Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. 19 Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. fl. ABRACADABRA, Laugavegi 116 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. ÁRTÚN, Vagnhöfða 11, simi 685090 Gömlu dansamir á fóstudagskvöld. Opiö kl. 21-3. Nýju og gömlu dansarnir laugar- dagskvöld. Opið kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporið ásamt söngkonunni Krist- björgu Löve bæði kvöldin. BROADWAY, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Stórsýningin „Allt vitlaust" á fóstudags- og laugardagskvöld. Söngvarinn og píanóleikarinn Manu De Carvalho, sem heillað hefur íslendinga er sóttu Torre- molinos í sumar, skemmtir einnig bæði kvöldin. CASABLANCA, Skúlagötu 30 Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld frá kl. 22-3. DUUS-HÚS, Fischersundi, sími 14446 Diskótek fóstudags- laugardags- og sunnudagskvöld. Opið frá 22 til 3. A sunnudagskvöld verða jasstónleikar í Heita pottinum. EVRÓPA v/Borgartún Hljómsveit hússins, Saga Class, leikur fyrir dansi föstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveitin Karlmenn frá Akureyri kemur og skemmtir á laugar- dagskvöld. Húsið er opið frá kl. 22-3. GLÆSIBÆR, Álfheimum Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Tónlistin frá 6. og 7. áratugnum er í hávegum höfö. Opið kl. 22-3. HOLLYWOOD, Ármúla 5, Reykjavik Swinging Blue Jeans skemmta fóstudags- og laugardagskvöld. Þessi hljómsveit hef- ur tvisvar áður komið til landsins. Húsið opið 22-3. HÓTELBORG, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Gömlu dansarnir á sunnudagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðsspnar leikur. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL, Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, sími 82200 Dansleikir föstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveitin Kaskó leikur. Tísku- sýning öll fimmtudagskvöld. HÓTEL SAGA, SÚLNASALUR, v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Lokað vegna einkasamkvæmis fóstu- dagskvöld. Hringekjan á laugardags- kvöld í síðasta sinn. íslenski jassballett- flokkurinn með frábær dansatriði, Jóhanna Linnet syngur lög úr frægum söngleilgum. LEIKHÚSKJALLARINN, Hverfisgötu Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. LENNON v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld MIAMI, Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240 Diskótek fóstudaga og laugardaga. Ald- urstakmark 16 ár. ÚTÓPÍA, Suðurlandsbraut 26 Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld. ÞÓRSKAFFI, Brautarholti, s. 23333 Hljómsveitin Pelican og hljómsveit Stef- áns P. og Þorleifur Gísla leika og skemmta fóstudags- og laugardagskvöld. Ómar Ragnarssón skemmtir matargest- um ásamt Hauki Heiðari undirleikara. Ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Lifandi tónlist um helgina og kráar- stemning. Opið frá 22 til 3 um helgar. Sjallinn, Akureyri „Stjörnur Ingimars Eydal í 25 ár“ um helgina. Hljómsveitin Pelican á velmektardögum sínum, piltarnir hærðir i góðu meðallagi. Núna, tólf árum síðar, gera þeir stormandi lukku í Þórskaffi, öllu snöggklipptari. Þórscafé: Pelican gerði stormandi lukku Hljómsveitin Pelican skemmti í Þórscafé um síðustu helgi en þá voru liðin tólf ár frá því hljómsveit- in lagði upp laupana. Pelican gerði stormandi lukku, ekki hvað síst á laugardaginn var, og varð nánast „allt vitlaust" eins og einn gesta í Þórscafé orðaði það. Þeir sem misstu af endurkomu Pelican um síðustu helgi þurfa þó ekki að örvænta því sveitin mun einnig skemmta í Þórscafé nú í kvöld og á laugardagskvöld ásamt