Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1987, Blaðsíða 34
46
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1987.
MINNISBLAD
Muna eftir
að fá mer
ei.ntak af
r
Urval
B j a rg -
vætturinn
hreinsar
með
glans!
Fyrir
vaska, baðkör,
w.c. fiísar, keramik-
eldahellur og margt fleira.
Heildsala - smásala
J powAksson og nordmann hf
Rétlarhálsl 2 - sfml 83833.
0HITACHI
RYKSUGA
1000 vött
Kr. 5.900,-
L
Fréttir
DV
Gmnnskólar á Norðuriandi eystra:
Engin tónmenntakennsla
í þriðjungi skólanna
Gylfi Kxistjánsson, DV, Akureyii;
„Þaö er óhætt að segja að þetta er
dapurt ástand því það vantar tón-
menntakennara í 12 skóla af 38 hér
í umdæminu,“ sagði Sigurður Hall-
marsson, fræðslustjóri í Norður-
landsumdæmi eystra, í samtali við
DV.
Samkvæmt lögum eiga alhr nem-
endur grunnskóla að njóta tón-
menntakennslu á öllum árum
grunnskólanámsins. Mjög mikill
skortur er á kennurum í þessari
grein og t.d. hafa nemendur Glerár-
skóla á Akureyri ekki fengið neina
tónmenntakennslu í vetur og ekki í
fyrravetur heldur.
„Það er alltof lítið til af tónmennta-
kennurum," sagði Siguröur Hall-
marsson. „Hér er um sérhæfða
kennslu að ræða og í minni skólun-
um er ekki um að ræða nema
nokkurra tíma kennslu á viku þann-
ig við yrðum að fá í þetta fólk sem
gæti farið eitthvað á milh skólanna.
En það hefur ekki tekist vegna skorts
á kennurunum. Við erum að vinna
að því að finna lausn á þessu vanda-
máli. Hún gæti ef til vill legið í því
að taka upp eitthvert samstarf við
tóniistarskólana og reyna aö fá kenn-
ara þaðan. En útlitið varðandi tón-
listarskólana er reyndar allt annað
en glæsilegt eins og menn þekkja,"
sagði Sigurður.
Vilberg Alexandersson, skólastjóri
Glerárskóla á Akureyri, sagði að
þrátt fyrir að mikið hefði verið aug-
lýst eftir tónmenntakennurum hefðu
þeir ekki fengist til starfa við skól-
ann. „Þeir kjósa flestir að starfa á
suðvesturhorninu og í tónlistarskól-
unum þar sem aðstaðan er ef til vill
betri og þeir hafa færri nemendur.
Þetta ástand er einfaldlega vegna
þess að tónmenntakennararnir fást
ekki til starfa við skólana," sagði
Vilberg.
Homafjörður:
Næg veikefhi fyr-
ir sjúkraþjátfara
Júlia Imsland, DV, Hofiv
Á Höfn, eins og annars staðar úti
á landsbyggðinni þar sem viima er
mikil, skapast næg verkefni fyrir
sjúkraþjálfara því vöðvahólgur,
bak-veiki og þvíumlíkt fylgja gjarnan
miklu vinnuálagi.
Nýlega gáfu kvenfélagskonur pen-
inga til kaupa á tveim æfingabekkj-
um fyrir sjúkraþjálfun. Aðstaða er
nokkuð góð fyrir sjúkraþjálfara á
heilsugæslustöðinni. Einn sjúkra-
þjálfari er starfandi á Höfn en hefur
sagt upp störfum frá nk. áramótum.
Algengt er að fólk þurfl að bíða í a.m.
k. þrjá mánuöi eftir að komast í
meðhöndlun hjá þjálfaranum nema
sérstök beiðni sé fyrir hendi frá
lækni.
Ekki hefur enn fengist heimild
ráðuneytis fyrir stöðu sjúkraþjálfara
við heilsugæslustöðina þar sem ekki
er sjúkrastofnun á staðnum. Sveitar-
félög sýslunnar hafa nú auglýst eftir
sjúkraþjálfara til starfa um næstu
áramót.
Ásgeir R. Helgason, leiðbeinandi frá Krabbameinsfélaginu, á námskeiðinu.
DV-mynd Anna
Geta sparað 1,2
milljónir á ári
Egill Ólafsson:
Hættum ekki að
vera brtlar
„Við erum hættir í bili sem Stuð-
menn en það hefur nú gerst áður.
Bihð hefur reyndar veriö mislangt
því menn losna nú einu sinni ekki
við það að vera bítlar," sagði Egill
Ólafsson, Stuðmaður með meiru, en
sú harmafregn hafði flogið fjöllunum
hærra að stuðgrúbba landsins, Stuð-
menn, væri runnin sitt skeiö á enda.
Ekki vhdi Eghl viðurkenna að
þetta væri endapunktur Stuðmanna.
„Við tókum okkur hvhd frá hvort
öðru en þetta hefur verið svona í
gegnum tíðina. Menn hafa verið að
spha sig sundur og saman.“ Stuð-
menn störfuðu saman í sumar sem
leið og gáfu þá út plötu.
„Þó að við störfum sitt í hvoru lagi
verðum við örugglega að þessu fram
í rauðan dauðan hvort sem mönnum
líkar betur eða verr,“ sagði Egih en
hann kvaðst ætla að einbeita sér að
leikhstinni í vetur. Hljómsveitin
Strax mun starfa áfram með þau
Jakob, Ragnhhdi og Valgeir innan-
borðs og mun plata vera væntanleg
frá þeim.
