjándu öld. Páfi lagði baráttu þessara manna gegn mót- mælendatrú til grundvallar helgun þeirra og hvatti við þetta tækifæri til þess að meira yrði unnið að sam- einingu kristinna manna. Þúsundir kaþóhkka frá Englandi, Skotlandi og Wales voru viðstaddir messu páfa í gær en messan var sungin á ensku, welsku, ítölsku, latínu og öðrum tungumálum. 985 látnir lausir Yfirvöld í Nicaragua létu í gær lausa níu hundruð áttatíu og fimm pólitíska fanga. Er þetta liður í að- geröum stjórnar landsins til þess að mæta ákvæðum samkomulags Mið-Ameríkuríkja um frið í þess- um heimshluta. Flestir fanganna voru stuðnings- menn kontrahreyfmgarinnar. Fyrir veturinn. Skólavörðustíg 42 Sími: 11506 wMmm Ahafnarmeðlimir að störfum í bandarískum tundurduflaslæðara á Persaflóa. Símamynd Reuter Ágreiningur um átök Nærri lá við áð tvisvar kæmi til átaka milli Bandaríkjamanna og ír- ana á Persaflóa um helgina. Banda- rísk orrustuþyrla rak íranskan hraðbát á flótta og einnig stærra skip sem reyndi að ógna htlu bandarísku birgðaskipi að því er heimildarmenn skipafélaga greina frá. Yfirvöld í Te- heran neita þessum fréttum. Segja þau að floti þeirra hafi skotiö að bandarískum þyrlum sem reynt hafi að skipta sér af er íranar voru að eftirlitsstörfum við flutningaskip er sigldi undir grískum fána. Sögðu íranar að skipiö hafi verið á leið til íraks. Ekki var, greint frá því hvort t iiiítivi t[íj t 'initÉi^íiflí btiimiffi uat' r. þyrlurnar hafi verið hæfðar og frétt þessi fékkst ekki staðfest i morgun. Heimildarmenn skipafélaga höfðu áður sagt að byltingarverðir írana hefðu skotið að gríska skipinu ná- lægt Farsi eyju á norðurhluta flóans og neytt það til að stoppa th þess að eftirlitsmenn kæmust um borð. Bandaríski flotinn hefur leitað tundurdufla við írönsku eyjuna Farsi en þar er bækistöð fyrir hrað- báta írönsku byltingarvarðanna. Frá því á fimmtudag hafa sjö tundurdufl fundist og er það álit bandarískra yfirvalda að íranar hafi komið þeim fyrir. iiUWtÍtáillfc'l NÝKOMNIR SÍMAR á borð og vegg. Litir: Svartur, hvítur grár. Verð: 3.980,- Einnig mikið af efni til síma- lagna, t.d. klær, tenglar, framlengingarsnúrur, íjöl- tengi, ýmiss konar milli- stykki, evrópsk/amerísk. Opið til kl. 20 í í öllum deildum. kvöld Jli KORT Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Rafdeild, 2. hæó. Beinn simi 62-27-32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.