skemmtikraftinum góðkunna, Óm- ari Ragnarssyni, sem mun tryggja það að borðhaldið verði skemmti- legt. Magnús Magnússon í Norræna húsinu: Landið, sagan og sögumar í tilefni af útkomu nýrrar bókar sinnar, Landið, sagan og sögurnar. sem Vaka-Helgafell gefur út í dag, flytur Magnús Magnússon, rithöf- undur og sjónvarpsmaður, fyrir- lestur í Norræna húsinu og ber hann sama heiti og bókin. Fyrir- lestur Magnúsar hefst klukkan 20.30 í kvöld, fóstudag. Magnús kýs að segja sögu fyrstu alda íslandsbyggðar meira og minna með hliðsjón af fornbók- menntunum en tekur jafnframt mið af nýjustu rannsóknum á öðr- um sviðum. Á þennan hátt fléttar Magnús saman á lipran hátt og skemmtilegan sögulegum fróðleik, efni íslendingasagna og upplýsing- um um landið og sögustaði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og hefst á stuttum inngangi um íslendingasögurnar, tilurð þeirra og sögu. Hann fjallar um sagnahefð íslendinga og rekur efni helstu íslendingasagnanna. Þá mun Magnús kynna efni bókar sinnar og fjalla um gerð hennar og Magnús Magnússon, rithöfundur- inn og sjónvarpsmaðurinn frægi, á Þingvöllum. aö loknum fyrirlestrinum mun hann árita bækur sem verða til sölu í Norræna húsinu fyrir og eft- ir fyrirlesturinn. Swinging Blue Jeans eins og þeir eru í dag - alltaf jafnhressilegir og unglegir. Hollywood: Swinging Blue Jeans skemmta týndu kynslóðinni Gömlu brýnin í hljómsveitinni Swinging Blue Jeans, eða sprell- fjörugu gallabuxunum, taka þátt í leitinni að týndu kynslóðinni sem staðið hefur yfir í veitingahúsinu Hollywood um skeið. Sjálf er hljómsveitin hluti af þessari týndu kynslóö og kannski rúmlega það því að hún tók til starfa upp úr 1960 og hefur haldið nær óbreyttri mannaskipan frá upphafi. Swinging Blue Jeans skemmtir gestum Hollywood á föstudags- og laugardagskvöld og mun það ör- ugglega gleðja marga af sandala- kynslóðinni. Þetta er nefnilega í þriðja skipti sem hljómsveitin kem- ur til landsins. Fyrst kom hún hingað árið 1963 og gerði þá allt vitlaust, enda þá á hátindi frægðar- innar með lög eins og „Hippí, hippí shake," og „Good Golly Miss Molly". Auk flutnings Swinging Blue Je- ans á gömlu góðu lögunum verða spiluð íslensk og erlend lög í diskó- tekinu sem unglingar týndu kyn- slóðarinnar kunna að meta og koma lífi í gömlu bítlaskóna. Reiðhöllin: Grafík og Cock Robin Poppsöngvarinn Cock Robin, sem nýlega skaust upp á stjörnuhimin- inn og nýtur mikilla vinsælda hér á landi, verður með hljómleika í Reiðhöllinni á sunnudag, aðdáend- um sínum til mikillar ánægju. Tónleikarnir heflast klukkan 15 og mun íslenska hljómsveitin Grafik sjá um upphitun fyrir Cock Robin og ennfremur kemur þar fram hljómsveitin Solid Silver með Bobby Harrison í broddi fylkingar. Samkvæmt reglugerð um tón- leikahald i Reiðhöllinni verður tónleikunum að ljúka fyrir klukk- an 19 og verða rútuferðir fyrir og eftir hljómleikana til Reiðhallar- innar. Dostojevskí í.MÍR Sovéska myndin, 26 dagar í lífi Dostojevskís, verður sýnd í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10 á sunnudag, klukkan 16. Leikstjóri myndarinn- ar er Alexander Sarkhí en með aðalhlutverkið fer Anatólí Solon- itsín. Myndin verður sýnd með íslenskum skýringartextum. Kvikmyndin fjallar um það tíma- bil í lífi hins fræga, rússneska rithöfundar er hann vann að skáld- sögunni Fjárhættuspilaranum. Myndin er sýnd í tengslum við bókasýningu í húsakynnum MÍR. Ásamt bókum eru þar sýndir list- munir og listaverk frá Hvíta-Rússl- andi og er sýningin opin alla virka daga klukkan 17-19 og um helgar klukkan 14-19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.