-SMJ
Höfn, Selfossi:
Slátruðu 13
þúsund dilkum
Regfim Thoraiensen, DV, SeKossi;
Að sögn Péturs Hjaltasonar, skrif-
stofustjóra hjá versluninni og slátur-
húsinu Höfn, Selfossi, var hehdar-
slátrun 13.207 dilkar. Þar af fóru 380
í refafóður. Meðalvigt var 14,2 khó
en í fyrra var hún 13,4. Þyngsti dhk-
urinn var 27,7 khó. Eigandi var
Guðmundur Þorvaldsson, Laugar-
bökkum. Um 7% af dhkunum fóru í
tvo fltumestu flokkana og þótti sú
útkoma góð.
Anna Ingólfsdóttir, DV, Egilsstöðum;
Rúmlega 20 manns af Héraði hafa
lokið námskeiði í reykbindindi.
Námskeiðið var skipulagt af JC Hér-
aði og Hehsugæslustöð Egilsstaða en
aðaheiðbeinandi var Ásgeir R.
Helgason frá Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur.
Námskeiðið var vel sótt og var
mikhl hugur í fólki. Var farið yfir
ýmsa þætti sem tengjast reykingum,
s.s. félagslega og líkamlega, og fólk
upplýst betur um reykingaávanann.
Óneitanlega komu kostnaöarhðir
reykinga mikið inn í umræðumar.
Oft er það þannig á fámennum stöð-
um á landsbyggðinni að ýmsar
framkvæmdir í bæjarfélaginu drag-
ast á langinn, jafnvel í mörg ár, vegna
skorts á fjármagni og oft er ekki um
verulegar upphæöir að ræða.
Á námskeiðinu var reiknað út að
ef 25 manns hætta að reykja og leggja
ahir andvirði eins sígarettupakka á
dag inn á sameiginlega bók safnast
saman 1,2 mhljónir kr. eftir árið, fyr-
ir utan vexti.
Mætti fyrir þessa peninga gera
ýmislegt, t.d. verja þeim th nýsköp-
unar í byggðarlaginu, aðstoða aldr-
aða eða krabbameinssjúkhnga, eða
eitthvað annað.
Ef fer sem vonast er eftir, að ísland
verði reyklaust árið 2000, verða
margir sem geta andað léttar því
greinilegt er að fólk er að verða meira
meðvitað um skaðsemi reykinga og
hina ýmsu sjúkdóma sem rekja má
beint th reykinga.
Sjómenn skora
á Jón Baldvin
Áhafnir rúmlega eitt hundrað
fiskiskipa hafa sent Jóni Baldvini
Hannibalssyni fjármálaráðherra
skeyti þar sem þær skora á hann að
tryggja að Slysavamaskóla sjó-
manna verði veitt fjármagn á fjárlög-
um svo að hann geti starfað áfram
með eðlhegum hætti.
í fjárlögum fyrir næsta ár er ekki
gert ráð fyrir neinum fjárveitingum
til skólans og segja sjómenn í skeyt-
inu að þeir beri ugg í brjósti vegna
þessa.
-S.dór
Stækkun verksmiðju Sana á Akureyri:
„Ekki vegna bjórsins“
- segir Baldvin Valdimarsson framkvæmdastjóri
Gylfi Kristjánæan, DV, Akureyri:
„Þessar byggingarframkvæmdir
okkar eru einfaldlega th komnar
vegna þess að við höfum ekki haft
undan í framleiðslunni síðan í vor
og við erum að byggja th þess aö
auka framleiðslugetu okkar," sagði
Baldvin Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Sana á Akureyri, en
nú eru hafnar miklar framkvæmd-
ir við stækkun verksmiðju fyrir-
tækisins.
„Auðvitað koma þessar fram-
kvæmdir okkur th góða ef bjór-
frumvarpið verður samþykkt á
Alþingi. En viö erum ekki að
byggja núna vegna bjórsins. Viö
ætlum okkur hins vegar að fylgjast
með framvindu bjórmálsins áður
en við förum í framkvæmdir við
byggingu bjórverksmiðju. Þótt
meirihluti virðist vera með bjóm-
um á Alþingi era margir þing-
manna með alls kyns fyrirvara og
því er mjög óljóst hvernig þetta
fer.“
Baldvin vhdi ekki gefa upp fram-
leiðslumagn Sana á áfengum bjór
á sl. ári. Hann sagði hins vegar að
bjórframleiðslan hefði á þessu ári
aukist um helming frá fyrra ári en
það nægöi ekki.
„Það er margt sem sphar inn í
ef menn eru að horfa til þess að
bjórinn veröi leyfður hér. Eitt er
að sá frestur sem talað er um í
frumvarpinu, október 1988, er alltof
skammur. Það er geysheg fjárfest-
ing við að koma upp bjórverk-
smiðju, sennhega um 400 mhljónir
króna. En hitt skiptir þó ekki
minna máh, en það er að kunna
að búa th bjór og hafa starfsfólk
sem þekkir th þeirra verka. Við
höfum bæði þessa þekkingu og
starfsfólkið."
Baldvin sagðist ekki geta sagt th
um hversu stór bjórmarkaðurinn
yrði hér á landi ef græna ljósið
kæmi frá Alþingi. „Þetta veltur allt
á því hvernig lögin verða og reglu-
gerðimar, hvemig bjórinn veröur
seldur, á hvaða verði og margt
fleira spilar þarna inn í,“ sagði
Baldvin.